Íslendingur


Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.07.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 26- júlí 1946 32. tbl. Ekið um örætiu- Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðar 6. júlí s. 1. suður úr Mývatnssveit hjá Grænavatni, og var ætlunin, eins og áætlun í „Ferðum“ ber með sér, að aka bifreiðum yfir Ódáðahraun suður Dyngjufjalladal, austur með Dyngjufjöllum að sunnan og norður vikursandanna vest- an Jökulsár og yfir hraunið austan Herðubreiðar, niður í Herðubreiðarlindir, en þangað austur hefir verið ekið nokkur síðastliðin ár frá Mývatnssveit um Námaskarð og Grafarlönd. Var því ætlunin að koma eft- ir fimm daga aftur til Mývatns- sveitar og þá úr austurátt til Reykjahlíðar. I ferðinni voru 6 stúlkur og 19 karlmenn. Fararstjóri Þor- steinn Þorsteinsson. Ekið var á þrem bifreiðum: Rifreið Ferðaféiagsins, og ók henni form. félagsins, Sigurjón Rist. Setuliðsbifreið Hólmsteins Egilssonar, sem var og bilstjór- ' inn. Sú þriðja var jeppi, eigandi Sigurst. Steinþórsson, benzín- afgr. KEA, ökumaður Páll Ara- son úr Reykjavík, sá,- sem ók þesa leið fyrstur manna á sinni eigin bifreið s. 1. sumar. Ferðin gekk með ágætum suður á fjöllunum, og laust upp úr hádegi á fimmtudaginn heimsóttu leiðangursmenn brú- arsmiði við Jökulsá á Fjöllum, þá brúnir í andlitum eftir sterkt sólskin, allir í sólskins- skapí 0g íétu vel af förinni. Hafði verið gengið í öskju um Suðurskarð og vestan öskju vatns og á barm Vítis, en það- an snúið út um öskjuop. Á sama tíma höfðu bílstjórar ekið bílunum frá Suðurskarði, norð- hr með fjöllum að austan til móts við leiðangursmenn úr öskju. ^ Með hringferðum sem þess- um gefst þátttakendum kostur á að kynnast þessu stórbrotna öræfasvæði á undra-auðveldan hátt. Um næstu helgi efnir Fo^rða- ^lagið til ferðar í Hólmatungur að Dettifossi. Hólmatungur er staður, sem er rómaður fyrir anc*sUgSfegUrð og fjölbreyttan gróður. Veíttar verða upplýsingar um heiti blómplantna og annars gróðurs í Hólmatungum. Frá starfsemi Flugskóla Akureyrar. ” Nýr'golfvöllur á Akureyri Fyrir um 11 árum fðkk Golf- klúbbur Akureyrar til umráða landsvæði nokkurt við Glerár- ósa til golfiðkana. Land þetta er að mörgu leyti vel fallið til þeirra nota, en sá galli á, að eigi er þar rúm fyrir meira en 6 holur, en fullnægjandi golf- völlur hefir 9 holur. Undu með- limir Golfklúbbsins þessu eigi vel, svo að í fyrra var ráðizt í að kaupa nýtt land. Festi Golf- klúbburinn í því sambandi kaup á landareignum ,,Nýrækt“, hér ofan við bæinn, fyrir 60 þús. kr. 1 vor var hafizt handa um gerð 9 holu vallar og fenginn hingað til að skipuleggja völlinn enskur golfsérfræðingur, Mr. Treacher, sem staddur var hér á landi á vegum Golfsambands íslands. Vegna manneklu sóttist vallar- gerðin fremur seint, en völlur- inn þótti þó vera' orðinn það góður nú, að fæi't væri að halda hér landsmót. I' framtíðinni má vænta þess, að völlurinn verði afbragð, enda lét Mr. Treacher svo um mælt, að fullgerður yrði hann hinn ágætasti af sínu tagi á Islandi og fyllilega sam- keppnisfær við beztu velli er- lendis. Meðlimir Golfklúbbsins hafa hér unnið merkilegt og ötult starf, og gefst nú Akureyring- um gott tækifæri til þess að leggja stund á þessa góðu og hollu íþrótt. Nýtí skip Laugardagskvöldið 13. júlí var nýju 64 smálesta skipi hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð KEA, sem Gunnar Jónsson veit- ir forstöðu. Var smíði þess haf- in.um mánaðamótin febr.—marz sh, og hefir smíði skipsins því verið lokið á tæpurn 5 mánuð- um. Hefir smíði jáfn-stórs skips sennilega aldrei áður verið lok- ið á jafnskömmum tíma hér á landi. Eigendur skipsins eru Magnús Gamalíelsson, út^erðarmaður í Ólafsfirði, og Ásgeir Frímanns- son, sem verður skipstjóri á skip imi. —- Skipið fór á síldveiðar föstudaginn 19, þ. m. í skipinu er 150 liestafla Juné Munktell véL og er það búið öll- um nýtízku tækjum og liið vand- aðasta að öllum frágangi. Hlaut skipið nafnið Einar þveræingur. Landskeppni I golíi. íslandsmeistari Sigtryggnr Júliusson, Akureyri. Landsmót í golfi fór fram hér á Akureyri dagana 21.