Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.08.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23. ágúst 1946 ÍSLENDINGUR 3 Pað er löng leið til Tipperary. eftir james ConnoSIy, M.A. írski menn tamaðurinn, James Connolly, magister, sem liér var ný- lega á jerð, hefir ritað eftirfarandi grein fyrir íslending. Fjallar grein- in um írska liéraðið og borgina Tipperary, sem frœg var orðin vegna söngsins „It’s a long way to Tipperary“, sem margir Islendingar kunna. Er greinin bœði skemmtileg og fróðleg. ÍSLENDINGUR Rilstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefnndi: BlaSaiUgáfufél. Akureyrar. Skrifstofn Hafnaratr. 101. Sfmi 354. Auglýelngar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Aumingja fátæklingarnir. Allir þekkja barlómsstefnu þa, sem Framsóknarmenn hafa rekið í þjóðmálum, síðan þeir urðu utan gátta í stjórn landsins. Nú er þessi barlómur þeirra kotninn á svo hátt stig eftir kosningarnar, að þeir telja það eina meginorsökina fyrir ósigri sinum, að þeir séu svo fátækir, að þeir hafi engin efni á að halda uppi neinni áróðursstarfsemi. Sjálfstæðis- menn hafi alla peningana, sósíalist- isku flokkarnir sterk verklýðssamtök, en aumingja Fratnsóknarmennirnir eigi engan að og enga peninga. Verði þeir einungis að treysta á skynsemi fólksins, og svo brást hún líka. Það liggur við, að brjóstgóðir m»nn geti tárasl yfir þessu ömurlega lífi Frarn- sóknarflokksins. Þeim, sem þekkja nokkuð til fer- ils og starfshálta þessa ágæta stjórn- málaflokks, hættir þó ekki svo mjög til þess að tárast yfir þessum rauna- tölum, heldur furðar þá öllu fremur á hinni dæmalausu hræsni og ósvífni, sem í þeim felst. Enginn flokkur hefir Framsóknar- flokknum fremur heitt valdi fjár- magns og forréttinda til þess að efla áhrif flokksins. Sá mæti maður Bern- harð Stefánsson forðast að niinnast á kaupfélögin í hinum frægu eftir- mælum sínum um kosningarnar. Ó- líklegt er þó, að hann hafi gleymt þessum merku samtÖkum, úr því að hann minntist á verklýðsfélögin og áhrif þeirra. En þótt svo kunni að vera, þá rnunu flestir aðrir háfa hugsað til þeirra, er þeir lásu grein Bernharðs Stefánssonar. Það vita allir landsmenn, hvernig samvinnu- 'félögum hænda hefir verið heitt aí- Framsóknarflokknum undir því yfir- skini, að verið væri að efla sam- vinnustefnuna. Kaupfélagsstj órarnir hafa vcrið vandlega valdir eflir póli- tískri línu flokksins, og félögin hafa á hverjum stað verið gerð að nokk- urskonar sellu í haráttuliði Fram- sóknarflokksins. Blöð flokksins hafa verið bæði leynt og ljóst studd fjár- hagslega af kaupfélögunum og hér á Akureyri auglýsir KEA t. d. fyrir hundruð króna í hverju blaði af „Degi“, en ekki fyrir eina krónu í „íslendingi“. Þá hefir einnig sú inn- heimtuaðferð víða líðkast hjá Fram- sóknarhlöðunum, að þau hafa verið færð inn í reikninga hjá viðskipta- tnönnum kaupfélaganna. Þetta vilja Framsóknarmenn ekki minnast á, og það að vonum, en þeir verða þó að sætta sig við það, að þelta sé rifj- að upp, þegar þeir eru að belgja sig 1,1 af vandlætingu út af allskonar ®yndum, sem þeir þykjast sjá aðra drýgja. Framsóknarmenn eru áreiðanlega ekki fátækari af fé en aðrir, þótt þeir hafi nú að vísu ekki lengur opinbera liitlinga til þess að verzla með. Hitt er satt, að þeir eru að verða fátæk- ari að áhrifum síðan bændur losn- uðu af skuldaklafanum