Íslendingur


Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. júlí 1946 ÍSLENDINCUR 3 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og abyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnaratr. 101. Sími 364. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Landhelgin. Engri þjóð er jafn mikilvægt og Islendingum að hafa sem stærsta landhelgi og geta varið hana gegn ágengni erlendra íiski manna. Fiskveiðarnár eru und- irstaða efnahagslegrar velnteg- unai' og sjálfstæðis íslerizku þjóð arinriar, og verði fiskimiðin kringunj landið eyðilögð, mun verða æði þröngt fyrir dyrum hjá oss. Engin alþjóðasamþykkt er til um stærð landhelginnar, og er hún mjög mismunandi hjá hin- unr ýmsu þjóðum. Hefir reyndin orðið sú, að stórveldin hafa a- kveðið landlielgi sína nokkuð eftir eigin geðþólta, en smáþjóð- irnar hafa á þessu sviði sem flest um öðrum orðið að beygja sig fyrir hinum stei'ka. íslenzk landhelgi var áður fjórar mílur, en í samningi þeim, sem Danir gerðu við Englend- inga árið 1901, var lanndhelgin við ísland ákveðin 3 mílur. Sýndu Danir þar litla um- kyggju fyrir liag íslendinga eins og á svo mörgum öðr- um sviðum. Hafa Englendingar ekki viljað falla frá þessari sam- þykkt, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir Islendinga til þess að íá fyrri rétt sinn viðurkenndan og ónýtt hið svívjrðilega réttinda- afsal Dana. Vér höfum að sjálfsögðu ekki þolmagn til að knýja fram rétt vornAneð valdi eins og stórveld- in, en vér verðum þá að leggja því meira kapp á að verja hina viðurkenndu landhelgi vora. Því miður verður að segja það, að landhelgisgæzlan hefir oftast ver ið langi frá því að vera viðun- andi, og íslenzk stjórnarvöld virð ast naumast hafa gert sér það ljóst, liversu mikið hagsmuna- riiál þetta er fyrir íslenzka sjó- ínenn og þjóðina í heild. Leikur jafnvel grunur á því, að einum varðskipsfoi ingja hafi verið vik ið frá störfum, af því að hann þótti of harðhentur við landhelg- ishrjóta. Undanfarin ár hefir það ekki K°mið verulega að sök, þótt land lielgiSgæzian væri slök, því að engin erlend veiðiskip hafa ver- ið þói' á íslandsmiðum. Nii eru erlend fiskiskip aftur á rnóti tek- hi 'að streyrna í stórþópum hing- til lands, og fjöldi þeirra stundar nú síldveiðar norð- anlands. Vitað er, að land- helgisgæzlan hér nyðra var með fádæmum léleg í fyrra, og á Siglufirði var löggæzlan svo léleg, að erlend veiðiskip óðu inn um allau fjörð og verkuðu jafnvel veiði sína innan land- helgi, rétt fyrir framan nefið á yfirvöldunum. Vakli þessi slóða háttur eðlilega feikna gremju meðal íslenzkra sjómanna, og er það réttfnæt krafa þeirra, að er- lendum fiskimönnum leyfist ekki að traðka þannig á réttindum þeirra og sýna íslenzkum lög- urn lítilsvirðingu. Nú er unnið af kappi að stór- felldri eflingu sjávarútvegsins. Ræktun fiskistofnsiris hlýtur að verða mikilvægasti þátturinn í þeim framkvæmdum. Vér verð- um að verja landhelgi vora með oddi og egg og friða þannig þann hluta klakst.öðvanna, sem liggja innan landhelgiy Ríkis- stjórnin verður þegar að hefjast handa um víðtækar ráðstafanir til þess að koma á fót öruggri landhelgisgæzluy því að eins og sakir standa, er gæzlan raunveru lega engin. Það fé, sem lagl verð ur í landhelgisgæzluna, mun margfaldlega borga sig. Heyrzt liafa raddir um það í Bandaríkjunum, að rétt myndi vera að miða landhelgi við land- grunnið. Yrði sú regla viður- kennd, myndi það verða oss ís- lendingum til stórra hagsbóta. Verðum vér að leggja allt kapp á það að reyna að íá stórveldin til þess að viðurkenna stærri land helgi við Island en vér nú höf- um. Með hlutdeild vorri í al- þjóðlegri samvinnu, ætti oss að reynast auðveldara en ella að fá aðrar þjóðir til þess að viður- kenna þessa rniklu hagsmuni vora. M.J. Kappreiðar Léttis. Hestamannafólagið Léttir' efndi til kappreiða sunnudaginn 14. þ. m. á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará. Reyndir voru 18 hestar. 