Íslendingur


Íslendingur - 10.08.1945, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.08.1945, Blaðsíða 3
 Föstudaginn 10. ágúst 1945 ÍSLENDINGUR Ritstjórar: BárSur Jalcobsson og Jakob O. Pétursson. Útgefandi: Blaðaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Ilafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugata 1. Sími 375. — Pósthólf 118. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Kosningarnar í Bret- landi Að undanförnu hefir ríkt meira en liálfgert reiðuleysi í íslenzkum stjórnmálum, að því leyti, að flokka- skipting hefir verið mjög óglögg, og ennfremur að flokkar, sem ætla mætti að hefðu andstæðar stefnur, hafa tekið til að starfa saman. Þessi ringulreið, sem komið hefir fram á margan og mismunandi liátt, lrefir aldrei sýnt sig greinilegar en í um- mælum blaðanna uni kosningarnar í Bretlandi, sem nú eru nýafstaðn- ar. Svo að segja allir flokkar vilja draga ályktanir af kosningunum sér i hag, og sumar af þessurn ályktun- um eru vægast talað broslegar. Sann leikurinn er sá, að af kosningunum í Bretlandi og þeim úrslitum, sem þar urðu, og fáir bjuggust við, verð- ur engin sú ályklun dregin, sem átt getur við um íslenzk stjórnmál. Sú fjárhagslega og stjórnmálalega þró- un, sem átt hefir sér stað í Bretlandi, er svo gjörólík því, sem gerzt hefir á íslandi í þeim efnum, að ])að er engan veginn sambærilegt, og það her aðeins vott um fremur lítt þrosk- aðan skilning á þjóðfélagsmálum, að ætla sér að draga dæmi saman af kosningum í Bretlandi og íslenzk- um stjórnmálum eins og þau eru nú. Þó er það ef til vill eitt, sem má nefna hér, sem gæti verið eða orð- ið hliðstætt hérlendis og í Bretlandi, en það er afstaðan til kommúnista. Eins og kunnugt er, lagði fyrrver- andi forsætisráðherra Breta mikla áherzlu á það, að hann berðist al- gerlega gegn því einræði, sem komni únisminn óhjákvæmilega hlyti að hafa í för með sér. Sum af ummæl- um forsætisráðherrans voru tekin upp í íslenzk blöð, m. a. íslending, tekin upp sem umsögn reynds og merks stjórnmálamanns um stefnu, sem nokkuð hefir rutt sér til rúms hér á landi. Það var að vísu tekið fram, að forsætisráðherra Brela væri ekki óskeikull, og ummæli hans um kommúnismann engan veginn full sönnun fyrir skaðsemi þeirrar stefnu. En samkvæmt úrslitum kosn- inganna í Bretlandi, og þar er hlið- stæðan við íslenzk stjórnmál, ef hún er nokkursstaðar, virðist s’Pm for- sætisráðherrann hafi haft allmikið fyrir sér í dómum sínum um komm- únismann, enda sýndu úrslit kosn- inganna það. Það er algerlega þýð- ingarlaust fyrir íslenzka kommún- ista að vera að reyna að tileinka sér á einhvern hátt þann sigur, sem verkamannaflokkurinn brezki vann. Þvert á móti. Sú stefna, sem sigraði í brezku kosningunum, er ekki rót- Nýkomnir eru heim frá Ameríku Kristján Mikaelsson Eyrarlandsveg 20 og Olafur Benediktsson, áður bókhaldari á B. S. A. Kristján stund aði flugnám og er nú ráðinn flug- maður hjá Flugfélagi Islands h.f., en Olafur stundaði nám í verzlunar- skóla um eins árs skeið en vann síð- an um líma hjá sambandi vefnaðar- vöruinnflytjenda. Brúðkáup. SI. sunnudag voru gef- in saman í hjónaband í Grundar- kirkju ungfrú Aðalsteina Helga Magnúsdóttir á Grund og Gísli Björnsson (Jónssonar kaupmanns) í Reykjavík. Sóknarpresturinn, sr. Benjamín Kristj ánsson, fram- kvæmdi vígsluna. Að henni lokinni var efnt til brúðkaupsveizlu á Grund, og sat hana fjöldi manns úr héraðinu og víðar að. A Jónsmessuhátíðinni, 24. júní s. 1., sem kvenfél. „Framtíðin“ stóð fyrir, var m. a.. efnt