hjá kaupfé- lögunum, og bera síðustu kosningar þess ljóslega merki. Þeir rnunu því þannig brátt verða örsnauðir af fylgi, ef þeir halda áfrarn á þeirri braut, sem þeir hafa markað sér. Þdr varð Norburlands- meistari í handkoatt- ieik. EINS og kurtnugt er, urðu öll fé- lögin jöfn að stigatölu, þegar keppt var um Norðurlandsmeistaratignina í handknattleik kvenna fyrir nokkru síðan. Var mótið því endurtekið um síðustu helgi, og kepptu þá sömu fé- lög og í fyrra sinnið. A föstudagskvöld kepptu Þór og K. A., og varð jafntefli, 7:7. Á laugardag kepptutK. A. og Völs- ungar frá Húsavík, og vann K. A. með 5:2. — Þenna sama dag keppti 1. fl. karla úr K. A. og Þór, og vann Þór þann leik með 4:3. Á mánudagskvöld vann Þór Völs- unga með 8:4, og Þór vann þá K. A. með 6:1. Vann því Þór mótið. Mótinu lauk með sameiginlegri kaffidrykkju að Hótel KEA. Konurnar og Akureyri OFT hefir verið' um það’ lalað, a'ð kon- ur létu sig litlu varða opinber mál, en hvað' sem sall kann a'ð vera í því, þá getur það' ekki ált við' konurnar liérna á Akureyri. Samtök kvenna hafa unt langt skei'ð'haft forustit í ýrnsum merkuslu menningarmál- um þessa bæjarfélags og allt þeirra starf hefir miðað’ að' ]iví a'ð fegra bæinn og efla andlega og líkamlega heitbrigði bæjarbúa. Af hinum ýrnsu baráttumálum kvennanna eru þó þrjú merkust: Lystigar'ðurinn, kirkj an og sjúkrahúsið. Tvö liinna fyrrnefndu hafa.verið’ myndarlega lil ’lykta leidd og hi'ð þriðja komi'ð á góðan rekspöl, og öll sú mikla fyrirliöfn og érfi'ði, sem fjölmarg- ar konur, eldri sem yngri, lögðu á sig um síðustu helgi til fjáröflunar fyrir sjúkra- húsið, sýnir, a'ð þær ælla ekki að skilja við’ það mál fyrr en það er komið’ í örugga höfn. %t. ' - Góður útisanikomustaður TUNIÐ sunnan sundlaugarinnar er til- valinn sta'ður til útiskemmtana, og það þarf að útbúa þetla svæði þannig, að þa'ð geti or'ð’ið slíkur skemmtistaður fyrir bæjar- búa í framtíðinni. KvenféÍagskonuxnar höf'ðu kornið smekklegum útbúnaði fyrir á skemmtisvæðinu, en það kostaði niargra daga vinnu og alveg ófært, að þurfa að koma upp slíkum útbúuaði í livert sinn, sem skemmtun er haldin þarna. Hér eiga því bæjaryfirvöldin að koma til sögunnar og láta gir'ða túni'ð og reisa þar veitinga- skála á kostna'ð’ bæjarins. Danspall þarf « einnig að útbúa úí gólfborðum. Mætti láta ltann slanda yfir sumarið, svo að ekki þyrfti að’ slá upp palli í hvert sinn, sem samkoma er lialdin. Myndi þetta án efa verða til þess, a'ð fleiri útisamkomur yr'ðu haldnar og ólíkt lieilsusamlcgra að ÉG er ættaður frá Tipperary, og t margir íslendingar hafa beðið mig að rita eitthvað um þenna stað, sem hlotið hefir rnikla frægð vegna söngsins, sem náði svo mikllli hylli hermannanna í fyrri heimsstyrjöld- inni. Söngur þessi varð vinsæll háð- um megin við víglínurnar eins og söngúrinn „Lili Marlene“ í þessari styrjöld, og Þjóðverjar sungu.hann engu síður en Englendingar, Banda- ríkjamenn og Frakkar. