Íslendingur


Íslendingur - 01.10.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 01.10.1947, Blaðsíða 8
Framhaldsaðalfundur Vélbátatr. Eyjafjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri föstudaginii 10. okt. n. k. og hefst kl. 2 e. li. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnarkosning. Fastlega skorað á félagsmenn að mæta. Miðvikudaginn 1. október 1947 TIL SÖLU: Stór bókaskápur og bækur, útvarpstæki, útvarpsgrammófónn (pic-up), bljómplötur, lítið slitnar (sígild tónlist og danslög, ca. 100 plötur), armstóll, dívan, ný skíði og eitthvað af fötum, þ. á. m. smoking, til sýnis og sölu í BREKKUGÖTU 14 (uppi) kl. 5-7 I. 0. O. F. — 1291038Mi. ' Kirkján. Vegna óvæntrar fjarveru sókn- arprestsins fellur messa niður á sunnu- daginn kemur. Sjötugur varð í fyrradag lijarni Bene- diktsson, póstafgreiðslumaður a Húsavík. KristniboSsjélag kvenna, Akureyri, hef- ir bazar og kaffisölu í Zíon föstudaginn 3. okt. kl. 3 e. h. Styðjið starfið! Drekkið síðdegiskaffið í Zíon! Bridgejélag Akureyrar hefir hafið starf- semi sína og verða spilafundir framvegis á þriðjudagskvöldum á Gildaskála KEA. Frk. Sejdal kristniboði talar á sam- komu í Zíon n. k. sunnudag kl. 8.30. Allir velkomnir. Kvenjélagið Hlíf biður blaðið að ílytja bæjarbúum' beztu þakkir fyrir góðar und- irtektir og gjafir á hlutaveltu félagsins, sem haldin var til ágóða fyrir barnaheim- ifissjóð þess. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Föstud. 3. okt. kl. 8.30 opinber samkoma. Kapteinn Driveklepp og Guðfinna Jóhannesdóttir syngja og' spila. Sunnud. 5. okt. kl. 11 helgunarsa'mkoma. Kl. 2 sunnudagaskóli. KI. 8.30 hjálpræðissamkoma. Kapteinn Driveklepp og Guðfinna stjórna. Allir hjaítanlega velkomnir. Karlakór Akureyrar. Söngæfing í kvöld á venjulégum stað og tíma. Mætið stund- víslega. Gagnfrœðaskólinn verður settur kl. 2 í dag. Kaldbokur. Framkvæmdastjóri Kald- baks, Guðmundur Guðmundsson, skýrir blaðinu svo frá, að sala togarans hafi í síðasta blaði verið tilgreind 100 þúsund kr. of lág. Samtals hefir því togarinn selt fyrir kr. 1.472.381.00. Er blaðinu mjög ijúft að leiðrétta þetta. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins lteld- ur skemmtifund f Samkotnuhúsi bæjarins föstud. 3. okt. kl. 9 síðd. Skemmtiatriði: Kvikmynd, kórsöngur og dans. Deildarkon ur mætið allar og takið utanfélagskonur með. Stjórnin. Til barna og unglinga. Sunnudagaskóli Fíladelfíu-safnaðarins verður settur sunnudaginn 5. okt. kl. 1.30 e. h. í Verzl- unarmannahúsinu, Gránufélagsgötu 9 (á neðri hæð). Oll börn hjartanlega vel- komin. Saumafundir fyrir ungar stúlkur byrja miðvikudaginn 8. okt. kl. 8 e. h. á sama stað. Allar, stúlkur 7 ára og eldri, hjartanlega velkomnar. Fíladelfía. Rottueyðing. Heilbrigðisfuilltrúi hefir tjáð blaðinu, að sérstakur maður hafi verið ráðinn til þggs að eitra fyrir rottur, þar sem þeirra kunni að verða vart, því að þrátt fyrir rottueyðinguna í sumar má gera ráð fyrir, að eitthvað sé lifandi af rottiim: Kveður heilbrigðisfulltrúi allt kapp verða lagt á það, að gjöreyða rott- unum og eru það því tilmæli hans til allra þeirra bæjarbúa, sem varir verða við rottur, að gera honum aðvart í síma 196. Rannsóknir vísindamanna víða um heim benda til rnikilvægra loftsiagsbreytinga Danska blaðið „Berlingske Tidinde“ birti fyrir skömmu við- tal við skriðjöklafræðfcnginn Börge Fristrup, sem var einn í ranm- sóknarleiðangri Knuth greifa í Norðurhöfum í sumar, er