Íslendingur


Íslendingur - 10.12.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.12.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagui 10. desember 1947. 3 amband ungra Siálfstæöismanna Þjóðin krefst raunhæfra aðgerða í landheigismálum. „ Vöröur" tél. ungra Sjáltstæðismanna stjórnmáianna erlendis og loks ýms félagsmál. Þess er vænzt, aS félagar fjölmenni og faki meS sér nýja félaga. heldur fund í kvöld að Hófel KEA kl. 9. Á fund- inum verður ræff um hin sívaxandi ríkisafskipfi og samruna alls valds í höfuðborginni. Einnig verður ræff um þróun Fundarboð Hinn 14. þ. m. verður haldinn fundur í húsakynnum Nýju bíla- stöðvarinnar við Strandgötu kl. 1 FUNDAREFNI: Stofnun samvinnufélags með vöru- bifreiðastjórum Akureyrarkaupstað- ar. Akureyri. 6. des. 1947. FundarboSendur bijreiðastjórar á Nýju bílastöðinni. Barnaiimiskör fást í Verzlunin HEKLA. Jölin koma Eitthvað þurfa börnin. Úrval af barnaleikföngum fæst í Verzlunin HEKLA. MUNIÐ Exchlor í jólaþvottinn fæst í Verzlunin HEKLA. SkagfirbingalélagiH á Akureyri heldur SKEMMTIFUND að Gilda skúla KEA mánudaginn 15. des. n. k. kl. 9 síðdegis. Atriði: Upplestur, frásagnir og kvikmyndir. — Aðgangur 5 kr. Skagfirðingar! Fjölmennið með gesti. Stjórnin. Til langs tíma hefir ríkt hin megn- asta óánægja meðal landsmanna I vegna sinnuleysis stjórnarvaldanna í landhelgismálunum. Um það verður ekki deilt, að landhelgisgæzlunni hafi hrakað frá ári til árs. I stað þess að fá eingöngu hin fullkomn- ustu skip til varðgæzlunnar hefir ríkt sá kotungsháttur, að notast i lengstu lög við lítil skip og gömul. Þrátt fyr- ir alliliða nýsköpun skipastóls okkar íslendinga hefir landhelgisgæzlan enn sem komið er ekkert liaft af ný- sköpuninni að segja. Góð landhelgisgæzla lilýtur ætíð að vera hornsteinninn að velgengni útgerðarinnar. Hún ein getur komið í veg fyrir, að uppeldisstöðvar fiskj- arins séu eyddar með rányrkju og íslendingar fái einir að sitja að veið- um á þeim miðum, sem erlendar þjóð ir hafa engan rétt til. Hingað til lánds hafa að updan- förnu borizt fregnir um, að stór- þjóðirnar hyggist á næstunni til að auka til stórra muna fiskveiðar sín- ar hér við land. Bretar hafa þegar látið smíða í þcssu skyni eitt 1300 smálesla verksmiðjuskip, auk fjölda- margra togara, sem hefja munu veiðar á næstunni eða á næstu ár- um í Norðurhöfum og við ísland. Einnig stendur til, að Þjóðverjar sendi lil veiða í Norðurhöfum um 300 togara. Af þessum fregnum er ljóst, að okkur íslendingum er nú fremur en nokkru sinni áður lífs- nauðsyn að vernda landhelgi okkar. Til þeirra réltargæzlu má ekkert til spara. RÝMKUN LANDHELGINNAR MESTA HAGSMUNAMÁL ÞJÓÐARINNAR. Jafnframt umbótum á landhelgis- gæzlunni verður þing og stjórn þeg- ar í stað að hefja baráttuna fyrir viðurkenningu erlendra þjóða á rýmkun fiskveiðilandhelginnar hér við land. Síðan Danir gerðu samn- inginn við Breta um landhelgi við ísland árið 1901 hefir almennt verið litið svo á, að landhelgi okkar Is- lendinga næði ekki lengra fram en 3 mílufjórðunga. Samningur Dana og Breta var aldrei borinn undir Al- þingi, enda má fullyrða, að hann liafi vgrið í ósamræmi við þær regl- Tii jölagjafa Margskonar snyrt-ivörur og gjafakassar fyrir dömur og herra