Íslendingur


Íslendingur - 22.02.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.02.1946, Blaðsíða 3
Fösludaginn 22. febrúar 1946 ISLENDINGUR 3 l ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 364. AuglýBÍngar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu 3 Pósthólf 118. Prentsmi&ja Björns Jónssonar h.f. Verkfallið. Á öðrum stað hér í blaðinu er skýrt frá því, að verkamannafélögin Dagsbrún og Hlíf í Ifafnarfirði hafi sagt upp samningum við atvinnúrek- endur. Bæjarstjórn Reykjavíkur skoraði á fundi sínum í gær á ríkisstjórnina að reyna að koma í veg fyrír vinnu- stöðvun og bauð fulltingi sitt frarn til þess. Fundur var haldinn í gær- kveldi í Dagsbrún, og kom þar til atkvæða tillaga um frestun'verkfalls- ins, en hún var felld með 369 atkv. gegn 269. Verkfallið hófst því í morgun. Hækkunin, sem verkam.félögin fara fram á, nemur allt að 12% á grunnkaupi og auk þess 100% á allri eftirvinnu (eða yfirvinnu). Vinnufriðurinn er rofinn. 011 verkföll hafa í för með sér meiri og minni ógæfu. Þau eru ekkert annað en einskonar borgarastyrj aldir. Því oftar, sem þær steðja að þjóðfélag- inu, því meiri hætta er á, að það fofni og allur viðnámsþróttur þjóð- arsamfélagsins þverri. Það er þess vegna mikið alvörumál, sem er á ferðinni hvert skipti, sem þjóðin sundrast og saman síga öndverðar fylkingar til átaka. Þar sjáum vér að jafnaði eiginhagsmuni ráða meiru en hag þjóðarsamfélagsins. Vissulega er það rétt, að „verður er verkamaðurinn launanna“. Og löngum borgar sig betur að greiða samvizkusömum og afkastamiklum manni hátt kaup en slóðanum jafn- vel lítið kaup. Á það ber ekki síður að líta en kaupið, hver afköstin eru, sem koma í staðinn. Það er mikið kvartað um það, að í seinni tíð hafi vinnusiðferði nijög hrakað hér á landi, ekki einungis meðal þeirra, sem vinna hörðum höndum, heldur einnig meðal hinna, sem halda sig í skrifstofum og við önnur störf ýmis, hvort heldur eru unnin í þágu ins opinbera eða annarra. Þetta er jafn- vel enn alvarlegra en kaupstreitan. — Ef eitthvert annað sjónarmið en þjóðarhagsins í heild sinni er látið 1;iða um lausn í vinnudeilum, er komið í óefni fyrir þjóðfélaginu, og ^lýtur það fyrr eða síðar að bitna á þeim öllum, sem að því standa. — ^að má eigi gleymast. ^hiSips-perur Állar stærðir fyrirliggjandi. Áýkornnir mjög vandaðir raf- magnsofnar, 1—2 KW. Samúel. HÆSTIRETTUR staðfestir fógetaúrskurðinn í Siglufj arðarmálinu. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn 11. þ.m., og er úrskurður fógeta stað- festur með honum, þ.e. sviftir Komm- únista stjórn og völdum í Kaupfé- laginu. Það voru Kommúnistar, sem á- frýjuðu málinu til hæstaréttar. Þeir hafa nú fengið svarið. Forsendur dómsins eru svo sem vænta má gríð- arlangar, rakin þar saga Kommún- ista í félagi þessu, ekki sérlega fög- ur. — Auk þess er áfrýjendum gert að greiða núverandi stjórn í Kaup- félaginu og gagnáfrýjendum í mál- inu 2000 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Áfrýjendur voru þeir Otto Jörgen- sen, Þóroddur Guðmundsson, Kristj- an Sigtryggsson, Guðbrandur Magn- ússon og Óskar Garibaldason. Það var Gunnar A. Pálsson, núverandi bæjarfógeli í Neskaupstað, sem kvað upp fógetaúrskurðinn, sem Hæsti- réttur hcfir nú staðffcsl. Unga stúlku vantar mig hálfan