Íslendingur - 01.06.1945, Page 2
2
Föstudaginn 1. júní 1945
Norðurlandasöfnunin yfir 200 þúsund krónur
á Akureyri og í Eyjaf jarðarsýslu.
Milt innilegasta hjartans þakklœti votta ég öllum, sem veittu mér
hjálp og samúð við andlát og jarðarjör sonar míns, NJÁLS JÓHANN-
ESSONAR, er lézt 19. f. m. — Sérslakar þakkir fœri ég stúkufélögum
af Akureyri og Kvenjélaginu „Baldursbrá.“ — Eg bið góðan guð að
launa ykkur öllum ykkar miklu hjálp og slyrk.
Sigríður Erlendsdóttir.
lnnilegasta þakklœti fœri ég öllum þeim, sem sýndu okkur hlut-
tekningu við andlát og jarðarför litlu dóttur minnar,
OTTU LOVÍSU.
Eyþór Thoraretisen.
ATVINNA
Stúlka með gagnfræðaprófi, eða liliðstæðri menntun,
getur fengið atvinnu við landssímastöðina hér í byrjun
næsta mánaðar.
Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum fyrir 4. júní
næstkomandi.
Akureyri, 28. maí 1945.
SÍMASTJÓRINN.
TILK YNNING
frá vörubílastöðvunum á Akureyri
Frá og með 1. júní n. k. her að staðgreiða állan akstur.
Þeir, sem kynnu að óska eftir mánaðarviðskiptum,
greiði á stöðvarnar fyrir 10. hvers mánaðar.
Akureyri, 30. maí 1945.
Virðingarfyllst.
Bifreiðastöðin Bifröst. Nýja-Bílastöðin
ÁSKORUN
UM KOLASPARNAÐ
Með því að enn má búast við miklum örðugleikum á því að
fá kol til landsins, og útlit er fyrir að eigi verði hægt að afla
nægilegra kolabirgða til næsta vetrar, er hér með brýnt fyrir
öllum að gæta hins ýtrasta sparnaðar um kolanotkun, og jafn-
framt skorað á menn að afla og nota innlent eldsneyti að svo
miklu leyti sem unnt er. — Er sérstaklega skorað á héraðs- og
sveitastjórnir að hafa forgöngu í því að aflað verði innlends
eldsneytis.
V iðskiptamálaráðuney tið
15. maí 1945.
Á ferð og flugi -
aðallega flugi.
Það var hérna á dögunum að
„Kata“ kom til Akuseyrar í fyrsta
skipfci f Itir að hún fékk nýja búning-
inn. „Kaca“ er stytting úr Katalína,
en svo nefnist hinn nýi flugbátur
Flugfélags íslands, sem áður hefir
verið lítilsháttar sagt frá hér í blað-
inu.
Kata kom til Akureyrar laust eftir
kl. 8 að kvildlagi og settist á Pollinn
Með boðaföllum og bægslagangi í
þlæjalogni og lílíðviðri. Flugbátur-
inn kom frá Reyðarfirði og hafði
flutt þangað farþega, en með bátn-
um til Akureyrar kom auk flug-
manna, framkvæmdarstj óri Flugfé-
lagsins og menn úr stjórn þess.
Gengu þeir á land og skunduðu til
snæðings, svo og til skrafs og ráða-
gerða. En áður en það varð, hafði
blaðamönnum verið gefinn kostur
á að fljúga suður þá um kvöldið og
til baka um morguninn. Var því
boði tekið með hinu mesta þakk- og
lítillæti af heiluin tveimur ritstjór-
um, sem viðstaddir voru (síðar varð
tríó úr parinu). Hlupu þeir heim
til sín allt hvað af tók og tíndu í
sig mat og á sig föt, og skelltu á
skeið niður á bryggju, til þess að
verða ekki strandaglópar. En hér fór
eins og oftar, að stjórnum verður
skrafdrjúgt og mikið þarf að skrafa
og var ekki siglt af stað fyrr en
skömmu fyrir ellefu um kvöldið.
