Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 4
4 lSLENDlNGUR Þriðjudagur 23. desember 1947 ÍSLENDINGUR Kitstjóri og ábyrgðamuSur: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íalendinga. Skrifatofa Gránufélagsgata 4. Sími 964. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PRBNTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H F Sig’lingarnar og y,skipið okkar” Síðan Svavar Guðmundsson vakti máls á jjví i bæjarstjórn, að nauð- synlegt væri að fá framgengt ein- hverjum umbótum á fyrirkomulagi innflutnings- og siglingatnála þjóð- arinnar, hefir þetta mál verið mjög ofarlega á baugi. Samþykkt bæjar- stjórnarinnar og áskorun hennar lil ráðamanna jjjóðarinnar og annarra þeirra aðila, er þessi mál hafa með höndum, hefir víða vakið athygli og vakið aðra kaupstaði og héruð til umhugsunar um þetta vandamál. Krafan um aukinn innflutning til hinna ýmsu landshluta beint frá út- löndum, án umskipunar og milliliða i Reykjavík er byggð á fyllstu sann- girni. Hitt er aftur á móti mjög vafa- samt, hversu heppilegt er að tengja við það mál kröfu um tafarlausar siglingar hingað heint frá Ameríku og öðrum löndufn. Slík ráðstöfun væri lítt skynsamleg, ef ekki hefði áður verið tryggt, að einhvern farm væri að fá í skipin til Akureyrar eða annarra hafna hér norðanlands. Er því harla vafasamt, hversu réttmætt er að ásaka Eimskipafélagið, þótt ekki haldi jjað uppi beinum skipa- ferðum hingað frá útlöndum, með- an næstum allur innflutningurinn gengur gegnum Reykjavík. Það er enginn staður hættari fyrir Jjað, þótt tóm skip komi þangað á ákveðnum tímum. Fyrst verður að fá leyfi til að kaupa vörurnar. Þá mun naumast verða erfitt að fá skip til að sigla hingað með þær. Það er dálítið einkennilegt, hversu hljótt hefir verið um „Hvassafell“ — skipið okkar — í öllum þessum umræðum um siglingamálin. Þegar það mikla skip kom hingað fyrst með „pomp og pragt“, skýrði sjálf- ur forstjóri SIS frá því, að jjað ætti að eiga heimili hér á Akureyri og- fyrst og fremst annast siglingar hing að og til annarra bæja norðanlands og austan. Urðu auðvitað margir til að lofa SÍS fyrir þessa umhyggju fyrir hag Norðlendinga og Austfirð- inga. En jjað fer margt^ á annan veg en ætlað er. „Skipið okkar“ kunni víst ekki við sig hér, og nú verðum við að horfast í augu við þá sorg- legu staðreynd, að fá eða engin ís- lenzk flutningaskip koma hingað sjaldnar en „Hvassafell“. Hvers vegna gerir bæjarstjórnin ekki fyrir- spurn til SÍS um orsakir þessa? Sé það svo, að skip skorti til flutninga á vörum hingað erlendis frá, ætti fyrst að leggja kapp á að fá það Hin opinbera ráO verða að breyta nm starfsaðferðir. Úbolandi elnokunarsamtök Innilytjenda í Reykja- vfk og sinnuleysi Vlðskiptanefndar. i senda þessa vöru út á land, þar eð j svo lítið hefði verið til úthlutunar, og því hefði þessu öllu verið úthlut- að til verzlana i Reykjavík. STARFSAÐFERÐIR VIÐSKIPTA NEFN DAR. jnisrétti það, sem verzlanir og iðnrekendur utan Reykjavíkur og allir íbúar úti á landsbyggðinni verða að búa við er orðið algerlega óþolandi. Landsmönnum var sagt, að það vœri slríðsjyrirbrigði, að allur innflutn- ingur fœri gegnum Reykjavík, en allt silur enn við það sama, og hin al- völdu ráð, sem eiga að gæta hagsmuna allra landsmanna, leggja blessun sína yfir viðleitni reykvískra innflytjenda til að einoka innflutninginn. — Hefir stundum verið búið að úthluta öllum leyfum fyrir vissum vöruteg- undurft, áður en verzlunum úti á landi hefir verið gefinn kostur á að sœkja upi þœr. Hin mikla ríkisskipulagning í við- skipta- og atvinnumálum virðist