nefndur var Pearyland leiðangurinn. Gerði hann mælingar á skriðjökíum í Græalandi norðar en nokkru shmi áður hefir verið gert. Hann segir augljóst, að loftslagið á norðurhvelinu hafi breytzt mikið' og sjáist það því greinilegar sem lengra dragi norður. Margt bendi til þsss, að loftlagsbreyting þessi nái yfir alla jörðina. Fristrup segir, að jöklarnir bráðni nú nokkrum vikum fyrr en venjulega í Peary-landi, en því miður sé ekki hægt að kom- ast að raun um, hversu jökl- arnir hafi minnkað, því að til þess skorti samanburð frá fyrri tímum. Til samanburðar megi þó geta þess, að Kobnekaese- skriðjökullinn í Svíþjóð hafi stytzt um 175 km. Snjókoma er nú lítil í Norður-Grænlandi, og var hún naumast teljandi í sumar. Vötn þorna í Afríku. Þá kveður Fristrup ýms dæmi vera til þess i Afríku, að vötn hafi þornað upp, og rannsóknir, sem nú séu gerðar í Suður- Ameríku, gefi svipaða niður- stöðu. Aðspurður um orsök þessarar þróunar, segir Fristrup: „Ýms- ar hugmyndir hafa komið fram um þetta, en þótt maður telji t. d., að það muni stafa af breytt- um straumum í loftinu, vaknar bara sú spurning, hvers vegna þær straumbreytingar hafi orð- ið, og því er ekki hægt að svara. En hægt er að fullyrða, að Golf straumurinn, sem fyrst og fremst kemur til greina, þegar um loftlagsbreytingar er að ræða, á ekki nokkurn þátt í þeirri breytingu, sem nú er að verða.“ Breytingin hófst eftir 1920, en ekki hefir verið hægt að full - yrða neitt um hana fyrr en nú, enda hefir reynslan sýnt, að allt getur aftur fallið í sama farið. Þýðíng loftlagsbreytingar. Um þýðingu þessarar breyt- ingar segir Fristrup: — Á Grænlandi munu skap- ast ný tækifæri til rannsókna, og á sviði efnahagsmálanna má þegar benda á þá staðreynd, ao heimskautaþorskurinn gengur nú. alveg upp að ströndinni. Þá mun breytingin valda því, að Rússar munu nú næsturn hvert sumar geta siglt með norður- í.trönd Asíu. Almennt munu svo skógar og korn vaxa á norðlæg- ari breiddargráðum en áður. Dýrafræðingurinn Palle John sen, sem einnig var með í leio- angri Knuths, greifa, kornst svo að orði: — ÞaÖ, sem einkum vakti at- hygli mína, var mergðin af moskitoflugum í Pearylandi, er minnti mann á hitabeltislönd in, en til allrar hamingju velaur þó stunga moskitoflugunnar grænlenzku ekki sjúkdómum, en það úði og grúði af þeim, svo að maður var stundum svartur í framan af þessum mývargi. Þá get ég einnig getið þeirrar undraverðu staðreyndar, að bleikja lifir í ánum í Pearyland, Eldgos. Jarðfræðingurinn Johannes Troelsen, segir um ’eldfjöli á Grænlandi (sem ekki eru nafn- greind), að enginn vafi sé á því, að þau hafi gosið í vor. Telur hann, að þar muni vera gos á hverju vori, þegar vatnið frá bráðnandi ísum tekur að renna niður um sprungur f jallsins, og virðist helzt sem gos þessi séu aðallega brennisteinsgufur. Leiðangur Knuth greifa kom við hér á Akureyri á leið sinn' til Grænlands í sumar. Frumbækur nýkomnar Bókaverzl. E D D A Skömmtunin Framh. af 1. síðu. að tilgreina vörutegund þá, sem beð- ið er um, skv. flokkun og nr. í gild- rtidi tollskrá. Innflytjendur o§ fromleið- endsí?. Innflytjendur vara og innlendir framleiðendur þurfa ekki að skila sköinmtunarseðlum þeim, sem þeir 'íá hjá smásöluni til þess að fá leyfi til innflutnings vara eða hráefna. Hinsvegar fá þeir ekki neiriar vörur tollafgreiddar nenia með leyfi J skömmtunarskrifstofunnar. Þá verða j þeir einnig að gera skrifstofunni ná- | kvæm skil á mótteknum skömmtun- | arseðlum