Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.03.1946, Blaðsíða 2
2 Fösfudaginn 29. marz 1946 I □ Rún.: 5946437 — 1. Athv. I. 0. 0. F. — 12732981/2 — Zíon. Sunnud. 31. þ. m. sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Allir veh komnir. Kirkjan. MessaS kl. 2 í Akureyr- arkirkju á sunnudaginn kemur. Jarðarför frú Dómhildar Jóhann- esdóttur fór frarn 27. þ. m. Einnig voru þá um leið jarðsettar líkams- leifar manns hennar, Magnúsar J. Kristjánssonar, fjármálaráðherra, er andaðist í Kaupm.höfn 8. des. 1928. Líkið var brennt þar, en duftið sent hingað og varðveitt síðan í heima- húsum. En minningarathöfn fór fram um inn látna hjer í kirkjunni 14. des. 1928. Við jarðarför merkis- lijóna þessara var viðstaddur mikill mannfjöldi. Fánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæinn. Vígslu- liiskupinn flutti bæn í heimahúsum og langa og rækilega ræðu í kirkj r unni. Hr. Kristinn Þorsteinsson, deildarstjóri, söng einsöng í kirkj- unni. í heimahúsum voru m. a. sungin minningarljóð, er ort hafði frú Jóhanna Magnúsdóttir í Olafs- firði, dóttir þeirra hjóna. Leiðrjetting. í tilkynningu um sam- komu í Saurbæ, sem birtist í Degi í gær, varð slæm prentvilla í þeim hluta upplagsins er fór í bæinn. Stóð þar ölvun leyfð, en rjett er ölvun ekki leyfð. Athygli væntanlegra samkomu- gesta er vakin á þessu. Um kraftaverkin talar Sæmundur G. Jóhannesson á Sjónarhæð n. k. laugardagskvöld kl, 8.30. Ungu fólki sjerstaklega boðið, en öllum heimill aðgangur. Fjelagið Berklavörn á Akureyri heldur kvöldskemmtun að Hótel Kea fimmtudaginn 4. apríl n. k. kl. 8.30. Fjölbreytt skemmtiskrá. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstkom- andi sunnudag kl. 10 f. h. Fundar- efni: Nýir fjelagar teknir í stúkuna. — Valið í afmælissöngflokk. — Nýtt mál. — Upplestrar. — Leikþættir. — Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir fjelagar alltaf velkomnir. Aðsent. Danski rithöfundurinn Kelvin Lindemann hefir ákveðið að verja rilhöfundalaunum sinum fyrir þýð- ingarrétt á bókunum Þeir áttu slcilið að vera frjálsir og Huset med det grönne Trœ til þess að stofna ferða- sjóð fyrir íslenzka rilhöfunda. ÁSur hefir sami höfundur stofnað samskonar sjóði fyrir rithöfunda hinna ‘ Norðurlandanna. Markmið þessara sjóðstofnana ei' að stuðla að gagnkvæmri kynningu norrænu þjóð anna með því að veita rithöfundum styrk til kynnisferða um Norður- löndin. Bókaútgáfan Norðri hefir, auk þéss að undirgangast greiðslu á 15% af andvirði bókanna lil fyrr- neiridrar sjóðsstofnunar, einnig heit- ið að gefa til sjóðsins allan ágóða af sölu bókarinnar Huset med det grönne Trœ. Reglugerð um notkun sjóðsins verður samin innan skamms, en á- kveðið er, að sjóðurinn verði geymd ur í Kaupmannahöfn, eins og sjóðir hinna Norðurlandanna, og verður honum stjórnað af þriggja manna I.SLENDINGUR nefnd, tveimur íslendingum og ein- um Dana. Norðri hefir þegar greitt kr. 10 þús. til sjóðsins sem fyrirfram greiðslu upp í skuldbindingar sínar, og er það stofnfé hans. Þeir úittu skilið að vera frjálsir kom út á síðaslliðnu. ári, en Husel med det grönne Træ er í prentun og kemur út innan skamms í íslenzkri þýðingu Brynjólfs Sveinssonar, menntaskólakennara. Hjúskapur. Guðmundur Olafsson Guðmundsson, sjón,., frá Lundeyri í Glerárþorpi, og Málfríður Sigurð- ardóttir frá Akranesi. Gefin saman 23. þ. m. Búnaðarnámsskeið