Íslendingur - 01.10.1947, Síða 5
Miðvikudaginn 1. október 1947
ÍSLENDINGUR
Nú áttum • við í fyrsta
skipti á ævinni að ferðast
meS þeim farartækjum, sem í flest-
um stórborgum heimsins eru mikil-
vægasti þátturinn í fólksflutningum
frá einum staS til annars. ViS vor-
um eins og gefur að skilja öldungis
óvanir slíkum farartækj um og einnig
með mikinn farangur meðferSis, sem
ekki jók beinlínis á lipurS okkar og
flýli, enda sagði sá, er tók á móti
okkur, aS hann hefSi sjaldan séS
menn sem voru öllu hlýðnari eða
aulalegri en viS í þessum neSan-
jarðargöngum. Allt blessaðist þetta
þó að lokum og komumst við til nátt-
staðar okkar, Porte de Versailles,
án þess að nokkur týndist. I því húsi
er haldin iðnsýning í maímánuði
hvert ár, en nú stóð þessi geysistóri
salur auður nema hvað allmargir
skátar frá ýmsum þjóðum sváfu þar
nóttina áður en lialdið var til jam-
boree. Um kvöldið eftir að dimmt
var orðið, sem er miklu fyrr þar en
hér, var haldinn sameiginlegur varð-
eldur allra þeirra þjóða, sem höfðu
náð þarna síðasta áfánganum á leið
sinni til Moisson. Þar sáum við Is-
lendingarnir margir í fyrsta skipti
skáta frá ýmsum löndum sitja sam-
an við bálið, en við fundum ekki til
þess að þeir væru útlendingar eða
okkur ólíkir, heldur sátum við þarna
hliÖ við hlið og tókum þátt í skemmt-
unum hvers annars með ósvikinni
lífsgleði og kálínu alveg eins og við
sætum umhverfis varðeld austur í
Vaglaskógi eða vestur í Hörgárdal
heima á gamla Fróni. Þetta var sann-
arlega alþjóðlegur varðeldur.
I býti morguninn eftir vorum við
vaktir og öllum sagt að hraða sér að
ferðbúast því kl. 7 færi lest út á
mótstaðinn, sem er um 70 km. frá
París. Allt gekk eins og í sögu með
undirbúninginn og innan stundar
vorum við setztir upp í tveggja hæða
lest og áttum nú flestir fyrir hönd-
um fyrstu járnbrautarferðina á
ævinni. Lestin brunaði af stað og við
notuðum tímann iil að skoða það
sem fyrir augun bar. LandslagiS var
öldótt og skógi vaxið en hér og þar
sáum við bóndabæi og var þar fólk
við vinnu á ökrunum. Af og iil fór-
um við í gegnum sveitaþorp og út á
Signu sáum við skip og bála bruna
fram og aflur. En tíminn leið fyrr
en varði og allt í einu nam leslin
staSar á Rosney-stöðinni, sem er
skammt frá mótstaðnum, og tókum
við þar bifreiðar, sem fluttu okkur
síðasta spölinn á inngöngusvæði
jamboreeborgarinnar. Þar stigum
við úr bílunum og slógumst í hóp
þúsundanna ,sem þrammaði heim til
I)úa sinna eftir Rue de Nations -—
vegi þjóðanna, en svo hét aðalgatan
í Ijaldborginni á jamboree. Vegur
þessi var bæði beinn og breiður og
um 1000 m. langur og lá hann frá
aðalinngönguhliöi borgarinnar inn
á L’Arena, sem var aSalhátíðasvæSi
mótsins og endaði þar við hvílan
turn um 50 m. háan, sem har aðal-
fánastöng mótsins. Beggja megin
„Þjóðvegarins“ stóðu risavaxin lauf-
skrúðug tré og þrjár og þrjár fána-
stengur stóðu þar saman/ með fram
veginum og báru þær marglitar fána-
veifur. Ofar með veginum gegnt
Ur dagbók jamboree-fara
Akureyrar-skátar á friðar-jamboree
L’Arena voru fánastengurnar þéttari
og stóð þar 21 stöng hvoru megin
jamboree-fánans og blöktu á þeim
fánar allra þeirra fjörutíu og tveggja
þjóða, sem mótið sóttu. íslenzki fán-
inn var þar milli fána Braselíu og
Englands. Fyrir miðju þessu svæði
var upphækkun mikil, sem kölluð var
Tribuiié og gnæfðu þar yfir fimrn
turnar, er báru fána þeirra 5 jam-
boreemóta, er áður höfðu fram far-
ið. Út frá þessari upphækkun ganga
áhorfendapallar, sem rúma þúsundir
manna. Yfir Tribuné liggja tröppur
að baki en hallandi braut liggur inn
! á hátíðasvæSið. Þótti okkur þetta
( fyrirkomulag allt stórkostlegt en viss-
i um ekki þá í hvaða augnamiði öll
þessi tilhögun var gerð. Verður vik-
ið að því síðar. Við beygðum nú út
af aðalgölunni og gerigum síðasta
áfangann til AlsírbúSa, þar sem land-
ar okkar höfðu komiö „Litla Islándi“
fyrir í faðmi skógarins. Loksins vor-
um við komnir alla leið á jamboree.
