Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 8
A t h u g i ð! Gjalddagi blaðsins er 1. júní „íslendingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Miðvikudagur 28. maí 1947 Sjötugur: I. O. O. F. — 1295308%. — Messað verður á Akureyri n. k. sunnu- dag kl. 11 (sjómannamessa). Hjúskapur. Þann 24. maí gaf séra Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband á heim- ili vígsluhiskups ungfrú Karen Margrethe Breslov og Jóhannes Olafsson. Systrabrúðkaup. Þann 24. maí gaf séra Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband á heimili Sveins Bjarman, Bjarmastíg 2, ungfrú Ragnheiði Jensínu Bjarman og SigurS Martein Friðriksson og ungfrú Önnu Pálínu Bjarman og Vignir GuS- mundsson. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað á Möðruvölium sunnudaginn 1. júní (ferm- ing) og á Bægisá sunnudaginn 8. júní kl. 1 e. h. (ferming). Ajmœlismót „Þórs“ fer fram dagana 6.— 10. júní n. k. og hefst með Oddeyrarboð- hlaupi föstudagskvöldið 6. júní. Verða þá einnig fleiri íþróttjr. Móttekið á afgreiðslu blaðsins til Þór- unnar litlu: Frá Ingibjörgu Ilalldórsdótt- ur, Akureyri, kr. 100.00. Frá Guðrúnu Ilall dórsdóttur, Akureyri, kr. 100.00. Frá Stef- áni Halldórssyni, Hjalteyri, kr. 100.00. Frá Ilalldóri Halldórssyni, Akureyri, kr. 200.00. 75 ára varð sl. laugardag Bjarni Jóns- son. fyrrverandi bankastjóri. Kom hann hingað norður ásamt ktínu sinni og hélt afmælið hátíðlegt hjá dóttur sinni, frú Kristínu, konu Sigurðar O. Björnssonar, prentsmiðjustjóra. Var þar fjöldi manns saman kominn og veitt af hinni mestu rausn. Bjarni bankastjóri var einn af vin- sælustu mönnum bæjarins, meðan hann dvaldi hér, en hann flutti suður til Reykja- víkur árið 1935. Á hann hér enn fjölmarga vini og kunningja. 80 ára verður 30. þ. m. Sigurjón Helga- son, bóndi í Geldingaholti í Skagafirði. Gjalddagi „Islendings" er 1. jtíní. Kaup- endur eru vinsamlegast beðnir að senda afgreiðslu blaðsins andvirði árgangsins, sem er aðeins 15 krónur. Leiðrétting. Þvi miður hefir sú villa orðið í hjúskaparfrétt í síðasta blaði að misritazt hefir nafn Ásgríms Stefánsson- ar, trésmiðs, en þau ungfrú Sigurlaug Kristinsdóttir og hann voru gefin saman í hjónaband 10. maí sl. Biður blaðið afsök- unar á þessum mistökum. Athygli skal vakin á sýningu á handa- vinnu nemenda Húsmæðraskóla Akureyr- ar. Hefst hún kl. 8 síðdegis n. k. föstu- dag og stendur til kl. 10.30 síðdegis á laug- ardaginn. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í dag. 97 ára varð í gær Anna Sigríður Jóns- dijttir á Naustum. Er hún sennilega elzta kona í héraðinu, en er þó vel ern og hefir bæði sjón og heyrn. Bergsteinn Sjötugur varð 20. þ. m. merkis- bóndinn Bergsteinn Kolbeinson á Leifsstöðum. Fæddur 20. maí 1877, sonur hjónanna Kolbeins Eiríksonar og konu hans Jóhönnu Bergsteins- dóttur í Stóru-Mágstungu í Gnúp- verjahreppi. Bergsteinn Kolbeinsson er kominn af stórbrotnu bændafólki í Árnesþingi. Faðir hans, Kolbeinn bóndi í Stóru-Mágstungu, var