Íslendingur

Issue

Íslendingur - 24.04.1942, Page 2

Íslendingur - 24.04.1942, Page 2
tSLENDINGUR 5 Leikstarfseaii á Akirevri. í tilefni af því, aö Leikfélag Ak- ureyrar er nú 25 ára gamalt, hefir blaðið snuið sér til Hallgrítns Valdi- marssonar, og beðið hann að segja frá leikstarfseminni á Akureyri fyrr og síðar, en Hallgrímur er um þá hluti manna fróðastur. Er hann einn af stofnendum félagsins og heíir starfaö í því óslitið síðan. Fer frá- sögn hans hér á eftir: Til eru heimildir fyrir því, að sjónleikir voru syndir hér um 1850. Voru þeir lengi framan af syndir í vörugeymsluhúsum kaupmanna, Fóru leikir þessir slundum íram'á dönsku, enda sumir leikendanna danskir, þótt þeir væru búsettir hér. Akureyri var þá fámennur bær, en allir, sem vettlingi gátu valdið sóttu leiksýningT arnar, því það voru þá næstum hin- ar einu skemmtanir í fábreyttu lífi bæjarbúa. Fyrstu leiksýningar, er ég sá hér voru »Hrekkjabrögð Scha- pins* eftir Móliére og »Ælintýri á gönguför* eftir Hostrup í Laxdals- vörugeymsluhúsi 1890. Þá urn voriö var héraðshátið Eyfirðinga á Odd- eyri. Þar var sýndur sjónleikurinn »Helgi magri« eftir M. Jochumsson. Var það umfangsmikill leikur og fjöldi leikenda. Á árunum þar á eftir var aöallega leikið I sláturhúsi Höepfnersverzlunar, uppi á lofti. Bekkir voru baklausir og náðu út undir súð, en þar sátu menn í hnipri og létu sér vel líka. Útbúnaður leikenda var og mjög ófullkominn, í þá daga áttu stærstu verzlanirn- ar litla fallbyssu hver, sem þær skutu af, er fagna skyldi skipum verzlananna, er þau komu á vorin, eða í kveðjuskyni Við brottför þeirra á haustin. fVgai; opna skyldi leik sýningar í sláturhúsinu var »skotið af sllkri fallbyssu til að kynna bæjar- búum tímann, og heyrðist þaö vel um allan bæinn. Efast ég um að annarsstaðar hafi tíðkast að tilkynna leiksýningar á svo veglegan hátt. En smeykur er ég um, að fallbyssur þessar heíðu þótt léleg vopn á aust- urvlgstöövunum nú. Eftir að leikhúsið á Barðsneíi var reist 1897, batnaði aðstaða til leik- sýninga, t. d. mun leiksviðið þar hafa verið hið stærsta, er útbúið hefir verið hér á landi og áhorf- endasalur all-rúmgóður. Var hús þetta notað til leiksýninga þar til templarar byggðu hús sitt 1906, þaö er bærinn á nú. Var þá slrax farið aö nota það til leiksýninga. Á þessu tímabili var mikið leikið liér og útbúnaður allur og leikrita- val tók þá miklum íramförum. Á síðari hluta þessa tímabils var hér leikfélag staríandi, sem nefnt heíir verið »Gamla Ieikfélagið«. Eftir aldamótin voru margir ágætir leik- arar hér, svo aö á öðrum tímum cJs[endingur ósdar Cesendum sín- um gCediíegs sumavs hafa þeir ekki betri verið. Þar á meðal má nefna: Vilhelm Knudsen, Halldór Gunnlaugsson lækni, Guðm. Guðlaugsson, Margréti Valdemars- dóttur og Pál Árdal, Guðl. Guð- mundsson bæjarfógeti var og mikill styrktarmaður leikstarfseminnar og hafði á hendi leikstjórn. Þegar kemur fram yfir 191 <1 verð- ur all-mikil breytúig á leikstarfsemi hér. Tveir helztu leikendurnir