Sei'tting mófsins.
Laugardaginn 9. ágúst lá stöðugur
fólksstraumur lil tjaldborgarinnar í
Moisson. Um 40 þúsund skátar voru
nú saman komnir þar og ferðamenn
víðsvegar að lögðu nú leið sína
þangað til að vera viSstaddir setn-
ingu þessa mikla alheimsmóts, sem
álli að fara fram uin kvöldið. Við
Islendingarnir höfðum heyrt gamla
jamboreefara segja að selning slíkra
móta væri eitt hið áhrifamesta er
þeir höfðu lifað og biSum við því
rökkursins fullir eftirvæntingar og
tilhlökkunar. Laust eftir kl. 20, þeg-
ar dimmt var orðið, gengum við
fylktu liði þangað, er okkur hafði
verið sagt að mæta fyrir sétninguna
og biSum þar nokkra stund.
Hófsl nú inngangan á L’Arena,
| sem var setningarsvæöið, og gengu
i þjóðirnar frarn eftir stafrófsröð upp
j milli hinna 5 íurn'a og yfir Tribuné.
Næstir á undan okkur gengu Indverj-
ar og voru þeir 700 íalsins. Við geng-
um upp á Tribuné í tveimur átján-
földum röðum og staðnæmdumst á
pöllunum beggja vegna við miðturn-
inn. — Það var áhrifarík stund fyrir
okkur, sem orð fá ekki lýst, þegar
hið mikla mannhaf blasti við, og
ljóskastarar og hundruð alls konar
myndavéla bein,dust að okkur — há-
lalararnii' tilkynntu að þella væri ís-
land — Island gengur inn á svæðið.
Fánarnir lyflusl og við gengum
syngjandi áfram. Fagnaðarópin frá
þúsundunum flæddu á móti okkur
og nafn Íslands var hrópað á öllum
hinum framandi málum, sem þarna
voru töluð. Raðir okkar féllu saman
í 36 falda röð og við gengum undir
vaxandi fagnaðarópum á þann stað,
sem okkur var ætlaður, meðal þeirra
skáta, er bjuggu í Alsírbúðum. Inn-
• •
Onnut grein
ganga þjóðanna tók meira en klukku-
j tírna, þar til setningarathöfnin hófst,
með því að skátahöfðingi Frakk-
lands, General Lafont, flutti ávarp,
og lýsti lilgangi þessa móts og þýð-
ingu þess í þá átt að fullnægja ósk-
um og vonuin alls mannkyns um frið
og bræðralag. Hann bauö skáta frá
öllum löndum veraldar velkomna til
Frakklands og bað þá nota tímann
vel til að hnýta vináttu- og bræðra-
bönd, sem mættu verða til þess að
lialda mannkyninu frá nýju flóði
styrjalda og mannvonzku.
Eflir að ræða skátáhöfðingjans
hafði verið þýdd á ensku var Frakk-
land beðið lifa, með voldugu hrópi,
og síðan hófst hátíðlegasta stund
setningarinnar. Var það eins konar
láknræn sýning, er minnti á þau
fimm jamboree, er áður voru hald-
in. Var þetta gert á þann hált að
fyrst kom inn stór vagn með tjaldi,
er á var máluð mynd af Baden Po-
j vvell og myndir af skáturn við störf
sín. Fram með vagninum gengu skát-
ar með blys, er áltu að tákna varð-
elda hins fyrsta jamboreemóts, er
haldið var á Olympía í Englandi
1920. Næst kom inn víkingaskip með
þöndu segli og var það með dönsku
fánalitunum. MeS því gengu blys-
berar og áltu blys þeirra að tákna
eldinn frá jamboree, er lialdið var í
Danmörku 1924. Þar næst kom inn
vagn með stórum boga, er minnti á
beiðurssveig. 1 boganum var ör og
með vagninum voru borin blys, er
minntu á eldana frá jamboree í Ar-
, row Park í Englandi 1929. Þar næst
| kom inn á svæðið vagn með líkan
i af stökkvandi steingeit. Með honum
j voru borin blys, er minntu á jam-
1 boree-eldinn í Ungverjalandi 1933.
