Íslendingur - 25.04.1941, Blaðsíða 3
ÍSLENDIÍÍGUS .
3
CJsíendinguv
ósfcav (esendum sín-
um g(ec!i(egs sumavs
Þankabrot
/óns í Grófinni.
NÝLEGA var ég að lesa 1 fjöl-
lesnu blaði, út gefnu í Reykja-
vík. Hefir blað þetta yfirleitt reynt
að vanda mál sitt, en mjög þótti
mér nú út af bregða, Tvívegis var
þar minnst á »síðustu næturna« og
í aðsendri grein voru notuð orðasam-
böndin *sem að<, ’hvort að« og
*meðan að<. Má merkilegt teljast,
að slíkt skyldi komast fyrst í gegn-
um »setningu« og síðan gegnum
prófarkalestur. i
í öðru blaöi las ég um líkt leyti,
að tiltekin þjóð ætti »engrar misk-
unnar í vændum*, og í þriðja blað-
inu var mannsnafpið Héðinn ritað
tvívegis með einu n-i í nefnifaJli.
Ég hygg, að þessi fáu dæmi, sem
gripin eíu af handahófi, án fyrir-
hugaðrar gagnrýni, nægi til að.sýna,
að íslenzku blöðin mega vanda mál
sitt betur en þau hafa gert. Próf-
arkalestur er einnig hjá mörgum
þeirra mjög óvandaður, og er þar
brýn þörf á meiri vandvirkni.
Innlendar fréttir verða að bíða
y/ siðari fréttatímans í kvöld«.
Éað er ekki óalgengt að heyra
rödd fréttalesara útvarpsins tilkynna
hlustendum þetta, eftir að búið er
að þylja stríðsáróður erlendra út.
varpsstöðva og dagblaða í 15 — 20
mínútur og telja vandlega þær Ilug-
vélar, sem skotnar hafa verið niður
síðasta sólarhringinn o. s. frv. Éví
erlendar fréttir eru, auk þess að
vera stríösáróður styrjaldarþjóöanna.
fregnir aí eyðileggingu verðmæta^
ofbeldi og árásum hins sterka á
þann ranmáttuga, og hafa þær því
vafasamt menningargildi. E’jóð, sem
aldrei hefir vopn borið, hlýtur að
geta hlýtt á fréttir, þótt þær fjalli
ekki um vopnaviðskipi fjarlægra
þjóða, og mundi menningu hennar
engin hætta búin, þótt slíkum frétt-
um væri þjappað meira saman til
að rýma fyrir fregnum af því, sem
við ber í hfi hennar sjálfrar.
Á6. fiokksþingi Framkóknarmanna,
höldnu í Reykjavík í marzmán-
uði s.l., var sú ályktun gjör, að
flokkurinn sé »mótfallinn ríkisrekstri
í framleiðslu og verzlun* !
Þaö er nokkuð broslegt aö sjá
slika ályktun koma frá þeim ílokki,
sem notar hvert tækifæri til aö
þakka sér Síldarverksmiðjur ríkisins,
— fiokki, sem hrúgaö heíir upp
hverri ríkiseinkasölunni eftir aðra
og ríghaldiö í þær, og loks
flokkinum, sem heldur dauðahaldi í
17. grein jarðræktarlaganna.
Ef til vill er hér um stefnubreyt-
ingu að ræða hjá flokknum, og væri
þá ástæða til að samfagna honum.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Sninardvalarneínd barna
biður blaðið aö flytja bæjarbúum
þakkii fyrir ágætar undirtektir við
fjáröflun nefndarinnar í gær, svo og
öllum þeim, sem unnu á einhvern
hátt að henni.
Söfnunin gekk mjög vel jafnvel
fram yfir beztu vonir, að því et einn
nefndarmanna sagði blaðinu í
morgun, en fullkomnu yfirliti var
þá ekki lokið.
Dánardægur. Nýlega er látinn
í Khöfn^Metúsalem Jóhannsson, er
um eitt skeið var kaupmaöur hér á
Akureyri.
Rauða-Kross-deild hefir ný-
lega verið stofnuð á Siglufirði.
I.O.O.F, = 1224259 =
Fundinum sem verða átti í
kvöld er frestað til n, k.
mánudagskvölds ve^na for-
falla Verður þá 'á sama
stað og tíma. Félagskonur á-
minntar um að mæta.
STJÓRNIN.
01- og Gosdrykkja-
gerð Akureyrar
kaupir hæsta verði: hálf-
flöskur, pelaflöskur, þriggja-
pelaflöskur, soyuglös, 50 gr.
glös.
Sendisvein
vantar nú þegar eða 14. maí.
Vörubifreið
til sölu — 4 cylindra
Cheyrolet með kraftgir.
Semja ber við undirritaðan.
ODDUR ÁOÚSTSSON. H í ey.