fást í Verzlunin HEKLA. ur, sem þá voru taldar gilda um landhelgína. Lágmarkskrafa okkar íslendinga í landhelgismálunum hlýtur að vera sú, að landhelgi lelj- ist 4 mílufjórðungar og að allir firðir og flóar hversu breiðir sem þeir eru teljist innan landhelgi. ÁLYKTUN SAMBANDSÞINGS UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA. Ungir Sjálfstæðismenn hafa jafn- an verið vakandi í landhelgismálun- um, enda gert sér ljóst, að þar er um eitt mesta hagsnumamál þjóðar- innar að ræða. Á síðasta sambands- þingi, sem liáð var hér á Akureyri víðastliðið sumar, var samþ. eftir- farandi tillaga varðandi landhelgis- málin: „Unnið verði að því af fremsta megni að fá landhelgina rýmkaða með það lokatakmark fyrir augum, að allt landgrunnið umhverfis Is- land verði friðað fyrir fiskveiðum útlendinga, enda telur þingið lýð- veldið Island á engan liátl bundið við samning Dana og Englendinga árið 1901 um skerðingu íslenzkrar landhelgi. Landhelgisgæzlan, sem nú er í ó- viðunandi niðurlægingu verði efld með því að fó stærri og hraðskreið- ari varðskip, auk flugvéla til gæzl- unnar. Jafnframt verði hún sett und- ir sérstaka stjórn, sem lúti yfirum- sjón dómsmálaráðuneytisins á hverj- um tíma. Á síðasta Sambandsþingi var sam- þykkt áskorun lil félagssamlaka og alls almennings, að hafizt yrði handa um að efna iil frjálsrar fjársöfnunar meðal þjóðarinnar í þeim iilgangi að reisa veglegan minnisvarða um endurreisn lýðveldisins á íslandi 17. júní 1944. í áskoruninni var gert ráð fyrir því, að stofnað yrði fram- kvæmdarróð, skipað fulllrúuin víð- tækra félagssamtaka iil þess að standa fyrir fjársöfnuninni og undir- búa gerð og staðsetningu minnis- varðans. Framkvæmdir áttú að miðast við það, að minnisvarðinn yrði vígður á 10 ára afmæli lýð- veldisins 17. júní 1954. Stjórn Sainbands ungra Sjálf- stæðismanna hefir nú í bréfi til fé- lagssumtaka ungra Sjálfstæðis- manna skýrt lítillega frá því hvernig þessu máli sé nú komið. I bréfinu segir: „Hinn 27. júní s. 1. ritaði sam- Þingið telur, að ekki komi til mála að veita neinum erlendum þjóðum nokkrar ívilnanir til þess að athafna skip sín í höfnum eða í landhelgi í sambandi við síldveiðar í nánd við ísland — og beri að lierða lög- gæzlu og eftirlit með framkvæmd íslenzkrar löggjafar hér að lútandi til fyllstu hlýtar.“ ATH YGLIS VERÐA R TILLÖGUR. Júlíus Havsteen, sýslumaður, sem ó síðari tímum hefir skrifað manna mest urn landhelgismálin og hvatt stjórn og Alþingi til athafna, bar fram athyglisverðar tillögur í síð- asta tbl. „íslendings“. í tillögum sýslumannsins felst í stuttu máli, að Alþingi lýsi yfir, að landgrunnið við ísland sé landinu tilheyrandi. Enn- fremur, að rikið eignist, auk Ægis, tvö hraðskreið varðskip með nýtízku útbúnaði, sem einnig séu skólaskip og til aðstoðar við björgun, og stofn uð verði sérstök stjórnardeild, sem í sambandi við dómsmálaráðuneyt- ið hafi yfirumsjón með landhelgis- gæzlunni. Ungir Sjálfstæðismenn taka undir þessar tillögur, enda eru 'þær i sam- ræmi við ályktun síðasta Sainbands- þings. Allir sannir Islendingar, livar í flokki sem eru, verða að vakna til athafna í landhelgismálunum. Að öðrum kosti er voðinn vís. * bandsstjórnin eftirfarandi landssam- tökuni