Íslendingur - 13.04.1945, Blaðsíða 1
I
2*
XXXI. árg. Föstudaginn 13. apríl 1945 ____________________________________16. tbl.
Söínunin til útgerðarhlutaíe-
íaysins ber gaðan árangur.
Vantar aðelns berzlnmnninn.
ÝMSAR
FREGNIR
Hinn 29. f. m. var rafmagns-
straumi frá Skeiðsfossvirkjun-
inni í Fljótum hleypt á bæjar-
kerfið í Siglufirði fyrsta sinni.
Framleiðir vélasamstæðá
virkjunarinnar 1500—1800 ha.
orku, en svo er ráð fyrir gert, að
í sumar verði stíflan hækkuð um
eina 6 metra, og verði þá fram-
leiðslan 2350 hestöfl.
Rafleiðslan frá orkuverinu
til Siglufjarðarbæjar er tæpl. 28
km. löng. Yfirumsjón með öll-
um tæknilegum framkvæmdum
virkjunarinnar hefir Jakob
Guðjohnsen rafmagnsverkfræð-
ingur haft á hendi fyrir hönd
firmans Höjgaard og Schultz.
★
Nýlega voru 18 prestaköll
auglýst laus til umsóknar, en um
sóknir bárust aðeins um 6 þeirra
Horfir til mestu vandræða um
að fá presta í mörg prestaköll á
landinu.
★
Aðfaranótt páskadags fór
fram símskák milli Taflfélags
Akureyrar og Taflfélags Kefla-
víkur. Vann hið fyrrnefnda með
5 vinningum gegn 3.
★
Fregnir hafa borizt um að Jón
Sveinsson rithöfundur,- hinn vin-
sæli höf. Nonna-bókanna, hafi
látizt s.l. haust í sjúkrahúsi í
Þýzkalandi, 88 ára gamall.
★
Skip ferst
með 5 mönnum
Það hörmulega slys varð ný-
lega á hafinu milli íslands og
Englands, að l.v. Fjölnir frá
Þingeyri fórst í árekstri. Sökk
skipið, og fórust 5 menn af 10
manna áhöfn.
Þessir fórust:
Magnús G. Jóhannsson matsv.
Þingeyri,
Guðm. F. Agústsson kyndari
Sæbóli Aðalvík,
Gísli A. Gíslason háseti ísaf.
Pétur Sigurðsson kyndari
Hvammi Dýrafirði og
Pálmi Jóhannesson háseti,
ættaður úr Hvolhreppi.
Allt voru þetta ungir menn á
aldrinum 20—-30 ára og ókvænt
ir. —
L.v. Fjölnir var í fiskflutning
um til Englands. Hann var 128
smál. að stærð, eign h.f. Fjölnis
á Þingeyri.
Blaðið hefir snúið sér til
Helga Pálssonar erindreka og
spurt hann um árangurinn af
hlutafjársöfnuninni vegna vænt-
anlegs útgerðarfélags. Skýrði
hann svo frá, að fengin væru lof-
orð um 503 þús. kr. framlög,
en lágmarkið hafði verið á-
kveðið 540 þús. kr. Vantaði því
aðeins 37 þús. kr. til að ná lág-
markinu, en af þeirri upphæð
greiðir Akureyrarbær 25% og
KEA 20%. Það vantaði því að-
eins rúmar 21 þúsund kr. frá
bæjarbúum, en æskilegast væri,
að félagið yrði stofnað með
hærra hlutafé, en ákveðið var
sem lágmark.
Gert er ráð fyrir, að félagið
verði stofnað í næstu viku.
Skíöaiandsniótið
Guðmundur Guðmunds-
son varð skíðakóngur
íslands.
Landsmót skíðamanna fór
fram á ísafirði um páskana og
kepptu þar 46 skíðamenn frá
þessum íþróttabandalögum:
í. B. Reykjavíkur (18), í. B.