Sumarstúlku
vantar mig. Oott kaup.
Guðm. Pétursson.
í ágætu ástandi, er til
sölu. Upplýsingar gefur
Þór O. Björnsson
Akureyri
Herbergi
til leigu í Hríseyjargötu 11
frá 14. raaí,
Lágmarkskaup bifreiðastjóra á Akureyri,
samkvæmt gengislögunum 1Q40 og samningi Bílstjórafélags Ak-
ureyrar 1941. — Ciildir yfir mánuðina apríl, maí og júní 1941.
á
Mánaðarlaun samkvæmt a-lið, 1. gr. kr. 250.00-j-T25.00—. kr. 375.00
— — — — b-liö, 1. - — 210.00+105.00= kr. 315.00
— - — — — 1.------ 315.00+157,50= kr. 470,50
— - - — e-lið, 1,----- 275:00+137.50= kr. 412.50
— - — — - 1. - - 235.00 + 117.50= r. 352.50
— - — — 1. — — 340.00+170.00= kr. 510.00
Tímakaup — — g-lið, 1.------ 1.75+ 0.88= kr. 2.63
Samkvæmt f-lið, 1, gr, greiðist eftir gildandi kauptaxta verkamanna
Akureyri.
Akureyri, 25. apríl 1941
STJÓRNIN.
K. A. K. A.
TENNIS
Tennis æfingar félagsins geta hafist
innan skamms og vegna úthlutunar
tennistíma er nauðsynlegt, að vænt-
anlegir þátttakendur sæki um tíma
sem allra fyrst, og eigi síðar en 3.
maí. Gjald kr. 10,00 fyrir félags-
menn og kr, 15,00 fyrir utanfélags-
menn (miðað viö fjórmenningshóp)
greiðist fyrirfram. — Peir, sem
fyrst sækja um tíma sitja fyrir, að
öðru jöfnu. — Frekari upplýsingar
í síma nr. 139
Tennisnefnd K. A,
Kaupakonu
vantai á gott sveitaheimili,
Upplýsingar í slma 24.
Uppboð
verður haldið við húsið
Brekkugötu31 föstudag-
inn 2. maí n. k. og hefst
kl. 1. Seldir verða ýms-
ir munir. Staðgreiðsla.
•
Sig. H. Austmar.
M. s. Kristján
verður í flutningum
fyrst um sinn, ef
nægur farmur fæst,
Guðm. Péfursson.
Vorping Umdæmisstúkunn-
ar nr. 5 verður sett í Skjaldborg
annað kvöld (laugardagskv.) kl. 8,30.
l’ingsetning, stigveiting og skýrslur.
Óskað er eftir að allir sem hafa
umdæmisstúkusíig mæti við setning-
una,
Kl. 4 á sunnudaginn verður í
sambandi við þingið haldinn almenn-
ur fundur, til fræðslu og skemmt-
unar, flutt erindi, sýndar skugga-
myndir frá stúkustarfi í Rvík o. fl.
,Eru allir templarar hvattir til a{S
mæta á þessum íundi,
Mjög fallegt úrval af
íslenzkum leirmunum
nýkomið.
Hannyrðaverzlun
Ragnh. 0. Björnsson.
Leistaprjónar
og aðrar tegundir af pr jón-
um og bandheklunálar.
Hannyrðaverziun
Ragnh. 0. Björnsson.
Aristoc-silkisokkar
(georgette) mjög sterkir og fall-
egir. Einnig aðrar tegundir af
fallegum og sterkum silki- og
ullarsokkum. Einnig góðir, ódýr-
ir sokkar nýkomnir í
Hannyrðaverzlun
Ragnh.\ 0. Björnsson.
Skrifstofutlma breytt.
Samkvæmt beiðni bæjarstjóra og
leyfi Vinnumiðlunarskrifstofustjórnar
21. þ. m. verður Vinnumiðlunar-
skrifstofan opin framvegis kl. 9—12
/. h. í stað 3—6 sd. eins og verið
hefir. Pessi breyting gengur 1 gildi
n. k föstudag og stendur þar til
annað verður tilkynnt.
Akureyri 22. apríl 1941.
Skritstotustjórinn.
Stúkan »Brynja« heldur fund í
Skjaldborg, fimmtudaginn 1. maí
kl. 8,30 (ekki miðvikud. sem venjul.)
Kosning embættismanna, suraar-
fagnaður o. fl. Allir á fyrsta sumat-
fundinn.
Sýning d handavinnu náms-
meyja Laugalandsskólans verður í
skólanum n. k. sunnudag, opnað
kl. 1 e. h.
OPINBERAR SAMICOMUR
í Verzlunarroannahúsinu fimmtudaga
kl. 8,30 e. h. sunnudaga kl. 5 e. h.
Sunnudagaskðli kl. 4 hvern sunnud.
Allir velkomnirl
FILADELFÍA,