Íslendingur


Íslendingur - 01.03.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.03.1946, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 1. marz 1946 Pjetur Zophoniasson ættíræðingur Innilegustu þakkir til allra þeirra, fjær og nær, sem sýndu mér samúð og margskonar vinsemd við fráfall og jarðarför mannsins míns, Árna Þorvaldssonar, fyrrv. menntaskólakennara. Jónasína Hallgrímsdóttir. 0 Hjartans þakklœti fœri ég öllum þeim, sern glöddu mig með heimsóknum, gjöfutji, blómum og skeytum d sjötugsafmœli mínu 23. febr.js. l. Guð blessi ykkar framtíð. Jónina Guðmundsdóttir frá Húsabatctca. i Hann var einn þeirra manna, sem vann meðan dagur entist. Við von- uðum, vinir hans, að ævidagurinn yrði lengri en þetta. Jeg held, að, hann sjálfur hafi líka í lengstu lög vonað, að sjer yrði lengra iífs auð- ið, því að áhugamálin voru mörg og starfsþráin sterk, en hins vegar veit jeg, að hann átti örugga von um líf eftir dauðann. Hann trúði kenning- um kristinnar kirkju um æðstu sann- indi kristindómsins. Sáttur var hann við guð og menn. Hann var mörgum betur búinn til ferðar í leiðangurinn mikla, inn á braut eilífðarinnar. Jeg fylgdist með þraulaferli vinar míns síðustu mánuðina. Hann hafði ekki á heilum sjer tekið síðustu fimrn mánuði ævinnar. En mitt í veikind- unum var áhuginn á hugðarefnunum sívakandi. Hann var svo lánsamur um dagana að eiga alltaf áhugamál. Honum var nautn að vinna í þjón- -ustu þeirra, en einmitt þess vegna gætti hann þess oft lítt, hvað hann mátti bjóða sjer. Kraftarnir entust því skemur en bæði harin og aðrir gerðu ráð fyrir. Dagsverkið er líka orðið mikið. Inn stóri barnahópur er allur upp komirin, mannvænlegur og settur til starfa. — Starf hans í þjónustu bindindismálsins og Reglu góðra templara var^rðið margþætt og langt, frjótt og áhrifamikið. Brautryðjandaslarf hans á vegum skáklistarinnar hjer á landi var löngu viðurkennt. Loks liggja eftir hann mörg og merkileg rit á sviði ættfræðinnar, sum prenluð, en enn- þá fleiri þó geymd í handriti í skrif- borði hans og í bókaskápum. Auk hindindismála, Reglunnar, skákrnála og ættfræði ljet Pjetur Zop- hóniasson stjórnmál mikið til sín taka langt skeið ævinnar, og reynd- ust handtök hans drjúg einnig á því sviði. Þá gegndi hann nærfellt 30 ár umsvifamiklu starfi í Hagstofu ís- lands, og geta menn sjeð-í Arbók Hagstofunnar 1930 vitnisburð þann, er hagstofustjóri gefur honum. Um skeið var liann bankastarfsmaður og ritstjóri, skamma hríð verzlunarmað- ur á unga aldri. Reikningsmaður var hann ágætur. Hann var slík ham- hleypa til vinnu, að fáir munu hafa verið hans jafningjar. Auk þess, sem nú hefir verið talið, vann inn góð- frægi vinur vor margháttuð störf í fjölmörgum félögum, og lentu að jafnaði vandasömustu og tímafrek- ustu störfin á honum, því að bæði treyatu fjelagar hans honum manna bezt, og svo var hann sjálfur fús til starfa og varð ætíð mikið ágengt, er hann tók sig til. Það er eins og sumir menn hafi alltaf nógan tíma, þó að alkunnugt sje, að þeir sjeu störfum hlaðnir. Svo var um Pjetur Zophóniasson. Hann hafði líka tíma til að skemmta ssjer og vinum sínum, og engan mann hefi jeg þekkt, sem kunni jafn vel að skemmta sjer og