Íslendingur

Issue

Íslendingur - 28.08.1942, Page 2

Íslendingur - 28.08.1942, Page 2
2 ISLÉNDINGUR var kommúnistar. En í honum voru aðeins 3 menn. Nú hefir stærsti þingflokkurinn tekið að sér hlut- verk kommúnista. í honum eru 20 menn. Það er raunalegt til þess að vita, að svo fjölmennur hópur þingmanna skuli lifa og starfa á löggjafarþinginu eftir þessari frægu kennisetningu: »hvað varðar okk- ur um málin, þegar við erum kornn- ir í stjórnarandstöðu*. En Framsóknarmenn munu vilja vilja halda þvf fram, að ekki hafi staðið á þeim að taka höndum sam- an við hina flokkana, ef fullnægt væri vissum skilyrðum. En skilyrði þessi voru þau, að hinir flokkarnir svikju kjósendur sína og hættu við kjördæmamálið. Það færi ekki iila á því, að kjós- endur landsins hugleiddu og bæru saman framkomu Sjálfstæðisflokks- ins 1939, er þeir af þjóðarnauðsyn tóku sæti í samstjórn þriggja flokka, og framkomu Framsóknarflokksins nú. þegar telja má, að samstarf allra þingflokka að lausn vandamálanna sé þjóðarnauðsyn. Skilyrði Fram- sóknarflokksins fyrir því að vera með f slíku samstarfi er hvorki meira né minna en það, að hann megi halda þeirri kjördæmaskipan, er veitir honum miklu fleiri þing- menn en samræmist fylgi hans með þjóðinni, þrátt fyrir yfirlýstan vilja mikiis meiri hluta þjóðarinnar um leiðréttingu á því rangiæti. Sjálfstæðismenn höfðu sfður en svo flokkslegan hag af þátttöku í ríkisstjórn 1939, en þeir sáu, að hún var þjóðarnauðsyn, og það reið baggamuninn. Framsóknarmenn hafa sýnt það nú, að hjá þeim ganga hagsmunir flokksins fyrir nauðsyn þjóðarinnar. Þjóðin á eftir að kveða upp dóm sinn yfir þeirri framkomu. En hún fær tækifæri til þess í haust. Frú Gerd Grieg og leikarar þeir, sem starfað h*fa með frúnni að leiksýningum í Reykja- vík undanfarið eru væutanleg til Akureyrar í dag, og halda leik- sýningu hér annað kvöld. Verð- ur það kafli úr leikriti Ibsens »Hedda Gabler*. Þá mun frúin einnig lesa upp úr norskum bókmenntum og syngja nokkur lög með aðstoð Páls ísólfssonar, Frú Grieg er meðal fremstu lista- kvenna Noregs, og er koma hennar til Akureyrar því óvenjulegur við- burður, sem listvinir bæjarins ættu ekki að láta fara fram hjá sér. Auk frúarinnar eru í förinni nokkrir meðal fremstu leikara Reykjavíkur, svo som Lárus Pálsson, Brynjólfur Tóhannesson o. fi. Bókaútgáian Edda er að gefa út ljósprentaða útgáfu af íslenzkum æflntýrum Magnúsai Gíslasonar og ]óns Árnasonar. Upplagið verður lítið og aðeins fyrir áskrifendur. Hertoginn af Kent bróöir Bretakonungs fórst nýlega í flugslysi í Skotlandi. Var hann þá á leið til Islands, þar sem honum höfðu verið íalin sérstök skyldustörf. Launabætur opinberra starfsmanna. Fjórir alþingismenn úi jafnmörg- um stjórnmálaflokkum flylja á Al- þingi svohljóðandi þingsályktunartil- lögu.: »Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta greiða embættis mönnum og öðrum starfsmönnum ríkisins og ríkisstofnana sérstaka uppbót á laun þeirra frá ríkinu eða ríkisstofnunum fyrir tímabiliö 1, júlí 1942 til 30< júní 1943, eins og hér á eítir segir : Á fvrstu 2400 