Íslendingur - 16.07.1943, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR
3
K. A. vann Valash-
bikarinn.
Vorkeppnin í meistaraflokki fór
fram 1. þ m. Að þessu sinni kepptu
aðeins tvö félög: Þór og K. A.
Veöur var mjög gott, logn og sól-
skin, Leikorinn var lipur og að
ýmsu leyti góður. Fyrri hálfleikur
endaöi með 2; 0 fyrit K. A. Þór
tókst að skora mark stuttu fyrir
leikslok. K. A. sigraði því í vor-
keppninni með 2:1.
Keppt var ura nýjan bikar,
»Valash-bikarinn«, sem tíogi ísaks-
son forstjóri hefir gefið, en Valash
er uppáhaldsdrykkur íþróttamanna.
Vonandi keppa fleiri félög á
næsta ári um þenna fagra grip.
Dómari á vormótsleiknum var
Jakob Gíslason og leysti verk sitt
vel af hendi.
X.
Bandamenn á Sikiley.
Aðfaranótt 10. júlí gerðu Banda-
menn innrás á Sikiley. Gengu her-
sveitir frá Norður Afríku í land á
vesturodda eyjarinnar og hófust
þegar bardagar við hersveitir
Möndulveldanna þar. Náðu Banda-
menn fljótt borginni Syrakusa á vald
sitt, og ýmsum fleiri borgum.
Eisenhover hershöfðingi stjórnar
innrásinni.
Tilkynning trá útanríkis-
ráðuneytinu 8. júlí 1943
Jóhannes Gunnarsson var í gær-
morgun vígður Hólabiskup 1 Was-
hington af Henri, sendiherra páfa
þar í borg. Aö lokinni biskupsvígsl-
unni hafði sendiherra páfa hádegis-
verðarboð á Hótel Mayflower og
bauð þangað fjölda íslendinga, bú-
settum í Washington og New York.
Síðar um daginn hafði sendiherra
íslands móttöku á heimili sínu til
heiðurs hinum nývígða Hólabiskupi,
og voru þangað boðnir sendiherra
páfa, fulltrúar kaþólsku kirkjunnar
og ýmsir íslendingar.
Utanríkisráðuneytið.
Heyrnarhjálp. Ungfrú Kristín
Jónsdóttir, erindreki fél. >Heyrnar-
hjálp«, sem verið hefir á ferð um
Norðurland til þess að hitta um-
sækjendur um heyrnartæki og lofa
fólki að reyna þau, verður hér á
Akureyri n. k. mánudag, og tekur
þá á móti fólki í barnaskólanum
kl. 10—12 f. h. og kl. 2—5 e. h.
Hún verður fjarveraudi þriðjudag
og miðvikudag, en kemur aftur og
tekur þá á móti fólki á sama staö
fimmtudag, föstudag og laugardag,
á sömu tímum. Mun þetta verða
nánar auglýst í blöðum og útvarpi.
Gjalddagi Isl. var 15. júní
Þankabrot
/óns í Gróf/nni.
Asunnudaginn var ég á gangi
um Eyrarlandsveg og lagði þá
leið mína inn í Lystigarðinn. Var
margt fólk þar samankomiö, innlent
og erlent á öllum aldri. Garöurinn
var í sínum fegursta sktúða, og
fannst mér ég skyndilega kominn
inn í aðra og betri veröld, Um-
gengni öll var með sérstökum á-
gætum.
Margir reyna að komast burtu úr
gatnarykinu á sunnudögum, en
ferðalög eru dýr um þessar mundir.
Það kostar t. d, mikið fyrir'
íoreldra að fara með börn sín
austur í Vaglaskóg. En þeir þurfa
ekki svo langt til að komast úr
rykinu og í grængresi og skógarilm.
IPeir geta farið með börn sín í
Lystigarðinn og dvalið þar stund
úr deginum, án þess að kosta
nokkru fé til. Hið eina, sem sú för
kostar, er eftirlit með umgengni
barnanna á staðnum, en ánægjan
af dvölinni í garðinum greiðir þá
fýrirhöfn margfaldlega.
EIN af málvillum þeim, sem algeng
er orðin hjá unglingum er
ofan í í stað niðrí í, t. d ; »Ég
sá hann ofan í (eða oní) gárðinum*.
Éetta er mjög leiðinleg vilia í töluðu
máli, en enn leiðara er þó að sjá
hana á prenti, eins og nú kemur
ósjaldan fyrir. Nýlega rakst ég á
þessa setningu í Revkjavlkurblaði;
»Lá ræfill af öðru lambinu ofan í
gjótu«, og í öðru Reykjavíkurblaði
las ég daginn eftir: Einn steinn
.......lenti ofan í poitinu*.
Sjálfsagt hefir lambræfillinn lent
niðri í gjótunni og steinninn niðri í
portinu.
MJÖG er það misjaínt, hversu að-
gangseyrir er hár að samkom-
um hér í bænum. Nýlega var hér
á ferð efnilegur einsöngvari, sem
vakið hefir á sér talsverða athjTgli
í höfuðstaðnum og hafði frægan
pianósnilling sér til aðstoðar' Héldu
þeir söngskemmtun í Nýja Bíó, og
kostuðu aðgöngumiðar 6 kr. Fám
dögum síðar efndi jazzsöngkona til
næturhljómleika á sama stað og
hermdi eftir nokkrum þekktustu
íslenskum söngmönnum og tieirum.