j Síðast kom stór vindmylla á vagni
■ og snerusl vængir hennar. Með henni
' voru borin blys og áttu þau að tákna
' jamboree í Hollandi 1937. Meðan
! vagnarnir óku inn heyrðust ómar af
i viðkomandi jamboree-söngvum í há-
j lölurunum. Vögnunuin var ekið í
sveiga um setningarsvæðið þar íil
þeir nárnu staðar á því miðju,
Var nú flult af plötum ræða sú,
er Baden Pawell hélt við setningu
jamboreemótsins í Hollandi fyrir 10
árum, en djúp þögn ríkti meöal allra
þúsundanna svo að aðeins heyrðisl
rödd hins látna mannvinar.
AS ræðunni lokinni var lif og r,tarf
Baden Powells hyllt ákaflega. Því
næst tók lil máls innanríkisráðherrk
Frakklands og lýsti ánægju sinni vfir
því að Frakklandi skyldi hlotnazt sá
heiöur að taka á móti svo góðum
gestum frá svo mörgum löndum. Þá
tók Lil máls aSalmótstjóri jamboree,
Van Effenterre, og lýsti hann hið 6.
jamboree opnaÖ. Lustu skátarnir þá
upp jamboree-hrópinu og tendruðu
kyridlana, sem áður hafði verið út-
' býtt, við eld frá vögnum þeim, er
fyrr var frá sagt.
Á skammri stundu varð alll svæð-
ið að iöandi Ijóshafi, sem leystist
sundur smátt og smátt, því að nú
hélt hver heim til sinna búða. Allar
götur frá L’Arena urðu eins og ljós-
elfur, sem liðuðust inn í skóginn og
myrkrið. Syngjandi og fagnandi
héldu blysíararnir hver til síns
heima og tendruðu nýjan jamboree-
eld, en jamboree þýðir á máli Indí-
ána friðareldur.
Jamboree, þetta dásamlega ævin-
týr, var hafiö! Ideima í okkar litla
Islandi lýstu Hekla og Geysir við
hliðið. ViS skildum á svæðinu við
fánaslöngina og lúðurinn hljómaði
kyrrð á íslandi. Við hurfum þögulir
og þreyttir iil tjaldanna og öllum
var það Ijóst að við vorum hingað
komnir til aS reynast íslandi vel og
ég veit að enginn bregzt þegar skyld-
an kallar.
Daglegt fíf é jamboree.
Við skulum hugsa okkur, lesandi
góður, að við séuin staddir á jam-
boree einhvern daginn meðan mótið
stendur yfir, og þá notuin við auð-
vitað tækifærið og skoðum okkur
um í tjaldborginni.
Það er komiS langt fram á dag og
hitinn er orðinn yfir 40 stig á móti
sól, svo heitt hefir sjaldan verið á
þessum slóðum og eflaust væri bezt
að fara hægt og rólega, en þrátt fyrir
hitann er eins og allir séu að flýta
sér hér og við hrífumst með. Hér
sjáum við allra þjóða skáta hraða
sér, ef til vill i heimboð íil ókunnra
jijóða, í póstliús, síma, verzlun, i-
þróttakeppni eða í einhverjum er-
indagerðum til aðalstöðvanna, eða
þá í einhvers konar „tj aldbúSaflakk“.