1 250 m. folahlaupi hlaut fyrstu verðlaun Mósi, eigandi Stefán Helgason, á 20,4 sek. Um önnur og þriðju verðlaun var keppt til úhslita, en hestarnir urðu jafnir á 20,6 sek. — Þetta voru Sóði, eigandi Bjarni' Kristinsson og Kollur, eigandi Kristján Ólafs- son. í 300 m. stökki urðu jöfn Fálki, eigandi Árni Magnússon og Blesa, eigandi Ari Árnason, á 24 sek. Fyrstu og öðrum verð- launum var skipt á milli þeirra. Þriðju verðlaun hlaut Stígandi, eigandi Þórir Jónsson, á 24 sek. Á 350 m. stökkspretti hlaut fyrstu verðlaun Stjarna, eigandi Bjarni Kristinsson, á 27,2 sek. önnur verðlaun hlaut Gráni, eigandi Magnús Aðalsteinsson, Grund, á 27,4 sek., og þriðju Grænmeti þurrkað frá Dánmörku: B e a u v a i s : Rauðkál Hvítkál Gulrætur Julieime fyrirliggjandi í heildsölu hjá I. Brynjólfsson & Kvaran Akureyri. Gluggagler ÞEIR, sem eiga ótekið glugga- gler, pantaS lijá mér, eru beSn- ir aS taka þaS sem íyrst. Eggerf Sfefánsson. kl. 2 e. b. MessaS verSur ú Myrkd í Hörgárdal, sujnnudaginn 4. ágúst kl. 1 e. b. Sóknarprestur. Horace L'eaf, brezkur sálarrannsóknar- maSur og miSill, hélt fyriríestra í kapellu Akureyrarkirkju sl. mánudags- og þriðju- t dagskvöld. Síra Friðrik J. Rafnar kynnti fyrirlesarann, en frú Halldóra' Sigurjóns- dóttir frá Reykjavík túlkaði. Kapellan var þéttskipuð áheyrendúm bæði kvöldin. Hjónavígslur. IJinn 5. júlí sl. voru gef- in saman í hjónaband af vígslubiskup FriSrik .1. Rafnar Pálína Magnúsdóttir og Olafm- CuSmuftdsson, verkamaður. hér í bæ. Laugardaginn 6. þ. m. voru gefin saman í hjónaband aS Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Hulda Stefánsdóttil' frá Spónsgerði og Arnaldur GuSlaugsson bakari, Akur- eyri. Einnig ungfrú María Jónsdóllir og Gifnnar Kristjánsson, bæði á Gefjun, ‘Ak- ureyri. Hinn 13. þ. m. voru gefin saman í hjóna band i Háskólakapellunni í Reykjavík ung frú Eiuara Þyri Einarsdóttir, Rvík, og Lárus Eggertssön eflirlitsmaSur (Stefáns- sonar kaupinanns hér í bæ). BróSir brúð- gumans, síra Stefán Eggerlsson á StaSar- hrauni, framkvæmdi vígsluna. Attatíu og jimm ára afmæli átti hinn 16. þ. m. frú Valgerður Einarsdóttir frá Nesi í HöfSahverfi, ekkja Vilhjálms Þorsteins- sonar. IlöfSu þau hjónin um mörg ár bú að Nesi við mesta myndarskap. ValgerSur byr nú í Munkaþverárstræti 34 hér í bæn- um, bjá dóttur sinni frú Sigurlaiigu og tengdasyni, Sveini ÞórSarsyni. Zíon. Samkoma næstkomandi sunnudag kl. 8.30 e.h. -— Jóhannes SigurSsson, prent- ari, lalar. ---------------------——-------,-------- verðlaun Stjarni, eigandi Þor- valdur Pétursson. , Veðbanki var starfræktur J sambaridi við keppnina. Frá aðalfundi S. í S. Aðalfundur SÍS var haldinn að Blönduósi 4. til 6. júlí. Kaupfélag Ilúnvelninga er á þessu ári 50 ára, og var Blöndu- ós valinn fundarstaður af þessu tilefni. . Á fundinum voru mættir alls 79 fulltrúar frá 47 sambandsfé- lögum auk núverandi forstjóra SIS og framkvæmdarstjórum á- santl stjórn SÍS og fyrrverandi forstjóra og framkvæmdarstjór- um. Stjórn Kaupfélags Húnvetn- inga bauð öllum fundarmönnum til kaffidrykkju að kvöldi föstu- dags, og etmfremur var fundar- mönnum boðið á afmælishátíða- höld Kaupfélags Húnvetninga laugardaginn 6. júlí. Fyrrverandi forstjóri Sigurð- ur Kristinsson, og þeir fram- kvæmastjórarnir Jón Árnason og Aðalsteinri Kristinsson, er allir lélu af störfum um síðastliðin áramót, lögðu fram skýrslur um störf Sambandsins á árinu er leið og jafnframt reikninga síð- astliðins árs. Sýndu reikningar Sambandsins rekstursafgang 1.409.363 krónpr. