Íslendingur


Íslendingur - 19.02.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 19.02.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. febrúar 1947 ISLENDINGUR l Þonkabrot i . amhald af 4. sí'ðu. Barnaheirnili. ÞAÐ er orðin mikil og knýjandi nauS- syn fyrir Akureyrarbæ, að liér verði kom- ið upp barnaheimili. í Reykjavík hefir fyrir alllöngu verið komið upp nokkrum harnaheimilum, og hafa þau yfirleitt reynzt vel. Eru uppi liáværar ráddir um það syðra, að reisa enn fleiri barnaheimili. í öllum stærri kaupslöðum eru barnaheim- ili nauðsynleg. Mæður hafa oft lítinn líma til að annast börn sín með marg- víslegum önnum dagsins, ekki sízt eins og nú er, þegar ógerlegt cr að fá stúlkur til heimilisverka. Niðurstaðan verður því oft sú, að hörn innan skúlaaldurS verða að miklu leyti umhirðulaus töluverðan hluta dags, og gatan leikvöllur þeirra. Þá er þess einnig að gæta, að oft vinna báð- ir foreldrar úti, og getur oft staðið svo á, að það verði mikill fjárhagslegur lmekkir fyrir heimilið, ef móðirin neyðist til þess að - hætta að öllu leyti störfum sínum ntan heimilins. Góð barnaheimili létta því hæði störf mæðranna og ertt um leið mikilvægar uppeldisstöðvar, ef rétt er á málurn hald- ið. Börnunum er forðað af götunum, en heimilin hafa þó eftir sem áður næg tæki- færi lil þess að ltafa áhrif á uppeldi barn- anna. Það er því mikið menningarmál fyrir Akureyri að koma upp myndarlegu harnaheimili, og enn sem fyrr virðast það ætla að . yerða konurnar, sem ryðja veg- inn, því að Kvenfélagið „Hlíf“ mun liafa í hyggju að beita sér fyrir framkvæmd þessa máls. Á félagið þakkið skilið fyrir þessa framtakssemi, og er'þess að vænta, að. þæjarhúar og hæjaryfirvöldin styðji félagið ■ með ráðum og dáð að hrinda þessari hugmynd sinni í framkvæmd. Háreisti í kvikmyndahús- ■ um og leikhusi ÞAÐ er mesta vandatnál, hversu mörg- mn gengttr erfðlega að skilja nauðsyn þess, að reynt sé að forðast eftir megni alla ónauðsynlega háreisti í kvikmynda- húsum og á leiksýningttm. Kveðttr stund- ftm svo ratnmt að þessu, að manni gæti lielzt til hugar komið, að sumt fólk færi í kvikmyndahús í þeim tilgangi einttm að ræða um daginn og veginn. Ennþá meinlegra er það þó, þegar fólk er með háreisti eða óþarfa ttmgang á leiksýn- ingtim. Það sþillir ekki aðeins ánægjtt áhorfenda og áheyrenda, heldur er til mikilla óþæginda fyrir leikarana. Fólk ætti nú að reyna fyrir alvörtt að sameinast ttm að eyða þessttm leiða ó- sið. Illt er að koma of seint á kvikmynda- sýningar, en óþolandi, þegar um leiksýn- ingar er að ræða. Ætli í rauninni að loka húsinu áður en sýning hefst. Þá þarf fólk ttmfram allt að forðast öll samtöl og aðra háreisti, meðan á sýningum stendur. — Leikfélag Akttreyrar er nú að hefja sýning ar á stórhrotnu og áhrifaríku leikriti, þar sent kunn leikkona úr Reykjavík leikur aðalhlutverkið. Ættu leikhúsgestir að leggja sig fram um að sýna það, að Ak- ureyringar standi ekki aðeins Sunnlend- ingum jafnfætis heldur miklu framar um leikhúsamenningu, ef það mætti kallast svo. Vafasöm leið MINNST var á það hér í blaðinu um daginn, að fram væri komin á Alþingi þingsályktunartillaga ttm uppsögn land- helgissamningsins, sem gerður var af Dana konungi og dönsku stjórninni við Breta árið .1901. Það er ánægjulegt, að áhugi Alþingis skttli vera að vakna á þessu stór- kostlega hagsmttnamáli og réttlætismáli ís- lenzku þjóðarinnar, en hinsvegar er nauð- synlegt að flana ekki að neinu, því að mál þetta er viðkvæmt og öll víxlspor hættuleg. í hinum glöggtt og rökföstu greinum Júlí- ttsar Havsteen, sýslumanns, sem mun hafa verið dreift meðal þingmanna, sýnir hann fram á það, að Danir hafa, að íslending- um óspurðum, afsalað erlendri þjóð til frjálsra afnota hluta af íslenzku yfirráða- svæði. Danakonungur og danska stjórnin höfðu að sjálfsögðu hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt til slíkra óhæfuverka. Islcndingar