Íslendingur - 01.06.1945, Side 3
Föstudaginn 1. júní 1945
Í5LENDINGUR
S
ÍSLENDINGUR
Útgefandi: BlaSaátgájujél. Akureyrar.
Ritstjérar:
BárÍur Jakobsson og
Jakob Ó. Pétursson.
Skrifstofa Hafnaratr. 101. Sími 354.
Auglýaingar og afgreiSala:
Jakob ó. Pétursson, Fjilugata 1.
Sfmi 375. — Póathólf 118.
PrenttmUja BjSnu Jinssonar h.f.
Enginn veit hvað átt
hefir, fyrr en misst
hefir
Áðut en Evrópustyrj öldin skall á,
fór Framsóknarflokkurinn með völd
um langt skeið, ýmist einn eða í fé-
lagi við Alþýðuflokkinn. Stjórn þess
rauðskjöldótta bræðralags var með
þeim ódæmurn, að fátítt mun vera.
Fjárhagur ríkisins var að hruni kom
inn, atvinnuvegirnir í rústum og
traust íslands erlendis tapað. Hvern-
ig farið hefði, ef stríðið hefði ekki
skollið á, er ekki gott að segja með
vissu, en allar líkur benda til þess,
að endirinn hefði orðið óglæsilegur.
Framsóknarmenn og jafnaðarmenn
voru í sameiningu búnir að undir-
búa jarðveginn svo, sem bezt mátti
verða fyrir starfsemi komhiúnista,
og það er vitað, að kommúnistar
höfðu fullan hug á því að nota sér
út í æsar það öngþveiti, sem þegar
var ríkjandi. Þetta fórst nú samt fyr-
ir, Framsóknarmenn misstu völdin,
fyrst að nokkru og síðan að fullu og
öllu. Síðan hafa þeir borið sig illa,
fyrst og fremst yfir valdamissinum,
og svo yfir hinu, að þjóðin virðist
ekki kunna að meta „stórvirki“ þau,
sem þeir segjast hafa framkvæmt til
gagns fyrir land og lýð í stjórnartíð
sinni. Satt að segja er það lítil furða,
þegar á allt er litið, en Framsóknar-
menn spara þó ekki að hæla sjálf-
um sér fyrir dugnað, framkvæmda-
semi, framfarahug og hverskyns
dyggðir. Sannast þar, að ef enginn
hælir mér, verð ég að gera það sjálf-
ur. Framsóknarflokkurinn hefir orð-
ið fyrir fleiri skakkaföllum. Hann
missti sérstöðu sína og hagsmuni þá,
sem hann hafði lengi haft af órétt-
látu kosningafyrirkomulagi, og þó
ekki nema að nokkru leyti. Þá missti
flokkurinn formann sinn, þann er
lengst og mest hefir fyrir flokkinn
starfað, og hafið hann til valda. —
Loks hefir flokkurinn nýlega misst
valdaaðstöðu sína í einu stærsta
kaupfélagi landsins, en kaupfélögin
hefir Framsóknarflokkurinn jafnan
notað eftir mætti sér til pólitísks
framdráttar. Það er því ekki að
furða þótt líðanin sé ekki góð innan
flokksins, enda kemur það berlega
fram í málgögnum hans. Þau eru
líka þegar farin að gera hosur sínar
grænar fyrir háttvirtum kjósendum,
og ætlast bersýnilega til þess, að þeg
ar þar að kemur, verði þeim greidd
nægilega mörg atkvæði til þess að
geta á ný tyllt nokkrum pólitískum
valdagæðingum flokksins í stjórnar-
sess, lagt undir sig opinberar stofn-
anir eftir geðþótta, beitt rangsleitni
Kjdlaefni
úr ull, tekin upp í dag
BRAUNS-VERZLUN
Páll Sigurgeirsson.
3
Kirkjan. Sjómannadagsmessa á
Akureyri næstk. sunnudag kl. 11 f.h.
60 ára varð í gær Kristján Sig-
urðsson kennari á Dagverðareyri.
70 ára varð í gær Stefán Jónsson
bóndi í Kristnesi.
Vinnustojusjóði Kristneshœlis hafa
borizt þessar gjafir: Frá Rósu Svein
bjarnardóttur og Halldóri Friðriks-
syni, Hleiðargarði, til minningar um
Sigrúnu Jónsdóttur, Saurbæ, kr. 200
Frá ónefndum, til minningar um
Helga Sveinsson, Akureyri, kr. 100.
Kr. H., áheit, kr. 50. Beztu þakkir.
— Jónas Rafnar.
Hjúskapur. Ungfrú Kristbjörg
Ingvarsdóttir og Herbert Tryggva-
son, Gefjun.
Hjónaejni: Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Guðrún Odds-
dóttir, Glerá og Ragpar Stefánsson,
bóndi, Ásláksstöðum.
Sœnski sendikennarinn í Reykja-
vík, Peter Halberg, er nýkominn
hingað til bæjarins.Hann mun flytja
erindi um Svíþjóð n.k. mánudagskv.
kl. 8.30 í Skjaldborg og sýna skugga
myndir (litmyndir) frá Svíþjóð þ.á.
m. af íslendingum, er þar hafa dval-
ið. Sendikennarinn talar á íslenzku.
Knattspyrnumóti Ak-
ureyrar í II. fl. lokið
Um síðustu helgi lauk knattspyrnu
móti II. flokks. Þátttakendur voru 3
félög: K. A., Þór og íþróttafélag
Menntaskólans. Leikar fóru svo, að
1. M. A. vann K. A. með 1 marki
gegn 0, Þór vann I. M. A. með 4 : 3,
en K. A. og Þór gerðu jafntefli 0 : 0.
Þór vann því mótið með 3 stigum,
í. M. A. hlaut 2 stig og K. A. 1 stig.
