Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 6
6 Miftvikudagurinn 6. nóvember 1946 Rúðufller Höfum vcnjulega fyrirliggjandi: Rúðugler þykktir: 2 - 3 - 4 - 5 og 6 mm. Hamrað gler ýmsar gerðir Vejgjagler Útvegum með stuttum fyrirvara; Slípað 'gler í búðarrúður í öllum stærð- um og þykktum. Öryggisgler í öllum stærðum og þykkt- um. Eggert Kristjánsson & Co. h.t. Reykjavík. Papplrsvörur Höfum venjulega fyrirliggjandi: UMB ÚÐAPAPPÍR, 20, 40 og 57 cm. KRAFTPAPPÍR, 90 cm. SMJÖRPAPPÍR, margar tegundir PAPPÍRSPOKAR, allar stærðir W. C. PAPPÍR PAPPÍRSSERVIETTUR, fleiri tegundir Útvégum með stuttum fyrirvara: Allar tegundir af skrifpappír. prentpappír og kápupappír. Sendið okkur sýnishorn af þeim pappírstegund- um sem þér þurfið á að halda og vér sendum yður tilboð um hæl. Eggert Kristjánsson & Co. h.t. Reykjavík. Ársrit kvenna. — Útg. Halldóra Bjarnadóttir. 29. árg. Hlínar er nýkominn út. Flytur ritið að vanda marg- víslegan fróðleik eftir konur og um konur. Er það vandað að frá gangi og margt skemmtilega skrifað. Hlín er að þessu sinni 128 bls. og flytur fjölda greina og frásagna. Má þar nefna Minni kvenna, kvæði eftir Árna Björnsson, greinar um merkis- konurnar Jóninnu Jónsdóttur í Höfnum, önnu á Fjöllum, Jór- unni Líndal, Ólafíu Ólafsdóttur og Ingibjörgu Sölvadóttur í Kaupangi. Þá eru allmargar greinar um uppeldismál og heimilisiðnað og grein, sem nefnist „Eiga húsmæður að hafa launuð störf utan heimilis?“ Þá eru í ritinu kvæði. ferðaminning ar og fréttir frá sambandsfélög um kvenna. JÖRÐ. Stórt og vandað hefti er ný- komið út mjög fjölbreytt að efni. Jörð er með þessu hefti orð in eitt smekklegasta tímaritið. I.SLENDINGUR Jónas lýsir Eysteini 1 síðasta „Ófeigi“ er smá- klausa, sem heitir „Úr efsta stigaþrepi", og lýsir Jónas þar Eysteini, uppeldissyni sínum, með eftirfarandi orðum: „Á fundinum á Húsavík þetta sama kvöld, var Eysteinn Jóns- son búinn að fá það svipmót, sem piltar fá, sem hafa ætlað að fara óboðnir inn um glugga, en hafa hrapað úr efsta þrepi og meitt sig í fallinu. Þá um kvöldið og nóttina sá hann ör- lög sín. Hann hafði komið til mín ungur og lítils megandi. Hann hafði í skjóli við mig náð nokkrum þroska og á margan hátt notið góðs af samstarfi við mann með víðari sjóndeildar- hring, en hann gat eignazt. Síð- an hafði svartur fugl kvakað við eyra hans og sagt honuih, að hann yrði þá mestur, ef hann gerðist ófriðarmaður minn. Hann hafði fylgt þeim ráðlegg- ingum. Nú var hann á leið í átthaga sína vígður ósigri. Hann hafði pantað skeyti, sem átti að vera svipa á Þingeyinga. Hann hafði gefið rangar yfir- lýsingar á Skógafundinum til að leyna sínu. Hann hafði beðið ó- sigur á Laugum. Hann hafði aflað sér óvildar og fyrirlitn- ingar merkra manna í Þingeyj arsýslu með framkomu sinni. Og honum var á Húsavíkurfund inum spáð, að þótt vegur hans væri nú lítill, þá myndi hann minnka enn meir, þar til hann hefði náð þeim áfanga, þar sem hann fengi endanlegan verustað eftir ínnræti sínu og verkum.“ Svo mörg eru þau orð, og mik ið má Jónas harma það, hve uppelcflð heflr Dla tekiai. tmSAR FIÍÚTXIR UTANRÍKISRÁÐHERRA hef- ir undirritað samning við Banda ríkin um niðurfellingu her- verndarsamningsins frá 1941 o. fl. samkv. þingsályktunartillögu þeirri, sem samþykkt var á Al- þingi 5. okt. sl. ★ ÞINGI bandalags ríkis og bæja er nýlokið. Var Guðjón B. Baldvinsson kjörinn forseti sam bandsins. ★ SAMVINNUTRY GGINGAR Sambands ísl. samvinnufélaga tóku til starfa fyrir nokkru síð- an„ og mun starfsemi þeirra ganga vel. Vilhjálmur Þór, að- alframkvæmdastjóri SlS, er for maður tryggingastofnunarinn- ar. ★ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Brynjólfur Bjarnason hefir skip að Jakob Benediktsson, magist- er, formann útvarpsráðs. * VALTÝR STEFÁNSSON, rit stjóri, hefir verið endurkjörinn formaður menntamálaráðs. / DUNLOP GÓLFGÚMMÍDÚKUR jafnan fyrirliggjandi. Bíla- og málningavöruverzlun FRIÐRIK BERTELSEN Hafnarhvoli — Sími 2872 REYKJAVÍK Lampar og Ijósakrónur Útvegum allar tegundir af Lömpugg og Ljóffakréntim frá A/S Köbenjj avns Lsmpe & Lysekronefabrik Kaupmannahöfn Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Eggert Kristjánsson & Co. h.f Reykjavík. Utibu opnar NÝJA FISKBÚÐIN í ekómum irorðan við Höepfnershúsin við Hafnarstræti Fimmtudaginn 7. þ. m. Á boðstólum verða allar algengar fiskvör- ur. — Reynið viðskiftin. Virðingarfyllst, VILHELM HINRIKSSON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.