Alþýðublaðið - 29.10.1919, Page 3

Alþýðublaðið - 29.10.1919, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ins þar) og Ágúst Jósefsson bæj- arfulltrúi. Fundinum, sem var hinn fjörugasti svo sem Alþýðuflokks- fundir jafnan eru, stýrði Hallbjörn Halldórsson prentari. Á Sjálfstjórnarfundinum töluðu frambjóðendur Sjálfstjórnar Jón Magnússon og Sveinn Björnsson, °g þriðji frambjóðandinn Jakob Möller, sem Sveinn Björnsson er hvorki með eða móti. Þegar þessir Þn’r frambjóðendur höfðu hver um sig talað tvisvar, kom Ólafur Frið- riksson á fundinn og talaði, en á eftir töluðu þeir J. Möller og Jón Magnússon. Ekki töluðu aðrir á fundinum nema þessir viðstöddu frambjóðendur, nema hvað Ólafur 'Fhors framkvæmdaratj. hélt stutta ræðu úr sæti sínu. Sagði hann að Oi- Friðr. minti sig á Jeppa á Fjalli þegar hann hefði haldið að hann væri greifl, og þótti það jafn hseverskulega mælt og við var bú- ist úr þeirri átt. Fundinum stýrði Brynjólfur Björnsson tannlæknir, en fyrverandi formaður „Sjálfstjórn- ar“ Magnús Einarson dýralæknir var fundaritari. Um daginn og veginn. Stúdentafélag Háskólans hélt pólitískan fund í fyrrakvöld. Sner- ust þar umræður aðallega um fossamálin. Eftirtektarvert er það, a5 atriðið um eignarréttinn á vatni var varla nefnt á fundinum — var skoðað sem auka-atriði, svo | Sern það og er — heldur ræddu Wenn hvort, og á hvaða hátt, vii'kjun á vatnsafli ætti fram að fara. Málið var ekki útrætt á fund- iuum, og á bráðlega að vera fram- haldsfundur. Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksius er á Laugaveg 18 B. er opin fyrst um sinn 2—4 og °g 6—8 síðd. Baðliúsið er opið 8—8. Steypi- höð kosta nú að eins 75 aura. Í8land fer eftir 1—2 daga norð- Ur um land, til útlanda. Skjöldur fór til Borgarness í gaermorgun. Nýkomið: Sængurdúkur tvibreiður, verb kr. 6,50 pr. mtr. Efni í undirsængurver, varð kr. 18,55. 3Per\kaJ. mjög breitt, dúnhelt, í Yfirsængur. r __ Verzl. Ær-na Eiríkssonar. lianpirðu góðan hlut, 1»A mundu livar þú tékst honn. Olí ufatnað ur og annar vinnufatraður beztur og ódýrastur hjá Sigurjóni. Hækkun verkakaupsins. Svo sem sjá má af grein með þessari fyrirsögn annars staðar hér í blað- inu, varð samkomulag í gerðar- dóminum um vinnukaupið — að það yrði 1 kr. 16 aurar um tím- ann. Þessa heppilegu niðurstöðu málsins má vafalaust að mestu leyti þakka því, hve vel stjórn verkmannafélagsins Dagsbrún tókst að velja í gerðardóminn, er hún tilnefndi þá Pótur G. Guðmunds- son og Jón Baldvinsson. (xullfoss fór í gær frá ísafirði. Kemur við í Stykkishólmi og tekur þar kjöt. Er væntanlegur hingað á fimtudag. Fer héðan til útlanda 3. nóv. Úr Dalasýslu fréttist að haldnir hafi verið fimm, fundir af sjö, sem ráðgerðir eru þar núna fyrir kosn- ingarnar. Hefir þar verið allsnörp deila milli Bjarna frá Vogi og Jónasar frá Hriílu, sem er þar vestra um þessar mundir. Góð lieyrn. Óvenju góða heyrn hefir ritstjóri „Vísis" hr. Jakob Möller. Hann segir í „Vísi“ í gær að sér hafi verið tekið með dynj- andi lófaklappi á Sjálfstjórnar- fundinum í Iðnó á laugardags- kvöldið, en aðrir, sem þar voru, urðu ekki varir við, að neitt væri klappað að rœðum hans. Ásgrímur Jónsson málari liggur rúmfastur að heimili sínu í Lækjargötu. Kosningafundur var haldinn í fyrradag kl. 1 að Lágafelli í Mos- feJlssveit. Vöru þar allir fram- bjóðendur í Gullbr. og Kjósarsýslu nema síra Friðrik Rafnar, sem var forfallaður. Fundurinn hafði verið hinn friðsamasti, þó margir væru frambjóðendurnir. Kartöflur 17 kr. welíkuriim, gallalausar og óskemdar hjá Jóh. Ögm. Oddssyni, Laugaveg 63. ooooooooooooooooooooooog Húsnæði. § OOOO=0000000000000000000 Ungur og reglusamur iðnaðar- maður óskar eftir herbergi, einn eða með öðrum. Uppl. í síma 286.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.