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar komu enskir hermcnn þúsundum saman til írlands, einkum til þess að sjá stað- inn, sem þeir höfðu svo oft sungið um. Nú, eftir þessa styrjöld, koma þeir í engu minni hópum til írlands, því að þar er nóg af mat, og þægi- legt og ódýrt að lifa þar. Og einn af fyrstu stöðunum, sem þeir ætíð heim sækja, er Tipperary. Orsök frægðarinnar OG hvernig stendur þá á því, að staður þessi hefir hloti'ð slíka frægð sem nokkurskonar paradís hennann- anna, þar sem stríðsþreyttur hermað- urinn gelur livílzl í fögru umhverfi? Eg veit það ekki, en ég skal lýsa skemmta sér undir beru lofti í góðu vcðri en kúldast inni í reyk og hitasvækju kaffi- húsanna. Síminn og hraðsamtölin ENN kvartar fólk látlaust yfir símanum. Innanbæjarkerfið hér á Akureyri er or'ð’ið' mjög af sér gengið' og brýn nauðsyn ú að’ Tá seni fyrst sjálfvirka mið’stöð. Þá Itefir það einnig verið miklum erfiðleikum bund- ið' að fá síma, og rnunu ýmsir liafa be'ðið hér árum.saman eflir símatækjum. Stríðið' hefir torveldað framkvæmdir á þessu svið'i sem öðrum, on þess er a'ð vænta, að þegar liafi verið ger'ðar ráðstafánir til þcss a'ð konta símamálunum liér í bæ í viðundandi horf. Og svo eru það langlínurnar og hrað- samtölin. Meginhluti af öllum samtölum nú cr a'ð verða hraðsamtöl, ef það skal kallast hraði að fá samtal eftir jafnvel klukkutíma til tvo tíma, en á símamáli heitir það þó hrað’samtal og kostar þre- falt gjald. Og þcir, sem ckki vilja cða geta veitt sér þann munað að tala þessi svoköll- u'ðu hraðsanttöl, verða jafnvel að bí'ða dogunt saman, þegar um minni stöð’varn- ar cr að’ ræ'ða. Er hætt við’, a'ð þetta yrði ekki þolað, ef einkafyrirtæki ættu í lilut. Þessi fjáröflunaraðferð símans er ckki að' kenna hinum einstöku stö'ðvum, heldur yfirstjórn símans. Stöðvarnar reyna a'ð’ hraða afgreið'slu samtalanna eftir mætti, en langlínurnar eru alltof fáar. Engin vi'ð- unandi lausn fæst á þessu öngþveiti fyrr en línunum hefir veri'ð fjölga'ð, en á með’an ver'ð’ur a'ð taka upp skynsamlegri reglu með hraðsamtölin, og síminn á ekki a'ð' taka við’ hra'ðsamtalsbeiðnum, nema hanu gcli afgrcitt þau þegar í sta'ð sem raun- veruleg liraðsamtöl. Ella eiga samtölin að reiknast sem einföld sarnlöl. Tipperary fyrir ykkur, og þá getið þið’ ef til vill sjálf fundið ástæðuna. Tipperary er nafn á héraði í Suð- ur-írlandi. Það er langt frá sjó, því að það liggur um það hil 100 kíló- metra inni í landi. Það getur ekki stært sig af neinu stórbrotnu og glæsilegu landslagi eins 'og Island, cn þó hefir héraðið sinn sérstaka yndisþokka. Hæstu fjöllin eru aðeins 10Q0 metrar, og halli þeirra er af- líðandi. Hlíðarnar eru að mestu skógi vaxnar allt upp að fjallsbrún, og gefur það landslaginu þægilegan og hlýlegan blæ. Þarna er frjósam- asti jarðvegurinn á öllu Irlandi, og dalurinn mikli 4 miðhluta Tipperary- héraðs hefir verið kallaður „Gull- dalurinn“ vegna hinna miklu akra með gullleitu korni, sem vex þarna mjög vel á sumrin. Það hefir oft verið sagt, að íbúar Tipperary væru mjög latir. Ef til vill er þetta satt. Jarðvegurinn er svo frjósamur og auðugur, að upp- skera er mikil, og fólkið þarf ekki að vinna mjög mikið til þess að geta lifað sæmilegu lífi, t. d. hægt að fá tvær eða þrjár heyuppskérur á ári, eins og í flestum suðurhéruðum ír- lands. Bændurnir þurfa þó í raun- inni ekki mikið hey fyrir húpening sinn á veturna, því að veðrið er svo inilt og frost sjaldgæf, að grasið heldur áfram að vaxa einn til tvo þumlunga, á veturna og hægt er að beita búpcningiium alían daginn. Það þarf aldrei að hafa skepnurnar inni',’nema á næturnar, og oft eru svi mildar vetrarnætur, jafnvel í desem- her og janúar, að hægt er að hafa búpeninginn úti allan sólarhringinn. Gómsætir ávextir ÞETTA