Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR MiSvikudagurinn 6. nóvember 1946 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgájujélag Islendings Skrifstofa Hafnaritr. 101. Sími 354. Auglýiingar og afgreiðila: Svanberg Einarsson. ■ Póithólf 118. FjármálaráSherra hefir nú lagt fram fjárlag-tfrumvarp sitt fyrir ár- ið 1947. Et u þetta hæstu fjárlög, sem nokkru sinni hafa verið lögð fyrir Alþing:. Nema gjöldin samtals rúmum 146 miljónum, en tekjur rúmum 136 miljónum króna. Blöð Framsóknarflokksins hafa í snmbandi við fjárlagafrumvarp þetta íáðfst hatramlega á fjármálaráð- herra fyrir stjórn hans á fjármálum ríkisins unoanfarin tvö ár. Mætti ætla eftir orðum þessara miklu fjár- tnálaspekinga, að ríkið væri nú á gjaldþrotsbarmi. Sannleikurinn er samt sá, að íjárhagur ríkissjóðs hef- ir aldrei verið betri en nú, þrátt fyr- ir mikla dýitíð og síauknar byrðar, sem Alþingi hefir lagt á ríkissjóð með alls konar lagasetningum. Nem ur tekj uafgungur ríkissjóðs sl. ár £'2.6 miljónum króna, og afkoma þessa árs virðist ætla að verða mjög sæmileg, H nldarskuldir ríkissjóðs nema nú aðiins 33.7 milj. króna, og erleridu skuldirnar eru að mestu horfnar. Það er rétt, að fjárlögin eru geig- vænlega há, en fjármálaráðherra verður ekki um það kerint. Alþingi befir samþykkt margvísleg lög, sem miða að margháttar þjóðfélagsum- bótum, en hafa í för með sér geisi- leg fjárútlát fyrir ríkissjóð. Verðum vér að sjálfsögðu að sníða oss svo stakk eftir vexli, að gjaldþoli ríkis- ins sé ekki ofboðið, því að ekki kem ur til mála að hækka enn þá miklu skatta, sem þjóðfélagsþegnarnir verða nú að greiða. Kostnaður við stjórn landsins og alls konar ríkis- eftirlit og ríkisrekstur er orðinn svo feikilegur, að nauðsynlegt er að taka þann lið til rækilegrar tíndurskoðun- ar. Hefir fjármálaráðherra varað þingið alvailega við að gera ekki meifi kröfur lil ríkissjóðs en hann er fær um að leysa af höndum. Hins vegar verður fjármálaráðherra auð- vitað að taka upp í fjárlögin alla þá utgjaldaliði, sem ríkisjóði ér skylt að greiða. Það hvílii' nú sú ábyrgð á herð- um þingsins að eyðileggja ekki þann góða árangur, sem fjármálaráðherra hefir náð. Verða þingmenn að láta af þeirri venju að bera fram alls lonar útgjaldatillögur, án þess að gera sér nokkra grein fyrir, hvort fé sé til, eða 1 vernig þess verði aflað. Hefir áður verið á það bent hér i blaðinu, hversu óþolandi það væri iÞanííaSrot Frá liðnum dögum I. Fangelsin og John Howard. Hvernig fer á Alþýðusam- banclsþinginu? KOSNINGUM til Alþýðusambands- þings mun nú vera lokiö í öllum verklýðs- félögum. Eftir úrslilunum í Dagsbrún og ýmsum öðrum. stærri verklýðsfélögum að dæma, munu menn almennt hafa álitið, að litlar líkur væru til, að hægt yrði að ná Alþýðusambaqdinu úr klóm kommúnista. Sveinbjörn Hannesson, gjaldkeri Dags- brúnar, skýrir hinsvegar svo frá í grein í Morgunblaðinu, að kommúnistar h'afi fengið kjörna. um 120 fulltrúa, Alþýðu- flokksmenn 