frá smásölum og mega enga vöru selja án þeirra. Sérstakar reglur hafa verið s'ett- ar um úthlutun iii veitingahúsa og ber þeim að snúa sér til skömmtun- arskrifstofu ríkisins. Beitzsiriiskön'imfun. Skömmlun á benzíni hefst cinnig í dag. Hafa öll skrásett ökutæki rétt lil að fá afhenía skömmtunarbók hjá lögreglustj óra í því umdæmi, þar sem þau eru skrásett. Bifreiðarnar hafa verið flokkað- ar nlður í /V- og B-ílokk, og eru fólks flulningabifreiðar og mjólkurflutn- ingabifreiðar í A-flokki. en vöru- j | flutningabifreiðar í B-flokki. Þess- um tveint flokkum eru svo aflur skipt þannig: A-1 strætisvagnar A-2 aðrir sérleyfisvagnar og mj ólkurbifreiðar. A-3 leigubifreiðar til mannflutn- inga 4—6 manna A-4 einkabifreiðar 4—6 manna A-5 einkabifreiðar 2—4 manna A-6 bifhjól B-1 vörubifreiðar yfir 5 tonn B-2 vörulrifreiðar 4—5 tonn B-3 vörubifreiðar 3—4 tonn B-4 vörubifreiðar 2—3 tonn B-5 vörubifreiðar 1—2 tonn B-6 vörubifreiðar %—1 tonn B-7 vörubifreiðar (sendibifr.) undir % tonn. Mánaðarskanuntur íil þessara bif- reiða er sem hér segir: A-1 1800 Itr. A-2 900 — A-3 400 — A-4 60 — A-5 45 — A-6 15 — B-1 600 — B-2 500 — B-3 400 — B-4 350 — Ko::.núnistar veirja iétrarmorð Aðalleiðtogi búlgarska bœnda- jlokksins, Petkov, var tekinn aj líji fyrir nokkrum dögum, þrátt jyrir eindregin mótmœli stjórna Rretlands og Bandaríkjanna og fjölmargra kunnra sljórnmálaleið toga víðsvegar um heim. Með af- löku þessa ötida barátlumanns lýðrœðis og jrelsis, eru síð- ustu leifar skoðanajrelsis og mann réttinda ajnumdar í Búigaríu, og haja Rússar lagt blessun sína yfir þelta réltarmorð Dimitrovs, komm úirstajoringja. Um allan hinn lýð- rœðissinnaða heirn hefir jtessi al- bu.rður vakið hrylling, en jajn- jramt vakið jólk til meðvitundar um jiað, hvcrskonar þjóðskipulag kúgy.nar og einrœðis jtað er, sem kcmmúnistar cru að berjasl jyr. ir. En íslenzku kommúnislarnir haja ekki hneykslast yjir Jjessum aðförum. Blöð þeirra tala ájram um „framfarirnar“ í Austur-Ev- rápu, og „Verkam.“ undrast jiað enn, að „Isl.“ skuli ekki jalla jram og dá þetta stjórnskipulag. Það vœri jróðleg'. að vita, liversu marg. :r Islcndingar verða til Jiess að taka undir lojgjörð kommún.ista- Iraðanna um jiau hermdarverk, scm nú eru síjellt unnin í Austur- Evrópulöndum. B-5 200 — B-6 100 — B-7 45 — A-fl. ökutæki fá skönmitunarbók til þriggja mánaða, en B-fiokks hif- reiðar lil eins mánaðar. Þá eru einn- ig þau takmörk sett á afhendingu skömmtunarbóka til vöi ubifreiða, að þær fá ekki bók fyrir síðari mán- uði, netna jafnframt séu lagðar fratn vinnunótur um vínnu bifreiðarinnar næsta mánuS á undan. Er öllurn vinnuveiténdum og öðrúm, sem nota vörubifreiðar, skyll að gefa slíkar nótur. Akstur bannoður. Reglugerðin um notkun bifreiða er allflókinn og ættu bifreiðastjórar að kýnna sér hana. Allur mannflutn- ingur með leigubifreiðum er bann- aður á tímabilinu frá kl. 23 að kveldi lil kl. 7 að morgni dag hvern, nema um nauðsynlegan akstur sé að ræða, bifreið sé t. d. að koma úr feröalagi eða flytja sjúklinga eða í öðrum nauðsynlegum akstri. Atvinnuinála- ráðherra getur þó heimilaö tiltekinni tölu bifreiða næturakstur á hverjum stað. Allar þessar bifreiöar verða að hafa sérstaka eiukennismiða, stimpl- aða af lögreglustjóra. Brot gegri fyrirmælunum um öku- bann og einkenni varða 500 kr. sekl- um í fyrsta sinn, en síðan stighækk- andi sektum, ef brot er ítrekað.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.