Ei- ríksson bónda á Hömrum í Eystri- hreppi, Kolbeinssonar bónda á Hlemmiskeiði, Eiríkssonar dbm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, Gíslasonar presls á Ólafsvöllum. Kona Kolbeins í Mágstungu og móð- ir Bergsteins var Jóhanna Bergsteins dóttir, bónda s. st., Guðmundssonar hreppstjóra að Hlíð í Gnúpverja- hreppi, Bergsteinssonar bónda í Bræðratungu, Guðinundssonar. Kona Eiríks Kolbeinssonar á Hömrum og móðir Kolbeins í Mágstungu var systir Guðnýjar í Briðjuholti, ömmu Einars mynd- höggvara og þeirra merku Galta- fells-systkina. Móðir Jóhönnu, konu Kolbeins bónda, var Guðfinna Jóns- dóttir hreppstjóra í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Jónssonar bónda í Mágstungu, Einarssonar í Hvammi á Landi. Voru þeir bræður Jón hreppstjóri í Skafthoiti og Bjarni afi Bjarna Jónssonar, fyrrverandi bankastjóra á Akureyri. Karllegg þenna rekja ættfræðingar óslitinn til Oddverja, Sæmundar prests hins fróða og, forfeðra hans. Um tvítugt ræðst Bergsteinn að heiman í kaupavinnu norður í Bárð- ardal, ásamt fleiri Sunnlendingum. Lá leið þeirra norður yfir fjöllin um Sprengisand, sem í þá daga var all- fjölfarin leið. Varð Bergsteinn svo hrifinn af þessari fyrstu fjallaferð sinni, að hann átti síðar fleiri ferðir yfir fjöllin milli Suður- og Norður- lands. Bergsteinn ílengdist lengur í Bárð- ardal en í fyrstu var fyrirhugað, enda kynntist hann þar fyrri konu sinni, Ingibjörgu Sölvadóttur frá Svartár- koti, og þaðan sótti hann skóla að Möðruvöllum. Að því loknu flytur hann að Kaupangi til tengdaforeldra sinna, Sölva Magnússonar og Stein- unnar Einarsdóttur, er þangað voru þá nýlega flutt frá Svartárkoti. Árið 1904 kvæntist Bergsteinn Kolbeinsson heitmey sinni Ingibjörgu Sölvadótt- ur, hinni mikilhæfustu konu, og hefja þau þegar búskap í Kaupangi, fyrst á parti jarðarinnar en síðar á allri jörðinni og urðu fljótt kunn fyrir rausn og höfðingsskap og hvers konar myndarbrag utan húss og innan. Nú, þegar Bergsleinn Kolbeinsson er sjölugur, hefir hann rekið fyrir- myndarbúskap í Ongulsstaðarhreppi í 43 ár. Hann á drjúgan þátt í þeim miklu umbótum og framförum, sem orðið hafa í hreppnum á þessu tíma- bili, enda þótt fleiri myndarbændur komi þar við sögu. Hann varð fyrst- ur manna hér um slóðir að taka upp hina nýju aðferð við jarðræktina, að plægja landið og sá í það gras- fræi. Snemma á árum reisti hann í Kaupangi fyrirmyndarbyggingar yf- ir fólk og fénað, og síðan hann kom að Leifsstöðum hefir hann ekki set- ið auðum höndum. Þar hafa risið upp hinar vönduðustu byggingar, raflýstar með öllum nútíma þægind- um, þar hefir hann og girt og ræktað í stórum stíl og býr þar nú blóma búi með seinni konu sinni, Sólveigu Rögnvaldsdóttur, hinni mestu mynd- arhúsfreyju. Auk búskaparins hefir Berg- steinn látið sig miklu skipta opinber mál. Hann hefir haft á hendi for- ustu í málefnum sveitar sinnar um fjölda ára og gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum í þágu almennings, enda mun hans lengi minnst sem eins af fremstu athafna- og atkvæðamönn- um þessa héraðs. 