Íslendingur - 26.07.1946, Qupperneq 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudaginn 26. júlí 1946
Danska er ko rauðkál mið aftur. ■■ ■ ið >
Tvei«p»«_j
Lærðu að fljflp
Flugskóli Akureyrar á nú 2 góðar kennsluvélar
og fær 3 nýjar innan skamms. — Getum |)ví
bætt við okkur nokkrum nemendum þegar í
stað. —. Taiið við ÁRNA BJARNARSON,
Akureyri, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Sími 334.
Flugskóli Akureyrar.
Bátaeigendar
sem eiga báta sína á svæðinu sunnan Strand-
götu, fyrir Vestan bílaþvottastöðina, verða að
taka þá burtu nú þegar, annars verða þeir
fluttir burt á kostnað eigenda.
Bátar, sem eru notaðir að staðaldri, munu
þó geta fengið að vera áfram, ef um það er
sótt og pláss leyfir.
Bæjarstjóri.
Slægjulönd
Þeir bæjarbúar, sem vilja fá slægjur í hólm-
unum í sumar, verða að tilkynna það á skrif-
stofu bæjarstjóra fyrir 1. ágúst n. k., því að
eftir þann tíma verða hólmarnir leigðir utan-
bæjarmönnum.
Bæjarstjóri.
Uinsjónarr<annsstarf
Umsjonarmannsstarfið við Samkomuhús
bæjarins er laust til umsóknar frá 1. október
næstkomandi.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjar-
stjóra fyrir 15. ágúst næstkomandi.
Akureyri, 24. júlí 1946.
Bæjarstjórinn.
LINOLEUM
Hef von um aS fá dálítið af
gólfdúknm fJjótlega.
Bið þá, sem hafa pantpð þá hjá
mér, að láta mig vita, livort
þær pantanir standa.
Eggert Stefánsson.
Til leigu
Slrandgata 1, miðhæðin
er til leigu frá 1. október
n. k. -— Hentugt fyrir
skrifstofur eða til atvinnu
reksturs.
ÓSKAR SÆMUNDSSON.
Frá Tyrklandi Dtitímans.
Gömu! þjóð með oýjar hug
myndir.
ERLENDIR ferðamenn, sem
koma til Tyrklands eftir tuttugu
og fimm ára fjarveru, eru mjög
undrandi yfir þeim stakkaskipt-
um, sem orðið hafa, eigi ein-
göngu á ytra útliti lands og þjóð-
ar, heldur einnig hvað snertir
hugsunarhátt og siðferðisþrótt
fólksins.
Horfin er nú rauða fezhúfan
af höfðum karlmannanna og hin
ar þykku blæjur, sem skýidu á-
sjónum kvennanna fyrir girndar-
augnaráði karlkynsins. Dætrum
þeirra kvenna, er dvöldust mest-
an hluta ævi sinnar hak við
gluggahlera, hýðst nú tækifæri
til að verða læknar, lögftæðing-
ar, dómarar og þingmenn. Enh-
fremur má nú hvarvetna finna
dugnað og framkvæmdir, þar
sem áður hvíldi andrúmsloft
deyfðar og kyrrstöðu.
Það finnst naumast tyrknesk
borg, þar sem ekki er verið að
reisa eða fegra opinberar liygg-.,
ingar, og hreiðar nýtízku götur
eru að koma í stað fprnra öng-
strðcta. Uppi á miðri, eyðilegri
Anatólíuhásléttunni hefir verið
reist nýtízkiu-borg, Ankara, hii^
nýja höfuðhorg Tyrklands. ,Þar
stóð áður lítill, gamaldags hær.
Af íbúum Tyrklands, sem eru
hér um hil 19 milj., samkvæmt
síðasta manntali, eru meira en
% hlutar bændur, sem eiga af-
komu sína undir jarðrækt. Old-
um saman, á dögum soldánanna,
líjuggu þeir við sult og seyru í
litlum, hrörlegum moldarkofum
og klæddust tötrum. Niðri á lág-
lendinu var fólkið gegnsósa af
malaríu. Skattaálögur stjórnar-
innar voru þungar, og sífelldar
herkvaðningar sugu mikið Ijlóð.
Hin nýja stjórn Tyrklands hefir
gert sér mikið far um að upp-
ræta þessar' meinsemdir, og enda
þótt lífskjör tyrknesku bændanna
séu ennþá erfið, þá fara þau |
jafnt og þétt batnandi. Jarðrækt
er styrkt og gengizt fyrir endur-
hótum, og nú er svo komið, að
Tyrkir eru sjálfum sér nógir
hvað snertir allar meginlífsnauð
synjar, svo sem korn, kjöt, egg,
grænmeti og ávexli. í júnímán-
uði 1945 samþykkti tyrkneska
þingið ný landhúnaðarlög. Er í
þeim gert ráð fyrir, að um 1
millj. hændafjölskyldum verði
séð fyrir jarðnæði, er nægi þeim
til framdráttar. Um 20 millj.
ekrum lands, frá stórjörðum,
verður skipt upp á milli þeirra.
