Íslendingur


Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 26. júlí 1946 32. tbl. Ekið um Oræfin. Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðar 6. julí s. 1. suður úr Mývatassveit hjá Grænavatni, og var ætlunin, eins og áætlun í „Ferðum" ber með sér, að aka bifreiðum yfir Ódáðahraun suður Dyngjufjalladal, austur með Dyngjufjöllum að sunnan og norður vikursandanna vest- an Jökulsár og yfir hraunið austan Herðubreiðar, niður í Herðubreiðarlindir, en þangað austur hefir verið ekið nokkur síðastliðin ár frá Mývatnssveit um Námaskarð og Grafarlönd. Var því ætlunin að koma eft- ir fimm daga aftur til Mývatns- sveitar og þá úr austurátt til Reykjahlíðar. 1 ferðinni voru 6 stúlkur og 19 karlmenn. Fararstjóri Þor- steinn Þorsteinsson. Ekið var á þrem bifreiðum: gifreið Ferðaféiagsins, og ók henni form. félagsins, Sigurjón Rist. Setuliðsbifreið Hólmsteins Egilssonar, sem var og bílstjór- " inn. Sú þriðja var jeppi, eigandi Sigurst. Steinþórsson, benzín- afgr. KEA, ökumaður Páll Ara- son úr Reykjavík, sá,- sem ók þesa leið fyrstur manna á sinni eigin bifreið s. 1. sumar. Ferðin gekk með ágætum suður á fjöllunum, og laust upp úr hádegi á fimmtudaginn heimsóttu leiðangursmenn brú- arsmiði við Jökulsá á Fjöllum, þá brúnir í andlitum eftir sterkt sólskin, allir í sólskins- skapi og létu vel af förinni. Hafði verið gengið í öskju um Suðurskarð og vestan öskju vatns og á barm Vítis, en það- an snúið út . um öskjuop. Á sama tíma höfðu bílstjórar ekið bílunum frá Suðurskarði, norð- Ur með fjöllum að austan til móts við leiðangursmenn úr öskju. ^ Með hringferðum sem þess- um gefst þátttakendum kostur á að kynnast þessu stórbrotna öræfasvæði á undra-auðveldan hátt. Um næstu helgi efnir Fe.rða- élagið til ferðar í Hólmatungur & að Dettifossi. Hólmatungur staður, sem er rómaður fyrir andslagsfegurð og fjölbreyttan gróður. v eittar verða upplýsingar um neiti blómplantna og annars groðurs í Hólmatungum. Nýr" golfvöllur á Akureyri Fyrir um 11 árum f£kk Golf- klúbbur Akureyrar til Urnráða landsvæði nokkurt við Glerár- ósa til golfiðkana. Land þetta er að mörgu leyti vel fallið til þeirra nota, en sá galli á, að eigi er þar rúm fyrir meira en 6 holur, en fullnægjandi golf- völlur hefir 9 holur. Undu með~ limir Golfklúbbsins þessu eigi vel, svo að í fyrra var ráðizt í að kaupa nýtt land. Festi Golf- klúbburinn í því sambandi kaup á landareignum „Nýrækt", hér ofan við bæinn, fyrir 60 þús. kr. 1 vor var hafizt handa um gerð 9 holu vallar og fenginn hingað til að skipuleggja völlinn enskur golfsérfræðingur, Mr. Treacher, sem staddur var hér á landi á "vegum Golfsambands Islands. Vegna manneklu sóttist vallar- gerðin fremur seint, en völlur- inn þótti þó vera' orðinn það góður nú, að fætt væri að halda hér landsmót. f framtíðinni má vænta þess, að völlurinn verði afbragð, enda lét Mr. Treacher svo um mælt, að fullgerður yrði hann hinn ágætasti aí-sínu tagi á Islandi og fyllilega sam- keppnisfær við beztu velli er- lendis. Meðlimir Golfklúbbsins hafa hér unnið merkilegt og ötult starf, og gefst nú Akureyring- um gott tækifæri til þess að leggja stund á þessa góðu og hollu íþrótt. Frá starfsemi Flupkóla Akureyrar. ~ Nýtt skip Laugardagskvöldið 13. júlí var nýju 64 smálesta skipi hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð KEA, sem Gunnar Jónsson veit- ir forstöðu. Var smíði þess haf- in.um mánaðamótin febr.—marz sl., og hefir smíði skipsins því verið lokið á tæpum 5 mánuð- um. Hefir smíði jafn-stórs skips sennilega aldrei áð#ur verið lok- ið á jafnskömmum tíma hér. á landi. Eigendur skipsins eru Magmís Gamalíelsson, útgerðarmaður í Olafsfirði, og Ásgeir Frímanns- son, sem verður skipstjóri á skip inu. — Skipið fór á síldveiðar fösludaginn 19, þ. m. í skipinu er 150 hestafla Juné Munklell vél, og er það búið öll- um nýtízku tækjum og hið vand- aðasta að öllum frágangi. Hlaut skipið nafnið Einar þveræingur. Landskeppni í plti. ' fslandsmeistari Sigtryggur Júlhisson, Akweyri. Landsmót í golfi fór fram hér á Akureyri dagana 21.