ísafjarðar (13), í. B. Stranda-
sýslu (lOý, í. B. Akureyrar (4ý
og í. B. Siglufjarðar (1). —
í samanlagðri göngu og stökki
hlaút Guðm. Guðmundsson frá
íþróttabandalagi Akureyrar
hæsta stigatölu (456,4) og þar
með titilinn „Skíðakóngur ís-
lands“ en næstur honum varð
Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði
með 440,1 stig.
Göngu í A.-flokki vann Guðm.
Guðmundsson (Jónas Ásg. 3.
maður).
Stökkið í A.-fl. vann Jónas
Ásgeirsson, en Guðmundur varð
næstur honum.
í Svigkeppni í A-fl. varð
Guðmundur 1. maður en Magn-
ús Brynjólfsson, einnig úr í. B.
A. 2. maður. Vann í. B. A.
sveitarkeppni í svigi um Slalom-
bikar Litla skíðafélagsins. Tími
8 mín. 59,5 sek. Onnur varð
sveit frá í. B. R.
Guðmundur Guðmundsson
Margir bæjarbúar hafa verið
fjarverandi, þegar svars hefir
átt að vitja hjá þeim og sumir
ekki fengið eyðublöð. Eru þeir,
sem þannig er ástatt um, beðnir
að snúa sér til Helga Pálssonar
og tilkynna honum, ef þeir ætla
að taka þátt í stofnun félagsins
með fjárframlagi, og .gera það
svo fljótt, að loforð þeirra liggi
fyrir, þegar stofnfundur félags-
ins verður haldinn, svo að unnt
sé að boða þá á stofnfundinn.
Akureyringar mega ekki láta
það spyrjast, að undirstaða
verði ekki lögð að blómlegra
atvinnulífi en verið hefir hér í
hænum, aðeins vegna vöntunar
á nokkrum þúsundum króna til
að hrinda því í framkvæmd.
og Jónas Ásgeirssön munu nú
vera mestu skíðagarpar lands-
ins.
Eyfirzkir bændur
heiðra Sigurð E. Hlíð-
ar dýrayfiríækni.
Frá aðalfundi Mjólkursamlags
K. E. A.
Ársfundur Mjólkursamlags-
ins var haldinn nýlega. Samþ.
fundurinn að senda Sigurði E.
Hlíðar dýrayfirlækni 10 þúsund
kr. heiðursgjöf í tilefni af sex-
tugsafmæli hans, ,og dragist það
fé frá útborguðu mjólkurverði
á þessu ári.
^ Samlaginu bárust s. 1. ár
4.181 milj. lítrar af mjólk (370
þús. 1. meira en 1943), og var
meðalfita 3,536. Um 38% af
mjólkinni var sell sem neyzlu-
mjólk. Smjörframleiðslan varð
42124 kg. Reksturskostnaður
varð rúmir 20 aurar á lítra. Ut-
borgað verð til mjólkurfram-
leiðenda var 98 aurar og upp-
bót 24 aurar. Heildarverð því
1,22 kr. pr. lítra.
r
Aheit á Strandarkirkju frá ó-
nefndri konu kr. 30,oo, afhent
blaðinu.
Lúðrasveitin hefir
fengið nQ hlióðfæri.
T ónlistarfélag A kureyrar
gefur yfirlit yfir störf sín
og skýrir frá fyrirhuguðum
verkefnum.
Á skírdag bauð Tónlistarfé-
lag Akureyrar bæjarstjórn og
blaðamönnum til kaffidrykkju
að Hótel KEA í tilefni af því,
að Lúðrasveit Akureyrar hefir
nýlega fengið ný blásturshljóð-
færi. Lék Lúðrasveitin nokkur
lög fyrir gestina á nýju hljóð-
færin og var þeim boðið að
skoða þau, eftir að staðið var
upp frá borðum.
