Íslendingur - 25.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXVII. árgangurl
Akureyri, 25. apríl 1941
17, tölubl.
Orðsending
frá hlustanda.
Framsóknarflokkurinn telur sig
einkar velviljaðan fullkomnu lýð-
ræði. Á 6. flokksþingi Framsókn-
ar, er haldið var fyrir skömmu í
Reykjavík, var ályktað, að flokks-
þingið teldi, »að þingræði og lýð-
ræði séu hyrningarsteinar undir
sjálfstæði og menningu þjóðarinnar
í nútíð og framtíð*. En það fylg-
ir böggull þessu skammrifi. Lýð-
tæðisyfirlýsingin er í næstu ályktun
afturkölluð, svo sem hér segir:
»Flokkurinn telur háskalegt fyrir
stjórnarfar landsins, ef tekin yrði
upp almenn hlutfallskosning til Al-
þingis, þ. á. m. hlutfallskosning í
Ivímenningskjördœmum (Ibr. hér)
og leggur hina mestu áherzlu á,
að grundvelli kjördæmaskipunar-
innar verði ekki breytt frá því sem
nú er*.
Þó mörgum kunni að þykja það
broslegt fyrirbæri, hversu ályktanir
þessar stangast, þá er fjarri því,
að svo sé. Pað er þvert á móti
raunalegt mál og alvarlegt, að á
þriðja hundrað manna, þar á með-
al fjöldi vel gefinna manna og
menntaðra, skuli láta slíkt frá sér
tara.
Framsóknarflokknum mun reyn-
ast örðugt að rökstyðja það, að
almennar hlutfallskosningar séu
»háskalegar« fyrir lýðræðið, eins
og skilja verður ályktanir flokks-
þingsins. Hlutfallskqsningar leiða
það jafnan af sér, að vilji meiri-
hlutans verður ráðandi. Er það
háskalegt fyrir lýðræðið? Öll ís-
lenzka þjóðin veit, að kosningalög-
gjöf vor er ólýðræðisleg, — að
minnihlutaflokkar hafa haft meiri-
hlutaaðstöðu á löggjafaiþingi þjóð-
arinnar árum saman. Ef lýðræðið
er »hyrningarsteinn« undir »sjálf-
stæði og menningu þjóðarinnar*,
þá hvílir sjálfstæði vort og menn-
ing ekki á neinum hornsteinum
enn sem komið er, heldur er hvort-
tveggja byggt á sandi.
Kjördæmaskipunin hefir verið á-
greiningsmál rnilli flokkanna a. m. k
undanfarin 10 ár. Hið misjafna
gildi kjósendaatkvæðanna í hinum
ýmsu landshlutum hefir öllum öðr-
um en Framsóknarmönnum þótt
ranglátt og fjarri öllu lagi með lýð-
ræðisþjóð. Það hefir ekki þótt í
fullu samræmi við lýðræðið, er
. 6700 Framsóknarkjósendur í 6 tví-
menningskjördæmum hafa fengið
12 þingmenn kosna, en 5600 Sjálf-
stæðis- og Bændaflokkskjósendur
f sömu kjördæmum engan þing-
mann. Þessir furðulegu hlutir
gerðust þó í lýðræðisríkinu íslandi
við síðustu kosningar til Alþingis.
Framsókn hefir ekki getað fært
fram nein rök fyrir því, að slíkt
misrétti væri réttlæti. En hún hef-
ir harðneitað að ganga inn á
nokkrar breytingar á kjördæmaskip-
un. Hún ber því við, að stækkun
kjördæmanna eða afnám þeirra
mundi rýra vald byggðanna. Þessi
staðhæfing er að vísu á nokkrum
rökum reist, en fyrir byggðavaldinu
ber Framsókn sjálf eigi meiri virð-
ingu en svo, að hún hefir sent
hirðmenn sína úr höfuðstaðnum
út í byggðirnar til að reyna að
fella innanhéraðsmenn frá kosningu.
Hin hatrama íhaldssemi Framsókn-
arflokksins á úrelta kjördæmaskip-
an og kosningalöggjöf hefir gert
það að verkum, að hugtökin rélt-
læti og Framscknarréttlæti hafa
sumstaðar verið notuð með sömu
skilgreiningu og réttlæti og rang-
læti. Því að Framsóknarflokkurinn
notar sér meirihlutavald sitt, sem
fengið er á ólýðræðislegan hátt, til
að viðhalda tvennskonar rétii kjós.
endanna í landinu, hinum meiri fyr-
ir sína kjósendur en hinum minni
fyrir alla aðra.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir eigi
viljað kollvarpa kjördæmaskipuninni.
En hann hefir bent á aðra leið til
að fullnægja lýðræðinu að svo
miklu leyti sem unnt er, án þess
að raska kjördæmunum, En hún
er sú, að taka upp hlutfallskosning-
ar í öllum kjördæmum. Slíkt fyrir-
komulag rýrir ekki byggðavaldið
og er þá hin eina röksemd Fram-
sóknar gegn nokkurri breytingu á
þessum málum tallin ú ^ildi.
En Framsókn gefst e«ki upp fyrir
því. Hún ályktar bara. að slik full-
næging á lýðræðinu sé »háskaleg
fyrir stjórnarfar landsins*. Og
þessu bætir hún við ályktunina um
það, að lýðræðið sé hyrningar-
steinn undir sjálfstæði og menningu
þjóðarinnar. En hvervegna þenna
loddaraleik? Því ekki að játa fyrir
sjálfum sér og þjóðinni, þegar öll
rök voru þrotin, að það sé alls
ekki af umhyggju fyrir lýðræðinu
að réttlætismál megi ekki ná fram
að ganga, heldur geti fullnæging
réttlætisins e. t. v. veikt sérhags-
munaaðstööu Framsóknarflokksins.