24. maí 1947. Stefán Stejánsson frá Varðgjá. Myndarleg handavinnusýn- ing nemenda Gognfræða- skólans. Gagnfræðaskóli Akureyrar hélt sýningu á handavinnu nemenda sinna á annan hvítasunnudag. Voru sýndir bæði smíðisgripir drengja og útsaumur stúlkna. Sýning þessi bar þess glögg merki, að handavinnu- kennararnir, þau ungfrú Freyja Antonsdóttir og Geir Þormar, hafa lagt mikla rækt við nemendur sína og kennt þeim vandvirkni. Eðlilega eru hinir handunnu munir misjafnir að frágangi, en það mætti þó ætla, að handavinna stúlknanna væri frem- ur eftir nemendur kvennaskóla eða húsmæðraskóla heldur en stúlkur, um fermingu eða rétt þar yfir, í skóla, þar sem handavinna er auka- námsgrein. Svo vandaðir voru marg ir hinir útsaumuðu munir. Var sýn- ingin öll skólanum til sóma. STÆKKUN FYRIRHUGUÐ 4 PRJÓNASTOFU S. 1. S. FRIÐJÓN KARLSSON er ný kominn heim frá Sviss, en þang- að fór hann fyrir nokkru á veg- um S.l.S. í því skyni að fá nýjar vélar til prjónastofu Sambands- ins hér á Akureyri. Friðjón skýrir blaðinu svo frá, að fyrirhuguð sé mikil stækkun á prjónastofunni, og hafi sér tekizt að afla nauðsyn- legra véla. Mun prjónastofan fá húsnæði í hinu nýja húsi KEA, sunnan við Hótel Goðafoss. Mun einkupm verða unnið úr Gef jun- argarni. Þá er einnig ætlunin, að í sambandi við prjónastofuna verði saumastofa, er saumi skyrtur og ýmsan annan fatnað. Sjómanna~ dagurinn Framh. af 1. síðu. ekki að láta hjá líða að senda sveitir til keppninnar. Kl. 10 árdegis á sunnudaginn fer fram hópganga sjómanna, og kl. 11 verður sjómannamessa. Kl. 2 verður einstaklingskeppni í stakkasundi og björgunarsundi í sundlauginni. Sá, sem flest stig lilýtur í íþróttakeppni dagsins, vinnur Atla-stöngina. Gert er ráð fyrir keppni í reiptogi milli félaganna, sem eru aðilar að hátíðahöldum dagsins. Fer sú keppni fram á túninu fyrir sunnan sundlaug ina, að lokinni sundkeppninni. Merki sjómannadagsins og Sjó- mannadagsblaðið verða seld á göt- unum allan daginn. Um kvöldið verða dansleikir í tveimur húsum. Væntanlega láta bæjarbúar ekki sinn ldut eftir liggja um þátttöku í þessum hátíðahöldum sjómannastétt- arinnar. IHarðfiskur | barinn og óbarinn. | Pöntunarfél. verkalýðsins | Símar 356 og 487. jN ú j a ^ í ó NÆSTA MYND: Litla systir („Jnnior miss“) Amerísk kvikmynd úr daglega lífinu. — Útgefandi: 20th Century Fox. Framleiðandi: William Perberg Leikstj óri: Georg Seaton J Byggð á sögum eftir Sally Benson < Aðalhlutverkin leika: PEGGY ANN GARNER og ALLYN JOSLYN Höfum gúmmímottur í bíla — nokkur stykki. Pöntunarfél. verkalýðsins i Símar 356 og 487. D.D.T. skordYraeitur fyrirliggjandi. Einnig SPRAUTUR fyrir eitrið. VÖRUHÚSIÐ h.f. Kventöskur og VESKI — gott úrval — VÖRUHÚSIÐ h.f. Islenzkir tánar Lengdir: 85 — 10 — 135 — 150 — 175 — 200 — 225 cm. ENNFREMUR FÁNADtKAR (3 litir) — Sendum gegn póstkröfu. — , BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.