kr. grunnlauna, á- samt verðlagsuppbót af henni, eins og hún verður á hverjum tíma, greiðast 30%". Á þann hluta grunnlauna, sem er ofan viö kr. 2400.oo, og allt að kr. 10000.oo, ásamt verðlagsuppbót, eíns og hún verður á hverjum tlraa, greiðast 25%, Uppbót þessi gretð- ist mánaðarlega. Uppbót greiðist úr ríkissjóði eftir sömu reglum á tímakaup kennara, eftirlaun í fjárlögum og lífeyri úr lííeyrissjóðum embættismanna, barna- kennara og Ijósmæðra, svo og út- borgaö skrifstofufé og embættiskostn- að, að undanskilinni húsaleigu og húsaleigustyrk. Ennfremur skorar Alþingi á ríkis- stjórnina að hraða endurskoöun launalaganna svo sem unnt erc. Þýzk flugvél ræðst á íslenzkan togara fyrir Vestfjörðum. Eiun skipverja særður bauasári S. 1. mánudagsmorgun gerði þýzk flugvél árás á togarann Vörð úti fyrir Vestfjörðum. Lét hún vél- byssuskothríð dynja á skipinu og varpaði aö því sprengju. sem þó hitti ekki. Svo vel hittist á, að flestir skipverjar voru niðri við kaffídrykkju, Voru aðeins þrír á þilfari. Einn þeirra fékk vélbyssu- kúlu í bakið, er gekk í gegnum hann, en hina sakaði ekki. Hinn særði skipverji dó af skotsárinu, áður en komið væri til hafnar. Hann hét Sigurjón Ingvarsson, ætt- aður úr Patreksfirði og var aðeins 24 ára gamall. — Skipið varð fyrir tiltölulega litlum skemmdum. Flutningaskipi sökkt á leið til islands. Fyrir viku síðan tilkynnti ame- ríska herstjórnin hér á landi, að skipi, sem flutti nokkuð af efni til Hitaveitu Reykjavfkur, hafi verið sökkt á leið til landsins. Auk hita- veituefnisins var allmíkið timbur f skipinu, símastaurar, varahlutir til bifreiða o. m. fl. Ekki er enn vitað, hver áhrif þetta kann að hafa á framkvæmd Hitaveitunnar í Rvfk, Áheit á nýja sjúkrahúsið 25 kr. frá M. J. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför kaupmanns Eggerts Einarssonar, Akureyri. Eiginkona og börn. BÆKUR OG RIT Jóhann / E. Kúld: Á hættusvæð/nu Útgefandi: Pálmi H. Jónsson Akureyi. Jóhann Kúld er þegar orðinn kunnur rithöfundur. Bækur hans »íshafsæfintýri« og »Svífðu seglum þöndum* hlutu báöar góðar viötök- ur, og sú, sem hér um ræðir, er að heita má uppseld. Eins og ráða má af heiti bókarinnar fjallar hún um siglingar á hættusvæðinu 1 nú- verandi styrjöld. Höfundurinn hefir sjálfur lifað það sem hann segir frá, — siglt til Bretlands og Ameríku og komið vestan um haf í stórri skipalest, er varð fyrir kafbátsárás- um. Frásögnin er létt og fjörleg og oft »spennandi«, eins og líf far- mannsins á stundum. Gefur lestur bókarinnar góða hugmynd um, hve dauðinn og tortímingin eru oft ná- lægt sjómanninum á ferðum hans milli landa á þessum síðustu og verstu tímura, og er þó langt frá, að höfundurinn leggi áherzlu á að draga það sérstaklega fram. Frásagnir hans af æfintýrum * landi minna stundum á ferðasögur Sveinbjarnar Egilssonar, og mætti því ætla, aö lífið í sumum erlendu hafnarbæjuuum hefði litlum breyting- um tekið síðan á hans dögum. Þar sem þessi bók Jóhanns er *önn frásögn er óhætt að telja hana góðan feng í íslenzkum nútímabók- menntum. Islenzkar þ/óð- sögur II. Safnaó hefir Einar Guð . mundsson, H. F. Leiftur Reykjavík. Fvrir nokkrum árum kom út lltið þjóðsagnakver, er Einar Guðmunds- son kennari hafði safaað til og búi.