Íslendingur - 01.10.1947, Síða 6
6
ÍSLENDINGUR
Miðvikudaginn 1. október 1947
Norðlenzkir prestar og kenn^
arar skora á þjúðina að
sýna þegnskap og túrnarlund
Víta harðlega, að ný stjórnarskrá hefir ekki
verið samin.
FIMMTI ÁRSFUNDUR norðlenzkra presta og kennara var hald-
imn á Akureyri dagana 20. og 21. september s. I. Á fundinum
mættu 9 prestar og 19 kennarar og 7 fundarmenn aðrir, eða alls
35 manns.
Fundur þessi hafði verið und-
irbúinn af þingeyskum prestum
og kennurum, en formaður und
irbúningsnefndar var sr. Björn
O. Björnsson, Hálsi. Forseti
fundai'ins var Friðrik J. Rafn-
ar, vígslubiskup, en auk hans
voru fundarstjórar: séra Þor-
varður Þormar og Hannes J.
Magnússon. Ritarar voru Egill
Þorláksson og Eiríkur Sigurðs-
son.
Aðalumræðuefni fundarins
var þegnhollusta. Framsögu-
erindi fluttu Þorsteinn M. Jóns-
son og séra Björn O. Björnsson.
Miklar umræður urðu um þetta
mál, svo og nokkur önnur mál,
sem rædd voru. Á fundinum
flutti Jón H. Þorbergsson erindi
um heimilisguðrækni, en séra
Pétur Sigurgeirsson sýndi kvik-
mynd úr Islendingabyggðum í
Ameríku, og flutti stutt erindi
um kristilega æskulýðsstarf-
semi. Fundarmenn hlýddu á
messu í Akureyrarkirkju síðari
fundardaginn, þar sem séra Sig-
urður Guðmundsson, Grenjaðar
stað prédikaði, en séra Ingólfur
Þorvaldsson þjónaði fyrir altari.
Pétur Sigurðsson ritstjóri úr
Reykjavík mætti á fundinum. I
undirbúningsnefnd fyrir næsta
fund voru kosnir: Séra Friðrik
A. Friðriksson, Húsavík, séra
Þorvarður Sigurðsson, Vatns-
enda og Eiríkur Sigurðsson,
kennari, Akureyri.
Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar á fundinum:
1. Fundurinn telur nauðsyn,
að prestum og kennurum gefist
sem tíðast kostúr utanferða sér
til aukins náms og þroska, slík-
ur vandi, sem þeim er fenginn
með forystunni í trúar- og menn
ingarmálum alþjóðar.
2. Um leið og fundur norð-
ienzkra presta og kennara þakk
ar dönskum lýðháskólastjórum
velvild og skilning í handrita-
málinu, leggur hann áherzlu á,
að einskis verði látið ófrestað
til bráðrar endurheimtar fornra
íslenzkra skjala og handrita új
erlendum söfnum.
3. Fundurinn vill vekja at-
hygli einstaklinga og félaga í
sveit og bæ á nauðsyn meiri fág-
unar og menningar í skemmt-
unar- og samkvæmislífi þjóðar-
innar og vill í því sambandi
skora á æskulýð landsins að
beita sér af alefli fyrir útrým-
ingu áfengis og tóbaks á sam-
komum sínum.. Jafnframt vill
fundurinn taka í þann streng,
að skemmtisamkomum sé lokið
ekki löngu eftir miðnætti.
4. Fundur presta og kennara
norðanlands vottar skólameist-
ara Sigurði Guðmundssyni virð-
ingu og þökk, er hann nú lætur
af stjórn Menntaskólans á Ak-
ureyri, og telur mikla giftu hafa
fylgt forystu hans.
5. Fundurinn skorar á fræðslu
málastjórn landsins að beita
sér fyrir því, að bönnuð verði
með lögum öll pólitísk æsku-
líðsfélög meðal ungmenna innan
18 ára aldurs.
6. Fundurinn lítur svo á, að
margt af því, sem miður hefur
farið og fer í löggjöf vorri og
stjórnarfari eigi rætur að rekja
til óviðunandi stjórnarskrár, er
vér búum nú við. Því átelur
hann það harðlega, að ekki
skuli efnt það heit, að ný og
betri stjórnarskrá sé samin og
lögð fyrir þjóðina til umræðu og
ályktunar. Telur hann heppileg-
ustu lausn þessa máls, að kall-
að sé saman sérstakt stjórnlaga
þing, er taki stjórnarskrármál-
ið til meðferðar og afgreiðslu í
frumvarpsformi. Alþingi ákveði
íjölda þingfulltrúa og séu þeir
kosnir af bæjar- og sýslufélög-
um.