liljóta því að mótmæla þvf, að samningurinn frá 1901 sé á nokkurn hátt hindandi fyrir þá. Er því mjög vafasamt, hvort vér eigum að viðttrkenna gildi hans með því að segja liontim upp. Virðist eðli- legra, með hliðsjón af því, hvernig samn- ingttrinn er til orðinn, að íslenzka ríkis- stjórnin tilkynni aðeins hrezku stjórninni, að hún teldi þetta réttindaafsal erlends ríkis á íslenzkum landsréttindum ekki bindandi fyrir hið fullvalda íslenzka lýð- veldi og myndi því hin forna landhelgi ís- lands hér eftir verða látin gilda — og hún varin. Hinsvegar verður að fara að ölltt gætilega. Er því sérstök ástæða til þess að fagna því, að sæti utanríkisráðherra skip- ar nú lærðasti þjóðréttarfræðingur vor, sent öll stríðsárin var ætíð kvaddur til ráða, er íslenzka ríkisstjórnin skyldi taka ntikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum. Er því sjálfsiigð sú tillaga Jóhanns Haf- stein að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Akureyri og Álasund „vinaborgir". TILLÖGUR hafa komið fram um það inna Norræna félagsins, að Ak- ureyri og Alasund gerist „vinaborg- ir“, en ýmsar danskar, norskar og sænskar borgir hafa komið á með sér slíku sambandi. Tjlgangurinn með þessu er að efla menningarsam- band milli hlutaðeigandi borga, bæði með fyrirlestrum. bréfaskriftum og á annan hátt. Ekki er blaðinu kunnugt um það, hverjir hafa haft' forgöngu þessa máls hér í bæ. Athugasemd fró Sigurjóni Péturssyni ó Álafossi Sigurjón Pétursson hefir beðið „lslending“ að birta eftirfarandi at- hugasemd: „Vegna ranghermis í opinberum skrifum, m. a. í síðasta tbl. „Ófeigs“ um afskipti af heimflutningi jarð- neskra leyfa Jónasar Hallgrímssonar skálds sl. suniar vil ég biðja yður vinsamlega að birta nú þegar í blaði yðar þessa kvittun, sem herra Matt- hías Þórðarson, fornmenjavörðuir, gaf mér, áður en að hann lagði af stað til Danmerkur 17. Ág. 1946. Kvittunin hljóðar svo: Jeg undirritaður Matthías Þórðar- son fornmenjavörður hefur móttekið af Sigurjóni Pjeturssyni Álafossi vegna utanfarar í þeim erindum að sækja jarðneskar leyfar Jónasar sál. Hallgrímssonar, sem hann ber ábyrgð á og hann hefur falið mér að frarn- kvœma. Gr. fyrir farmiða meS s/s Esju kr. 630.00 Danskar kr. 1110.00 á 135/57 — 1512.35 í peningum ...............— 700.00 ísl. kr. 2842.35 Reykjavík, 15. Ágúst 1946. Matthías Þórðarson. (sign.). Rétt afrit staðfestir: Notarius publieus í Reykjavík 10/2 1947 Jónas Thoroddsen. (sign.). Þess skal getið, að formaður Þing- vallanefndar hefur sent Ssvar sinnum til mín til þess að fá að greiða þenn- an reikning, en ég hefi sagt nei.“ Reykjavík, 11. Febr. 1947. Sigurjón Pjetursson Álafossi. Atvinn a Tveir ungir laghentir menn óskast nú þegar eða síðar. Leifsleikföng. Sími 545. 2 gamlir og góðir bílar til sölu. G. Tómasson. Sími 116. Hósefa Beifingomenn Landmenn við fiskibáta vantar nú þegar í margar verstöðvar á Suður- landi. Ágæt kjör. — Uppl. hjá Vinnumiðlunarskrifstofun- um í Reykjavík og Akureyri NÝKOMIÐ: Kjólatau M Undirfatasilki Silkisokkar Kvensloppar Léreft, fl. litir Verzl. LONDON Auglýsið í íslendingi HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA „Ekkert, nema laun mín, ef okkur áskotnast ekk! neitt, höfuðsmaður. En ef svo skyldi fara, telduð þér 5% þá of mikið?“ .......... „Hartn ætti að fá 10%“, lagði ég til málanna. „Kvik liðþj'álfi hættir lífi sínu eins og við hinir.“ ,,Eg þakka kærlega," svaraði hann, ,,en mér virð- ist það vera alltof mikið. 5% er sú upphæð, sem ég óskaði eftir.“ Það var síðan skjalfest, að Kvik liðþjálfi skyldi fá 5% af feng okkar, ef við kæmumst yfir eitthvað, en þó með því skilyrði, að hann hegðaði sér vel og hlýddi skipunum okkar. Síðan skrifaði hann, einnig undir samninginn og fékk glas af Wiský og vatni til þess að drekka ,,samningsskál“. „Og nu lierrar mínir,“ sagði hann um leið og hann afþakkaði stólinn, sem Higgs bauð honum — hann kaus sýnilega heldur að standa í hinum venjulegu tindátastellingum sínum upp við hurðina — „langar mig sem auðmjúkan fimm-prósent-hluttakanda í þessu áhættusama fyrirtæki að fá leyfi til að segja nokkur orð.