ð undir prentun. Voru þær flestar skráðar eftir sögnum manna ( Ár- nesrýslu, Skaftártungu og Barða- strönd. Nýlega er út komið II. hefti þessara þjóðsagna. Eru sögurnar sunnlenzkar, flestar teknar eltir Ey- fellinguin. Efni þeirra er fjölbreytt: Æhntýri, draugasögur og svipa, huldufólkssögur, skrímslasögur og kýmnisögur. Eru margar þeirra eftirtektarverðar, svo sem Mýrar- draugurinn, Frá Írafells-Móra og æfintýrið um bóndadótturina í Blá- túni, Allar eru sögur þessar prýði- lega stllfxröar og framaettar, og mætti Einar gjarna halda áfram skráningu þjóðsagna og senda frá sér fleiri slík hefti. /örð 2. hefti III. árg. er nýkomið út. Hefst það með stuttum greinum eftir þrjá nýia stú- denta um áhugaefni þeirra. Pá er langt kvæði um styrjöldina eftir Guðm. Eyjólfsson Geirdal, grein um Verkmenningu eftir Ólaf Jónsson framkv.stj,, Gönguferðir og jarö- Brazllia segir ðxulrikp unnm strfð á hendur. Stjórn Braziliu samþykkti s. 1. laugardag, 22. ágúst, að segja Þýzka- landi og Ítalíu stríð á hendur. Ástæðan til þessarar ákvöi ðunar er sú, að undanfarið hafa kafbátar ráðist á mörg brazilísk skip, úti fyrir ströndum Braziliu og sökkt þeim. Þátttaka Braziliu í styrjöld lýð- rlkjanna gegn öxulríkjunum mun verða mjög þýðingarmikil. Her hennar er að vfsu ekki mjög stór en vel þjálfaður, og landið mjög auðugt af gúmmíi og ýmsum málm- um, er kemur aö góðu haldi við hergagnaframjeiðsluna. Prestvígslar. s. 1. sunnudag vígði biskup lands- ins 5 kandidata til prests. Einn þeirra var sr. Sigurbjörn Ástraldur Gíslason, en hann er nú 66 ára gamall. Er hann skipaður prestur að elliheimilinu Grund í Reykjavík. Hinir kr.ndidatarnir voru: Erlendur Sigmundsson, kjörinn prestur á Seyðisfirði, Ingólfur Ástmarsson. settur prestur að Stað f Steingríms- firði, JeDs Benediktsson, settur að Hvammi f Laxárdal í Skagaf. og Tón Kr. ísfeld settur að Rafnseyri. Noregssöfnun/n er nú komin í n«l. 280 þús. krónur. Stærsta gjöfin er frá Reykjavíkurbæ, 100 þúsund krónur.. Sig/uf/arðarbær hefir nu á- kveðið að ráðast í virkjun Fljótaár til að bæta úr raforkuþörf sinni. Kostnaður er áætlaður um 6 milj, krónur. Sótt hefir veriö um ríkis- ábyrgð til Alþingis. Verkfall í setuliðsvinnunni Verkíall stendur nú yfir meðal verkamanna, er unnið hafa hjá ameríska setuliðinu. Astæðan er sú, að setuliðið hefir ekki fallist á að greiða þá hækkun á kauptaxtanum, sem gekk í gildi um miðjan þenna mánuð, og allir aðrir atvinnurekend- ur hafa viðurkennt. >Akranes« nefnist blaö, sem hóf göngu sfna á Akranesi í vor. Ræðir það einkum bæjarmál og á að koma út i0 sinnum á ári. Ritnefnd skipa; Arnljótur Guðmundsson bæjarstjóri, Ól. B. Björnsson og Ragnar Ásgeirs- son. Blaðið er prentað á mjög góð- an pappfi og allur frágangur vand- aður. fræöi eftir Ólaf við Faxafen, Heima og heiman eftir Ágúst Sigurðsson o. m. fl. Myndaflokkur er f þessu hefti frá íþróttamótinu í Reykjavík 17. júní s. 1.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.