til happdrættis, og seldust allir happdrættismiðarn- ir. Það hefir fyrir nokkru verið dregið í happdrættinu, en munanna hefir ekki verið viljað. Númer þau, sem dregin voru, eru: 144, 266 og 292. Þeir, sem kunna að hafa þessi númer í fórum sínum, ættu að vitja munanna sem fyrst til frú Jonnu Schram. Kappleik II. ílokks Vals og II. fl. úr Þór og K. A. (blandað lið), sem fram fór sl. föstudagskvöld, lauk' með sigri Akureyringa, 4 mörkum gegn 1. Daginn eftir fóru Valsmenn í Vaglaskóg í boði Þórs og K. A. Verzlunin Lotidon var opnuð í dag í stækkuðum húsakynnum. Hef- ir eigandi hennar, Eyþór H. Tómas- son, látið innrétta hana mjög hag- anlega og húið hana úr garði eftir nýjustu tízku. Fyrstu síldina, sem söltuð hefir verið hér á Akureyri, koiu b.v. ís- lendingur frá Reykjavík með til h.f. Síldar sl. þriðjudagsnótt. Saltaðar voru 200 tunnur. Aheit á Strandarkirkju frá ey- firzkri konu kr. 100.00 afhent blað- inu. Hjálprœðisherinn. Brigadcr To- mas Dennis frá London og major Svava Gísladötlir deildarstjóri heim sækja Akureyrarflokk. Samkomur sunnudag 12. ágúst kl. 11 f. h. helg- unarsamkoma; kl. 4 e. h. útisam- komg; kl. 5 c. h.-samkoma í Zíon; kl. 8Mi e. h. samkoma í salnum. — Allir velkomnir. tækari en það, að líklegt er að þeir, sem á íslandi eru nefndir afturhalds menn, mundu vel geta sætt sig við hana. Kommúnistar eiga hinsvegar ekkert fylgi í Bretlandi, og ef ís- lendingar vildu læra eitthvað af því, sem kom í Ijós í kosningunum í Bret landi, þá væri það helzt að rnuna eftir því, að gera kommúnista á- hrifalitla í íslenzkum stjórnmáluin, ])egar næst kemur til þeirra kasta að tjá sig urn það, hvaða stjórnmála stefnuú eigi að hafa völd hér á landi 0- ÍSLENDINGUR - 3 — - - ' ■ Innilega þökkum við heimsóknir, skeyti, blóm og gjafir ó gullbrúðkaupsdegi okkar. Gerða og Ottó Túliníus. Net-sokkar — verð fró kr. 7,30 til 16,00. — BRAUNS-V ERZLUN Páll Sigurgeirsson. Japantr að geíasí upp. Þegar blaðið var að fara í pressuna barst sú fregn, að Japanir hafi boðið fulla uppgjöf með- því skilyrði, að keisari þeirra héldi völd um. o—o Z skrifar: „Það hefir gengið erfiðlega í sum- ar að fá lax á matborðið. Kvartað er undan lélegri veiði, en laxveiði- mennirnir leggja þó ekki árar í bát. Þeir halda áfram að leggja á sig langar ferðir, tíma og fyrirhöfn til að reyna að ná í einri eða tvo þessa gómtömu og glitfögru fiska. Laxveiðimenn gefa út vandað tímarit, er þeir nefna „Veiðimann- inn“. Eg hef skoðað eitt heftið, og hefir það inni að halda ýmsar frá- sagnir af laxveiðum,skýrslur um lax veiði og myndir af laxafossum oglax veiðimönnum með bráð sína á bak eða við fætur sér. Og þar segir einn kunnasti laxveiðimaður landsins frá því, er hann fékk „jötunn nokkurn norðan úr landi, Zophonias Jónas- son“, til að brjóta fiskveg um Gull- bráarfóss í Flekkudalsá á Fells- strönd. En þeir eru fleiri fossarnir, sem „jötuninn“ Zophonias hefir brotið með sprengingu til að greiða för laxins um árnar. I vor mætli ég honum suður í Borgarfirði, þar sem hann var á ferð á vegum laxveiði- manna lil að sprengja laxastiga í fossa.^Og að því starfi hefir hann unnið víða um land. Myndirnar í „Veiðimanninum“ af Gullbráar- fossi fyrir og eflir spreninguna sýna, hvernig gera má lítt laxgenga fossa að hinurn ákjósánlegustu laxfossum og fá laxinn þannig til að ganga lengra upp í árnar en hann hefir áð- ur gert. Ég er enginn laxveiðimaður, en ég þykist vita, 'að laxveiðar séu spennandi íþrótt og sigurgleði veiði- mannsins mikil, er hann fær vænan lax. En mér þykir laxinn svo góður réttur, að ég vil ekki láta villimink- inn sitja einan að honum.