112 og Sjálfstæðismenn milli 1C og 20 fulltrúa. Virðist því ekki útilok- að, að hinni kommúnistisku stjórn verði steypt af slóli. Er þess þá að vænta, að Alþýðuflokksmenn verði reiðubúnir til þess að virða lil hlýtar réttlátar kröfur Sjálfstæðisverkamanna um lýðræðislegar kosningar í verklýðsfélögunum. Mun öU þlóðin fagna því, ef þessi voldugu samlök k'omast nú undir stjórn manna, sem virða lög og rétt í landinu. Ritfrelsið og kommúnistar EINN hinna gætnari manna í hópi fyrir fjármálaráðherra aS láta þing- iS stórhækka þannig úlgjaldahliS fjárlaganna og skella síSan allri skuldinni á ráSherrann, ef hann ekki getur rekiS ríkisbúskapinn halla- laust. VirSist vel alhugandi aS setja stjórnarskrárákvæSi, sem bannaSi þinginu aS hækka gjaldaliSi fjár- lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar og heimila þinginu aSeins breytingar innan þess ramma, sem heildarniS- urstöSur frumvarpsins settu. FjármálaráSherra komst svo aS orSi í lok framsöguræSu sinnar: Framkvæmdir hafa síSustu ár ver- iS meiri en nokkurn tíma fyrr, og framleiSsluskilyrSi öll stórum betri en nokkurri sinni fyrr á landi voru. Atvinnuvegirnir hafa á síSustu ár- um tekiS tæknina í þjónustu sína í mjög ríkum mæli, þótt betur þurfi aS vera áSur en lokiS er. Víst má telja aS ein höfuSframleiSsluvara landsins, síldarafurSirnar, verSi í mjög háu verSi á næsta ári og afköst síldarverksmiSjanna eru orSin svo mikil, aS gott veiSiár mundi auka útflutningsverSmáeti gífurlega. Verzl unarjöfnuSur þessa árs hefir aS vísu veri$ mjög óhagstæSur og þarf eng- an aS uhdra þaS. Saman hefir fariS stórfelldur aflabrestur á síldveiSun- um og gífurlegur innflutningur á ýmsum tækjum til atvinnureksturs. En hin mikla aukning atvinnutækj- anna, sem sumpart er komin í fram- kvæmd og sumpart aS fullu tryggS, mun brátt -segja til sín og ég held aS Island hafi aldrei haft minni ástæSu til aS kvíSa gjaldeyrisskorti, en ein- mitt nú. ÞaS sem oss nú er nauSsyn- legast er aS stýra málum þann veg, aS atvinnuvegirnir haldi áfram aS blómgast. Eg held, aS þaS væri sjálf- skaparvíti, ef svo yrSi ekki. En ef atvinnulífiS er þróttmikiS munu landsmenn áfram geta búiS viS góS kjör efnalega og þá mun ríkissjóS- ur heldur eigi verSa fjárvana. k immúnista, Jónas Haralz, hagfiæðiagur, ritar grein í Þjóðviljann í tileti.i af 10 ára afmæli blaðsins. IJefst grein hano með þessum orðum: „Ein hin þýðing;.\ ‘nestu þeirra mannréttinda, sem unnust mtí)' sigri frönsku byltingarinnar, var ritfrels’ð.“ Þessi orð eru sönn, en það or næsta kul.lhæðnislegt að sjá þau í ÞjótV.iljan- um. Það blað liefir valið sér JiaQ hlut- skipti að dásama þjóðskipulag, sei.i hefir afnumið þessi mikilvægu inaunrétt'n.li og berst fyrir að innleiða slíkt þjóðskii'ulag hér á landi. Það er því meiri en líiil ó- skammfeilni af kommúnistum r.