Íslendingur

Issue

Íslendingur - 07.08.1942, Page 3

Íslendingur - 07.08.1942, Page 3
iSLfcNÐÍNÖOft r Enn nm uppbútarsætin. Eins og lesendum blaösins mun vera í fersku minni, hafa íslendingur og Dagur deilt um það atriöi, hvort Sig. E. Hlíðar hefði átt vtst uppbót- arþingsæti, eí hann heföi fallið við síðustu kosningar fyrir Vilhjálmi J?ór. Dagur hélt því fram, að þótt Hlíðar félli, mundi hann komast að sem landkjörinn þingmaður á hlut- fallstölu. íslendingur sýndi með tölum frá kosningunum 1937, aö þetta væri helber vitleysa. Útreikningur landkjörstjórnar á kosningaúrslit- unum 5. júlf s. 1. hefir nú sannað, að ísl. hafði rétt fyrir sér. Ef Sig. E. Hlíðar átti að falla fyrir V. t*ór urðu um 100 kjósendur hins fyrr- nefnda að kjósa hinn siðarnefnda og hefði þá hlutfallstala Hlíðars orðið á milli 34 og 35en 6, uppbótarþingmaöur Sjálfstæðisflokks- ins hafði hlutfallstöluna ,b% Dag- ur telur þetta sanna, að hann hafi »haft réttan málstað að verja í þessum efnum*(l) Þaö er sannar- lega ömurlegt til þess að vita, að ritstjórar Dags skuli ekki kunna einfaldan prósentureikning, þar sem Iveir þeirra eru vel menntaðir kenn- arar, en hinn þriðji hátt settur skrifstofumaður. En hitt er aftur á móti engin nýlunda, að framsóknar- mönnum verði ónotanlega viö, þeg- ar hagskýrslurnar eru látnar tala gegn blekkingum þeirra. Síldarskip sekkur. Hinn 24. júlí s. 1. sökk línuveiðar- inn »Reykjanes« undan Tjörnesi, þar sem hann var að síldveiðum, Slysið varð með þeim hætti, að ann- ar nótabáturinn losnaði úr uglunum, og kom við það svo mikill halli á skipiö, aö sjór féll inn í það, unv: það sökk eftir ca. 3 mínútur. Línu- v.eiðarinn Ólafur Bjarnason var þar nærstaddur og bjargaöi áhöfninni. »Reykjanes« var 102 smálestir, eign Péturs O, Johnsonar i Rvík. Dánardægur, Hinn 26. f. m. lézt að heimili sínu Aðalstræti 36 hér f bæ ekkjan Albína Helgadóttir. Veröur hún jarðsungin á morgun klukkan 2. Þá er uýlátinn að Naustum Bald- vin Sigurðsson, er lengi bjó að Höfða við Akureyri. Hjónaefni. Ungfrú Ragnheiður Bjarnadóttir, Benediktssonar, kaup- manns í Húsavík, og Arthur Guð- mundsson, deildarstjóri hjá K. E. A. 75 ára afmæli átti frú Alma Thorarensen 25. júlí s. 1. Aheit á Akureyrarkirkju kr, 20,oo frá N. N, Þakkir Á. R. Hjálpræðisherinn. Sunnudag Helgunarsamkoma kl. 11. Útisam- koma kl. 4 á torginu (ef veður leyf- ir) og kl. 8.- Kl. 8,30 f salnum. Margir tala. Ályktanir bindindis- manna. Á bindindismannamóti, höldnu í Vaglaskógi 19. júlí s. 1. voru eftir- farandi álj-ktanir samþykktar mót- atkvæðalaust með miklum fjölda at- kvæða: 1. Norðlenzkt bindindismannamót, haldiö í Vaglaskógi 19, júlí 1942, telur algjört sölubann á áfengi óhjá- kvæmilega nauðsyn, eins og nú er ástatt hér, og skorar því á Alþingi og ríkisstjórn að hafa áfengisútsölur ríkisins lokaðar með öllu á meðan erlent setulið dvelur í landinu. En verði þeirri sjálfsögðu kröfu ekki sinnt, þá skorar bindindisraanna- mótið á væntanlegt Alþingi og ríkis- stjórn, að setja strangar og undan- þágulausar reglur um útlát áfengis, mun strangari en nú gilda, og tryggja þaö, að slíkum reglum verði framfylgt á öllum 'útsölustöðum á- fengisverzlunarjnnar. Loks krefst bindindismannamótið þess, að komið verði í veg fyrir óleyfilegan innflutning áfengis, og tilbúning þess í landinu, meö öflugri og vakandi löggæ/.lu íslenzkra yfii- valda og löggæzlumanna. 