Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 28.08.1942, Side 1

Íslendingur - 28.08.1942, Side 1
■Vr'cJ1 % Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVIII . árgang. I Akureyri, 28. ágúst 1942. 40. tölubl. Framsókn í hlut- verki kommiínista. i. U/n þessar mundir eru 3 ár lið- in, síðan stórveldi Evrópu lögðu út í þá miklu styrjöld, sem enn þann dag í dag heldur áfram og breiðist út til æ fleiri landa. Og enn erum vér jafn fjarri því og í upphafi að sjá fyrir enda hennar og hvernig henni lýkur. En á þessu tímabili hefir orðið stórfelld breyting á högum og háttum ís- lenzku þjóðarinnar, og hafa allir hugsandi menn þungar áhyggjur yfir því, hvert stefnir. Meðan hin- ar stríðandi þjóðir leggja á sig meiri og meiri fórnir, sem ná til allra stétta, er hér á landi háð kapphlaup um að ná sem hæstum tekjum, en jafnframt styttingu vinnudagsins. Þegar séð er, að framleiðslustéttirnar hafa stóibætt kjör sín koma launastéttirmr á eft- ir og krefjast hærri launa, og er þess tæplega að vænta, að þær stéttir einar telji sér skylt að lifa við verri kjör en hinar. En þessi kauphækkunar- og verðhækkunar- stefna er þjóðinni háskaleg, og á vissulega eftir að koma henni í koli sfðar, þegar hin óvenjulegu atvinnuskilyrði, er hernám landsms skóp á sínum tíma, eru ekki leng- ur fyrir hendi. Nokkru áður en ófriðurinn brauzt út, var gengi íslenzku krónunnar lækkað um meira en 20 af hundr- aði, og var þetta gjört til að styðja aðalatvinnuvegi landsmanna, sem þá voru komnir á heljarþröm. Oengislækkunin verkaði sem kaup- lækkun meðal launastéttanna í landinu, Þessa kauplækkun fengu þær svo að vísu bætta að hálfu eða s/di eftir útreiknaðri dýrtfðar- vísitölu. Launastéttirnar tóku þessu möglunarlítið, því að þeim skildist vel nauðsyn þess, að atvinuuveg- unum væri forðað frá hruni. En eftir að landið er bernumið, verða skjót umskipti. Framleiðsluvörurn- ar hækka gífurlega f verði, og þótt látið væri heita svo sem launamenn fengju dýrtíðina bætta rneð þvf að greiða uppbót á laun þeirra eftir vísitölu, þá fékkst sú uppbót oft ekki greidd fyrri eri 1—3 mánuðir voru liðnir frá því að vörurnar höfðu hækkað. Kauphækkunin hefir þvi alltaf verið afleiðing af hækkuðu vöruverði en ekki orsök þess, eins og sumir hafa viljað halda fram. Sú verðbólga, sem skapaðist ár- ið 1941, og átti að miklu leyti ræt- ur sínar að rekja til eftirspurnar setuliðsins eftir innlendum fram- leiðsluvörum, varð flestum hið mesta áhyggjuefni. Dýrtíðarlöggjöf var sett, en ekki framkvæmd nema að litlu leyti. Það er ekki fyrri en verðbólgan er orðin lítt viðráðanleg, að gerð er örvæntingarfull tilraun til að stöðva hana með setningu laga um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þessi löggjöf er viQ líði í hálft ár. Á þeim tíma hefir gerðardómurinn samþykkt meiri og minni hækkanir á ýmsum nauðsynjavörum, en svo undarlega bregður þó við, að dýrtíðarupp- bót launþega er nákvæmlega hin samá yfir júlímánuð sem janúarmánuð. Og rétt um sömu mundir og launastéttirnar verða þess vísari, að uppbætur þeirra hafa ekkert hækkað í hálft ár, þrátt fyrir ýmsar verðhækkanir, fá þær allt í einu yfir sig 25% hækk- un á aðal-neyzluvörum sínum. Það er þetta furðulega fyrirbrigði, sem riðið hefir gerðardóminum að fullu Það er hinn furðulegi út- reikningur vísitölunar, sem fyrst og fremst hefir hrundið hverri stétt- inni eftir aðra út f nýja kaupstreitu. Fólkið finnur það, að dýrtfðarupp- bótin hrekkur hvergi nærri til að mæta verðhækkunum nauðsynjanna, og á það ekki annars úrkosta en að reyna að fá grunnkaupið hækk- að. — Qerðardómurinn er nú úr sög- unni. Hann náði ekki tilgangi sín- um, þegar fram í sótti. Eftirspurn- in eftir vinnuafli var of mikil til þess að unnt væri að framkvæma hann. Samkvæmt gerðardómslög- unum áttu innlendar framleiðslu- vörur ekki að hækka í verði. En eftir að lögin hafa verið frarn- kvæmd í hálft ár, hækkar mjólk og mjólkurvörur um 25%. Hvernig stóð nú á þessari hækkun? Það er á allra vitorði, að framleiðendur þessara vara gátu engan vinnukraft fengið í sumar nema þeir brytu gerðardómslögin og greiddu rniklu hærra kaup en í fyrra. Að öðrum kosti hefði ekkert fólk fengist til framleiðslustarfa, og framleiðslan gengið svo saman, að hungurvof- an hefði drepið á dyr íslenzkra heimila fyrr en varði. Hér verður ekki gerð nein athug- un á því, hvort nauðsynlegt var að hækka afurðirnar svo mikið, sem raun varð á, enda verkar þessi eHKHKHMHMHWKHMHCHCNgH9HÍHaOOaeHMHKH9HK004KHMHaO«OOOOaOOO«H9HMH»< Eg vil hér með þakka öllum vinum og kunningjum íyrir sam- úð mér sýnda í sambandi við flugslys það er eg varð iyrir. HARRY ROSENTHAL, Pingvallaslr. 