Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 24.04.1942, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.04.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVIII. árgang. Akur eyri, 24. apríl 1942. tölubl. Axel Kristjánsson kaupmaður og norskur konsúll. Hann var faecklur að Sauðárkóki 17. ágúst 1892. Foreldrar hans voru hjónin: Kristján Oíslason káup- maður, sonur Qísia bónda að £y- vindar.töðum í Blöndudal og Björg Eiríksdóttir bónda að Reykjum í Tungusveit. Ólst Axel upp hjá foreldrum sínum á Sauðárkróki unz hann fór 15 ára gamall í Gagnfræða- skólann á Akureyri, þar sem hann stundaði nám veturna 1907—1909 Síðan fór hann í Verzlunarskóla ís- lands I Reykjavík og útskrifaðist þaðan með lofsamlegum vitnis- burði. Starfaði hann síðan um skeið við verzlun föður síns á Sauðár- króki, eða fram til 1920, síðustu árin sem verzlunarfulltrúi. Árið 1920 fluttist hann til Akureyrar. Starfaði hann þar fyrst sem verzlunarstjóri . við Brauns-verzlun og síðan sem veizlunarstjóri hjá Ásgeir Péturs- syni. En árið 1926 hóf hann sjálf- ur verzlunarrekstur, er hann stund- aði til dauðadags. Hann kvæntist árið 1917 Hólmfríði Jónsdóttur Pét- urssonar frá Valadal í Skagafirði og Sólveigar Eggertsdóttur, Jónssonar prests að Mælifelli. Þeim hjónum varð þriggja barna auðiö, sem nú eru uppkomin: Björg Sigríður Anna, gift Agnari Kofoed Hansen lögreglustjóra í Reykjavík, Sólveig og Páll, bæði heima í foreldrahúsum. Auk þess að stunda sína eigin verzlun, annaðist Axel margvísleg störf. Hann var yfirumboðsmaður vátr.félagsins Thule fyrir Norðurland frá 1919 - 1936, er félagið hætti starfsemi hér á landi, og umboðs- maður Sjóvátryggingarfélags íslands Reykjavík frá 1920 og umboðsmað- ur h.f. Shell frá upphafi þess félags. Hann var og framkvæmdastjóri Vél- bátatryggingar Eyjafjarðar frá I9j8, er þaö félag var stofnað. Norskur konsúll á Akureyri var hann skip- aður 1937 og var það síðan. í bæjarstjórn Akureyrar átti hann sæti 1938--1942, en varabæjarfulltrúi var hann 1934—38 og frá því í janúar s.l., er síðast var kosið í bæjarstjórn. Átti hann sæti í ýmsum nefndum er fara með bæjarmálefni. Hann var formaður Verzlunar- mannafélags Akureyrar árið 1936 — 37 og frá 1939 til dauðadags. Þá var hann og formaður Vmnuveit- ' endatélags Akureyrar mörg síðustu árin, Einnig átti hann hin síðustu ár sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar og Útgáfufél. íslendings. Hann var skipaður í íþróttaráð Ak- ureyrar við stofnun þess, og átti sæti í því jafnan síðan. Ennfremur var hann í skólanefnd Qagnfræða skóla Akureyrar og um langt skeið endurskoðandi Sparisjóðs Akureyrar. Af öllu þessu má sjí, að starfs* svið Axels Kristjánssonar hefir verið óvenju stórt, svo að víða er nú skarð fyrir skildi við hið svip- lega fall hans á miðjum starfsdegi. Hann er stór orðinn hópur þeirra manna, er með honum hafa unnið hér á Akureyri að hinum ólíkustu hugðarefnum og margvíslegustu störfum. Allir eiga þeir nú góðs félaga og vinar að sakna, en þó er meiri söknuður konu hans og barna og aldurhnigins föður, því að auk þess sem hjónabandið var ástrfkt og Axel heimilisfaðir, svo að af bar, var jafnan mjög kært með honum og föður hans. Meðal fremstu áhugamála Axels voru íþróttamálin. Var hann sjalfur ágætlega íþróttum búinn og fór m, a. ungur að aldri ásamt fleiri íslenzkum íþróttamönnum á Olym- piuleikana, er haldnir voru í Slokk- hólmi 1912, og sýndu þeir þar ís- lenzka glímu. Hér á Akureyri kom hann mjög við sögu íþróttamál- anna, var m. a. einn þeirra, er fremsl stóð f baráttunni fyrir hinni upp- hituðu sundlaug í Qrófargili, sem svo margir öfunda nú Akureyri af, og æskulýður bæjarins mundi ekki vilja án vera. Nærri má geta, að maóur, sem hafði jafn fjölmurgum störfum að' gegna og Axel, gat ekki átt margar frístundir. Hann var að vísu óvenjulegur eljumaður og reglumaður, en starfskiöítum má olbjóða sem öðru, og munu hin mörgu stö.f, er á hann hlóðust, hafa verið farin að ganga nærri heilsu hans. En frfstundir sinar notaði hann helzt til að skreppa á bak reiðhesti sínum, því jafnan átti hann gæðmg, einn eða fleiri, sem hann lét sér mjög annt um. Mun varla hafa liðið sá dagur, að Axel skryppi ekki í hesthústð til að vitja þeirra vina sinna. Þegar sléttar- bræður Axels stigu upp í bifreíð sína, tók hann ’hnakk sinn og hest«. Ef til vill áttu þessir hættir hans rót sína að rekja til þess, að hann var borinn í Skagafirði, hinu þjóðkunna hestamanna héraði, enda mátti af fleíru ráða, að tengsl hans við átthagana væru órofin. Axel Kristjánssou var hið mesta prúðmenni í framkomu og glæsi- menni í sjón. Hann