Öðrum sem hann, og hann kunni þá list að láta engum leiðast, er þar voru í sveit, sem hann stjórnaði, og það var sama, hvort þeir voru ungir eða gamlir, lærðir eða fáfróðir, konur eða karlar. Ekki var síður ánægjulegt að vera með honum einum. Honum var glatt í skapi. Hann var uppörvandi, fræð- andi, góðgjarn og gestgjafi mikill. Mjer leið betur með honum en flest- um öðrum, og svo mun hafa verið um marga aðra. Vinsældir hans voru líka miklar og almennar. Hann vildi hverjum manni greiða gera. „Kon- ungs hafði hann hjaría“. Ekki má ljúka svo minningarorð- um um Pjetur Zophóniasson, að ekki sje minnst á jólin. Hann var mesti jólamaður, sem jeg hefi þekkt. Elsk- aði hann þá ljóssins hátíð og gerði hana börnum sínum og vinum svo yndislega og á margan hátt svo eftir- minnilega, að fá dæmi munu slíks finnast. Börn hans sögðu alltaf, ef þau hjeldu ekki jól í föðurhúsum, að þau ætti engin jól. Pjetúr byrjaði að kaupa jólagjafirnar í október, og undir eins og skuggar haustsins lengdust, byrjaði hann að hlakka til jólanna. Svo var þáð fram á hinztu stund. Þetta lýsir manninum vel. Pjetur vann að því með mörgu móti að gera aðra glaða og hamingju- sama. Hann vissi og skildi vel, að mesta hamingjan er fólgin i því að gera aðra hamingjusama. Pjetur Zophóniasson var vel kvænt ur. Guðrún Jónsdóttir, kona lians, frá Asmundarstöðum, var glæsileg, gáfuð og góð kona. Fjárhagur þeirra hjóna var oft örðugur, þó að þau ynni bæði mikið, því að batnahóp- urinn var stór og þarfirnar því mikl- ar. En hún stóð trygg og dugandi við hlið manns síns og gerði mikið úr litlu. Mikils mat líka Pjetur konu sína og unni henni heitt alla tíð, og því meira mat hann liana, sem lengra leið á ævi hans. Heyrði jeg það oft síðustu árin, er hún bar í tal okkar á milli. # Lengi munu bindindismenn á ís- landi minnast Pjeturs Zophóniasson- ar. Taflmennirnir einnig. Vinirnir munu geyma minninguna um hann í heiðri, umvafða hlýjum hug. En um það blandast mjer ekki hug ur, að fræðistörfin munu lengst halda minningu Pjeturs á lofti af öllu því, sem hann gerði um dagana. Ritverk hans um ættvísi munu geymast öld- um og óbornum. Þau munu verða honum varanlegur mimiisvarði. # Pjetur Zophóniasson var fæddur í Goðdölum 31. maí 1879. Voru for- eldrar hans Zophónias Halldórsson prestur þar og síðar prófastur í Við- vík, og kona hans Jóhanna Jónsdótt- ir háyfirdómara Pjetúrssonar. Flutt- ist með foreldrum sínum að Viðvík og ólst upp með þeim fram um tví- tugt. Gagnfræðingur frá Möðruvöll- um 1898. Var við verzlunarnám í Kh. 1898—1900. Átti heima í Rvik frá 1900 til dauðadags. Stundaði banka- og verzlunarstörf um skeið. Ftr. í Hagstofu íslands 1915—1943. Fjekk lausn frá 1. marz 1943 með fullum launum til þess að helga krafta sína ættfræðum einvörðungu. Endurskoðandi bæjarreikninga Rvíkur 1920—1928. í frkvn. Stór- stúku íslands í I. 0. G. T. 1905— 1911, 1930—1932, 1940—1941 og 1945 til dauðadags. Stórtemplar var hann 1930—1931. Formaður Um- dæmisst. nr. 1 árið 1901 og marg- • sinnis síðan. Umbm. stórtemplars í stúk. „Verðandi“ rúm 30 ár (til dauðadags). Mætti á hástúkuþing- inu í Kristianiu 1914 sem ftr. Stór- stúku íslands. Ftr. á Stórstúkuþingi yfir 40 ár. Stofnaði