falln- ir frá og aðrir íluttir burtu. Sáu þá margir áhugamenn að svo búið mátti ekki standa. Var þá hafist handa um stofnun Leikfélags Akur- eyrar 1917. Stofnendur voru: Gísli Magnússon, Guðbj, Björnsson, llallgr. Valdemarsson, Hallgr. Sigtryggsson, Ingimar Eydal, Jóhannes jónasson, Jón Steingrímsson, Júl. Havsteen, Páll Vatnsdal, Sig. E. Hlíðar, Sveinn Bjarman, Tr. Jónatatisson, ]ónas Jón- asson, Sigtr. Úorsteinsson, Áöalsteinn Kristinssou. Fyrsta stjórn: ^ Júl. I-Iavsteen, Sig, Hlíöar, Hallgr, X'aldi- marsson. Félagið hóf starfsemi vet- urinn 1918 með 2 smáleikjum. Síðan hefir fél. starfað næstum ó- slitið og leitast viö eítir því sem kostur. var á að sýna a. m. k. sem oftast leikrit eftir góða höfunda, þótt stundum haíi oríið að grípa til létt metis. Veg'na ýmissa örðugleika, svo sem fjárskorts, leikendafæðar o. íi. hefir það auðvitað ekki getað sett markið svo hátt, sem það hefði frekast kosið og oft skollið hurð nærri hæl- um, að fél. yrði að draga úr starf- semi sinni, en alltaf rættist þó ein- hvernveginn fram úr. Félagið hafði fyrstu 10 árin eugan fjárstyrk, Ég get með hlýjum huga minnst ýmissa samstarfsmanua frá þessum árum, t. d. Gfsla Magnússonar, sem um skeið var gjaldkeri fél. og einn af aðalleikurum þess, Sig. Hlíðar, Sigtr. Úorsteinssonar, Tryggva Jónatans- sonar, I. Eydals og Haraldar Björns- sonar, er gekk I félagið strax á fyrsta ári þess, og gerðist brátt hinn bezti og ótrauðasti starfsmaður, unz hann lét- af störfum vegna brott- flutnings. Fyrstu árin vorum við kvenmannslausir í Leikfélaginu, en síðan fóru konur að tínast I það, en jafnan hefir orðiö að fá konur utan fél. til að leika. Koina mér þá I hug frúrnar Rósa ívars, Anna Pálsd. Jóhanna l’órðard. og Póra Havsteen, er var ein af skemmtilegustu leik- konum, er með L. A. hafa unnið, Félagið hefir stofnað til leiksýninga með nokkrum gestum. Fyrst frú Guðrúnu Indriöadóttur (í Höllu I Fjalla-Eyvindi) 1921—22, og síðar meö Adam Poulsen leikara frá Kgl. leikhúsinu í Khöfn. Lék hann Ambrosius I samnefndum leilt 1926. Úá heíir L. A unnið með Ieikflokk- um frá Rvík, er koinið hafa til Ak. Árið 1^27 fluttist Ágúst Kvaran frá Reykjavlk hingað til bæjarins. Hafði farið mikið orð af honum þaðan sem einum af glæsilegustu leikurum Leikfélags Reykjavíkur, og hugði L. A. því gott til að geta fengið hann til samstarfs, L. A. samdi við Har. Björnsson er þá dvaldi við leiknám i Khöfn að koma Maðurinn minn og faðir okkar, Axeí Kristjánsson, kaupmaður, andaðist að Garði fimmtudaginn 16. apríl. - Jarð- arförin auglýst síðar. Eiginkona og börn. til Ak. og standa fyrir nokkrum leik- sýningum. I.