Urmull gesta, sem hefir takmarkað-
an tíma, flýtir sér til að sjá þó a. m.
k. ofurlítið sýnishorn af sem flestu
því, er hin mikla tjaldborg í Moisson-
héraðinu hefir upp á að bjóða þessa
i dagana, og þeir verða áreiðanlega
ekki fyrir vonbrigðum, því að á hin-
um hvíta brennheita mulningi á
„vegunum þar“ ber margt nýstárlegt
fyrir augað. Hér eru viröulegir ka-
þólskir prestar og munkar i gráum,
brúnum og hvítum skósíðum kufl-
um á hraðri göngu til sinhvers, sem
þolir enga bið. Hér eru Arabar og
Indverjar, með sitl þunga hvíta höf-
uÖskraul, brosandi Negrar og Kín-
verjar meS skásett augu, Indíánar,
Filippseyinar, Egyptar og Ástralíu-
menn, sem sagt, hér á „Vegi þjóð-
anna“ sjáum við allar þjóðir og þar
á meðal kófsveittan Noröurlanda-
búa, sem auðsjáanlega þykir nóg um
hitann. Margir bera þjóðfána . sinn
saumaðan á einkennisbúninginn og
þegar við mætum einhverjum með
krossfána Norðurlandanna á brjóst-
inu, heyrisl oft glaðlegt hróp eins og
„Halló ísland“, ög þá svörum viS
„Halló Norge, — God Dag Dan-
mark, -— halló Fimdand og heija
Sverige,“ því að þótt allir skátar séu
bræður rennur okkur blóðið til
skyldunnar þegar við sjáum frændur
vora.
Hér þyrla þúsundir fóta upp ryk-
inu á .veginum. og flutningavagnar
cg lögreglubílarnir hjálpa til, svo að
stundum hverfur hin iöandi umferð
í ryk-skýið. — Franskir R.S.-skátar,
með rauða klúta, stjórna umferð-
inni með festu og dugnaði. Við ís-
lendingarnir erurn stundum óþjálir,
því að okkur hættir til að vera
vinstra megin á vegunum, en hér og
annars staðar í Frakklandi er hægri
handar akstur, en okkur iekst furðu
fljótt að semja okkur að siSunum í
i þessu alþjóðlega umhverfi.
Járnbrautin, sem liggur í kring-
um allt mótsvæðið utanvert, er stöð-
ugt fullhlaöin, það eru 6 vagnar í
hverri lest og 12 lestir ganga sama
hringinn án afláts frá klukkan 6 á
morgnana til 9 á kvöldin, lestirnar
staðnæmast sjaldan, en fara það
hægt að auövelt er að komast af
þeim og á, hvenær sem er. Ein hring-
ferð með lestinni, sem íekur 40 mín-
útur, gefur nokkuð góða mynd af
heimsborginni. ViS tökum okkur
far og ökum framhjá einu landinu
af 'öðru og sjáum að hvert land hefir
sín þjóðlegu einkenni eins áberandi
og unnt er. Mest áberandi eru hlið-
in fyrir héraðsbúðunum frönsku, en
þær eru 18 talsins og búa 2 til 3 þús-
und í hverjum héraðsbúðum. Eins
og áður er sagt eigum við heima í
Alsírbúðum.
Á hægri hönd við innganginn til
Alsír eru markaðir veitingaskálar og
verzlanir, birgðastöðvar, veðurstofa,
skrifstofur og fjölleikahús, þar scm
meðal annars fóru fram kvikmynda-
sýningar og brúöusjónleikir, og er
þar vel fyrir öllu séð.
Aðalhlið Alsír-búðanna eru 8
hvítar arabiskar turnspírur, standa
þær 4 hvoru megin við eitt mikið
Aiabatjald, sem er útbúiS eins og
ArabahöfSingj ar höfðu fyrr á ferð-
um sínum um eySimerkurnar. Turn-
arnir eru 21 meter á hæð þeir hæstu
en lækka svo út til hliðanna.
Við skulum nú ganga inn í milli
turnanna og litast um. í höfuðatrið-
um er fyrirkomulag héraðsbúða eins,
þóít mjög mikill munur sé á hliðun-
um og ýmsum úlbúnaði.
1 firumsjón búða þessara er í
höndum franskra skáta frá Alsír og
lil hægri við innganginn hafa þeir
sett á laggirnar skrifstofur, upplýs-
ingastöðvar, símastöð, sjúkrahús og
aðrar opinberar stofnanir. Þar er
einnig dálítið upphækkað svæði, sem
var varðeldasvæÖið fyrir Alsír-búS-
ir, bakvið, á upphækkuninni, eru eft-
irmyndir austurlenzkra bogaglugga
og stór hvít kringla. Kringum upp-
hækkunina, sem er leiksviðið, eru
| gróðursett pálmatré og risakaktusar,
i sem fluttir voru frá Alsír.
j Tjaldbúðir þjóðanna, sem húa í
j Alsír-búðum slanda i kringum stórt
i ault svæði, sem notað er til leikja og
! íþrótta.
Framh.