8, Akureyri. IMHKWOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOr; verðhækkun sem bein kauphækkun hjá öllum þeim mjólkurframleiðend- um, sem ekki nota aðkeyptan vinnukraft. En þegar svo var komið, að ekki mátti beita gerðardómslögunum hvar sem var, þá var sjálfsagt að fella þau úr gildi. Lög, sem aðeins eru til á pappírnum og ekki er hægt ad framkvæma, eru verri en engin lög. II. Framsóknarflokkurinn hefir barizt gegn því. að kaupgjaldsákvæðun- um væri sleppt úr gerðardómslög- unum, enda eru lögin sérstakt ást- fóstur þess flokks. Hann hefir kennt Sjálfstæðisflokknum um það, að lögin hafa ekki náð tilgangi sín- um. Hann hefir talið orsökina til kauphækkunarkrafa launastéttanna þá eina, að ríkisstjórnin své svo veik, síðan Framsóknarflokkurinn tók sína menn úr henni. Og hann getur ekki nógsamlega tjáð hryggð sína yfir þeirri »upplausn«, sem nú standi yfir í landinu. ~En hver er þá þáttur Framsóknarflokksins? Þegar gerðardómslögin voru sett. var Hermann Jónasson forsætisráð- herra. Nokkur stéttarfélög í Reykja- vík höfðu gert verkfall til að knýja fram launahækkun. Meðlimir þess- ara félaga mættu ekki til vinnu, þótt lögin væru gengin í gildi Hvað gerði þá Hermann Jónasson til að framfylgja lögunum? Kom hann með sína vopnuðu lögreglu og rak mennina til vinnu? Nei. Hann gerði ekki neitt, hvort sem stjórn hans hefir verið of veik eða ekki. Þegar Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson hlupust á brott úr ríkisstjórninni af því að þeir vildu ekki að réttur kjósendanna í land- inu væri jafnaður, þá labbaði full- trúi Framsóknarmanna sig burt úr gerðardómnum þeim til samlætis. Það mun almennt hafa verið skilið sem samúðarverkfall með þeim flokksbræðrum, er verkfallið gerðu i ríkisstjórninni. Blöð flokksins boðuðu »upplausn« f landinu og gerðu allt sem þau gátu til að skapa úlfúð og illdeildur. Og Her- mann Jónasson kom fram í útvarp- inu litlu fyrir kosningar og hvatti ýmsar stéttir til að gera kröfur um bætt kjör. Fórust honum orð á þessa leið: »Hvers vegna skyldu sjómenn á vélbátaflotanum ekki krefjast sömu áhættuþóknunar og hinir? Hvers vegna skyldu embættismenn ríkis- ins lengur sitja hjá, þegar aðrir leggja út í hið mikla kapphlaup? Hvers vegna skyldu húsaeigendur og aðrir fasteignaeigendur ekki hugsa til að hækka leigutekjur sín- ar? Er nokkur von til þess, að bamdur uni því lengur, að kaup- gjald þeirra sé bundið með lög- ákveðnu afurðaverði?* Orð Hermanns Jónassonar virð* ast hafa fallið í góðan jarðveg. Sléttirnar hafa komið með kröfur sfnar. Þær hafa oft verið teknar til greina. Kaupgjald bændanna er nú ekki lengur bundið með lög- ákveðnu afurðaverði. Þau ákvæði hafa verið felld úr gerðardómslög- unum, þrátt fyrir mótspyrnu Fram- sóknarmanna. Frumvarp hefir komið fram um að endurskoða launakjör starfsmanna ríkisins. Og daglauna- fólk, iðnverkafólk og farmenn hafa þegar fengið kjarabætur. Stundum hafa kröfurnar leitt til vinnustöðv- unar um tíma. M. a. hjá verka- mönnum í Reykjavfk. Ríkisstjórnin skipaði sáttanefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka. Þeir mættu allir á fyrstu fundunum nema full- trúi Framsóknarflokksins. En þó fór svo að lokum, að hann sá sig um hönd og mætti á síðustu fund- unum. Meðan þjóðstjórnin fór með völd á árunum, var einn þingflokkanna ábyrgðarlaus og reyndi eftir mætti að vekja andúð og tottryggni gagn- vart ríkisstjórninni. Þessi flokkur NÝJA-BTÓ ■HH Föstudaginn kl. 6 og 9: Týndi brúðguniinn. Laugardaginn kl. 6 og 9 : Raddir vorsins. Sunnudaginn kl. 3: Raddir vorsins. Kl. 5 og 9: Týndi brúðguminn.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.