ð tala hjartnæmum orðum um þá baráltu, sem það hafi kostað þjóðirnar að öðlr.st þann dýrmæta rétt að fá að láta skoðnnir sín- ar í ljós, frjálst og óhindrað. Það er þó skiljanlegt, að kommúmstar dásami ritfrelsi lýðræðisskipulagsitis hér á landi. í skjóli þessa frelsis helir Þjóð- viljinn á sínum tíu ára æviferli siívlrt og rógborið það þjóðskipulag, sem citt við- urkennir þessi mannréttindi. Þeir hafa fengið í skjóli ritfrelsisins að tvívirða beztu menn þjóðarinnar og óvirða margt það, sem þjóðinni hefir verið dýrmætast. Einmitt ritfrelsið hefir gert þt im kleift að reka moldvörpustarfsemi sína gegn þjóðfélagi voru. Enda þótt kommúnistar hafi þannig misnotað þessi ómetanlegu mannréttindi, kemur lýoræðissinnuðum Is- lendingum ekki til hugar að krefjast vernd ar fyrir þjóðskipttlag sitt með því að tak- marka Htfrelsi byltingarmannanna. Þeir treysta á hina rótgrónu lýðræðisást ís- lenzku þjóðarinnar og dómgreind hennar. Þar skilur á milli lýðræðisþjóðskipul.igs-' ins og hins kominúnistiska einræðisskipu- lag.s. Sá var munurinn ÞEGAR minnet er á ritfrelsið, kemur mér í hug imáskrýtla, sem er í raunirni góð spegilmynd af muninum * hlnu ve.it- ræna og austræna lýðræði. Ameríkumað- ur og Sússi áttu tal saman, Aiaoríkumað- urinn sagði: „Heima hjá mér í Band i- ríkjunum er léttur minn svo mlkils virt- ur, að ég get labbað inn í Hvíta húsið í Washington, fengið viðtal við Truma t forseta og sagt honum hreinskilningslega, hvaða gallar mér finnist vera á honum.“ Rússinn svaraði: „Ileima í Rússlandi get ég líka farið inn í Kreml, fengið að tala við Stalín sjálfan og hreintkilningslega sagt honum hvaða gallar mér finnist vera á — Truman.“ Sjávaiútvegurinn er sterk- asta stod þjóðarbúsins. Efna- leg velmegun þjóðarinnar er undir því komin, að vér get- um verið samkeppnisfœrir við aðrar þjóðir í framleiðslu og nýtingu fiskafurða. Mikið fjármagn þarf til þess að gera sjávarútvegnum kleift að leysa sitt mikla hlutverk af hendi. Það er ekki beðið um gjafir helihir lánsfé. Skulda- bréf stofnlánadeildarinnar er örugg eign Kaupið því skulda bréfin og stuðlið með því að fjárhagslegu öryggi sjálfs yð- ar. — Á síðari hluta 18. aldar var refsivist orðin hin almenna refs- ing fyrir alls konar glæpi og af- brot, smá og stór, höfðu menn þó eigi enn gert sér ljóst mark- mið refsingar. Endurgjalds- hugsunin og ógnarstefnan sátu enn í fyrirrúmi, og öryggi þjóð- félagsins þótti bezt borgið með því að refsingarnar væru fram- kvæmdar í anda þeirra. Þar sem mýkingar gætti í refsing- um, var það fremur skoðað sem líkn en lög. Afbrotamaðurinn var talinn réttlaus eða að minnsta kosti réttlítill, og báru hegningarhúsin vitni um þetta. Þegar þjóðfélagið hafði verið verndað fyrir sakamanninum; og hann sviptur frelsi og stungið í fangelsi, var næsta lítill gaum- ur gefinn, hver afdrif hans urðu. Algengustu hegninga.rhúsun- um í smáríkjum Þýzkalands er t. d. lýst svo, að fangaklefarnir hafi verið í rökum og dimmum kjöllurum. Um klæðnað handa föngunum var ekkert hugsað, en þeir látnir notast við þann fatn- að, sem þeir höfðu, er þeir komu í