daginn. GERDA TULINIUS. Sími 37.' Karlmannaskór, mjög fallegir. IiAFNARBÚÐIN Skipagötu 4. Sími 94. Páll A. Pálsson. Tilkynning um niðurgi'eiðslu á kjöti. Þeir, sem rétt hafa á niður- greiðslu á kjöti, en fallið hafa niður af skrá, geta kært sig inn á aukaskrá í skattstofunni til 28. febrúar n. k. Kirkjan. Messað á Akureyri næst- komandi sunnudag kl. 2 e. h. J'rá Rauða-Kross-deildinni á AIc- ureyri: Heildarsöfnun til lýsiskaupa nemur nú kr. 40.218.00. Púll Sigurgeirsson, kaupm. fimmtugur 16. þ. m. varð TE. 1 | I !l y 8 fl |j Heildverzlun 1 1 I I ec: TE. TE. „DURBAK“ TE í 14 lbs, pökkum — nýkomið. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN, y I M 1 y u Í Tímms. Skattstjórinn. Páll Bergsson, fyrrv. útvegsbóndi og hreppstj. á Syðstabæ í Hrísey, varð hálfáttræður 11. þ. m. Barst honum fjöldi heillaóska. Gestkvæmt mjög var á heimili þeirra hjóna þann dag. Er Páll enn inn ornasti og fæst við skrifstofustörf nú seinni árin. Sigurjón Porlelsson, fyrrv. bóndi í Holti í Hrafnagilshreppi, andaðist hér í bænum 7. ]j. m., 88 ára að aldri. Hann var faðir Magnúsar húsgagna smiðs hér í bænum og þeirra bræðra Ileslamannajélagið Léttir hefir ákveðið að efna til útiskemmtunar á Gleráreyrum sunnudaginn 10. marz næstk. til ágóða fyrir sjúkrahúss- bygginguna. Þar verður „kötturinn sleginn úr tunnunni“ af hestbaki. — -Knapar, sem vilja taka þátt í leikn- um, gefi sig fram við form. skemmti- nefndarinnar, Þorl. Þorleifsson, eða á B. S. O., fyrir 25 þ. m. Kvenjélag Akureyrarkirkju heídur aðalfund sinn í dag, föstud. 22. febr., kl. 4 e. h. í Kirkjukapellunni. Venju- leg aðalfundarstörf, J erzlunarmannafélag J Akureyrar hélt afmælishóf sitt að þessu sinni 16. þ. m. að Hótel Norðurland. For- maður félagsins er nú Einar Sigurðs- son. Skagfirðingamót var lialdið í Gildaskála Kea 16. þ.-rn. Mættu þar um 100 manna. Fyrir mótinu gekkst stjórn Akuréyrardeildar Sögufélags Skagfirðinga. Ríkti þar fyrirmyndar reglusemi, fjör og gleðskapur góður. Stjórn deildarinnar skipa nú Þor- móður Sveinsson, Bjarni Finnboga- son og Þórður'Friðbjarnarson. Bæk- ur Sögufélagsins fást fyrst um sinn hjá Hannesi J. Magnússyni, yfir- kennara. AKUREYRARBÆR. ITILKYNNING Ár 1946, þann 14. febrúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréfum bæj- arsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni til raforkuveitu frá Laxár- virkjun. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A. Nr. 19 - 27 - 39 - 74 - 98 - 106 - 130 - 134. LITRA B. Nr. 64 - 73 - 74 - 82 - 127 - 139 - 146 - 157. LlTRA C. Nr. 38- 40-44-46- 61 -62 - 70- 82- 92 311 - 312 - 315 - 320 - 323 - 324 - 344 - 353 - 359 - 369 - 379 - 386 - 390 - 397 - 400-408-411 -412-418-451 -452. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjaldkera Akureyrar þann 1. júlí 1946, ásamt hálfum vöxturn fyrir yfir- standandi ár. Bæjarstjórinn á Akureyri, 15. febrúar 1946. * Steinn Steinsen. Stúkan „Brynja“ heldur funcl í Skjaldborg n. k. þriðjudag kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka, upplestur o. fl. Nýir félagar velkomnir. Barnastúkan ,,Bernskan“ heldur fund í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 1 e. h. Innsetning embæltismanna. B-flokkur skemmtir. Kökugafflar Silfurplett (6 í kassa) Olíuvélar á 24 kr. stk. Gardínngormar