—23. þ. m. Keppendur voru alls 20, þar af 10 frá Akureyri, 5 úr Vestmannaeyjum og 5 úr Reykjavík. Voru alls leiknar 72 holur (8 hringir). Fyrir- komulag þessa móts var nokk- uð frábrugðið því, sem tíðkazt hefir hingað til hér *á> landi. — Til þessa hefir verið höfð út- sláttarkeppni, en að þessu sinni léku allir þátttakendur með frá upphafi til enda keppninnar, eins og siður er erlendis. Bezt- um árangri á mótinu náði Sigtryggur Júlíusson, Akureyri, og er hann þvíGolfmeistari ís- lands árið 1946. Hér á eftir fara heildar niðurstöðutölur frá mótinu: 1. Sigtryggur Júlíusson A 343 högg 2. Jón Egilsson A» ,346 — 3. Lárus Arsælsson V.' 351 — 4. Þorvaldur Ásgeirsson Rvík 355 — 5. Axel Halldórsson V. 367 — 6. Björn Pétursson Rvík 368 — 7. Þqrður V. Sveinsson A.' 375 — 8. Helgi Skúlason A. ' 390 — 9. Jörgen Kirkegaard A. 394 — 10. Arnþór Þorsteinsson A. 398 — 11. Georg Gíslason V. 402 — 12.—13. Jón Bonediktsson A 405 ,— 12.—13. Gunnar Bjarnason V. 405 — 14. Sigiwður Guðjónsson Rvík 409 — 15. Anton Bjarnason V 410 — 16. Sleíán Árnason A f 412 — 17. Jakol. Gíslason A 425 -V 18. Danj'el Fjeldsted Rvík 426 — 19.—20. Sl. Ág. Krisljánss.*A 429 \ — 19.—20. Ásgrímur Ragnars Rví 429 — Þess skal getið, að nú uin mánaðarmótin fer fram í Sví- þjoð Norðurlahdamót í golfi. Taka þátt í því fáeinir Islend- ingar, þar af tveir frá Akureyrí, þeir Gunnar Hallgrímsson og Jörgen Kirkegaard. Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu. Skrifstofur sendiráðs íslands í London flytja þann 18. þ.' m. frá 6, West Ealon Place S.W. 1, í 17,'Buckingham Gate, S. W. 1. Reykjavík, 17. júlí 1946. Eins og lesendum þessa hlaðs er kunnugt, iióf Flugskóli Akur- eyrar starfsemi sína a s.l. hausti með 2 litlum kennsluflugvélum. Síðar bætti skólinn við sig 1 farþegaflugvél og 1 æfingavél, Sex nemendur bafa lokið hinu svonefnda „sóló"-prófi^ en það veitir aðeins rétt til einflugs und- ir eftiiiiti kennara. — Þeir eru: Gísli Olafsson, lögregluþjónn, Steindór Hjaltalín, útgerðarmað Hin nýja farþegaflugvél Flugskóla Akureyrar. en næstu daga verður byrjað að setja saman 2 nýjar kennsluflug- vélar, er skólinn hefir keypt frá Bandaríkjunum. Blaðið átti viðtal við Árna Bjarnarson, Iramkvæmdarstjóra •Flugskólans, um þessi efni, og fer það hér á eftir: Er mikill áhugi fyrir flugmál-' um hér norðanlands? Mikill áhugi er nú ríkjandi fyrir flugmálum, meðal yngri sem eldri, hér á landi og fer ört vaxandi. Otal ungra manna sæk^- ir'um upptöku í flugskóla okkar, og umsóknir hafa borizt frá fjar- lægustu stöðum, eins og Vest- mannaeyjuni, Vestfjörðum, Aust fjörðum, auk margra umsókna frá Akureyri og nálægum sýsl- um. Stunda nú um 20 menn nám við Flugskóla Akureyrar, en í haust munum við að líkindum hafa allt að því 50 nemendur í skólanum. a, Hvað hefir skólinn marga flugkennara? Við höfum aðeins 2, þá Krist- ján MikaelssOn, og Njál Guð- mundsson, en nauðsynlegt mun þó að bæta þeim þriðja við í haust, ásamt vélamanni, er við höfum tekið hinar nýju flugvél- ar í notkun. Hafa nokkrir nemendar lokið prófi við skólann ennþá? ur, Aðalbjörn Kristbjarnarson, bílstjóri, Viktor Aðalsteinsson, aðstoðartollvörður, Stefán Sig- urðsson, útvarpsvirki og Jón Ölafsson, bílstjóri frá Gilsá. All- ir þessir menn æfa nú flugið af miklu kappi, og^ hafa þeir fullan hug á, að ljúka A-prófi í haust. Það próf veitir þeim rétt til flugs án eftiiiits kennara, og mega þeir þá fljúga með einn farþega án endurgjalds. Hvar hefir skólinn aðsetur? Á Melgerðismelum í Eyja- firði, sem er um 20 km. frá Ak- ureyri. Er það mjög bagalegt að hafa flugvöilinn svo langt fráv bænum, sérstaklega yfir vetrar- mánuðina. Við höfum nýlega keypt bifreið, sem er í förum með nemendur og kennara á milli Melgerðismela og Akur- eyrar, en nú ér ákveðið að dval- izt verði þar fremra meðan á námskeiðum stendur. Höfum við_ tekið á leigu hermannaskála og innréttað þar skrifstofu, svefnhús og eldhús.. Verður þar hermavist, og eru sumir nemend- ur þegar setztir þar að. —> Er hugmyndin að kaupa fleiri flugvélar og færa út starf- semina á næstunni? Já, áreiðanlega. Við höfum fullan hug á því að auka starf- Framhald á 2. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.