var góður húsbóndi og gott að starfa með honutn, vegna lipurðar hans og i fjQlhæfnj. Hjálpsamur var hann ■ \ ' þeim er til hans leituðu og gest- risinn heim að sækja. Eins og áður hefir verið frá sagt bar fráfall Axels að með sviplegum hætti. í rúman sólarhring biðu vandamenn hans, vinir og samitarfs- menn milli vonar og ótta um, hvort dauðinn eða lífið mundi ganga með sigur af hólmi frá sjúkrabeði hans. Dauðinn sigraði. En í hinum mörgu félögum og mörgu stofnunum hér í bæ, sem Axel hafði forustu í eða vann á annan hátt þýðingarmikil störf, eru nú auð rúm og vandskipuð. Bæj- arfélagið hefir hér sél á bak einum sinna beztu manna, en stærst er þó það tóm, er orðið hefir á heim- ili nans. >íslendingui« telur sér Ijúft og skylt að minnast Axels Kristjáns- sonar sérstaklega og þakka marg- þættan stuðning á undanförnum árum, um leið og blaðið voltar konu hans, börnum hans og hjnum aldurhnigna töður dýpstu samúð. Fyrir tæpum 30 árum, eða seint í júní-mánuði 1912, var ég á ferð frá íslandi til Hafnar. Meðal far- þeganna var hópur ungra íþrótta- manna, sern voru að fara á Olym- píuleikana í Stokkhólmi. Það bar töluvert á þessum ungu mönnum. Þeir áttu í einhverju stímabraki við skipstjórann út af því, að honum fannst þeir vera of fáklæddir við æfingar, og við notk- un sólar og sjós. Náttúran var í sólskinsskapi þessa daga, og hinir ungu menn notuðu sér það vel- Á daginn voru æfðar allskonar íþróttir, séi- staklega gllmur, og á kvöldin var leikið á hljóðfæri, sungið, dansað og hlegið. Æska og fjör þessara ungu manna kom öllum í sólskins- skap, og man ég ekki aðra ferð yfir íslandsála skemmtilegri en þessa. Meðal þessara ungu manna var einn, sem ég veitti strax sérstaka athygli. Hann var hár og grannur. í gltmunni á daginn var hann snar og liðugur, beitti aldrei kröftum eða bolaðist, en var þó hættulegur keppinautur, sem margir féllu fyrir, Á kvöldin yspilaði hann og söng með því fjöri, að allir komust i sama sólskinsskapið og hann sjálf- ur og sungu með. Piltur þessi var Axel Kristjáns- son frá Sauðárkróki, þá tæplega tvftugur að aldri. Þessi sólskmsmynd kemur fram f huga mínum nú, þegar sfðasta glíman er töpuð. Og mér hefir oft fundist hún táknræn í viðhorfi Axels til manna og málefna Hann unni frelsi og jafnrétti. Hann virti og dáði hið frjálsinannlega framtak einstaklingsins. Hann hataði hvers- konar kúgun og sérréttindapólitlk, og þegar minnst var á slíka hluti bauð hann sig ótrauður fram til glímunnar og gat þá verið harð- skeyttur og óvæginn, en hann bol- aðist aldrei eða notaði undirtök. 0g eftir annir dagsins settist hann oft á góðvinafuhdum við hljóð- færið og spilaði og söng með ó- skertu æskufjöri og skapaði þá bæði sér og öðrum ógleymanlegar ánægjustundir. Það er stórt skarð og iítt bæt- anlegt höggvið í hóp Sjálfstæðis- manna hér á Akureyri, sem berjast fyrir frelsi og jafnrétti í viðskiptum og stjórnmálum, en minningu hins látna heiðra samstarfsmenn hans bezt með þvf að láta hvergi undan síga. >Lát allt. sem dáðlaust sefur, bregða blund til bjartra, góðra, drengilegra verka.* Það var engu líkara en Axel Kristjánsson hefði gert pessi orð skáldsins að einkunnarorðum fyrir hinu margþætta starfi sínu. Þess vegna var létt og gott að vera samstarfsinaður hans. Þökk fyrir samvinnuna- /, H. Áxel Kristjánsson kaupm. var einn þeirra manna, er sérstaklega vöktu athygli pifita, eftir að ég fluttist til Akureyrar. Hann var bemvaxmn, frjálstegur í hreyfingum, djarfmannlegur og prúður í fram- komu. Það var bjart yfir svip hans. Hann var glæsimenni á veiii. Vöxtur hans og látbragð minnti á íþróltamanninn, eins og mér fannst hann eiga að vera, Ef til vill hef ég veitt honum meiri eftirtekt vegna þess, að mér var kunnugt um, að hann var einn hinna 6 djarfhuga íslenzku glímumanna, er sóttu olympiska leikmótið í Stokk- hólmi 1912. Ég kynntist Axel brátt vegna af- skipta okkar af íþróttamálum. Við vorum mörg ár samstartsmenn í íþróttaráði Akureyrar. Þegar pað var stofnað 1928, var hann emróna kosinn formaður þess, hefir hann verið formaður þess lengur en nokkur annar og sá emi, sem hetir átt sæti í ráðinu ósiitið frá siomun þess. Mér er kunnugt um, að tneð starfi sínu og beinum tjartramlög- um hefir hann verið meðal oeztu liðsmanna ípróttastartsemmnar i bænum. Hann hafði anægju at ípróttum og tamdi sér hótsemi, áreynslu og aðrar iþróttamanna- reglur til verndar heilsu og hreysti, Ég minnist hans sem glæsimenn- is, góðs félaga og drengskapar- manns. Það eru fleiri en ástvin- irnir, sem slfkra manna sakna- Ámann Dalmannsson. I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.