“ NYKOMIÐ: Almerískur barnafatnaður Ullarsokkar kvenna Leðurjakkar Nærfatnaður kvenna Treyjur og kápur Verzl. Eyjafjörður lif. Niðursuðuglös Verzl. Eyjafjörður lif. AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra karlakóra. var haldinn í Félagsheimili verzlun- armanna Rvík, föstudaginn 29. júní s. 1. Fundarstjóri var Björn E. Árna- son, endurskoðandi. Formaður samhandsins, Ágúst Bjarnason, gaf skýrslu um störf þess á liðnu starfsári. Höfðu 4 söng- kennarar starfað meira og rninna á veguin sambandsins, en þó hefir hvergi nærri verið hægt að veita eins mikla söngkennslu og æskilegt hefði verið. Var það einróma ólit fundarmanna, að þá fyrst yrði söng- kennslumálinu komið í viðunandi horf, er sambandið hefði 2 fastráðna söngkennara, sem störfuðu allt árið. Var framkvæmdaráði falið að reyna ýmsar leiðir til úrhóta og einnig var skorað á Tónlistarfélagið að ráða söngkennara að Tónlistarskólanum hið allra fyrsta. Á fundinum var sámþykkt svo- hljóðandi tillaga frá Söngmálaráði: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra karlakóra, haldinn 29. júní 1945 samþykkir, að sam- bandið gangist fyrir söngför ca. 40 manna úrvalskarlakórs til Norðurlanda á komandi vori, cð’a síðar þegar óstæður leyfa. Skulu aðalmenn framkvæmda- róðs og söngmálaráð annast framkvæmdir sameiginlega á þann hátt, sem ráðin koma sér saman um. Heimilar fundur- inn framkvæmdaráði sam- handsins að verja til fararinn- ar allt að kr. 10,000,00 úr sjóði þess, auk þess sem ráð- in fari þær aðrar fjáröflunar- leiðir, sem færar þykja, til þess að standasl straum af kostnaði fararinnar. Jón Halldórsson. Ingirn. Arnason. Garðar Þorsteinsson“. Var mikill áhugi fyrir því, að úr för þessari gæti orðið, og muu sam- bandið leita fjórstuðnings ríkisins, bæjarfélaga og einstaklinga, til þess að það verði fært. Eiimig kom fram á fundinum áskorun til allra sam- bandskóra, að þeir héldu eina söng- skemmtun lil ágóða fyrir utanfarar- sjóð. Loks er svo ætlast til, að S. í. K. verji fé til fararinnar úr sjóði sínum og söngmenn þeir, sem för- ina fara, borgi eitthvað úr eigin vasa. Áformað er að syngja a. m. k. í höfuðborgum allra Norðurlanda og er förin luigsuð sem vottur um bróð- urþel íslendinga til frændþjóðanna. Þegar Danmörk og Noregur urðu aftur frjáls, sendi samhandið lands- samböndum þeirra samfagnaðar- skeyli, og haía borizt þakkir beggja sambandanna. í framkvæmdaráð sambandsins voru kosnir: Ágúst Bjarnason, formaður, end- urkosinn, síra Garðar Þorsteinsson, ritari og Árni Benediktsson, gjald- keri. Meðstjórnendur: Guðmundur Gissurarson, Hafnarfirði, sr. Páll Sigurðsson, Bolungarvík, Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði og Jón Vig- fússon, Seyðisfirði. I söngmálaráð: Jón Halldórsson, formaður, Ingi- mundur Árnason og Sigurður Þórð- arson. KONA DRUKKNAR I GÆRDAG fannst konulík við innri hafnarbryggjuna, og þar sem það var óstirðnað, voru reyndar lífgunartilraunir; sem báru þó ekki árangur. — Hin drukknaða stúlka var gestur hér í bænum, og vita rnenn ekki, með hvaða hætti slysið hefir orðið. Málið er í rannsókn. PELSAR nýkomnir. Vandaðar tegundir Verzl. B. LAXDAL. Peysufatakápur seldar á mánudag Verzl. B. Laxdal. HAGLASKOT ennþó nokkuð óselt Verzl. Eyjafjörður hf. Tómatar verða til sölu á morgun (laugardag). Verzl ESJA. Húsnæði 2—4 herbergi og eldhús óskast í haust fyrir barn- laust fólk. — Upplýs- ingar í síma 305.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.