skemmtilega og frjósama land gefur bændunum ríkulega upp- skeru á hverju ári, hæði epli, perur, jdómur og kirsuber. í Tipperary er eplasafi vinsælasti drykkurinn, en safi þessi er húinn til úr gerjuðum eplalög. Safi þessi er mjög áfengur, og fólk, sem ekki er vant drykknum, getur orðið ölvað af tveimur eða þremur glösum. írskum börnum er leyft að drekka þenna safa, því að hann er talinn liollur, og þegar þau eru orðin talin fullvaxin, geta þau ekki orði’ð ölvuð af þessum drykk, nema með því að drekka mjög mik- ið af honum. Eg byrjaði að drekka eplasafa, þegar ég var tíu ára, og gæli nú drukkið tvo til þrjá lítra af honum án þess að finna lil áfengis- áhrifa. Vegna hins milda loftslags og frjó- semi, Kefir Tipperary, og reyndar öllum suðurhéruðum írlands, oft verið líkt við Ítalíu. Búgarðarnir eru líkir ítölskum bændabýlum, og sveitafólkið klæðist á evipaðan hátt og ítalskt sveitafólk, einkum konurn- ar, sem hera litskrúðug höfuðföt. Þá eru einnig litlir asnar notaðir til þess að flytja smápinkla eins og á Ítalíu. Stundum eru asnar þessir látnir draga fagurlega málaða vagna, en þeir eru ekki rnjög stórir, því að asnarnir eru afar smávaxnir, næst- um helmingi minni en litlu, íslenzku hestarnir. Hinsvegar eru írsku hest- arnir mjög stórir og heimsfrægir fyrir það, hversu þeir eru fráir á fæti. Uppeldi kappaksturs- og kapp- reiðahesta er stór atvinnugrein í ír- landi, einkum í Tipperary, því að undir grassverðinum er' kalksteinn, 'óg í öllum ám og lækjum er mikið af kalki. Kalkið gerir dýrin stórvax- in og beinasterk, og nautgripir og hestar frá Tipperary eru þeir lang- heztu á írlandi. Árlega eru um eitt hundrað kappreiðahestar sendir frá Tipperary til Englands og Ameríku, þar sem þeir oft bera sigur af hólmi í helztu kappleikjunum. íbúarnir eru líkir íslend- ingum EG hygg, að ykkur muni geðjast vel að íbúum Tipperary, því að þeir eru mjög líkir Islendingum í útliti og skapgerð. Þar eru þó ekki eins margir Ijóshærðir og á íslandi, og margir eru þar dökkhærðir og svart- eygir eins og í Miðjarðarhafslöndun- um. Þeir eru mjög vingjarnlegir og gestrisnir, ræðnir og skcmmlilegir. Þeim þykir ekkert skennntilegra en sóla sig allan daginn, masa og ldæja. Eins og ég gat um áður, eru þeir fremur lalir, og eykur það þenna eiginleika, að í þessu frjósama landi er naumast um nokkra baráttu að ræða fyrir daglegu brauði. Þeir eru allir kaþólskir og vinna alls ekki á sunnudögum eða öðrum hinum mörgu kirkjulegu helgidögum. íbúar Tipperary eru mjög hjá- trúarfullir og trúa á álfa og illvætti. En álfarnir þeirra eru smávaxnir og meinlausir og ólíkir hinum skelfi- legu og grimmu tröllkonum og ris- utn, sem Islendingar trúðu á. í írsk- unni er í staðinn fyrir orðið „álfur“ notað orð, sem þýðir „litla fólkið“ eða „góða fólkið“, sem sýnir það, að sveitafólkið var í rauninni ekki hrætt við þá, heldur þótti vænt um þó. Algengasta álfasagan, sem þið mynduð heyra, ef þið kæmuð til Tipperary, er sagan um Ceprachoun eða álfskóarann. Þegar þú heyrir ó- ljós högg, átt þú að svipast um í runnunum í kring um þig, og þá munt þú finna hann þar vera að gera við skó álfanna. Þú verður að einblína á hann, og mun hann þá leiða þig að gullhrúgunni, sem hann hefir unnið sér inn fyrir að gera við skó álfanna. En ef þú lítur af hon* JÞan!<.a6rot

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.