Þvottasnúrur. Yerzl ESJA. ÁRSHÁTÍÐ Bílstjóraf. Akureyrar verður haldin að Hótel Norðurland laugardaginn 23. þ.m., kl. 8.30 e.h. stundvíslega. B. S. O. og B. S. A. loka kl. 6 e. h. sama dag. Skemmtinejndin. J/ísitaIa framfærslukostnaðar í þ. m. hefir verið reiknuð út af kaup- lagsnefnd og Hagstofu, og reyndist hún óbreytt frá f. m., 285 stig. Aðalfundur Kvennadeildar Slysa- varnarfélags íslands, Akureyri, verð- ur haldinn að Hótel KEA mánudag- inn 25. þ.m. kl. 8.30 e. h. Eftir fund- inn verður kaffidrykkja og skemmti- atriði, gamansöngur, hljómleikar og upplestur. — Stjórnin.^ Nýr vegur. Byrjað er að fylla upp fyrir neðan „Skjaldborg“ og þar a Húsavík Stefánssonar Og l( suður eftir fyrir neðan gamla leik- Jónína Guðmundsdóttir, frá Húsa- bökkum í Skagafirði, móðir þeirra bræðra Guðmúndar bifreiðarstjóra og Magnúsar lögregluþj óns Jónas- sona, verður sjötug á morgun. Hún á heinia í Strandgötu 13. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað Ingvar Þórarinsson hrepp- stjóra Björg Friðriksdóttir prófasts s.st. Friðrikssonar. Ennfremur þau Tómas Árni Jónasson bóksala á ísafirði Tómassonar ög Anna Jóhannesdóttir sýsluskrifara á Seyðisfirði Arngríms- sonar. Eru öll stúdentar úr M. A. Bíblían og nokkrar meginkenning- ar hennar er umræðuefnið á sam- komu hjá Sæmundi G. Jóhannessyni á Sjónarhæð n.k. laugardagskvöld kl. 8.3Ó. Ungu fólki sérsjaklega boð- Brœðrakvöld stúkunnar „Brynju" verður í Skjaldborg næstkomandi laugardagskvöld kl. 8.30. Systurnar boðnar velkomnar. Veitingar annast bræðurnir. Til skemmtunar: Píanó- leikur (fjórhent), tvísöngur, nýjar gamanvísur, dans. — Bræðurnir til- kynni þátttöku í síma 150 — 342 — 51. húsið og Boga-hús inn eftir, í beinu áframhaldi af uppfyllingunni .sunn- an trjáviðarhúss Kea. Verður lagður vegur þessa leið, samkvæmt álykt- un bæjarstjórnar. Er þessa in mesta þörf, vegna þess að vegurinn þessa leið í Hafnarstræti er sums staðar svo mjór, að bílar fá þar varla rnætzt. Söfnun til nauðstaddra barna í Mið-Evrópu fer nú fram hér í bæn- um á vegum Rauða-Kross íslands. Hefir þegar safnazt allmikið fé. For- maður deildarinnar hér, Páll kaupm. Sigurgeirsson, veitir gjöfum mót- töku, og ýmsir fleiri. Þá fer ennfrem- ur fram söfnun til nauðstaddra barna í Þýzkalandi. Framkvæmdanefnd þeirrar söfnunar í Rvík hefir sent læknunum o. fl. lista til áskriftar. Einnig safnast talsvert hér í þann sjóð. Meðal annarra veitir ritstj. þessa blaðs viðtöku gjöfum til þeirr- ar söfnunar. / Tilboð óskast í G.M.Ct-vörubifreiðina, A-191. Bif- reiðin er með sprungna blokk, en að öðru leyti í góðu ástandi. — Tilboð- um sé skilað til Ragnars Jónassonar, Gránufélagsgötu 39 (efstu hæð), sem gefur- nánari upplýsingar frá kl. 5—7 næstu kvöld. — Réttur áskil- inn til að taka hvaða cilboði sem er eða hafna Öllum. MATVÖRUR HAFNARBÚÐIN . V Skipagötu 4. Sími 94. Sólbirtn-olerauga lianda börnum og fullorðnum í AkuceyatrApúldk O.C.THORARENSEN HAPNARSTRÆTI 1CA SIMÍ 32 Grímudansleik heldur Nýérsklúbburinn að Hótel Norðurland laugardaginn 9. marz. Iíefst kl. 10 síðdegis. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir búninga. Áskriftalisti liggur frammi á skrif- stofu Hótelsins frá því á sunnudag 24. febr. Stjórnin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.