var haldiö hjer í bænum 25. og 26. þ. m. (í Gilda- skála KEA). Voru þar mættir um 70 fyrri daginn og allt að 100 manna seinni daginn. Þessir flúttu erindi þar: Sveinn Tryggvason, ráðu nautur Búnaðarfjelags Islands, um mjólkurmeðferð og mjaltavjelar, E. B. Malmquist, ráðunautur Búnaöar- sambands Eyjafjarðar, um alifugla- rækt, Pálmi Einarsson, ráðun. Bf. Isl., um jarðrækt, Olafur Jónsson, frkvstj. Rfj. Nl., um tæknimál, Hall- dór Pálsson, ráðun. Bfj. IsL, um sauðfjármál, og Hjörtur Eldjárn, ráðun. Bf. ísl., um nautgripakyn- bætur og sæðingar. Umræður fóru fram báða dagana á eftir flulningi erindanna, og fyrir- spurnir voru gerðar til ráðunaut- anna. Tóku margir til máls. Fyrir- spurnum var greiðlega svarað. Mik- ill áhugi virtist vera ríkjandi meðal bænda um aukna tækni og hagnýt- ingu vjela við landbúnaðarstörfin, um kynbætur Iiúsdýra og útrýmingu sauðf j ársj úkdóma. Mánudagskvöld horfðu náms- skeiðsmenn á nokkrar kvikmyndir Edvards Sigurgeirssonar, Ijósmynd- ara, í boði Jarðræktarfjelags Akur- eyrar. Námsskeið þessi hófust 2L. þ. m. innan Eyjafjarðarsýslu og byrjuðu í Svarfaðardal og Arnar- nesshreppi. Síðan voru haldin náms- skeið í Saurbæjarhreppi og á Sval- barðsströnd 23. og 24. þ. m., en þaðan komu ráðunautarnir hingað. Hjeðan hjeldu ráðunautar Búnað- arfjel. Islands austur yfir Vaðlaheiöi 27. þ. m., og hófust þá búnaðarnáms- skeið í Þingeyjarsýslu. Stúkan lsafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg næstk. þriðjudagskvöld, 2. apríl, kl. 8,30. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. — Lagðir fram reikningar Skjald- borgar. — Kosnir 6 menn í húsráð. — Bögglauppboð. — Dans. — Fje- lagar stúkunnar Brynju velkomnir á fundinn. Símskákir fóru fram milli Akur- eyrar og Hafnarfjarðar aðfaranótt 24. þ. m., eftir áskorun frá Ilafnfirð- ingum. Telft var á 10 borðum. Leik- ar fóru svo, að Akureyringar unnu með 6 vinningum gegn 4 (3 vinn- ingar, 6 jafntefli og eitt tap). 1 haust léku Akureyringar við Reykvíkinga, en töpuðu þá með 31/} vinning gegn 6%. Frú Arnfríður Sigurðardóttir, ekkja Egils Sigurjónssonar bónda á Laxainýri, varð áLtræð 15. þ. m. Þeirra börn m. a. Slefán Gunnbjörn, heimavistarstjóri fyrrver., og frk. Kristín hjer í bæ. Vilt þú vera vel rakaSur? Ef svo er, þá skaltu kaupa rakblöðin í Verzlunin Hríséy> Gránufélagsgölu 18. Aðalfunclur Rauða kross deildár Akureyrar Rauðakrossdeild Akureyrar hélt aðalfund sinn sl. mánudags- kvöld að Hótel KEA. Fyrir fund- inum lágu eingöngu venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin var endurkosin. Hana skipa: Guðm. Karl Pétursson, yfirlæknir, for- maður, ]ón Sigurgeirsson, kenn- ari, varaforrn. (1 stað Jóhanns Þorkelssonar, héraðslæknis, sem er á förum til útlanda). Snorri Sigfússon, skólastj., ritari, Páll Sigurgeitsson, kaupm., gjaldk. Og meðstjórnendur: Jakob Frí- mannsson, framkvstj., Balduin Ryel, kaupm. og Stefán Árnason. Tekjur deildarinnar á árinu voru röskar 22 þús. kr., en gjöld- in röskl. 