Íslendingur - 25.04.1941, Blaðsíða 2
2
ÍSLEtfDINGim
Bjergyin Guðmundsson
tónskáld 50 ára.
Á morgun verður einn ai kunn-
ustu borgurum þessa bæj|ar, Björg-
vin Guðmundsson tónskáld, fimmtug-
ur að aldri.
Hann er fæddur að Rjúpnafelli í
Vopnafirði 26. apríl 1891. sonur
hjónanna Guðmundar jónssonar
bónda þar og Margrélar Þorsteins-
dóttur. Ólst hann upp hjá þeim
fram til 17 ára aldurs, en þá dó
faðir hans. í’remur árum síðar fluttu
mæðginin til Vesturheims. Dvaldi
Björgvin þar í 20 ár, lengst af í
Winnipeg. Kvæntist hann árið 1923
Hólmfríði Frímann, ættaðri úr Norð-
ur-f’ingeyjarsýslu og eiga þau hión
eina dóttur uppkomna.
Þegar á barnsaldri hneigðist ,hug-
ur Björgvins að söng og tórlist, en
skilyrði voru þá engin til náms eða
iðkunar þeirra listgreina hér á landi.
En í Vesturheimi tók hann brátt að
)$efa sig við tónsmíðum, og vöktu
þær von bráðar þá athygli, að
Vestur-íslendingar styrktu hann til
náms á frægum tónlistarskóla í Lond-
on. Fékk hann þar mjög lofsam-
lega dóma, og eftir heimkomuna til
Winnipeg tók hann mikinn þátt í tón-
listarlífi borgarinnar, var m. a. söng-
stjóri stórs karlakórs og kirkjuorg-
anisti. Pá tók hann og að semja stór
tónverk (kantötur og óratorium) en
auk þess fjölda smærri laga fyrir
einsöng, kóra og hljóðfæri.
Árið 1931 flutti Björgvin með
fjölskyldu sína heim til íslands.
Fékk hann söngkennarastarf við
Meuntaskólann ogbarnask. á Akureyri
sem hann hefir gegnt síðan. jafnframt
þeim störfum hefir hann verið stór-
virkur í tónsmíðum, auk þess sera
hann hefir um langt skeið verið
söngstjóri Kantötukórs Ákureyrar,
ec hann stofnaði 1932. Pá hefir
hann loks samið sjónleikinn »Skrúðs-
bóndann*, sem Leikfélag Akureyrar
sýnir um þessar mundir við svo
mikla aðsókn, að einsdæmi mun
vera í þessum bæ um dramatíska
sjónleiki.
Annað kvöld verður afmælisbarn-
inu haldið samsæti í Samkomuhús-
inu fyrir forgöngu Kantötukórs Ak-
ureyrar.
Tíðindamaður blaðsins leit sem
snéggvast inn til Björgvins í gær
og rak þar augun í sönglagahefti,
þar sem á titilblaðinu gaf að líta
heil&íðumynd af tónskáldinu.
— Hvaða bókmenutir eru nú
þetta? spurði tíöindamaður.
— Og þetta er þriðja hefti aí
Tónhendum, sem kemur út á afmæl-
inu mínu frá bókaútgáfunni Eddu.
— En innihaldið?
— I því eru 12 lög fyrir karla-
kóia, blandaða kóra, tvísöngva og
einsöngva. Sum þeirra kannast
ýmsir við nú orðið svo sem; Við
sitium í rökkri, Þó að margt hafi
breytzt og tvö lög úr Skrúösbónd-
anum.
Pá vék tíðindamaður talinu að
heiðurssýr.ingunni og samsætinu.
— Já, segir Björgvin. Þeir ætla
að láta nokkuð mikið með mig, þess-
ir vinir mínir og samstarfsfólk og
aðrir tónlistarvinir. Ég hef þó oft
hreytt í þetta fólk ónotum, ef mér
líkaði eitthvað ekki allskostar við
það. Mér finnst það eiginlega vera
að taka á sig skyldur hins opinbera.
— Helir hið opinbera ekki veitt
þér fiárhagslega viðurkenningu?
Björgvin var fljótur til svars.
— Nei, ekki einn einasta eyri.
Eg sótti um listamannastyrk í fyrra,
en fékk ekki svo mikið sem svar
við bréfinu. Ég hef ekki hugpað
mér að ónáða Menntamálaráð frekar,
Lengta varð samtalið ekki. En
þó að Menntamálaráð hafi dauíheyrst
við urasókn hins fjölhæfa og mikil-
virka tónlistarmanns, munu þeir eigi
að síður margir söng- og tónlistar-
vinirnir víösvegar um land, sem
senda honum þögular kveðjur og
árnaðarósbir í tilefni af þessum tíma-
mótum í lííi hans.
Skíðamdt Akureyrar.
Síðari hluti
fór fram sunnudaginn 6. þ.m, Bezti
árangur varð sem hér segir;
Svig drengja, yngri en 10 ára:
Friðjón Eyþórsson KA 49,3 sek.
Freyr Gestsson KA 56,1 —
Svig drengja 10'—12 ára:
Björn Olsen KA 46.5 —
Gunnar Magnússon Éór 57,0 —
Svig drengja, 1,3-15 ára:
Hafsteinn Éorgeirss. Pór 35,6 —
Gunnar Sigurjónsson Þór 38,2 —
Svigbrautin var í Landsmótsbrekk-
unni, lengd 160 m., fall 50 m-., tím-
inn samanlagður í tveim ferðum.
