Íslendingur - 03.08.1945, Side 1
XXXI. árg.
Föstudaginn 3. ágúst 1945
31. tbl.
Hringferð nm Oiiáða-
hraun 1 bifreið.
Viðtal við Pál Arason bifreiðastjóra.
Miðvikudagskvölclið 18. júlí lagði Pall Arason bi£-
reiðastjóri úr Reykjavík í leiðangur um Ódáða-
hraun í bifreiðinni R 2940, sem er amerísk liðsfor-
ingjabifreið. í för með honum voru 5 Akureyring-
ar: Davíð Stefánsson skáld, dr. Trausti Einarsson
prófessor, Kristján Rögnvaldsson garðyrkjumaður,
Helgi Indriðason og Knut Otterstedt yngri. Átti
íslendingur til við Pál, er hann kom úr leiðangri
þessurn og spurði hann frétta af förinni.
ÝMSAR
FREGNIR
Prófessor SigurSur Magnússon
fyrrum yfirlæknir á Vífilsstöðum
andaÖist 20. júlí s. 1., eftir stutta
legu. Hann var 76 ára aö aldri.
★
Eimskipafélag íslands h. f. og
Skipaútgerð ríkisins hafa sagt upp
samningum um áhættuþóknun og
stríðstryggingu skipverja frá 1. okt.
n. k. Sjómannafélag Reykjavíkur
hefir jafnframt sagt upp samningum
um kaup og kjör farmanna á kaup-
skipaflotanum frá sama tíma.
¥
Danska stjórnin hefir í samráði
við sendifulltrúa lslands í Kaup-
mannahöfn, ákveðið að bjóða ekkju
Guömundar Kamban skálds 6 þús-
und kr. árlegan lífeyri.
¥
Kjartan Jóhannsson hlaupari (í.
R.) hefir nýlega sett nýtt met í 1000
m. hlaupi á 2 mín. 38,4 sek. Methafi
var áður Geir Gígja, og setti hann
metið fyrir 15 árum á 2 mín. 39,0
sek. Ennfremur bætti Kjartan met
sitt í 300 metra hlaupi úr 37,1 í
36,9 sek.
¥
Forseti íslands, Sveinn Björnsson,
tók við embætti sínu 1. þ. m. Ilófst
athöfnin með bæn í Dómkirkjunni
en síðan var gengið í Alþingishúsið,
þar sem embættistakan fór fram.
Athöfninni var útvarpaö.
*
Golfmót íslands hefir staðið yfir
í Reykjavík undanfarna daga og
lýkur í dag. 8 Akureyringar taka
þátt í mótinu.
¥
S. 1. þriðjudagsnótt brunnu 12
hermannaskálar á Raufarhöfn, og er
taliS fullvíst, aS kveikt hafi verið í
þeim. Lágu milli 20 og 30 síldarskip
þar um nóttina, og voru áhafnir
margra þeirra í landi. Ennfremur
var brotist inn í einn skála þar og
stolio varastykkjum frá Diesel-vél,
er vitamálastjórnin átti. SýslumaSur
Þingeyinga var kvaddur til Raufar-
hafnar til að rannsaka málið.
★
Magnús Kjartansson, einn hinna
5 manna, sem teknir voru fastir um
borð í Esju úti fyrir Khöfn, hefir
verið látinn laus. Tveir menn eru
þá enn í haldi.
★
Síldveiðarnar ganga mjög erfiö-
lega enn sem komið er. Söltun' er
hafin fyrir nokkru.
★
Ríkisstjórnin hefir ákveðið að
láta byggja 3 strandferöaskip til að
' annast flutninga á hafnir innan-
lands. Eitt þeirra verður á stærS við
Esju en hin tvö nokkru minni.
LÉR EFTSTU SKUR
Kaupum við hœsta verði.
— Hreinar —
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h. f.
— ViS lögðum af stað héðan úr
bænum miövikudagskvöldiö 18.
júlí, segir Páll, — ókum um Mý-
vatnssveit að Sellandafjalli og tjöld-
uöum þar um nóttina. A fimmtudag
ók ég í Suðurárbotna og kom þar á
slóð mína frá í fyrra, en þá fór ég
upp frá Svartárkoti í Bárðardal og
ók inn Dyngjufjalladal og suöur
fyrir Öskju. Eftir að ég komst á
slóöina, fylgdi ég henni alla þá leið,
er ég liafði fariS í fyrra, en síðan
ók ég austur að Jökulsá, norður að
Dyngjuvatni og áfram norður fyrir
VaSÖldu að Jökulsá fyrir austan
HerSubreið. Voru þá aöeins 4 km.
eftir í HerSubreiöarlindar, og höfð-
um við fariS allt að 130 km. leiö
þenna dag. Gistum viS þarna föstu-
dagsnóttina, en að morgni ókum við
yfir hraunið að Herðubreiðarlind-
um, og tók það um 2 klukkustundir.