101/? þús. kr. Hagnaður á árinu nam því um 11.600 kr. Skuldlaus eign deildarinnar var 51,798,59 í árslok. Sjúkrabifreið deildarinnar var starfrækt allt árið og fór hún alls 146 ferðir með sjúklinga. Félagsmannatala er 519. MANNALÁT Indriði Indriðason, hreppstjóri á Skarði á Skarðsströnd, andaðist að heimili sínu 21. þ. m., hálfníræður að aldri. Hann var sonur Indriða b. og alþm. á Hvoli í Saurbæ Gíslason- ar sagnaritara Konráðssonar. Indr- iði sál. var kvæntur Guðrúnu Egg- ertsdóttur bónda á Staöarhóli Stef- ánssonar. Var Stefán bróðir sr. Friðriks Eggerz í Akureyri. Synir þeirra Indriða og Guðrún- ar: Iridriði „miðill“, Kristinn bóndi á Skarði og Sigvaldi sýsluskrifari. Indriði sál. á Skarði var einstak- ur atorku- og myndarmaður. IS VÆNTANLEGT: Krystall-skálar „Rock‘% stórar og litlar. £ Fyrirliggjandi: | ROLLAPÖR, I VATNSGLÖS, ódýr, f KAFFISTELL fyrir 6 | HNÍFAPÖR | MATSKEIÐAR | DESERT-SKEIÐAR. | BARNAHNÍFAPÖR | ÁSBYRGI h. f.l Friettatiíkyatiiag frá utanrlkisráðuneytinn. Ríkisstj órnin hefir sent samninga- nefnd til Bretlands í því skyni fyrst og fremst að semja um áframhald- andi rjettindi Islendinga til að selja ísvarinn fisk þar og ennfremur til að semja um nokkur önnur mál, sem varða hagsmuni beggja landanna. Nefndannenn eru Magnús Sig- urðsson, bankastjóri, formaður nefndarinnar, Riehard Thors, fram- kvæmdastjóri, og Ásgeir Asgeirsson, bankastjóri. Ritari nefndarinnar er Þórhallur Ásgeirsson, fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. Nefndarmennirnir fóru hjeðan flugleiðis í gær. Reykjavík, 19. marz 1946. Ranghermi var það í síðasta blaöi, aö óupplýst væri af hálfu lögregl- unnar um innbrot í Gufupressu Ak- ureyrar og Kea. Lögreglan hefir upp- lýst hvorttveggja og náð þýfinu. Alúðarþakkir votta eg öllum, nær og fjær, er auðsýndu mér samúð og hjálp í veikindum og við jarðarför konu minnar, VALGERÐAR HELGADÓTTUR. Einniig blóma og minningargjaíir. — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Guðmundsson. EG ÞAKKA INNILEGA skeyti, heimsóknir, árnaðaróskir, blóm og aðrar sæmdir og gjafir vina minna á sjötugs afmæli minu, hinn 1. þ. m. Allt þetta er mér og verður alla stund ómetanleéur yléjafi. LÁRUS BJARNASON. ÞÖkkum inrtilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát Dómhildar Jóhannesdót'tur og jarðarför- ina. Jóhanna Magnúsdóttir. Kristín Magnúsdóttir. t Árni Bergsson. Fanneý Guðmundsdóttir. Ingólfur Árnason. Friðrik Magnússon. MIN NIN G Dómhildar Jóhannesdóttur °g Magnúsar J. Kristjánssonar Jeg geymi minning um mætustu konu minnar ungdómstíðar. í Ijóma fortíðar fögur hún birtist fyrr og ætíð síöar til hárrar elli, með höfðingssvipinn hlýja og yndisbjarta, af öðrum hún bar, og öllum hún vakti ylríka virðing í hjarta. Jeg minnist þess höfðingja, er hún var gefin, hlýtt var um þeirra arin. Hve glæst var í kringum jiau göfugu hjónin og geysistór vinaskarinn. Þar var ekki tildur né tízkunnar prjálið, ei tálþola, fúnir viðir. Nei, traustið þar bjó og í heiöri hafðir helgir feöranna siðir. Jeg man þær stundir um fyrri fögnuð, ferðir og vinakynni foreldra okkar og fjölskyldna á milli, festir djúpt í minni, tilhlökkun bundnir, bjartir dagar, er bar þau að garði heima. Og enginn þá mun, er með þeim dvaldi, Magnúsi og Dómhildi gleyma. Með hljóðlátri þökk og' lielgri virðing hjónanna beggja minnist. Jeg óska, að þjóðin, að þessi kynslóð þeirra minningu kynnist. Þar væri bjartasl fordæmi að finna, fegurð og traust í spori. Þá myndi öryggi ungrar þjóðar eflast á lífsins vori. Stefán Ag. Kristjánsson. — m I i 1 I I y mmmmm Dic-A-Doo hreingerningarefnið ^viðjafnanlega er oS koma í | Byggingavöruv. Tómasar Björnssonar h.f. Akureyri | Sími 489 m M ■ I 1 y I I I y 1 y

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.