—23. þ. m. Keppendur voru alls 20, þar af 10 frá Akureyri, 5 úr Vestmannaeyjum og 5 úr Reykjavík. Voru alls leiknar 72 holur (8 hringir). Fyrir- komulag þessa móts var nokk- uð frábrugðið því, sem tíðkazt hefir hingað til hér a- landi. — Tii þessa hefir verið höfð út,- sláttarkeppni, en að þessu sinni léku allir þátttakendur með frá upphafi til enda keppninnar, eins og siður er erlendis. Bezt- um árangri á mótinu náði Sigtryggur Júlíusson, Akureyri, og er hann því Golfmeistari Ss- lands árið 1946. Hér á eftir fara heildar niðurstöðutölur frá mótinu: 1. Sigtryggur Júlíusson A 343 högg 2. Jón Egilsson V .346 — 3. Lárus Ársælsgon V. 351 — 4. Þorvaldur Ásgeirsson Rvík 355 —• 5. Axel Halldórsson V. 367 — 6. Björn Pétursson Rvík 368 — 7. ÞórSur V. Sveinsson A. 375 — 8. Helgi Skúlason A. 390 — 9. Jörgen Kirkegaard A. 394 — 10. Arnþór Þorsteinsson A. 398 — 11. Georg Gíslason V. 402 — 12.—13. Jón Benediktsson A 405 •— 12.—13. Gunnar Bjarnason V. 405 — 14. Sigmður GuSjónsson Rvík 409 — 15. Anton Bjarnason V 410 16. Stefán Árnason A ^ 412 — 17. Jakoh Gíslason A 425 -V- 18. Danjel Fjeldsted Rvík 426 — 19. —20. St. Ág. KrisljáBss." A 429 ,—- 19.-^20. Ásgrímur Ragnars Rví 429 — Þess skal getið, að nú um mánaðarmótin fer fram í Sví- þjóð Norðurlahdamót í golfi. Taka þátt í því fáeinir Islend- ingar, þar af tveir frá Akureyri, þeir Gunnar Hallgrímsson og Jörgen Kirkegaard. Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu. Skrifstofur sendiráðs Islands í London flytja þann 18. þ. m. frá 6, West Eaton Place S.W. 1, í 17, Bnckingham Gate, S. W. 1. Reykjavík, 17. júlí 1946. Eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt, hóf Flugskóli Akur- eyrar starfsemi sína & s.l. liausti með 2 litlum kennsluflugvélum. Síðar bætti skólinn við sig 1 farþegaflugvél og 1 æfingavél, en næstu daga verður byrjað að setja saman 2 nýjar kennsluflug- vélar, ei’ skólinn hefir keypt frá Bandáríkjunum. Blaðið átti viðtal við Árna Bj arnarson, Lramkvæmdarstjóra •Flugskólans, um þessi efni, og fer það hér á eftir: Er mikill áhugi fyrir flugmál-' um hér norðanlands? Mikill áhugi er nú ríkjandi fyrir flugmálum, meðal yngri sem eldri, hér á landi og fer ört vaxandi. Otal ungra manna sæ^- ir'um upptöku í flugskóla okkar, og umsóknir hafa borizt frá fjar- lægustu stöðum, eins og Vest- mannaeyjum, Vestfjörðum, Aust fjörðum, auk margra umsókna frá Akureyri og nálægum sýsl- um. Stunda nú um 20 menn nám við Flugskóla Akureyrar, en í háust munum við að líkindum hafa allt að því 50 nemendur í skólanum. m Hvað hefir skólinn marga flugkennara? Við höfum aðeins 2, þá Krist- ján MikaelssOn, og Njál Guð- mundsson, en nauðsynlegt mun þó að bæta þeim þriðja við í haust, ásamt vélamanni, er við höfum tekið hinar nýju flugvél- ar í notkun. Hafa nokkrir neinendnr lokið prófi við skólann ennþá? Sex nemendur hafa lokið hinu svonefnda „sóló“-prófij en það veitir aðeins rétt til einflugs und- ir eftirliti kennara. Þeir eru: Gísli Ólafsson, lögregluþjónn, Steindór Hjaltalín, útgerðarmað ur, Aðalbjörn Kristbjarnarson, bílstjóri, Viktor Aðalsteinsson, aðstoðartollvörður, Stefán Sig- urðsson, útvarpsvirki og Jón Ólafsson, bílstjóri frá Gilsá. All- ir þe&slr menn æfa nú flugið af miklu kappi, og hafa þeir fullan hug á, að ljúka A-prófi í haust. Það próf veitir þeim rétt til flugs án eftirlits kennara, og mega þeir þá fljúga með einn farþega án endurgjalds. Hvar hefir skólinn aðsetur? Á Melgerðismelum í Eyja- firði, sem er um 20 km. frá Ak- ureyri. Er það mjög bagalegt að hafa flugvöllinn svo langt frá bænum, sérstaklega yfir vetrar- mánuðina. Við höfum nýlega keypt bifreið, sem er í förum með nemendur og kennara á milli Melgerðismela og Akur- eyrar, en nú ér ákveðið að dval- izt verði þar fremra meðan á námskeiðum stendur. Höfum við tekið á leigu hermannaskála og innréttað þar skrifstofu, svefnluís og eldhús.. Verður þar heimavist, og eru sumir nemend- ur þegar setztir þar að. — Er hugmyndin að kaupa fleiri flugvélar og færa út starf- semina á næstunni? Já, áreiðanlega. Við höfum fullan hug á því að auka starf- Framhald á 2. síðu. Hin nýja jarþegaflugvél Flugskóla Akureyrar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.