margar stúkur. Stofnandi Skemmtifjelags Góðtempl- ara í Rvík og jafnan í stjórn þess. — Aðalstofnandi Taflfjelags Rvíkur* 1900 og form. þess um hríð. Form. Skáksamb. íslands og fjekk það tek- ið inn í Skáksamband Norðurlanda og í Alþjóða-Skáksambandið. Ftr. á skákþingi Norðurlanda í Osló 1928 og í Gautaborg 1929. Skákmeistari íslands 1901—1912. í stjórn Nátt- úrufræðifjel. íslands 1907—1910. í stjórn sljórnmálafjel. Fram 1905— 1910. Settur þjóðskjalavörður - um hríð 1935: Ritstj. Þjóðólfs 1910— 1911, Árvakurs 1913—1914 og Templars 1904—1909. Tefldi lifandi manntafl á þjóðhátíðum Rvíkur 1902 og 1903 (það elíki tefll endra- nær hjer). Forseti Ættfræðifjelags íslands frá stofnun 1945 til dauða- dags. í útgáf ustj órn skagfirzkra fræða. Heiðursfjelagi Skáksambands íslands, Taflfjelags Rvíkur, Stór- stúku íslands, Umdæmisst. nr. 1 og stúk. Verðandi nr. 9. Pjetur Zophóniasson andaðist í Landsspítalanum í Rvík 21. febr. s.l. B. r. Skíöamót Akureyr ar 1946 Skíðamót Akureyrar 1946 hefst sunnudaginn hinn 10. marz, og verð- ur þó keppt í svigi kvenna og karla A-, B- og C-flokks. Einnig verður keppt í stökki karla eldri og yngri flokks, og auk einstaklingskeppnanna cru sveitarkeppnir á milli fjelaga. í skíðastökki er keppt um Stökfebikar Akureyrar^ sem Morgunblaðið gaf árið 1943. Er hann sveitarverðlaun þess fjelags á Akureyri, sem hverju sinni á bezta þriggja manna stökk- sveit. Er fyrst var keppt um bikarinn árið 1943, vann' hann íþróttafjelag M. A., en árin 1944 og 1945 vann hann Knattspyrnufjelag Akureyrar. í svigi karla er sveitarkeppni í .A- og B-flokki um Svigbikar Akureyrar, en hann vinnur það fjelag á Akur- eyri, sem hverju sinni á bezta fjög- urra manna svigsveit í A- og B-fl. saman. Þann bikar vann K. A. til eignar veturinn 1944, og*ennfremur vann það hann 1945, en þá var enn enginn bikar til að keppa um, sem væntanlega rætist þó úr um nú í vel- ur. Þá er og sveitarkeppni í svigi kvenna um þriggja béztu kvenna svigsveit Akureyrar, Þá sveitar- keppni vann sveit íþróttafjelagsins Þórs síðastliðinn vetur. I næsta blaði verður greint frá, hvar og hvenær keppnirnar eru ráð- gerðar. Bæiarmál Bæjarblöðin hafa verið að flytja þá tilkynningu frá bæjarstjórninni, að hafnargjöldin hækki um 100%, þ. e. verði frá síðast liðnum mánaða- mótum helmingi hærri en áður. Það, sem vekur athygli í þessu sambandi, er ekki hækkunin sjálf, þó að 100% kostnaðarhækkun í einu hljóti jafnan að teljast mikil, heldur það, að ekkert blaðanna virð- ist hafa neitt við þessa ráðstöfun að athuga. Baráttublaðið Dagur fyrir niðurfærslu dýrtíðarinnar virðist tiafa dottið út af línunni, en þó von- andi ekki farið úr neinum mikils- verðum liðamótum, og vökumenn alþýðunnar gegn allri skattahækkun á almenning virðast hafa verið eitt- hvað vant við látnir, og eru þó vöru- gjöldin sá skattur, sem verst kemur niður allra skatta á hinar stærri og efnaminni fjölskyldur: Hins vegar er á það að líta, að gjöldin til hafn- arsjóðs dreifast á svo marga, að þeirra gætir.ekki svo mjög í útgjöld- um hvers einstaks, sem og það, að þeir, sem hafnarinnar njóta til flutn- inga að sjer og frá, hvort sem þeir eru bæjarmenn eða utanbæjar, verða og eiga að gjalda