Göngukeppni.
fór fram á Súlumýrum, Færið all-
þungt á neðri hluta brautarinnar,
en létt hið efra. Bezti árangur:
12 km. Karlar, 20-32 ára (utan
keppni).
mín. sek.
Valtýr Guðmundsson MA 51, 35
Sigurjón Sveinsson MA 53, 31
12 km. Karlar 17--19 ára:
mín. sek.
Þorst. J. Halldórsson MA 54, 17
Einar Þ. Guðjohnsen MA 59, 56
6 km. Drengir 15 og 16 ára:
Ól. G. Júlíusson MA 39. 20
Sveinn Snorrason MA 41, 35
4 km. Drengir 13 og 14 ára:
Hafsteinn Þorgeirsson Þór 19, 38
Halldór Arinbjarnarson MA 23, 43
Dátiardægur. S. 1. sunnudags-
kvöld lézt að heimiJi sínu Lundar-
götu 7 hér í bæ Friöbjörg Guð
jónsdóttir, kona Ólafs Jónatanssonar
járnsmiðs. Hún var 73 ára að aldri
og hafði verið rúmföst alllengi und-
anfarið.
Konan mín Friðbjörg Guðjónsdóttir, sem andaðist 20.
apríl, verður jarðsungin frá kirkjunni þriðjudaginn 29. apríl, kl.
1 eftir hádegi. Kransar afbeðnir.
r
Olafur /ónatansson og börn.
Ný skattalöggjöf.
Fram er komið á AJþingi frum-
varp til laga um breytingu á skatta
lögunum, Samkvæmt því verður
skattstigiun svipaður og hann var
1935 en hækkar þó á 8000 kr.
tekjum og hærri. Þá skal og helm-
ingur þess fjár, er hlulafélög leggja
í varasjóð. vera skattfrjáls. Persónu-
frádráttur hækki vegna dýrtíðarinnar
um 100 krónur á hvern einstakling
og hvert barn, sem skattgreiðandi
hefir á framfæri sínu, um 200 kr. á
hjón, nema í Reykjavík 300 krónur.
Fleiri breytingar er um að ræða,
sem nánar verður skýrt frá síðar.
Undanfarið hefir nrilliþinganefnd
starfað í skattamálunum, en átt
örðugt með aö ná samkomulagi. Um
frumvarp þetta er ekki meira
samkomulag meöal flutningsmanna
en svo, að þeir áskilja sér allir rétt
til að gera breytingartillögur. —
Fjárhagsnefnd efri deildar íiytur
frumvarpið,
S/ys, í fyrradag vildi það slys
til, er tveir menn voru að fara í
kláfferju yfir Kolbeinsdalsá í Skaga-
Sirði, að ferjustrengurinn slitnaði.
Féllu þeir í ána og drukknuðu báöir.
Mennirnirnir voru Halldór Björnsson
bóndi á Melstað og Jón Jóhannsson
Kolkuósi.
Leiktélag Akureyrar sýnir
»Skrúðsbóndann* f kvöld. Veröur
þetta heiðurssýning fyrir höfund
leiksins, Björgvin Guðmuudsson tón-
skáld, í tilefni af 50 ára afmæli
hans. Allur aðgangseyrir rennur
til afmælisbarnsins.
María Markan í Ameríku.
Söngkonan María Markan er um
þessar mundir í Norður-Ameríku
og syngur þar opinberlega við mikla
aðsókn og aðdáun. í »Lögbergi,c
er út kom 27. febrúar, birtust hvatn-
ingar orð frá Vestur-íslendingn
um Jónasi Pálssyni til landa sinna
um að sækja söngskemmtanir hennar
Kemst hann svo að orði m. a. »í
sambandi við söngkonuna vil ég geta
þess, að hún hefir farið hverja sigur-
förina af annari hér á Ströndinni og
að ekkert samkomuhús 1 Vancouver
hefir reynst nægilega stórt íyrir
hana, þó liún sé bara meðalkven-
maður að stærð. Söngkonan hefir
aukið sæmd þjóðar vorrar stórkost-
lega sökum þess, að hún auglýsir
ávalt og æfinlega að hún sé íslenzk.
Ég hefi átt tal við marga, fræga
söngkennara hér á ströndinni, beggja
megin landamæranna, og ber þeim
saman um, að María Markan sé
tvímælalaust ein með allra frægustu
óperusöngvurum, sem uppi eru á
vorum tímum.
Kæru landarl Munið að hlýða á
íslenzka svanÍDn, sem svifiö hefir til
vor frá bláum heiðavötnum íslenzkra
öræfa.c
Ferðatélag Akureyrar fer
fyrstu ferð sína á sumrinu n. k
sunnudag, 27. þ m. Verður ekið
að Espigrund, gengið upp Kvarnár-
dal á Kerlingu og heim Glerárdal.
KIRKJAN. Messað verður í Ak-
ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl.
5 e, h.
Gleðilegt sumar!
Tómas Steingrimsson & Co.
Berið ekki
kvíðboga
fyrir þvottadeginum,
Hinir óviðjafnanlegu
eiginleikar F L I K -
F L A K létta af yö-
ur öllum áhyggjum.
Latið ekki bjóða yður
annað pvottaduft en