Kata dólaði rólega fram á Pollinn,
en svo herti hún skriðið, vélagnýr-
inn hækkaði, gusur gepgu í allar
áttir og allir um borð höfðu nóg að
gera, skipverjar við sín störf og
farþegar við að horfa hver á annan,
á ekki neitt eða við að signa sig í
hljóði, sem sumir gera enn í dag,
þótt fáir kunni það lengur eftir
kúnstarinnar reglum. En eftir augna-
blik var Kata komin á loft, og
sveigði í mjúkum boga suður yfir
bæinn. Mátti greinilegh sjá
fólk standa á götunum, og voru
munnar manna þar all-áberandi, en
flestum hættir til þess að gapa hressi
lega þegar svona atburðir gerast,
og er þetta hrífandi sjón, einkum
þó þegar menn eru niður á jörðinni
í nánd við upp-í-loft-horfandann.
'Nú var haldið í kvöldblíðunni suður
Eyjafjörð, flugið hækkað og brátt
var komið suður yfir óbyggðirnar.
Nokkuð var þá tekið að skyggja
og fátt að sjá nema skýhnoðra á
næturgöltri hingað og þangað. Upp-
haflega var víst ætlað að fara syðri
leiðina, yfir Hvítárvatn og Þingvelli,
en þar syðra var nokkuð skýjað og
hryssingslegt og var því sveigt vest-
ur á bóginn. Flugmenn Flugfélags-
ins eru sérlega varfærnir og hugsa
fyrst og fremst um tímanlega — og
eilífa — velferð farþega þeirra, sem
þeir bera ábyrgð á. Er þetta fallega
hugsað, að minnsta kosti finnst far-
þegunum það. Þegar komið var að
Hafnarfjalli syðra, tók Kata að
hrista sig lítilsháttar, hefir sjálfsagt
verið orðin úrill og syfjuð og þreytt,
ænda klukkan langt gengin tólf og
dagsverkið mikið. Draugarnir í
gamla daga, sem þóttu fljótir í ferð-
um og mesta þing til sendiferða, þeg-
ar hægt var að nota þá til þeirra
hluta, hefðu verið farnir að mæðast
þegar þeir voru búnir að fara nærri
hringinn í kring um landið, frá
Reykjavík til Reykjavíkur, með við-
komu á Reyðarfirði og Akureyri.
Annars sögðu flugmennirnir að það
væri þá sjaldan ókyrrð á hærri stöð-
um ef hana væri ekki að finna yfir
Hafnarfjalli (eða í Alþingishúsinu).
Hvað um það, vér flugum yfir fló-
Framli. á 4. síðu.
Fjársöfnuninni til Dana og Norð-
manna er nú lokið, og mun nema
nál. 3 milj. króna í peningum og
fatnaði. A Akureyri og í Eyjafjarð-
arsýslu hafa safnast um 160 þús.
kr. í peningum, ca. 35 þús. kr. í
vörugjöfum frá nokkrum verzlun-
um, og auk þess miklar fatagjafir
frá einstaklingum, svo að söfnun-
in öll mun nema á 3. hundrað þús.
krónur.
Stærsta gjtifin er frá Akureyrar-
bæ kr. 25000. Eyjafjarðarsýsla gaf
10000 kr. Safnað í Akureyrarbæ (af
skátum) 20954,75 kl\, safnað í Dal-
vík og Svarfaðardal 14300, Hrafna-
gilshr. 7575, Saurbæjarhr. 5635,
Arnarneshr. 5407, Árskógshr. 3500,
Hríseyjarhr. 3320, Ongulsstaðahr.
2805, Skriðuhr. 2025, Öxnadalshr.
940, starfsfólk KEA gaf 8500 kr.
Gefjunar 3320, Iðunnar 2400, Atli
h. f. og starfsmenn 2500, Kr. Krist-
í UPPNÁMI. — Næst síðasti
Dagur er allur í uppnámi út af
grein, er „Norðlendingur“ nokkur
hefir fyrir skömmu ritað í Morgun-
blaðið og nefnist „Kengálumarkið“.