Formaður Tónlistarfélagsins,
Stefán Ág. Kristjánsson ávarp-
aði gestina, skýrði frá störfum
Tónlistarfélagsins og áformum
og þakkaði bæjarstjórn góða að-
stoð við eflingu tónlistarinnar
í bænum með því að samþykkja
10 þús. kr. framlag úr bæjar-
sjóði til hljóðfærakaupanna og
árlegan styrk til Lúðrasveitar-
innar. Framkv.stj. Lúðrasveitar-
innar, Ólafur Ólafsson, rifjaði
upp ýmsar endurminningar úr
lífi og starfi eldri lúðrasveita,
er hann hefir á árum áður starf-
að í, en bæjarstjóri þakkaði boð-
ið fyrir hönd gestanna og stjórn-
anda Lúðrasveitarinnar, Jakob
Tryggvasyni, fyrir dugnað hans
og áhuga fyrir eflingu tónlistar-
lífs á Akureyri. Árnaði hann
Tónlistarfélaginu og Lúðra-
sveitinni allra lieilla.
Tónlistarfélag Akureyrar er
stofnað 4. maí 1943, og er því
enn tæpl. 2ja ára gamalt. í því
eru 12 menn, en auk þess um
130 styrktarfélagar, sem allir
fá ókeypis aðgang að tónleikum,
sem haldnir eru á vegum félags-
ins. Núverandi stjórn félagsins
skipa: Stefán Ág. Kristjánsson,
formaður, Sveinn Bjarman, rit-
ari og Finnbogi Jónsson með-
stjórnandi.
Fimnr sinnum hefir félagið
gengist fyrir hljómleikum á
liðnum 2 árum: 1. Píanótón-
leikar (Árni Kristjánsson) 2.
Fiðluleikur (Björn Ólafsson
með aðstoð Árna Kristjánsson-
arý 3. Píanótónleikar (Miss
Kathryn Overstreet) 4. Trió
Tónlislarskólans í Reykjavík.
5. Ein- og tvísöngur (frú Davina
Sigurðsson og Einar Sturluson
með aðstoð Páls Kr. Pálssonar).
Formaður Tónlistarfélagsins
Tveir kunnir bæjar-
búar látnir.
Nýlátnir eru hér í hæ tveir
kunnir horgarar eftir þunga
sjúkdómslegu:
Jón Guðmundsson bygg-
ingameistari Brekkugötu 27,
(lézt í fyrrinótt, og
Árni Jóhannsson aðalgjald
keri KEA og forseti bæjar-
stjórnar, Þingvallastræti 1,
lézt í gærmorgun.
Verður þeirra nánar
minnst hér í blaðinu síðar.
skýrði frá því, að í vændum
væri að fá Guðmund Jónsson
söngvara um mánaðamót apríl-
maí til að halda hér söng-
skemmtun með aðstoð Weis-
happel, Pál Isólfsson til að
halda kirkjuhljómleika í maí.
og 12 manna strengjahljóm-
sveit undir stjórn Urbantschitsch
í byrjun júní og gætu nýir
styrktarfélagar innritað sig í
verzl. Ásbyrgi, Bókaverzl. Eddu
og hjá aðalfélögum Tónlistar-
félagsins.
Hljjóðfærin nýju, sem Lúðra-
sveit Akureyrar hefir fengið,
eru 19 að tölu, keypt í Ameríku
fyrir milligöngu KEA og kost-
uðu kr. 17375,25. Einnig voru
4 blásturshljóðfæri keypt, með-
an beðið var eftir hinum nýju,
og kostuðu þau tæpl. 4 þúsund
kr.
Karl O. Runólfsson tónskáld
dvaldi liér s. 1. sumar á vegum
Tónlistarfélagsins og kenndi
meðlimum Lúðrasveitarinnar
lúðrablástur. Varð rnikill og
góður árangur af starfi hans.
Tónlistarfélagið hefir í hyggju
að koma hér upp tónlistarskóla
á hausti komanda og sameina
tónlistar- og -söngfélög um bygg-
ingu tónlistarhallar.
Starfsemi félagsins er þýðing-
armikil fyrir tónlistarlíf og
menningu bæjarins.
•___________________ J.
'mmmmmmmm^'mmm"mmmm'^immm^mm^^mammmmmmmmmmcmMmmmmm
LÉREFTSTUSKUR
Kaupum við hœsta verði.
Prentsmiðja
Björns Jónssonar li. f.