stefna hér algerlega í öíuga átt, því að með sérhverjum nýjum hömlum er atvinnurekendum og kaupsýslu- mönnum utan Reykjavíkur gert erf- iðara um vik. Fyrir um Jjað bil ári síðan var hér í blaðinu rækilega bent á nauðsyn Jjess, að Viðskiptaráð breytti um starfshætti og hætti að fylgja kvótareglunni svonefndu, sem tryggði sumum innflyljendum næst- um einokunaraðstöðu. Þessi regla hefir nú verið afnumin, en samt eru ennþá viðurkennd einokunarsamtök, sem útiloka alla innflvtjendur utan Reykjavíkur. Eftir því sem innflutn- ingurinn hefir minnkað, hefir Jjað komið betur í ljós, hversu innflutn- ingsyfirvöldin og ríkisfyrirtækin hirða lítt mn hagsmuni verzlana og iðnfyrirtækja utan höfuðborgarinn- ar. Verði ekki breyling Jjar á, er í fullkomið óefni stefnt. TÓBAKSPÍPURNAR. Hér skulu aðeins nefnd örfá dæmi af fjölmörgum til að sýna, hvernig 1 starfshættirnir eru. Fyrir nokkru varð kunnugt um það hér, að levfi hefðu verið veitt fyrir tóbakspípum frá Frakklandi. Þegar kaupmenn á Akureyri óskuðu eftir Jjví við Við- skiptanefnd, að Jjeir fengju einhvern hluta af þessum innflutningi, var þeim tjáð, að „Félag tóbaksverzlana" skipið til flutninganna, sem hér á að eiga heimili. Þótt skipið sé að nafni til skrásett og gert út héðan, mun reyndar sann- leikurinn \ era sá, að Jjað er „Reykja- víkurvald" SÍS, en ekki útgerðar- stjórnin hér á Akureyri, sem ræður ferðum skipsins á hverjum tíma. Síðasta ráðstöfunin á skipi þessu bendir ótvírætt í þá átt, því að ekki verður því að óreyndu trúað, að út- gerðarstjórnin hér nyrðra hafi átt þar hlut að máli. Fyrir nokkru síð- an var auglýst í blöðum og útvarpi, að „Hvassafell“ lestaði á Ítalíu farm til Akureyrar og Reykjavíkur. Ekki var hægt að ráða annað af þessu en skipið ætti að koma hingað til Akur- eyrar, og ýmsir voru jafnvel svo barnalegir að halda, að auðvitað myndi „skipið okkar“ fyrst færa Ak- ureyringum suðræna ávexti, áður en það færi til Ileykjavíkur. En hvað í Reykjavík hefði fengið öll leyfin. Ekki var áður vitað, að slíkur félags'- skapur væri til. Verzlunarmannafé- lagið hér gerði fyrirspurn um þetta til Verzlunarráðsins, en hefir ekkert svar fengið. KROSSVIÐURINN. Trésmíðaverkstæði hér á Akureyri hafa um langan tíma ekki haft neinn krossvið, og hefir þetta háð mjög starfsemi þeirra og svo að segja stöðvað alla húsgagnasmíði. Alllangt er Jjó síðan krossviður kom iil lands- ins, en hann mun aldrei hafa farið lengra en til Reykjavíkur. Þegar einn verkstæðiseigandi hér spurðist fyrir um þetta í Fjárhagsráði kom i ljós, að „gleymst“ hafði, að nokkur tré- smíðaverkstæði væru til utan Reykja- víkur. EINKASÖLURNAR EKKI BETRI. Hlutur einkasala ríkisins er hér litlu betri. Þar má fyrst benda á J>á óhæfu, að láta landsmenn utan Reykjavikur verða að greiða hærra verð fyrir einokunarvörurnar en Revkvíkinga. Þá er hér lítið dæmi um úlhlutunaraðferð Jieirra. Afeng- isverzlunin fékk nýlega dálítið af vanilludropum, sem verið hafa ófáan legir. Kaupmaður hér í bæ bað um nokkur glös, en fékk það svar, að það hefði ekki tekið því að fara að gerist? I Reykjavík er öllum varn- ingi skipað á land, og skipið sett i síldarflutninga. Snæfell mun að vísu eiga að flytja ávexti hingað norður, en vænlanlega verður grútur og síld- arslor hreinsað úr því áður en það er lestað, og mun það taka sinn tíma. Akureyringar fá Jjví ekki einu sinni að sjá „skipið sitt“ núna um jólin. Þetta minnast Framsóknarblöðin ekki á, þótt þau spari ekki að varpa hnútum að Eimskip. Það er lífsnauðsyn fyrir þetta bæjarfélag — og raunar marga fleiri — að hingað fáist vörur og eðlileg- um