Virðist blaðið einna mest svíða und-
an þeim ummælum höf., „að það
að vigta út kaffi og sykur í kaupfé-
lagsbúð eða mæla út reiðbuxnaefni
......eigi að gera menn friðhelga
og hátt hafna yfir alla gagnrýni,"
eftir því sem skilja megi af skrifum
Framsóknarblaðanna.
Það var áður vitað, að Dagur er
mjög „nervös“ við gagnrýni á fram-
kvæmdastjórn KEA. Henni er sjaldn-
ast svarað með öðru en upphrópun-
um og ópum um „árásir“ á „sam-
vinnufélagsskap bænda“ eða öðru
því um líku. Og Dagur sannar þenna
veikleika sinn áþreifanlega, er hann
þykist vera að svara hinni skörpu
gagnrýni Norðlendingsins. Þar er
engin tilraun gerð til að hnekkja
stafkrók í gagnrýni lians, heldur er
rekið upp óp um „herferð braskara-
liðsins gegn samvinnufélögun-
um“(!) Ef einhver maður hreyfir
gagnrýni á stjórn hins ginnhelga fé-
lags, sem fóðrar málgagn Frarn-
sóknarflokksins á Akureyri með
auglýsingum, þá er það ekki aðeins
hin hroðalegasta „árás“ á félagið,
heldur standa að baki þessari gagn-
rýni „féndur samvinnufélaganna“(!)
Með þessu háttalagi er ekki að
furða, þó að óbreyttir félagsmenn
segi „já og amen“ við öllu, sem
starfslið félagsins og stjórn þess
hefir samþykkt, að félagið gerði,
því að ógjarna vilja samvinnumenn-
irnir sjálfir láta stimpla sig sem
„féndur“ samvinnusamtakanna.
Þegar gagnrýni er svarað með óp-
um og hljóðum í stað raka, þá bend-
ir það sjaldnast á góða samvizku.
Og vel mætti Dagur minnast skrifa
sinna um Eimskipafélag íslands og
h. f. Kveldúlf, er hann æmtir hæst
vegna skrifa „Norðlendings.“
Einkennileg bókfærsls
I „Degi“ 17. maí, er gefin skýring
á því, hvers vegna útgjaldaliðurinn
„Auglýsingar, kynningar og fræðslu
starfsemi“ í reikningum K. E. A.
hefir nær þrefaldast á árinu 1944.
Hin mikla hækkun er m.a. talin stafa
af því, að undir þenna lið hafi verið
færðar á árinu 1944 gjafir og styrk-
ir til ýmissa stofnana og fleira að
jánsson 5000, Útgerðarfélag KEA
5000, Hótel Norðurland 2000, vega-
menn í Öxnadal 1275, skólastj. og
kennarar barnaskólans 1020 kr. —
Axel Kristjánsson h. f. 1500 kr. —
1000 kr. gáfu: Verzl. Eyjafjörður
h. f„ starfsfólk P. O. B„ Njörður
h. f., Sverrir Ragnars, Gunnar Hall-
grímsson, Leó Sigurðsson, starfs-
fólk og sjúklingar sjúkrahússins,
Vélabókbandið, Prentverk Odds
Björnssonar og Bifreiðastöðin Bif-
röst. — Vörugjafir frá verzl-
unum: KEA 20000 kr., B. Laxdal
3500, Páll Sigurgeirsson 3000, Tóm-
as Björnsson 2600, Ryel-verzlun
2300, Anna Laxdal 2000, Skemman
1500 og Vöruhúsið h. f. 500 kr.
Askell Snorrason gaf söfnuninni tón-
verk eftir sjálfan sig.
Eru þá taldar allar hinar stærstu
gjafir.
upphæð 25.6 þús. krónur, en slík út-
gjöld hafi áður verið færð undir
annan lið. Það virðist mjög ein-
kennileg bókfærsla, að flytja gjafir
undir „auglýsingar, kynningar- og
fræðslustarfsemi“, því að sjaldnast
munu gjafir vera gefnar í auglýs-
inga- eða kynningarskyni. Auk þess
verður eigi séð, að af þessum nýja
lið hafi verið skattfrjálsar nema 10
þús. kr. (gjöfin til SÍBS), og því
mjög vafasamt, að nokkur heimild
sé til að færa alla gjafa- og styrkja-
upphæðina undir Jjenna Iið, nema
Jjví aðeins að K. E. A. búi við allt
önnur skattalög en önnur fyrirtæki
og einstaklingai*.
