Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.11.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Miðvikudagurinn 6. nóvember 1946 46. tb'. tl til almennings yegna Stofnlánadeildar sjávarútvegsins Það er ósk og von allra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að framleiðslan sé rekin með stórvirk- um atvinnutækjum, þannig, að mikil afköst hafi í för með sér almenna velmegun og öryggi um lífsafkomu. Sj ávarútvegurinn er höfuðstoð atvinnulífsins. Án hins erlenda gjald- eyris, sem sjávarafurðirnar færa þjóðarbúinu, eru allar tilraunir til aS ná þessu marki dauSadæmdar. Undanfarin ár hefir því verið unnið að því af kappi að endurnýja og auka fiskiskipaflota landsmanna. Um það bil tvö hundruS nýir bátar og skip af ýmsum sta:rSum hafa þegar bætzt flotanum' eSa bætast við hann á nresta ári. Fé til þessarar aukningar hefir að mestu verið tekið af hinum erlendu innstæðum vorum. En þessi stórfellda aukning flotans er aðeins annað sporiS, sem stíga þarf. til þess að sj ávarútvegurinn færist í nýtízkuhorf. Hitt sporið er að auka og endurbæta stórlega ;SbúnaS útgerðarinnar í landi. Hér er þörf stórfelldra hafnargerða, bæta þarf við hraðfrystihúsum, er geta veitt mótlöku afla hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuSu- verksmiðjur, bæta þarf aðstöðu sjómamia með því aS byggja nýjar mannsæmandi verbúðir, byggja þarf skipasmíSastöðvar og dráttar- brautir, til þess aS tryggja flotanum skjólar og góSar viSgerSir. Verk- efnin eru óteljandi. Til þessara framkvæmda þarf annars vegar erlendan gjaldeyri, og hefir þegar aS miklu leyti veriS stS fyrir honum meS scrstökum aS- gerSum. Hins vegar þarf innlendan gjaldcyri, lánsfé til mannvirkjanna, sem smíSuS eru innanlands. RíkiS mun taka mikiS af þessum fram- kvæmdum, t. d. hafnargerðirnar, á sínar herSar. Peningastofnanir landsins hafa lagt fram ^itt og munu framvegis stySja að framgangi þessa málefnis. En þetta er ekki nóg. ÞjðÍHin öll verður að taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi. Vér skorum á alla þá, &cm styðj» vilja að tæknilegrj framþróun sjáv- arútvegsins, betri aðbúð sjómanna í landi, auknu öryggi þeirra á sjó, og betri afkomu þeirra og þar með allrar þjóðarinnar, aS Ieggja sitt fram. Stofnlánadeild sjávarútvegsins er æ,tlaS aSstySja þessar framkvæmd- ir meS lánum, og hefir hún í því skyni boSiS út ríkistryggS vaxtabréf I meS hagstæSum kjörum. Vér viljum sérstaklega benda á 500 og 1000 króna bréfin, vegna þess hve hentug þau eru fyrir eigendur. Allir vextir og vaxtavextir eru greiddir í einu lagi — f imm árum eftir aS bréfin eru key pt. Fyrir kr. 431,30 er hægt aS fá bréf, sem endurgreidd eru með 500 krónum að fimm árum liSnum, og fyrir kr. 862.60 bréf, er endurgreiSist meS 1000 krónum. Vextirnir eru 50 af hundraSi hærri heldur en gildandi spari- sjóSsvextir, og bréfin eru jafntrygg og sparisjóðsinnstæður með ríkis- ábyrgð. ; Bréfin fást hjá bönkunutn og útibúum þeirra og hjá stærri spari- sjóðum. Kauptu bréf þitt sem fyrst. Enginn má skerast úr leik. Reykjavík, 29. október 1946. F. h. Alþýðusambands Islands Hermann Guðmundssorí. F. h. Búnaðarfélag Islands Sleingrímur Steinþórsson. F. h. Farmanna- og Fiskimannasambands Guðbjartur Olafsson. F. h. Fiskifélags ískrnds Davíð Olafsson. F. h. Landssamban^s iðnaðarmanna Einar Gíslason. F. h. Landssarnbands íslenzkra útvegsmanna Jakob Hafstein. F. h. Sambands íslenzkra samvinnufélaga Helgi Pétursson. F. h. Stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur Sigurjón A. Olafss. F. h. Sölumiðstöðvar hraðfryslihásanna Magnús Z. Sigurðsson F. h. Sölusambands ísl. fiskframleiðenda Magnús Sigurðsson. F. h. Verzlunarráðs íslands Hallgrímur Benediktsson. oo næt staða velme arinnar. sia ei ¦ sr Það ver&ur að fá nægi/egt fé tilfram- kvæmáar nýsköpúnaráformunum. Sérhverri þjóð er það lífsnauðsyn að framleiða svo mikil verð- mæti, sem aðrar þjóðir sækjast eftir, að viðskiptajöfnuður- inn við útlönd geti verið hagstæður. Sú þjóð, sem er bundin á skuldaldafa hjá erlendum bönkum, eins og íslenzka þjóðm var fyrir stríð, er ekki sjálfstæð nema að nafninu til. Nýsköpunar- stefnan svokallaða miðar að því að efla svo og bæta.framleiðshi þjóðarinnar, að efnahgslegt sjálfstæði hennar sé tryggt í framtíðinni. Þegar fráfarandú ríkisstjórn birti nýsköpunarstefnu sína