Atvinnuvegir landsins hafa
verið efldir í tvennum tilgangi
— til endurreisnar landbúnað-
inum og til landvarna, ef ógæfa
^teðjaði að. Bómullin, ullin og
silkið, sem framleitt er í sveil-
um landsins, er unnið í fjölda
stórra myllna, sem reistar hafa
verið á síðari árum. Sykurfram-
leiðslan hefir tekið álitlegum
framförum. Stálverksmiðjum, af
ljiæzkri gerð, sem komið hefir
verið upp í Karabuk, eru nú í
fullum gangi. Stórkostlegar fram
tíðaráætlanir eru á prjónunum,
þar sem gert er ráð fyrir ger-
breytingum í nýtízkuátt á rekstri
Zonguldukkolanámanna og bygg
ingu nýrra efnaverksmiðja og
rafvirkjana.
r
A tuttugu. og tveimur árum
hafá járnbrautarlagnir Tyrk-
lands næstum tvöfaldazt, og eru
þær nú meira en 7300 km. Sem
stendur er verið að leggja tvær
nýjar járnhraufir, aðra að pers-
nesku landamærunum og hina
að landamærum Iraqs. Lestatala
tyrkneska flotans er ekki há —
um 145 þús. tonn — en nægir til
að lialda uppi strandferðum og
siglingum um austanvert Mið-
jarðarhaf. Gerðar hafa nú verið
ráðstafanir til að auka kaup-
skipaflotann. Iiuilend flugfé-
lög annast um fólksflutninga inn
anlands, og hrezkar og handa-
rískar millilandaflugvélar hafa
fasta viðkomu á tyrkneskum flug
völlum.
Fjármál ríkisins fara í gegn-
um ákveðna banka, sem ríkið á
annaðhvort sjálft eða stjórnar að
mestu leyti. Enda þótt einstakl-
ingsframtaksins gæti í mörgu,
þá hefir ríkið með höndum meg-
ingreinar framleiðslunnar og að-
alsamgöngurnar. Um þessar
múndir stendur í tyrkneskum
stjórnmálum mikill styr um,
hvort ríkið eigi að auka afskipti
sín af atvinnulífinu.
Utanríkisverzlun Tyrkja hefir
heðið niikinn hnekki vegna hins
háa verðlags í landinu. Dýrtíð-
in þar er meiri en í flest-
um öðrum löndum heims. Til
þess eru margar ástæður: háir
verndartollar til eflingar innlend
um iðnaði, miklar skattaálögur
og há laun vegna eklu á vinnu-
afli, sem aftur á rót sína að rekja
til aukningar tyrkneska hersins
á styrjaldarárunum — eru hin-
ar helztu. Um mörg ár hefir
Þýzkaland verið ]>ezti viðskipta-
vinur Tyrkja. Eftir að Tyrkir
misstu þann markað, reyndu
þeir að koma á viðskiptum við
Bretland og Bandaríkin, en til-
raunir I })á ált hafa orðið árang-
urslitlar, þar eð hið háa verð-
lag á tyrkneskum vörum stenzt
enga samkeþpni á alþjóðavett-
vangi. Þar sem Tyrkjum tekst
ekki að selja vöru sína, skortir
þá tilfinnanlega erlendan gjald-
eyri til þess að greiða með ým-
islegt, sem þeir sjálfir þarfnast
erlendis frá. Er utanríkisverzl-
un Tyrkja því svo að segja alveg
stöðvuð eins og sakir standa.
Árið 1927 var 91% þjóðar-
innar hvorki læs né skrifandi.
Notuðu menn þá arahiska letrið.
Árið 1935, er latneska stafrofið
hafði verið tekið upp, var hlut-
fallið lækkað ofan í 84.5%.
Nýrri tölur liggja ekki fyrir, en
tala ólæsra og óskrifandi fer æ
minnkandi. Ástandið í þessum
efnum er verst í sveitum lands-
ins, en tyrkneska lýðveldið hefir
hafizt handa að ráða bót á þess-
um annmarka á einfaldan, en
árangursríkan hátt. Eftir nokkr-
ar tilraunir voru settar upp stofn
anir, þar sem drengir og stúlk-
ur af bændaættum, 15—17 ára,
fá sérstakan undirbúning til
kennslu í barnaskólum í sveita-
héruðunum. Auk .tyj knesku læra
þau þar stærðfræði, sögu og
laíidaíræði, undirstöðu-atriði
lándbúnaðai og ýmsar handiðn-
ir, sem að gagni koma í þorpum
landsiíis. Stúlkurnar taka nám-
skeið í húshaldi, hjúkrun og ljós
mæðrafræði. Er þau hafa útskrif
azl úr þessum skólum, hverfa
þau lieim til þoi pa sinna og ann-
ast þar barnafræðslu.
Fyrirkomulag þetta hefir
reynzt ágæla vel, og gerir tyrk-
neska stjórnin sér vonir um, að
takast megi á þenna hátt að sjá-
íbúum sveitanna fyrir, almennri
og sómasamlegri fræðshi. Gagn-
fræða- og æðri menntun hefir
einnig aukizt mikið. Árlega rísa
upp nýir gagnfræða- og mennla-
skólar í tyrkneskum horgum, og
annar tyrkneski háskólinn, sem
fyrir nokkrum árum var stofn-
aður í Ankara, mun hrátt fær um
að keppa við hinn gamla há-
skóla í Istanbul (Miklagarði).
Stjórnin lætur, sér einnig annt
um að efla fræðslu í verklegum
efnum.
Lengi vel og til skamms tíma
var franskan eina erlenda málið,
er átti sér djúpar rætur í Tyrk-
landi, en síðastliðin fimmtíu ár
hefir þó þýzka náð verulegri út-
breiðslu. Enskukunnátta Tyrkja
liefir lengst af eigi verið upp á
marga fiska, en fám árum fyrir
stríðið tóku Tyrkir að leggja
mikla ástundun við enskulærdóm
og hefir orðið vel ágengt í þeim
efnum.
(English Digest).
ORGEL tilsölu
Upplýrsingar gefur
Jón Bergdol,
Oddagötu 7, sími 156.
Barnlaus hjón
vanlar íbúð 1. október n. k. (2 stofur
og eldhús). Fyrirframgreiðsla, ef ósk-
að er. Afgr. vísar á.