Aðgöngumiðai kostuðu kr. 12 50 og
10,oo, og var skemmtunin talin vel
sótt, Er meira en vafasamt, að
söngvararnir, sem hermt var eftir
hefðu fengið svo góða aðsókn sjálfir,
ef þeir hefðu komið til að syngja í
eigin persónu og selt aðgöngumið-
ana þessu verði,
ESS var getið í blöðum nýlega,
að Guðmundur skáld frá Sandi
befði fengiö verðlaun úr Sumargjafa-
sjóði Birtingaholts. Af því að nokkrir
menn hafa spurt mig, hvaða sjóður
þetta sé, vil ég tilfæra hér frásögn
um sjóðinn, sem birtist í Tímaritinu
Menntamál, jan — júní 1941, en það
hefti er helgað minningu sr. Magn-
úsar Helgasonar prófessors. l3að
segir svo;
• Samkvæmt eríðaskrá gaf Magnús
20 þús. kr. í sjóð er nefnist Sumar-
gjafasjóður Birtingaholts, Var sjóð-
urinn afhentur Bókmenntafélagi ís-
lands. Skal veita úr sjóðnum annað-
hvort ár verðlaun fyrir beztu ljóð,
sem út hafa komið á íslenzku s. 1.
10 ár og afhendist á sumardaginn
fyrsta. Heita veröiaunin »Sumargjöf
trá Birtingaholti*. Dómnefnd skipa:
Forseti Bókmenntafél., prófessor í
ísl. íræðurn viö Háskóla íslands
og íslenzkukennari við Kennara-
skólann.
Verðlaunin voru nú veitt í fyrsta
sinn, aö upphæð 1025 kr, Munu
menn álmennt telja Guðmund Frið-
jónsson vel að þessari viðurkenn-
ingu kominn.
FÁIR ganga þess duldir, að út-
svörin hér á Akureyri eru með
þeim hæstu, er þekkjast á landinu.
Fljótt á litið mundu menn ætla, að
þau væru hærri í Reykjavík, þar
sem þau nema 10 sinnum hærri
upphæö en hér. En því fer þó
fjarri. Hjón með 2 börn verða að
greiða hér 130 króna útsvar af
7000 kr. nettótekjum en 50 kr. í
Reykjavík. Af 10 þús kr. á Akur-
eyri 535 kr. en g30 kr. í Reykja-
vík. Einhleypir menn greiða hér
535 kr. af 7000 kr. tekjum en 270
i Reykjavík, af 10 þús, kr. tekjum
1000 kr. hér, en 570 kr, í Reykja-
vík. Á Akranesi er notaður sami
stigi og í Reykjavfk að viðbætium
10 af hundraði á , útsvarsupphæð-
ina. —
Ýmsar fregnir.
Óskar Halldórsson útgerðarm. og
börn hans hafa gefið 30 þús. krón-
ur tíl að koma upp vaxmyndasafni
i Reykjavík. Er það minningar-
gjöf um son Óskars, Theodór, sem
var meðal skipsverja á 1. v. Jarl-
inn, er fórst í Englandsför haustið
1941.
Tannlæknafélag íslands hélt aðal-
fund hér á Ak. nýlega. Samþykkti
fundurinn áskorun til rfklsstjórnar-
innar um að leyfa óhindraðan inn-
flutning á ávöxtum og fella niður
eða Iækka tolla á þeim.
Sigurður Tómasson úrsmiður í
I4eykjavík hefir fnndið upp tæki til
að setja íslenzkan texta í kvikmynd-
ir á ódýran hátt.
Á mánudaginn varð Sigtryggur
Helgason Gránufélagsgötu 28 fyrir
bifreið á mótum Strandgötu og
Glerárgötu. Féll hann á götuna og
hruflaðist á höfði og höndum, Var
hann fluttur í sjúkrahúsið.
Auglysið í Isl.
ÍBÚÐ
2 — 3 herbergi og e,ldhús vant-
ar mig 1. okt. í haust. Vegna
fjarveru minnar úr bænum,
eru þeir sem þessu vilja sinna
beðnir um að snúa sér til
Sigurðar Guðmundss. skóla-
meistara,
Sveinn Þórðarson kennari.
Feröaritvéi
(Imperial) lítið notuð, til sölu,
Eiríkur Kristjánsson.
Stúlku
vantar á
Ljósmyndastotu ,
Edvards Sigurgeirssonar
Akureyri
Til sölu
með tækifærisverði urg kýr
af ágætu kyni. Einnig stór
bárujárnsskúr.
LeiturKristjánss Éingvöiium Ak.
Góður, fjðrróiun bátur
óskast keyptur. R. v. á.
Grá ílekkótt tík alals"«t
hefir tapast. Er hún mjög hænd að
mönnum og eltir hvern sem er. Ef
einhver vissi um tík þessa, er hann
vinsamlegast beðinn að gera aðvart á
lögregluvarðst. setuliðsins. Fundarl.
Stúlku
vantar mig, 1. eða 15. ágúst
fíunnlaug Thorarensen
Hafnarstræti 104.
Stör OFN
hentugur í kirkju, samkomu-
hús eða verkstæði, til sölu
Tómas Björnsson.'
Héraðsmót S/áitstæðis-
manna vérður haldið f Nausta-
borgum sunnudaginn 25. júlí. Nánar
auglýst síðar.
Gjatir til Vinnustofusjóðs Krist-
neshælis: Frú iPórdís Árnadóttir og
Jón Trampe Litladal. kr. 100. Kven-
fél. Hlíf Ak. kr, 500 N. N. áheit
kr 50. Beztu þakkir.
Jónas Rafnar.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Síðasti leikur Fram í kvöld ki. 8,30