Bæridur vilja ekki einokun
Eins og kunnugt er, hefir Kaupfé-
lag Árnesinga haft á hendi alla
mjólkurflutninga bænda á Suður-
landsundirlendinu til og frá Mjólk-
urbúi Flóamanna. Á aðalfundi
Mjólkurbúsins í vetur lá fyrir tilboð
um flutningana frá Kaupfélaginu
„Þór“ á Rangárvöllum, sem var um
20 aurum lægra á hvern ekinn kíló-
metra en Kaupfélag Árnesinga hef-
ir. Tilboði „Þórs“ var hafnað, enda
þótt það hefði, ef að því hefði verið
gengið, orðið til að hækka útborg-
unarverð til bænda um 2—2V2 eyri
á mjólkurlítra.
Á aðalfundi Kaupfél. „Þórs“, sem
haldinn var nokkru eftir aðalfund
mjólkurbúsins, var samþykkt í einu
hljóði eflirfarándi tillaga:
„Aðalfundur Kaupfélagsins Þór,
haldinn að Strönd 13. maí 1945,
skorar á stjórn Mjólkurbús Flóa-
manna, að bjóða út mjólkurflutn-
ingana og tryggja hagsmuni mjólk-
urframleiðenda eins og henni ber
skylda til. Þá telur fundurinn óþol-
andi, að stjórn mjólkurbúsins skuli
með aðferð, sem minnir á einvalds-
tíma, gefa Kaupfélagi Árnesinga
tækifæri til að útiloka stærsta sam-
vinnufélag í Rangárþingi frá því að
annast mjólkurflutningana fyrir fé-
lagsmenn úr héraðinu.
Fundurinn felur stjórn og fram-
kvæmdastjóra að taka þann hlut aí
mjólkurflutningunum í sínar hend-
ur, sem félaginu ber að hafa. Telur
fundurinn sjálfsagt að reyna að fá
leiðréttingu á þessum málum með
friðsamlegu móti, en fáist það ekki,
verði leitað aðstoðar löggjafar og
ríkisvalds eigi síðar en á næstd
þingi.“ /.
O—O
„Berklavörn“. Fundur í Verzlun-
armannahúsinu nk. föstud.l. júní kl.
8V2 eh. Fundarefni: Kosn. fulltrúa á
landsfund S. í. B. S. o. fl. — Áríð-
andi að félagar fjölmenni.
Sjómannadagurinn
Hátíðahöld Sjómannadagsins, sem
er n. k. sunnudag, hefjast annað
kvöld með kappróðri á Pollinum. —
6 skipshafnir keppa, og verður veð-
banki starfandi í sambandi við róð-
urinn. Kl. 10 á sunnudagsmorgun-
inn hefst hópganga sjómanna frá
Torfunefsbryggjunni. Verður geng-
ið um bæinn og síðan í kirkju, þar
sem hlýtt verður á sjómannamessu
kl. 11.
Kl. 1.30 fer fram sýning á björg-
un úr skipi (í björgunarstól) hér á
Pollinum, en kl. 2.30 sundsýning í
sundlauginni. Verður þó sýnt björg-
unarsund og stakkasund. Kl. 5 verða
íþróttir á Þórsvellinum, knattspyrna
og reiptog og um kvöldið dansleik-
ir. Sjómannadagsblaðið og merki
dagsins verða seld á götunum, og
skátastúlkur selja happdrættismiða
fyrir Bj örgunarskútU Norðurlands.
Vinningurinn er glæsilegur bóka-
skápur með 300 úrvalsbókum skraut
bundnum.
Áheit á Strandarkirkju afhent blað-
inu kr. 80.00 fró ónefndum og kr.
10.00 fró N. N.
Heildsala
á tréskip, (Kopar-
mólning)
rauður og grænn,
fyrirliggjandi hjó
I. Brynjólfsson
& Kvaran
Akureyri