höfninni fyiii þessi not, eftir því sem hún þaif til að fullnægja hafnarþörfinni. Bendi þögnin um þessa miklu hækkun, sem* þó er ekki tiltölulega mikil, miðað við aðrar verðhækkanir hin 'síðustu ár, á, að þetla sjónarmið sje að verða ljósara, ber að fagna auknu víðsýni á þessu sviði. En þó að skatt- greiðendurnir uni þessari hækkun að öðru en þá því, að telja að höfnin hefði átt að vera búin að fá þenna tekjuauka fyrir 4—5 árum, þá verð- ur bæði hafnarnefnd og bæjarstjórn að hafa í huga, að þeir ætlast til, að tekjuaukanum verði einungis varið til þess að tryggja og auka notagildi og lekjur hafnarinnar. Því eins og notendum hafnarinnar ber full gjald- skylda fyrir afnotin, eins ber þeim ekki og eiga ekki að þola skattlagn- ingu með hafnargjöldum til nýbygg- inga eða atvinnurekstrar, sem liggja utan við eðlilegt verksvið og íikyldu hafnarinnar. Jeg bendÞá þetta i til- efni af því, að nú er mjög talað og skrifað um, að bærinn fari að byggja og reka eitt og annað við höfnina, jafnvel með hækkun hafn- argjaldanna, en sem höfnin hefir þó engar aðrar skyldur við en sem hvern annan inn- og úlflytjanda. Það er t. d. talað um að byggja og reka tunnuverksmiðju o. fl. Fjárframlög til þess áð veita slík- um og öðrum atvinnurekstri nauð- synleg hafnarskilyrði eiga að sjálf- sögðu að koma úr hafnarsjóði eða á hans vegum eftir ástæðum, en bygging verksmiðjuhusa og tunnu- framleiðsla er auðvitað alveg utan við verksvið hafnarinnar og- fjarri öllu lagi að reisa eða reka þvílík fyr- irtæki hieð almennum hafnargjöld- um eða á ábyrgð hafnarsjóðs. Sýnist einhverjum gæta mótsagn- ar í því, sem hjer er sagt, um skyldu hafnarinnar til að veita hverju fyrir- tæki naúðsynleg hafnar- og af- greiðsluskilyrði, og afstöðu minnar til framkvæmdanna norðan við Odd- eyrina, vil jeg strax leiðrjetta þann misskilning. Jeg hefi ekki verið á móti Oddeyrarævintýrinu svokall- aða, vegna þess að jeg telji ekki sjálfsagt, að höfnin, að því leyti, er til hennar tekur, veiti skipaiðnaðin- um viðunandi starfsskilyrði, heldur einungis fyrir það, að jeg hefi litið svo á, að væru hafnarskilyrði fyrir þenna iðnað eklci viðhlítandi austan á Oddeyrartanganum, norð- ur af slátur- og frystihússlóðinni, þá bæri að velja til þess aðra staði inn- an hafnarinnar, þar sem engu þyrfti að kosta til öldubrjóta í þessu sam- bandi eða uppgraftrar einungis til að fá nægilegt dýpi að dráttarbraut- um. En aðeins þetta tvennt mun verða þarna ytra, samkv. áætlun verk fræðings og þeirri byrjunarreynslu, sem fengin er, ekki undir 5 milljón- um, og má með fullu sannmæli kalla því fje fleygt í sjóinn. Nl. næst. Sveinn Bjarnason. Aheit á Strandarkirkju, afhent blaöinu kr. 60,00 frá J. K. og kr. 10,00 frá J. W. SMOKINGFÖT til sölu og sýnis á Saumastofunni „Draupnir“ h.f., Skipagötu 6. S T O F A til leigu nú þegar í Helga-magra stræti 22. % í |Gæsadúnn og hálfdúnni Ifyrirliggj andi. ó Sængurdukur, I aðeins handa þeim, sem kaupa X dún hjá okkur. | ÁSB YRGI h. f. I og Söluturninn við Hamorstíg fl I FEIKNA-ÚRVAL AF k® i i I 8 I i Veggfóðri nýkomið. Fvlvl I Byggingavömv. Tómasar Björnssonar h.f. Sími 489 I 8 Akureyri ||

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.