Þegar við komum að Lindá, var hún
í ’vexti, og biðum við eftir að vatns-
borðið lækkaði, en hitinn var þá 24
stig í forsælu og 43 móti sól.
— UrðuS þið að bíða lengi?
ViS komumst yfir kl. 5 að kvöldi,
en þá var vatnsborð árinnar lægst.
Var síðan ekið norSur meS Jökulsá,
en þegar við þurftum að fara vestur
yfir Lindá aftur, var hún í foráttu-
vexti og ófær. Snerum við þá aftur
upp að ármótunum, þar sem kvísl
úr Jökulsá fellur í Lindá og tjölduð-
um þar yfir nóttina. Snemma á laug-
ardagsmorguninn söfnuðum við
samau um 12 smálestum af grjóti á
eyrunum meðfram kvíslinni og flutt-
um það á bílnum aS henni. Síöan
stífluðum við kvíslina með grjótinu
og tókst með því að lækka vatns-
borðið í Lindá um 30 sentímetra, og
komumst við þá slysalaust yfir. En
þegar komið var yfir ána varð fyrir
okkur um 5 km. breiö hraunræma,
og þurfti mikiö að ryðja þar til og
laga, svo að bíllinn kæmist leiðar
sinnar. Tók það okkur 4 klst. Kom-
um við þá í Grafarlönd, en þar ók
ég gamlar bílaslóðir, og gekk ferðin
vel eftir það. TjölduSum við sunnu-
dagsnóttina við Hrossaborgir á Mý-
vatnsöræfum, en ókum á sunnudag
um NámaskarS til Reykjahlíðar og
síöan áfram lil Akureyrar, en hing-
að komum við kh 8 um kvöldiö.
— Hvernig var feröaveörið?
— Við fcngum hiS fegursta veður
alla leiðina, glampandi sólskin og
hita. Skyggni var hið ágætasta yfir
hin víðáttumiklu öræfi norðan
jökla.
— Hvernig reyndust ferðafélag-
arnir og farartækiö?
FerSafélagarnir reyndust áfburSa-
góðir og unnu kappsamlega að því
að sigrast á þeirn tálmunum, sem
fyrir komu. Líkt má segja um bíl-
inn. Hann er meS drifi á öllum
hjólum og reyndist öruggur og
traustur í ferSum, hvort sem fariö
var yfir hraun, sanda eða vötn. Vega-
lengdin, sem viS fórum í óbyggð-
um, er alls 268 km.
Þegar farið er að rabba viS Pál
Arason um öræfaferðir, kemur það
í Ijós, að hann hefir víða fariö um
öræfi og óbyggöir landsins. Þessi
för er hin fyrsta, er farin hefir ver-
ið á fyrrnefndri lcið. Aður hefir
hann að vísu ekiö suður fyrir
Dyngjufjöll, upp frá Svartárkoti í
BárSardal. Þá hefir hann og ekiS
upp úr EyjafirSi, suður Vatnalijalla
að Geldingsá. En auk þess hefir hann
farið tvisvar gan'gandi yfir Odáða-
hraun, -— annað skiptið úr Herðu-
breiðarlindum um Öskju í Svartár-
kot en hitt skipið frá Svartárkoti um
Oskju og HerSubreiðarlindar að
Grímsstööum á Fjöllum. Þá hefir
hann farið ríSandi úr BórSardal
inn í Suöurárbotna og yfir í Mý-
vatnssveit. ÞaSan gangandi um Mý-
vatnsöræfi að Dellifossi, Hólrna-
tungum og Ásbyrgi.Hann hefir farið
ríðandi og gangandi um Austfjaröa-
hálendið, gengið á Snæfell, farið á
hestum inn Laugarvalladal og fram
að Kringilsá og víðar. Hann hefir
farið ríðandi úr Þjórsárdal noröur
Sprengisand til Eyjafjaröar og frá
Varmahlið suður á Hveravelli, en
gengið þaðan um Þjófadali og Hvít-
árnes að Gullfossi og Geysi. Loks
hefir hann gengið um allau skagann
milli EyjafjarSar og SkagafjarSar,
— um ReykjaheiSi, LágheiSi, Helj-
ardalsheiöi og SiglufjarSarskarS. A
þessum feröalögum hefir hann lent
í misjöfnum veðrum, en telur feg-
urð öræfanna í góðu veðri bæta
upp alla erfiðleika, sem illviðrin
liafa valdið honum. Þegar hann er
spurður, hvaða stað hann hafi litið
fegurstan, er hann fljótur til svars
og nefnir Hólmatungur við Jökulsá.