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar var sam- þykkt, að þeirri upphæð allri yrði varið til uppbótargreiðslu lil félaganna í hlutfalli við við- skiptamagn þeirra við Samhand- ið, og gengi uppbótin öll inn ^ stofnsjóðsreikninga félaganna við SÍS. 011 sala Sambandsins á síðast liðnu ári nam 94 miljónum 647 þúsund krónum. Sala Sambandsins var samtals 158 miljónir króna, og er það 144/2 miljón meira en árið áð- ur. Félagsmenn í Sambandsfélög- unum voru í árslok 25.297, og hafði þeim fjölgað um 2290 á árinu. Að loknum skýrslum og af- greiðslu reikninga liðins árs var íráfarandi forstjói'a og fram- kvæmdarstjórum þakkað fyrir öll þeirra miklu störf í þágu samvinnufélaganna undanfarin ár, og voru þeir Sig. Kristinsson, Jón Árna-son og Aðalsteinn Krist insson einróma kjörnir heiðurs- félagar. Vilhjálmur Þór flutti ýtarlega og eftirtektarverða ræðu um framlíðarstörf og fyrirætlanir Samljandsins. Ymsar ályktanir voru gerðar, gem hér er ekki rúm til að rekja. Þremur félögum var veitt inn- ganga í Sambandið. Voru það: Kaupfélag Hafnarfjarðar, Hafn- arfirði, Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík, Kaupfélag Verka- manna, Veslmannaeyjum, að upp fylltu skilyrði. Einar Árnason á Eyrarlandi var endurkjörinri formaður Sam bandsstjórnar. Varaformaður var kosinn Eysteinn Jónsson. Ur stjórn Sambandsins áttu að þessu sinni að ganga Vil- hjálmur Þór, forstj. og Þorsteinn STifflugfélag Akureyrar fær tveggja sæta sTifflugu. Með e. s. Empire Gallop þann 1. júní s. 1. kom hingað ný svif- fluga, sem Svifflugfélag Akur- eyrar hefir keypt frá Bandaríkj- nnum. — Sviffluga þessi er af Sweitcher-gerð, og hefir sæti fyr- ir tvo menn, og eru stjórntæki við bæði sæti ásamt fullkomnum mælitækjum. Þá er í vélinni stutt bylgju-sendi- og móttökutæki, þannig að ílugmennirnir geta haft samband við flugvöllinn, meðan á fluginu stendur. Ilægt er að taka vængina af á 10—15 mínútum, og fylgir vélinni vagn, svo að auðvelt er að flytja hana, þó hún lendi úti á landi að loknu langflugi. Vél þessi mun félag- ið nota til framhaldsnáms í svif- flugi. Það hefir hingað til aðeins átt eina renniflugu fyrir byrj- endur, og hafa all-margir félag- ar lokið náfni á hana og sumir fyrir all-löngu síðan. Félagið hefir nú í smíðum vindu til að draga upp svifflug- ur, og verður vindan drifin með 300 ha. flugvélahreyfli, og mun með vindu þessari vera hægt að skjóta svifflugunum upp í 600 til 700 metra hæð, en í þeirri hæð er tiltölulega auðvelt að notfæra sér uppstreymi til frek- ara flugs. Svifflugfélag Akureyrar, sem var stofnað 1937, telur nú 32 virka meðlimi, muk all-margra styrktarfélaga. í félaginu hafa verið tekin þessi próf í svifflugi: 16 A-próf, 11 B-próf og 3 C- próf. Á síðastliðnu ári keypti félag ið tvo hermannaskála, og er ann- ar við Akureyri og innréttaður fyrir smíðaverkstæði og fundar- stofu. Hinn skálinn er á Mel- gerðismelum, þar sem æfingar félagsins fara fram, og er hann notaðul' til íbúðar nemenda og geymslu flugtækja. Á síðastliðnu ári fékk félagið eina vörubifreið auk annarrar, sem það hafði eignazt áður. Bif- reiðar þessar eru notaðar við flugæfingarnar. Stjórn félagsins skipa: Gísli Ólafsson, Karl Magnússon, Guðrún Þórhallsdúttir, Ágúst Ólafsson, Sigurður Þórðarson. Jónsson, kaupfélagsstj. á Reyð- arfirði. Kosnir voru Þorsteinn Jónsson og Jakob Frímannsson, kaupfélagsstj. Akureyri. í fund- arlok flutti formaður Sambands- ins Kaupfélagi Húnvetninga þakkir fyrir ágætan aðbún- að við fundinn. Jafn- framt árnaði hann Kaupfél. Húnvetninga allra heilla í til- efni hálfrar aldar afmælis þess. Risu fundarmenn úr sætum og hylltu félagið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.