ék Kvaran sitt fyrsta hlutverk hér þá, Natan I »Dauði Natans Ketilssonart. Vakti leikur hans þar hina mestu hrifningu. Eins og kunnugt er, hefir Ágúst Kvaran tekið síöan mjög veigamikinn þátt í leikstarfsemi hér, bs*öi sem leikari og leikstjóri. Telst mér svo til, að hann hafi stjórnað alls 1o leik- sýningum. I3ar á meðal allllest stærri dramatísk viðfangsefni síöari ára. Jón Norðfjörð lék fyrst m'eð L. A. 1922 í smáleik, er þá var sýndur, en annars byrjar hann aðalleikstarf- semi slna nokkru siðar en Har. Björnsson og Kvaran, enda yngri maður en þeir, Hann inuu hafa haft á hendi leikstjórn á 8 leiksýn- ingum, og sem kunnugt er, leikið raörg áríðandi hlutverk af prýði. Þaö lætur því að líkindum, aö hinir tveir síðasttöldu hafa aðallega mótaö starfsemi félagsins á síðari árum, tíjörn Sigmundsson helir lengi verið gjaldkeri félagsins og leyst þaö af hendi af liinni mestu prýði og enníremur veriö mjög hlutgeng- ur leikari. E’reymóður Jóhannsson málari var um eitt skeið einn af aðalmönnum félagsins. Hanti geröi leiksviöið úr garöi með hringtjaldi að erlendri fyrirmynd fyrstur xranna. Hann, Vigfús f*. Jónsson og Haukur Stefánsson hafa málað leiktjöld en Tr. Jónatansson séð um gervi leik- enda, og hafa allir þessir menn leyst störf sín snilldarlega. Niðurl. Atmælissýning Leikfél. Ak- ureyrar á »Nýársnóttinni« fór fram s. 1. sunnudag. Hófst hún meö því, að Geysir ■ söng nokkur lög, en síðan flutti Jóhann Fríinann ritstjóri ræðu. Að sýningu lokinni voru leikendur og leikstjóri kallaðir fram og flutti leikstjórinn, Jón Norðtjörð, ávarp til leikhúsgesta, þar sem hann þakkaði þeim kornuna og vinsemd 1 garð leikfélagsins. H/úskapur: Ungfrú Ilólmfríð- ur Hannesdóttir írá Víðigetði ( Eyjaíirði og Gunnar Ihorarensen skrifstofumaður hjá Oliuvetzlun ís- lands hér í bæ. Dánardægur: Nýlátin er hér í sjúkrahúsinu frú Jóhauna Kondrup, er um eitt skeiö var ráðskona lleilsu- hælisins í Kristnesi. Barnastúkan Bernskan hehlur fund n. k. sunnudag 26. þ m. kl. 2 e. h. I Skjaldborg. Ivosning em- bættismanna. tí flokkur skemmtir. Mætið öll á síöasta fnndi vorsins. Nýársnóttin veröur sýnd annað kvöld og sunnudagskv. Aðgöngu- miðar seldir frá kl. 1 báða dagana. Barnastúkan »Sakleysfö< heldur fund n. k. sunnudag kl. 10 f. h. l’ar verður gefin skýrsla um hlutaveltuna, aíhent ílokkaverðlaun stúkunnar, rætt um sumaríerðalag, kosinn fulltrúi á Stórstúkuþing o. 11. Félagar beðnir að fjölmenna, Vísitalan fyrir aprílmánuð hefir reynst óbreytt, 183, DtvarpsráD kosiD. Á fundi í sameiuuöu Alþingi var útvarpsráö nýlega kosið. Aðalmenn voru kjörnir; Árni Jónsson frá Múla, Valtýr Stefánsson ritstj. Jón Eyþórsson veðurfræðingur Pálmi Hannesson rektor og Finnbogi R, Valdimarsson verkfr, Varamenn: Jóhann Hafstein lögfr. Páll Stein- grímsson ritstj. Sig. Baldvinsson. sr. Sveinn Víkingur og G'uÖjón Guö- jónsson. Pá voru kosnir ylirskoðun.irmenn ríkisreikninganna, Jón Pálmason, Jörundur tírynjólfsson og Sigurjón A. Ólafsson. áiölnvei’ð á vindlingum Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hæjra en hér segir: Lucky Strike ............ 20 stk. pk. Kr. 1,90 pakkinn Raleigh ...... 20 1,90 Old Gold 20 - - 1,90 Kool 20 - — 1,90 Viceroy 20 - — 1,90 Camel - — 2,00 Pall Mall 20 2,20 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Túbakseinkasala ríkisins.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.