fangelsið. Matur var bæði lít- ill og illur, þrifnaður í lakasta lagi. Þess voru dæmi, að fanga- klefarnir voru aðeins ræstir með páli og reku. Fangarnir vesluð- ust upp úr óþrifum og óhrein- læti og urðu óhæfir til vinnu „ex squalore Carceris“. Fangarnir voru í þessum fangelsum látnir vera iðjulausir. Eftirlit með Góð huggun. Frúin: „Þetta er áreiðanlega versta málverkið á sýningunni." t Málarinn: „Það er sorglégur vitnisburður fyrir mig, kæra frú.“ Frúin: „Ó! látið yður ekki falla illa minn dómqr, því að ég hefi ekkert vit á málverkum, ég segi bara það sem ég heyri alla segja.“ * Sveitakona, sem aldrei hafði séð ofn, var eitt sinn um vetrar- tíma boðin inn í herbergi, þar sem lagt var í ofn. Hún var að skoða sig um og taka á ýmsum hlutum og finnur þá að ofninn er heitur. Þetta þykir henni kynlegt í vetrarfrostinu og seg- ir: „Sá held ég að sé heitur á sumrin.“ ★ Konan: „Þú liggur alltaf í bók um og skiptir þér ekkert af mér, ég held þér-þætti vænna um mig, ef ég væri orðin að bók.“ föngum lítið, en harðýðgismeð- ferð beitt fyrir yfirsjónir. Grein- ing fanga eftir aldri, afbrotum o. s. frv. var óframkvæmanleg sökum rúmleysis, þótt annars hefði verið vilji til þess. í stóru hegningarhúsunum, og þar sem fangar tóku út margra ára hegn- ingarvinnu eða voru ævinlega, var aðbúnaðinum að vísu háttað á annan veg og í sumum atrið- um skárri. Hið bezta vitni um ástand hegningarhúsa í Norðurálfu á tímabilinu 1773—1790 er Eng- lendingurinn John Howard. Um ensku fangelsin segir hann svo: „Fangaklefarnir eru þröngar, dimmar kompur, oftast í rökum kjöllurum, með allt að þumlungs djúpu vatni á gólfinu. Loftræst- ing er annaðhvort engin eða þá ónothæf. í fangelsum þessum hafast við skuldafangar, menn undir ákæru, menn dæmdir fyr- ir stórglæpi og lítt sekir menn, karlar og konur, allt hvað innan um annað án aðgreiningar, jafn- vel á nóttum. Fæði er 1—1^2 pd. af slæmu brauði og vatn, sem er óhreint og lyktar. Sums staðar miðla góðgerðarfélög föngunum á hátíðum kjöti og öli. Rúm hafa fangar sjaldnast og jafnvel ekki hálm til að liggja á, og þar sem hann er, er honum kastað niður á blautt gólfið. Klefarnir eru ekki þitaðir á vetr um. í nær öllum fangelsum eru Framh. Maðurinn: „Já, einkum ef þú værir almanak, því að þá gæti maður átt von á annari við ára- skiptin." ★ Heilræði: Eyddu ekki pening- unum áður en þú eignast þá. Geymdu ekki til morguns, það sem gjörast á í dag. Hafðu vissan samastað fyrir hvern hlut, og hvern hlut á sín- um stað. Kauptu aldrei hluti, þótt ódýr ir séu, sem þú ®kki þarfnast. Dæmdu aðra vægilega, en sjálfan þig strangt. * Prófessor Gram var sköllótt- ur, en skáldið Rahbek rauðhærð ur. í samsæti þar sem þeir voru báðir staddir einu sinni, segir Rahbek: „Hvar varstu, Gram, þegar guð útbýtti hárinu?" Gram: „Hann hafði þá ekki annað en rautt hár, svo ég kaus heldur að vera háriaus en þiggja það “ (þjaman og aívara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.