“ Leyfið var að sjálfsögðu veitt, og spurðist þá lið- þjálfinn fyrir um þyngd kletts þess, sem sprengja þyrfti. Eg kvaðst ekki vita það, því að ég hefði aldrei séð skurðgoð Funganna, en skoðun mín væri sú, að hann væri feikistór — að öllum líkindum á stærð við Sánti- Pálskirkjuna. „Ef hann er álíka sterkbyggður og hann er stór, þá þarf enga smáorku til sprengingarinnar, ‘ ‘ sagði liðþjálfinn. „Dynamit gæti ef til vill orkað þessu, en það yrði alltöf erfitt að flytja nægilegt magn af því á úlföldum yfir eyðimörkina. En hvað héldúr höfuðs- 32 maðurinn um sprengjurnar sem Búarnir notuðu, og þeyttu heilum hersveitum upp í loftið, alla leið austur fyrir sól og vestm’ fyrir tungl, og eitruðu svo þá, sem eftir urðu?“ „Já, ég man vel eftir þeim“; sagði höfuðsmaðurinn. „En nú hafa menn fundið enn kröftugra sprengiefnl, sem mig minnir að þeir nefni azo-imides og er skelf'- leg ný nitrogenblanda. Það skulum við kynna okkur á morgun, Kvik.“ „Ágætt, herra höfuðsmaður,“ svaraði hann. ,,En höfuðatriðið er — hver borgar? Við fáum ekki vítis- eld í tonnatali fyrir ekki neitt. Eg hygg, að sprengi- efnin og við skulum segja fimmtíu rifflar og skotfæri og allt annað hafurtask, sem við þurfum til meðferð- arinnar — úlfaldar þar með taldir — kosti aldrei minna en 25 þústtnd krónur.“ „Eg hugsa, að ég geti lagt fram þá upphæð í gulli,“ svaraði ég, „því að hin umrædda hefðarkona í Abati lét mig fá eins mikið gull og ég gat með góðu móti haft meðferðis.“ „Og ef svo er ekki“, flýtti Orme sér að segja, gæti ég einnig útvegað um 5 þúsund krónur, sé þess þörf, enda þótt ég sé ekki lengur neinn burgeis. Við skulum þess vegna ekki vera með neinar áhyggjur út af peningamálunum. Veigamesta atriðið er það, að við séum allir einhuga um að leggja í þennan leiðang- ur, og reyna að ná einhverjum árangri, hver svo sem hann verður.“ Þessu játuðum við allir. ,Hefir þá nokkur frekar til málanna að leggja?“ „Já“, svaraði ég. ,,Eg gleymdi að taka það fram. að ef við komumst til Mur, þá má enginn ykkar gera sér neitt títt við Wöldu Nagöstu. Hún er nokkurskon- 33 ar heilög vera, sem aðeins má giftast einhverjum úr fjölskyldu sinni. Og ef við tækjum upp á einhverju þess háttar, værum við öruggir með að missa höfuð- ið.“ „Heyrir þú það; Oliver?" sagði prófessorinn. ,,Eg hugsa að aðvörun læknisins sé beint til þín, því að við hinir erum vaxnir upp úr öllu daðri og svipaðri vit- leysu.“ „Nei, er það satt,“ svaraði höfuðsmaðurinn; og roðnaði nú enn einu sinni. „Ef ég á að vera hrein- skilinn, finnst mér ég einnig að mestu leyti hafinn yfir þesskonar. Hvað mig varðar, þurfum við því heldur ekki að hafa neinar áhyggjur vegna fegurðar svörtu stúlkunnar.“ „Verið ekki of öruggur, höfuðsmaður. Góði, verið ekki of öruggur,“ hvíslaði Kvik liðþjálfi þungbúinn á svip. „Konan er einmitt það, sem maður aldrei getur verið öruggur fyrir. 1 dag er hún eitur fyrir hjarta okkar, en á morgun hunang. Aðeins guð og loftslag- ið veit ástæðuna. Nei, þér skulið ekki vera hnarreist- ur um of. Svo kynni að fara, að við lifðum þá stund að ^já yðiu' skrtða á hnjánuní á eftir þessari konu, og hánn þarna gleraugnamanninn dragast áfram sömu leið. Og ef til vill ræki Samúel Kvik lestina, sem þó hatar allt kvenkyns. Freistið örlaganna, ef þér viljið, höfuðsmaður, en freistið ekki konunnar. svo að hún ekki snúi sér vlð og freisti yðar, því að fyrir þeirri freistingu mynduð þér samstundis falla.“ „Verið svo vænn að hætta þessu kjaftæði og sækið vagn,“ skipaði Orme höfuðsmaður kuldalega. Higgs rak upp einn sinn lítt kurteislega hlátur, en ég, sem mundi, hvernig „rósahnappur rósanna“ leit út, þegar hún lyfti slæðunni, varð hugsi. „Svört stúlka“.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.