2. Bindindismannamótið telur það eitt höfuðskilyröi fyrir vaxandi gengi bindindismálsins, að upp verði tekin meiri samvinna, en verið hefir, milli allra bindindismánna og biud- indissinnaðra félagssamtaka í land- inu. Hess vegna heitir það á < Ua þjóöholla íslendinga hvar í sveit sem þeir standa, að taka upp sam- vinnu við hin skipulögðu samtök bindindismanaa um algjöra útrým- ingu áfengis úr landinu, bæði með þróttmikilli bindindisboðun, uppeldi og fræðslu, og áhrifum á löggjöf þjóðarinnar. Kirkjan: Messað í I.ögmanns- hlíð n. k. sunnudag kl, 12 á hádegi (safnaðarfundur) í Akureyrarkirkju sama dag kl. 5 e. h. Dánardægur. Nýlega er látinn aö Litla Hamri í Eyjafirði bænda- öldungurinn Jónatan Guðmundsson, Loftvaraasírenur væntan- legar næsta daga. f*egar hættamerkin voru gefin nú í vikunni, heyrðust þau líit eða ekki í úthverfum bæjarins. Fólk, sem statt var inni í húsum, haíði enga hugmynd um, að neitt óvenjulegt væri á ferðum, íyrri en það sá til hverfisvarðanna eða annarra starfs- manna loftvarnanna á götunum. ‘Úr þessum ágalla veröur þó bætt næstu daga, því að samkv. upplýsingum framkvæmdastjóra loftvarnanefndar, eru á sírenur, sem nefndin hefir pantað, komnar upp tii Reykjavíkur og væntanlegar norður næstu daga. Kemst þá hljóðmerkjakerfið að lík- indum í viðunandi horf, Gjalddagi blaðsins var 15. júni. Tilkynning frá rikisstjúrninni. Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt rikisstjórninni, að þegar íslenzk skip eða hafnarmannvirki verða fyrir skemmdum af völdum brezkra herskipa, þá sé nauðsynlegt vegna væntanlegrá skaðabóta, að tilkynning um tjónið sé tafar- laust send næsta hernaðaryfirvaldi og að fulltrúa herstjórn- arinnar verði veitt tækifæri til að athuga tjónið. Atvínnu- og samgðngumálaráðuneytið 5. ágúst 1942. Fundur II lllll verður haldinn í S jálfstæðlskvennalél.V örn KÁPUEFNI Gott og fallegt úrval — laugard. 8. þ. m. í Verzlnnar- mannahúsinu kl. 8,30 síðd. BRAUNS - VERZLUN Frú Guðrún Pétursdóttir frá PÁLL SIGURGEIRSSON. Reykjavík talar á fundinum. Konur, fjölmennið! III illl Stjórnin. Karlm. skyrtur, hvítar og mislitar. Vinnuskyrtur. Samfestingar. Vöruhús Akureyrar. Sumarkápur koma með næsta skipi. B . Laxdal. Nokkrar stúlkur, vanar jakka- og buxna- saum, geta fengið vinnu heim. B . L a x d a 1 . Nokkrir hestar af heyi til sölu nú þegar. Jóhanna Sigurðardóttir, Brekkugötu 7. ATVJNNA Vantar laghenta menn í vinnu. I B. /. Ó/afsson. Kerrupokar, handklæði, sængurveradamask, flónel, léreft, kvensokkar. Vöruhús Akureyrar. ÍBÚÐ vantar mig 1. okt. n. k. Haraídur Sigurgeirsson BRAUN S-VERZLUN. Sa sem getur leigt íbúð, 2 stofur og eldhús, frá 1. okt, getur fengið allan kvenfatnað saumaðan á sama stað. Uppl. á afgreiöslu blaösins. Silkistúfar væntanlegir meö Súðinni, Verzl. BA LD URSHA O/. Sá sem tók peníngaveski þriðjud. 4. þ. m. í Fiskbúðinni á Akureyri, er vin- samlega beðinn að senda innihald þess í pósti fyrir 10. þ. m. / Gler. Hef nú aftur fengið 200 ferfeta kistur 24 oz. Veröið vitanlega lægra en aonars- staðar, eins og aö undanförnu. — Eggert Stefánsson. Handknattleiksmót kvenna tyrir Norðurland fer fram í Húsavík að þessu sinni og hefst annaö kvöld, Akureyrar- félögin taka þátt í mótinu, Völsung* j^r í Húsavík sjá um Iramkvæmd mótsins. Allir velkomnir. Auglýsið í Isl.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.