bréf, þar sem gerð var grein fyrir tillögum Sainbandsþings og óskað eftir því, að þau sendu full- trúa til viðræðna við fulltrúa frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna utn samvinnu í þessu máli: Kvenfélagasambandi íslands, íþróttasambandi íslands, Bandalagi íslenzkra listamanna, Ungmennafélagi Islands, Bandalagi íslenzkra skáta, Landssambandi íslenzkra stúdenta, Samb. ungra Framsóknarmanna, Æskulýðsfylkingunni _ Sambandi ungra sósíalista, Sambandi ungra Jafnaðarmanna. Þann 1. júlí var haldinn fyrsti fundur um þetta mál, en þá var á- kveðið að fresta frekari viðræðum eða fundahöjdum til haustsins, þar sem erfitt væri að ná til manna um sumartímann. Málið var svo af hálfu sambandsstjórnar tekið upp við þessi félagasamlök í haust, og síðan hafa verið haldnir nokkrir fundir með þessum samtökum um þetta mál. — Hafa þau öll lýst sig samþykk því að vinna að framgangi þess, að komið verði upp minnisvarða um lýðveldis- stofnunina. Hins vegar hafa ekki enn verið lagðar frarn ákveðnar til- lögur um það, hvernig slíkur minn- isvarði skyldi verða, en mjög rætl um það meðal manna, að liann yrði á einhvern liátt lífrænt lákn um full- veldi og sjálfstæði jij óðarinnar, t. d. einhver uppeldisstofnun, íþrólta- svæði, skóli, þjóðgarður, sem geymdi ýmsar minjar frá öllu landinu, eða eitthvað því um líkt. Hefir orðið samkonmlag um, að þessi tíu félög eða samtök, sem um þetta liafa rætt sín á milli, boðuðu lil fundar með ýmsum öðrum víðtækum félagssam- tökum eða landssamtökum og liér- aðafélögum hér í Reykjavík, og er þegar gengið fró fundarboði til milli 30 og 40 félaga. Jafnframt hefir ver- ið samið ávarp, sem ætlast er til, að öll þessi mörgu félög geti staðið að, og birt verði í útvarpi og blöðum til þess að hvetja jijóðina lil umhugs- unar og samtaka um málið. Þá er gert ráð fyrir jiví, að fyrsta skrefið verði að efna til almennrar hug- myndasamkeppni meðal þjóðarinn- ar um það, hvernig og hvar slíkur minnisvarði skyldi verða. Á þessu stigi er þetta mál nú, en sambands- stjórnin leyfir sér að beina því til allra félaga sinna og fulltrúa, að þeir veiti jiví fyllsta athygli og geri allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að skapa almennan áhuga og samtök fyrir því að úr þessu móli megi vel rætast. En eins og fram kom í tillögu Sambandsþings, er hug myndin, að Jiessi minnisvarði yrði tilbúinn á 10 ára afmæli lýðveldis- ins, 17. júní 1954.“ Ungir Sjálfstæðismenn fagna því, að Sambandsstjórnin hefir þegar tek ið mál þetta föstum tökum. Um und- irtektir almennings getur varla ver- ið nokkur efi. Þær hljóta að verða góðar þegar þar að kemur. Stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 er svo merkur atburður í sögu þjóðar okk- ar, að vel sæmir að minnast hans á sem myndarlegastan hátt. Ungir Sjólfstæðismenn á Norðurlandi munu fylgjast vel með þessu ínáli og ekki liggja á liði sínu, þegar kallið kem- ur. EFTIRLAUNASJÓÐUR KAUPIR SKULDABRÉF KROSSANES- VERKSMIÐJUNNAR Stjórn Eftirlaunasjóðs Akureyrar- bæjar samþykkti fyrir skömmu að kaupa fyrir 70 þús. kr. skuldabréf Akureyrarbæjar vegna Krossaness- verksmiðjunnar. ★ Minnisvarði um lýðveldis- stoínunina.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.