7. Fundurinn telur þannig
komið högum vorum, að óvenju
lega mörg og mikil vandamál
fjárhags-, stjórnarfars-, og sið-
ferðislegs eðlis steðji nú að, og
að það sé þjóðinni lífsnauðsyn
að sameina nú alla krafta sína
til sóknar og varnar í barátt-
unni fyrir sjálfstæði sínu og
menningu.
Lítur fundurinn svo á, að
hvergi myndi betri skilyrði til
að sameina þjóðina til alvarlegr
ar íhugunar og átaka en á hin-
um fornhelga þingstað hennar
og því sé almennur Þingvalla-
fundur æskilegur þegar á næsta
sumri. ,
8. Fundurinn skorar á alla
presta og kennara í landinu að
beita sér gegn drykkjuskapar-
tízkunni, og fyrst og fremst með
því að neyta sjálfir ekki áfengra
drykkja.
9. Með því að sjaldan eða
aldrei mun hafa verið meiri
þörf á sterkum kristilegum á-
hrifum á æskuna i landinu en
nú, skorar fundurinn á alla
presta og kennara landsins að
taka upp öflugt samstarf um
kristilegt æskulýðsstarf á veg-
um þjóðkirkjunnar.
10. Fundurinn lýsir yfir trú
sinni á ómetanlegt gildi þess
fyrr einstakling og þjóðlíf, að
heimilisguðrækni verði endur-
vakin í landinu. Sömule'ðis að
guðræknisvenjur verði teknar
upp í sem flestum skólum.
11. Fundurinn vill hvetja
hvern þegn og hverja stétt til
þess að leggja fórn frárn til við-
náms yfirvofandi hættu í fjár-
hags- og gjaldeyrismálum þjóð-
arinnar, og láta ekki skammsýn
eiginhagsmunasjónarmið
sundra nauðsynlegum samtök-
um. Einnig skorar fundurinn á
stjórnarvöldin að hefja sókn
gegn hverskonar óreiðu og
sukki í viðskipta- og fjármál-
um.
12. Fundurinn telur það æski-
legt, að yfirstjórn fræðslumála
á Islandi, vinni að því, að árlega
verði tekið upp á fjárlög ríkis-
ins fjárupphæð, sem varið sé til
kristilegrar æskulýðsstarfsemi í
Jandinu.
Laukur
nýr — þiirrkaður.
VÖRUHÚSIÐh.f
Daoskt kex
Blandað kex
Marie —
Heilhveiti —
Iskex.
Verzl.
Eyjafjörður liL
Kaupum
Sultuglös og flöskur
næstu daga.
Ö1 og Gosdrykkir h. f.
Sími 337.
Ráðskonu
vantar á fámennt heimili
hér í bænum. — A. v. á.
4ra kóra
Píanóharmoiika
til sölu.
Stefán Halldórsson,
Ægisgötu 18.
Svíþjóð: |
1 Svíþjóð hefir urn nokkurt ;
skeið se'tið á rökstólum nefnd, !
skipuð bæði körlum og konum, !
sem hefir haft það hlutverk ;
með höndum að gera allskonar ■
athuganir varðandi karlkyn'.ð. '
Fregnir frá Stokkhólmi herma,
að nefndin hafi komizt að þeirri
n'ðurstöðu, að sænskir eigin-
menn séu ákaflega lélegir elsk-
hugar. Ekki er þess getið í
hverju gallar þessir eru fólgn-
ir.
Japan:
Það hefir vakið eftirtekt
fréttamanna í Japan, að Hiros-
hima og Nagasaki, borgirnar
sem kjarnorkusprengjunum var
varpað á, eru þær borgir í Jap-
an, þar sem fólkið er vinveittast
Bandaríkjámönnum. — Ibúum
Hiroshima finnst sem sprengj-
an hafi hreinsað þá af öllum
stríðsglæpum og sú hugsun er
rík hjá þeim, að borgin geti orð
ið nokkurskonar Mekka friðar-
unnandi pílagríma.
Þegar sprengjunni var varpað
á Hiroshima, voru íbúar borgar
innar 250 þús. og 175 þús. lifðu
af sprenginguna. Nú eru íbúar
borgarinnar orðnir 210 þús., og
næstum hver einasta kona ber
barn á bakinu. 23 þús. hús haía
verið reist í stað þeirra 60 þús.,
sem eyðilögðust. Það er eftir-
tektarverðast við þessar frarn-
kvæmdir, að 98% húsa þessara
eru nokkurs konar „svarta
markaðar“ hús, reist af fólkinu
sjálfu, án þess að hirða nokkuð
um skipulag eða reglur.