Páll Arason er aðeins 30 ára gam-
all. Hann er af eyfirzkum ættum,
w-
Jóhann Frímann skólastjóri svar-
ar athugasemd minni í ísl. 6. júlí
í „Fokdreifum“ Dags 12. júlí, varð-
andi ýmislegt, sem fram fór á stofn-
fundi Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga. Skrifar hann nú undir-nafni,
eins og flokksbræður hans hafa ný-
lega samþykkt að gjört skyldi, ef
um níS væri aS ræða, en skýtur sér
ekki undir pilsfald ritstjórans. —
Kannast hann viS að hafa átt efni
greinarinnnar, sem ég gerði athuga-
semdina við. Ekki tekst honum þó
fremur en áður að fara með rétt
mál og er mjög viökvæmur yfir því,
aS ég sagSi hann fara með blekking-
ar og ósannindi um ýms atriði varð-
andi urnrætt þing og fleira, en gerir
þó ekki minnstu tilraun til að
hnekkja því, sem ég sagði um ó-
sannsögli lians, enda getur hann það
ekki, en- lætur sér aðeins nægja aS
fara ærumeiðandi og lítilsvirðandi
orðum um mig enn sem fyrr, eins
og þessi klausa sýnir:
„Ef einhver annar en Jón
Sveinsson hefði orðið til þess
að bera mér á brýn ósann-
indi, blekkingar og slaðleysur
o. s. frv., myndi ég sennilega
hafa haft svo mikið við aö
sanna mál mitt með því að
afla mér vottorSa þingfulltrúa,
• staðfestra úlskrifta úr gerSa-
bókum stofnþingsins og bæjar
stjórnar Akureyrar og annarra
slíkra gagna, ér duga myndu
til þess að hrinda áburðinum.
En bæjarbúar þekkja J. Sv.
og málfærslu hans, ætti þeim
því að vera vorkunnarlaust að
áltta sig á því, án allra slíkra
sönnunargagna, hversu mikiS
mark muni takandi á honum
og orðum lians. Get ég því
sparað mér frekari ómök að
þessu sinni.“
Þetla er hreystilega sagt af manni,
sem virðist vera svo viðkvæinur, að
hann þoli ekki leiðréttingar á mis-
sögnum hans sjálfs, og skal vikiö að
þessu síðar í greininni.
.1. Fr. reynir aS réttlæta það,
að NorSlendingafjórðungur kaus
ekki í fulltrúaráðiS eftir tillögum
Jónasar Guðmundssonar, en hann
með öðrum Framsóknarmönnum
braut bæði þegjandi samkomulag
um aS svo skyldi gert og hin ný-
samþykktu lög sambandsins, sem
fyrirskipa hlutfallskosningu, ef ekki
sonur hjónanna Dýrleifar Pálsdótt-
ur (Hallgrímssonar bónda í MöSru-
felli) og Ara GuSmundssonar skrif-
stofustjóra (GuSmundssonar hrepp-
stjóra á Þúfnavöllum).
Þessa dagana er Páll að kanna
nýjar öræfaleiðir á bílnum sínum,
og er ekki ósennilegt, að hann segi
okkur eitthvað frá þeim leiðangri í
næsta blaði.
er samkomulag.
ÞaS er í fyrsta lagi ósatt, að J. G.
hafi útbýtt tillögum sínurn um full-
trúavalið meSal fundarmanna- Hann
las þær aSeins upp fyrir hádegi síð-
asta daginn, rétt áður en ganga
skyldi til kosninga. Það var því
bæði naumur tími til að athuga til-
Framh. á 4. síðu.
Stjóroarskipti í
Bretlandi.
Nýlega fóru fram kosningar
til brezka þingsins. Verkamanna-
flokkurinn fékk mikinn meiri hluta
þingsæta, og baðst Winston Churc-
hill því lausnar fyrir sig og ráSu-
neyti sitt. Margir af ráðherrum
hans náðu ekki kosningu í sínum
kjördæmum. Formaöur Verkamanna
flokksins, ATTLEE, hefir myndaö
nýja stjórn.
Ekki hefir verið kosið í Englandi
síðan 1935.
Töiramaðorinn og
risinn.
MeSal þeirra farþega, er komu
heim frá Danmörku með Esju, voru
Valur Norðdahl sjónhverfingamað-
ur og Jóhann Pétursson, svarfdælski
risinn, sem fór utan að leita sér
lækninga nokkru fyrir styrjöldina.
Komu þeir báðir hingað til Akur-
eyrar og héldu sameiginlegar kvöld-
skemmtanir í vikunni sem leiS.
Valur Norðdahl sagði gamansög-
ur og skrítlur og sýndi ýmsar sjón-
hverfingar og töfrabrögð. NotaSi
hann mest spil, en auk þess breytti
liann lit á vasaklút með því að
smeygja honum gegnum krepptan
lófann, skar sundur kaðal, hnýtti
hann síðan saman og lét hnútinn
lwerfa o. s. frv. Jóhann kom inn á
sviöið í 3 búningum: Fyrst sem
Gúlliver í Putalandi, síðan sem
Kósakki og loks i venjulegum kjól-
búningi. MeÖalmenn á vöxt ganga
undir hönd honum, og verður þó
bil á milli.
Skemmtanir þesssar voru fjöl-
sóttar og þeim vel tekið af áhorfend-
um.
Vaðail Jóhanns
Frímanns hrakinn.
% \
, \ 4