fyr- ir tveimur árum síðan, fylkti megin þorri launþega og fram- leiðenda sér um hana. Síðan hef ir markvisst verið unnið að framkvæmd þessarar stefnu. Mikill f jöldi margvíslegra tækja hefir verið fluttur til landsins í því skyni að létta þjóðinni fram leiðslustörfin, bæta framleiðs- una og gera hana samkeppnis- færa við erlenda framleiðslu — án þess að rýra þá efnalegu vel- megun. sem alþýða landsins hef ir búið við. Sjávarútvegurinn hefir verið sú auðlind, sem meginhluti þjóð arteknanna undanfarin ár hefir streymt frá. Það er enginn efi á því, að þessi atvinnuvegur verður, í náinni framtíð að minnsta kosti, lífæð hins efna- hagslega sjálfstæðls þjóðarinn- ar, þótt fullt tillit sé tekið til mikilvægis annarra atvinnu- vega. Efling þessa atvinnuvegar og bætt hagnýting sjávarafurða er því sú stefna í atvinnumálun- um, sem þjóðin verður mark- visst að fylgja. 1 samræmi við þetta sjónar- mið, hefir mikill fjöldi skipa og annarra mikilvægra framleiðslu tækja fyrir sjávarútveginn ver- ið keyptar til landsins að undan förnu. Vafalaust hafa ýms mis- tök orðið í sambandi við þessi kaup, og margir munu telja sum þeirra óhagstæð. Hitt er þó sífellt betur að koma í ljós, hversu ómetanlegt tjón það hefði or-ðið fyrir þjóðina, ef ekki hefðu yerið fest kaup á meginhluta þessara framleiðslu- tækja og erlendar innstæður þjóðarinnar bundnar til nýsköp unar í atvinnulífi þjóðarinnar. Verðlag á vélum og ó^írum fram leiðslutækjum fer nú síhækk- andi víðsvegar um heim. Ef til vill er þó sú hlið málsins enn mikilvægari,- að mjög er hætt við, að þessi gjaldeyrir hefði orðið þjóðinni eyðslueyrir, og hún síðan staðið févana uppi með sín gömlu og úreltu tæki. Það var því þjóðinni mikil gæfa, að sjónarmið Framsóknar- manna skyldu ekki fá að ráða í þessum málum. Það vantar fé. Því miður hefir þjóðin ekki verið eins samhent um að tryggja framkvæmd nýsköpun- arstefnunnar og æskilegt hefði verið. Stofnlánadeild sjávarút- vegsins, sem á að veita lán til nýsköpunarframkvæmdanna, hefir ekki getað aflað nægilegs f jár til þess að geta leyst skuld- bindingar sinar af hendi. Sú til- laga 'kommúnista að taka með lögum 100 miljónir króna af sparifé landsmanna í Lands- bankanum, náði auðvitað ekki nokkurri átt, því að slík ráðstöf un gat gert bankanum ókleifl; að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sparif járeigend- um og eyðilagt traust þeirra á þjóðbankanum. Stofnlánadeildin hefir nú boð ið út ótiltekna lánsupphæð í rík- istryggðum vaxtabréfum. Fjöldi manna hefir lagt út í margvís - legar framkvæmdir í traus^i þess að fá nauðsynleg lán til þeirra. Þjóðin má ekki bregða&t þeim mönnum, sem eru að um- bæta atvinnuvegi hennar. Hú í á nægilegt fé til að koma öllur i þessum nytsömu framkvæmc- um í örugga höfn. Þeir menr, sem miklu fé hafa safnað á unc • anförnum árum, eru siðferð: - lega skyldir til að veita þess i fjármagni inn í framleiðslunc, Það er ekki verið að biðja þjóc ina um gjafir heldur lán ti i framkvæmda, sem eiga ai tryggja efnahagslegt öryggi hennar á komandi árum. Undanfarna daga hefir all- mikið verið keypt af skuldabréf um stofnlánadeildarinnar, en það er eftirtektarvert, að mesl: ér keypt af lægri bréfunun . Virðist þetta óneitanlega bend i til þess, að alþýðufólkið .haíi bezt brugðist við kallinu. En kaupsýslumenn, iðnaðarmen í og aðrir, sem undanfarin z • hafa grætt mikið fé, sem þeic ekki hafa varið til eflingar fran leiðslunni, verða að leggja frar:\ sinn skerf. Það verður fyrst o;j fremst að beina f jármagni þjóc - arinnar inn í f ramleiðsluna o; takist ekki að fá það þanga > með góðu, verður að grípa 11 annarra ráða, því að framtí 5 þjóðarinnar er í veði. Ástæðulaus barlómur. Undanfarið hafa andstæðinf - ar nýsköpunarstefnunnar miki 5 rætt um það, að fjárhagshru.i væri yfirvofandi, því að útgerc - in væri að stöðvast. Vissulegt þarf nú skjótar ráðstafanir 11 þess að flotinn ekki stöðvist, e i það er voru eigin dáðleysi a 5 kenna, ef svo fer. Háværar krc f ur hafa komið fram um kaui - lækkanir, en þær hafa þó veri5 háværari f rá öðrum en útgerí - armönnunum sjálfum. Það ver.5 ur auðvitað að gera róttæker ráðstafanir til þess að stöðv r dýrtíðina, en mikil lækkun á kaupgjaldi og verði innlendr i afurða getur naumast komið 11 Framh. á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.