Bandaríkin:
Gallup-stofnunin birti fyrir
skömmu heildarniðurstöður sín-
ar um skoðanir og ástand banda
rísku þjóðarinnar, byggðar á tíu
ára reynslu skoðanakönnunar
sinnar. Fara hér á eftir nokkur
atriði úr skýrslu þessari:
Sex af hverjum tíu karlmönn
um vilja fremur dökkhærðar
stúlkur en Ijóshærðar — og er
það heppilegt, því að aðeins 8%
af bandarískum stúlkum hafa
eðlilega ljóst hár — en þeim
finnst — þótt þeir beri auðvit-
að ábyrgðina að nokkru leyti —
að stúlkurnar kyssi og daðri of
mikið áður en þær giftast. Kon-
urnar telja meira virði, að eig-
inmennirnir séu skapgóðir en
tryggir, en vildu gjarnan, að
þeir væru rómantískari. Þær
vilja yfirleitt ekki eiga börn
fyrr en á öðru hjúskaparári og
vilja helzt eiga þrjú börn. Aðal-
deiluefni bandarískra hjóna eru
peningar, afbrýði og börnin. —
Næstum englr foreldrar vilja,
að synir þeirra verði stjórn-
málamenn.
Einn af hverjum þremur
Bandaríkjaborgurum kvartar
' um fótaveiki. Tveir af hverjum
þremur fullorðnum mönnum
ganga með gleraugu. Einn af
hverjum fimm þjáist af heyrn-
ardeyfð. Tveir af hverjum tíu
geta ekki lært að blístra. Einn
af hverjum tíu er örfhentur, og
minna en þriðjungur bifreiða-
! stjóra getur munað númerið á
ökuskírteini sínu. Einn af hverj
; mn þremur á erfitt með að
! vakna á morgnana, en aðeins
einn af hverjum fimm á erfitt
! með að sofna á kvöldin. Fólk,
sem lifir venjulegu líf: fer að
| hátta klukkan tíu á kvöldin,
’ fer á fætur klukkan hálf sjö sex
! daga í viku, vakir til kl. 11 á
; laugardagskvöld og sefur til kl.
i 8 á sunnudagsmorgna.
i Sex af hverjum tíu Banda-
i ríkjamanna neyta áfengis, og
j sama tala reykir. Helmingur
j fólksins álítur, að Hitler sé enn
j lifandi. Tveir af hverjum þrem-
; ur telja Amraham Lincoln meiri
i mann en George Washington.
Þeir fimm núlifandi menn, sem
Bandaríkamenn dá mest, eru:
Douglas Mac Arthur, yfirhers-
höfðingi, Eisenhower, yfirhers-
höfðingi, Winston Churchill,
Truman, forseti og George Mars
hall, utanríkisráðherra.
98 af hundraði Bandaríkja-
þjóðarinnar trúir á Guð og 76
af hundraði á líf eftir dauðann.
Aðeins fjórir af hundraði eru
sannfærð'r um, að þeir séu ó-
hamingjusamir, 57 af hundraði
telja sig sæmilega hamingju-
sama og 38 af hundraði telja
sig mjög hamingjusama. Það
ler þó hrollur um einn af hverj-
um fimm, þegar svartur köttur
iúeypur fyrir framan hann.
IEWES
FORDÆMÍR
ÞJÓÐNÝTINGU
Hinn kunni leiðtogi banda-
rískra kolanáinumanna, john Le-
wis, hefir gert kolanámuverkfall-
ið í Englandi að umtalsefni. Seg-
ir hann óánægju verkamanna
stafa af því, að þeir hafi búizt við
betri kjörum eftir þjóðnýtinguna,
en raunin hafi orðið lengri vinnu-
tími og engar kjarabætur. Lewis
segir, að þjóðnýting sé alröng
stjórnarstefna, og afskipti ríkis-
valdsins af atvinnurekstri verði
til þess eins að skerða réttindi
verkamanna til frjálsra samninga
um kaup og kjör. Lewis hefir líka
jafnan, þrátt fyrir hörð átök við
atvinnurekendur í Bandaríkjun-
um, lýst sig eindregið andvígan
allri þjóðnýtingu i landinu. Það
er annað viðhorf en hjá þeim
sósíalistisku verkalýðsforingjum,
sem telja það mesta bjargráðið
fyrir verkalýðinn, að ríkið vasist
í öllum atvinnurekstri undir eftir-
Iili pólitískra nefnda, sem ofllega
hafa enga sérþekkingu á þeim mál
um, sem þær eiga að stjórna.