Öll þjóðin veit, að þessi er ástæð-
an fyrir þvergirðingshættinum og
hver Framsóknarmaður, sem vill
vera hreinskilinn við sjálfan sig,
játar Hþetta líka fyrir sjálfum sér.
Og hvað heldur Framsóknarflokk-
urinn, að kjósendurnir meti mikils
yfirlýsingar flokksins um hollustuna
við lýðræðið, þegar hann telur
fullnægingu þess »háskalega fyrir
stjórnarfar landsins?*
í gærkvöldi heyrði ég, af tilvilj-
un gegnum útvarpið, orðsendingu
frá stjórnarráðinu þess efnis, að
þær íslenzkar kartöflur, sem til eru
í landinu, þurfi að nota til útsæðis
á komandi vori og megi þvf ekki
hafa til matar.
Vel er það mér ljóst, engu síður
en stjórnarráðinu, að þessi ályktun
er á réttum rökum byggð. Enda
ekkert við þessu að segja með því
að hér er aðeins um tilmæli að
ræða en ekki lagaboð.
En í þessu sambandi kemur þó
annað til greina, atriði, sem að
mestu leyti hefir legið í þagnargildi,
þó óréttlátt sé gagnvart mörgum
heimilum í landinu, Það er úthlut-
un á kornvöru einkum, enda líka á
kaffi og sykri. Skulu nú færð rök
að því.
Sem dæmi vil ég benda á eftir-
farandi •
Tvö heimili hér í sveitinni —
hlið við hlið — eru þannig skipuð
fólki, að á öðru eru 3 fullorðnir
karlmenn og ein kona, allt fullvinn-
andi fólk, 4 menn alls. Á hinu eru
5 börn, 6 ára og yngri, 1 karlmað-
ur fullorðinn og tvær konur, 8
menn álls. Hið síðarnefnda heimili
fær leyfi úthlutunarstjórnar fyrir
tvöföldum skammti af kornvöru,
kaffi og sykri á móti hinu fyrr-
nefnda.
Hér er ekki um að ræða neinn
skáldskap eða dæmi, sem væri
hugsanlegt, heldur óbifanlega stað-
reynd.
Ég býst við að allir geti verið
mér sammála um það, að þessi út-
hlutun sé mjög ranglát og miklu
nær sanni væri, að þessi 2 um-
ræddu heimili fengju jafn mikinn
skammt — að minnsta kosti að
verðmæti.
Ég geri ráð fyrir, að flestum sé
það Ijóst, að smábörn eyða tiltölu-
lega litlu af kornvöru hlutfallslega
móti fullorðnu vinnandi fólki, og
um kaffið förum við nærri. Ég
læt því þetta eina dæmi riægja til
að benda á réttlætið í matvælaút-
hlutuninni, og geri ráð fyrir að
þær reglur, sem um það efni hafa
verið í gildi, verði nú þegar teknar
til endurskoðunar.
Þá kem ég nú að orðsending-
unni um kartöflurnar. Af þeim á-
stæðum, sem þegar hafa verið
greindar, er ýmist illfært eða ó-
mögulegt að láta af hendi þær
kaitöflur, sem ætlaðar eru til matar
í vor og sumar nema gegn aukn-
um kornvöruskammti, t. d. rúgméli,
ef ekki verður hægt að útvega út-
lendar kartöflur til matar í staðinn.
Þess skal getið, til skýringar — þó
NÝJA-33IÓ
Föstudags- og sunnudags-
kvöld kl. 9:
Úveðursnóttiii
(Wlien to Morrow Comes)
Amerísk kvikmynd í 10 þátt-
um, Aðalhlutverkin leika:
Irene Dunne og
Charles Boyer.
Skemmtileg og viðburðarík
mynd með tveimur af frægustu
kvikmyndaleikurum í U. S. A.
Laugardagskvöld kl. 9:
Eiginkona að
natninu til!
(ln Name Only)
Amerísk tal- og hljómmynd í
10 þáttum. Aðalhlutverkin leika:
Carole Lombard, Cary
Grant, Kay Francis.
Sunnudaginn kl. 5:
Fyrsta ástin
Sunnud. kl. 3 (Barnasýning)
Vinstúlkan
hans pabba
það ætti að vera óþarft — að þar
sem ilest heimilisfólk er fullorðið
og vinnandi eru meiri líkur til að
kartöflur séu ræktaðar — og því
til nú — heldur en þar, sem flest
heimilisfólk er smábörn og ber því
enn að sama brunni. Þeir sem
helzt eiga kartöflur nú eru þeir,
sem harðast verða úti, að því er
snertir matvælaskömmtunina.
Áð lokum vil ég benda á eitt
atriði viðvíkjandi skömmtunni: Það
er mjög ranglátt, að sveitafólk, sem
framleiðir mjólk til söiu, fái jafnan
skammt af kaffi og sykri, eins og
kaupstaðafólk, sem þarf að kaupa
mjólkina næstum tvöföldu verði
við það, sem framleiðendur fá fyrir
hana.
Á skírdag 1941.
Hlustandi í Eyjafiröi.
I