í verzlunarmálum og notið þeirra
þæginda, sem hinir bitlingasjúku
framsóknarforkólfar nutu fyrir
stríð, heimanvilltir á mölinni í Rvík.
Pað benda þó allar líkur til þess, að
Framsóknarmönnum verði ekki káp
an úr því klæðinu. Það er ekki lík-
legt að nokkur hugsandi maður
vilji með atkvæði sínu leggja lið sitt
til þess að það ófremdarástand, sem
ríkti í málefnum hins opinbera fyrir
stríð, komizt á aftur. Þvert á móti.
Hátterni Framsóknarflokksins fyrr
og síðar er með þeim hætti, að senni-
legt er að menn hugsi sig um tvisv-
ar áður en þeir greiða þeim atkvæði,
og einkum og sérstaklega sú stétt,
sem mest hefir goldið í ómagasjóð
flokksins beint og óbeint, bænda-
stéttin.
/L •
NYKOMIÐ:
Blúnduefni í 3 litum
Silkisokkar Mellco
Kjólablóm
Léreft
Hárnet
ÁSBYRGI h. f.
Utibú: Söluturninn v. Hamarstíg
FUNDUR
verður haldinn í Iðnnema-
félagi Akureyrar mánu-
daginn 4. júní næstk.
Stjórnin.
ATVINNA
Tveir röskir, ábyggilegir ungling-
ar óskast. — Nánari upplýsingar í
HÓLABRAUT 18, Ak.
Tjöld
4 stærðir
Tjaldbotnar
2 stærðir
Svefnpokar
4 gerðir
Bakpokar
4 gerðir
Hliðartöskur
Gudmanns-verzlon
Otto Schiöth
Hænsnafóður
Fljótandi
gólfbón
nýkomið
80 STÚLKTJR
óskast til síldarsöltunar í sumar á nýju bryggju Sverris Ragn-
ars á Oddeyrartanga.
Mörg skip eru þegar ráðin til að leggja þar upp afla sinn.
Sum skipanna fiska nær eingöngu í salt.
Þær stúlkur, sem vilja tryggja sér síldarvinnu hér á Akureyri,
skrifi sig sem fyrst á lista sem liggja frammi á Vinnumiðlunar-
skrifstofunni, Kaupfélagi Verkamanna, hjá Helga Pálssyni og
hjá undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar.
n
Guðmundur Guðmundsson 1
Helgamagrastræti 42
1»
10 SILDARSTÚLKUR
óskast til Siglufjarðar. Nánari uppl. hjá Páli A. Pálssyni Fjólug. 10.|z
Friðrik Guðjónsson.;
Síldarstfllknr
VILJUM RÁÐA nokkrar stúlkur til síldarsöltunar á Siglufirði
í sumar, hjá Gunnlaugi Guðjónssyni. Nánari upplýsingar hjá
Jóni Baldvinssyni, Munkaþverárstræti 17, og Kristni Árnasyni,
Hafnarstræti 86 A.
VIL KAUPA HUS
sem væri laust til íbúðar í síðasta lagi 1. okt. þ. á. Skipti á húsi
Ií Reykjavík æskileg. Upplýsingar á Grundargötu 7 hér eftir kl.
8 í kvöld.
KARL FRIÐRIKSSON
verkstjóri.
Kvenfél. Framtíðin heldur fund
að Hótel Akureyri 6. júní (miðviku-
dag), kl. 9 síðd. Áríðandi að allar
nefndarkonur mæti. — Stjórnin
F imleikasf ning
Kvenflokkur úr Gagnfræðaskóla
Isafjarðar sýndi hér tvisvar í vik-
unni, undir stjórn ungfrú Maríu
Gunnarsdóttur. — Hannibal Valdi-
marsson skólastjóri ávarpaði sýn-
ingargesti.
Margt mætti segja mn sýninguna
vegna þess, að fjöILreytni í æfinga-
vali var mjög mikil, og ýms afbrigði
gáfu sérstakt tilefni, vöktu hugann.
Nokkrir kaflar sýningarinnar voru
sér í lagi listrænir og fagrir, má þar
nefna æfingaflokk við „Lette Bölge“
sem er mjög vel saminn og var prýði
lega gerður. Fegurstur þótti mér þó
æfingaflokkur við „Tataralag“.
hæfilega „plastiskur“ og lifandi,
markviss, hégómalaus en listrænn í
bezta máta. Aftur var æfingafi. við
„Menuett Beethovens“ dálítið höttótt
ur, sundurleitur í stíl, ágætur á
HÚSMÆDUR ATHUGIÐ!
Sölubúðum verður nú lokað
kl. 1 á laugardögum. — Gerið
pantanir yðar í dag. Svörum
ekki í síma á laugardögum, —
KJÖTBÚÐ Kc E. A.
köflum, en aðrir hlutar hans raska
„stenmingunni“, eru annars eðlis,
önnur sál. Það er mjög hæpið að
raska hreyfingu lagsins til samræm-
is við æfingarnar. Lagið verður að
fá að halda sínum einkennum og
æfingarnar að vera í sama anda.
Einn kafli (liggjandi á gólfi) orka
nokkuð tvímælis sem sýningarliður,
þó að ekki sé að efast um þjálfunar-
gildi þeirra æfinga.
Frk. María fer mjög vel með
kerfi Björns Jakobssonar. Lengd
tímaseðikins stillt í hóf, regla ágæt,
engir dauðir púnktar. Mann langar
að sjá sýninguna aftur og aftur og
ræða um stórt og smátt. Píanó-að-
stoð Elísabetar Kristjánsdóttur var
góð, vel mörkuð þar sem þess var
þörf, „præcis“ og taktföst.
Þökk fyrir komima.
H. S.