siglingum haldið uppi. Frá þeim réttlætiskröfum má ekki hvika, en veilur í málflutningi hljóta að verða til ills eins, og því verður að íhuga betur kröfurnar um siglingarnar, og bera þar ekki sakir á einn meðan Jjagað er um ávirðingar annars. ★ Núverandi Viðskiptanefnd virðist eins og fyrirrennarar hennar hafa takmarkaðan skilning á erfiðleikum alvinnurekenda og kaupsýslumanna úti á landsbyggðinni. Þeir verða oft að sitja í Reykjavík dögum saman og ekkert sinnt um að hraða af- greiðslu mála Jjeirra. Munu allmörg dæmi Jjess, að menn hafi orðið að fara heim, án þess að ná tali af þeim háu herrum. Nefndin hefir til- kynnt, að ekki þýði að sækja um leyfi, nema auglýst sé eftir umsókn- um. Sterkur grunur leikur á því, að framkvæmd Jjessa ákvæðis sé heldur götótt. EINOKUN INNFLYTJENDA- SAMBANDSINS. I Reykjavík er til stofnun, sem nefnist Innflytjendasamband. í Jjví eru 15 heildsalar, og ásamt SÍS hafa Jjessir aðilar einokun á öllum mat- vöruinnflutningi til landsins. Inn- Haraldur 1915 Komin er á bókamarkaðinn bók, sem vekja mun athygli. Er það minn ingarrit um leikstörf Haralds Björns- sonar, gefið út af nokkrum mætum mönnum í Reykjavík, er hafa viljað heiðra Harald fyrir Jjann mikla skerf, sem hann hefir lagt hinni is- lenzku leiklist til um 30 ára skeið. Fremst í ritinu er ávarp er hljóð- ar svo: ..Haraldur Björnsson, leikari, átti nýverið 30 ára leiklistarafmæli. hann á að baki mikið og merkilegt brautryðjandastarf á ýmsum svið- um leikhúsmenningar á Islandi og hefir gegnt þar forustu um langl skeið. Haraldur er einn af fyrstu leikhúsmennluðu mönnum hér á landi. Hann hefir alla tíð unnið ó- trauður fyrir leiklist Jjessa lands og beitt kröftum sínum og Jjekkingu til Jjess að lvfta henni á ]>að stig, sem henni ber. í tilefni þessara tímamóta í starfi Haralds er rit ]>etta gefið út af nokkrum vinum hans sem virðing- ar- og þakklætisvottur fyrir þann mikla skerf, er hann hefir lagt til menningarlífs Jjjóðar vorrar.“ Undir ávarpinu standa 21 nöfn, Jrjtuð með eiginhandarifndirskrift. Svo hafa og margir þessara manna skrifað greinar í minningar- ritið. Er Jjví skipt í 13 kafla og hljóða svo fyrirsagnir þeirra: 1. Formáli. 2. Á Akureyri. 3. Leik- nám erlendis. 4. Lærður leikari. 5j Brautryðjandinn. 6. Sögulega sýn- ingin 1930. 7. Hátíðasýningin 1930 Fjalla-Eyvindur. 8. Leikferðir. 9. flytjendur utan Reykjavíkur fá ekki að ganga í þelta virðulega samband. Það er því lilgangslítið að vera inn- flytjandi utan Reykjavíkur og Jjessa sambands með það fyrir augum að fá að flytja inn matvöru, því að inn- flutningsyfirvöldin hafa til þessa við- urkennt ]>enna einokunarhring. Það er því ekki von, að mikill innflutn- ingur fáist á þessum lífsnauðsynj- um beint til fyrirtækja utan Reykja- víkur, meðan slíkt ástand ríkir, nema þau séu að einhverju leyti tengd ein- hverju fyrirtæki í Innflytjendasam- bandinu. Flestir kaupsýslumenn á landinu munu vera meðlimir Verzlunarráðs ins, en Jjað hefir lítt hirt um að fá þessi einokunarsamlök rofin, eða að minnsta kosti ekkert orðið ágengt. Hér hefir aðeins verið sliklað á stóru í þessum málum, Jjví að alltof umfangsmikið væri að ræða þetta vandamál til hlýtar. Héruðin utan Reykjavikur hljóta að krefjast þess af Jjingmönnum sínum, að Jjeir reyni að koma viðunandi skipan á þessi mál. Menn hljóta að gefast upp á því að reka verzlun eða annan atvinnu- rekstur og iðnað utan Reykjavíkur, ef ekki verður betur að þeim búið. Hér er aðeins krafizt jafnréttis en ekki neinna forréttinda, og því verð- ur ekki til lengdar spornað gegn eðli- legri lagfæringu á skipan innflutn- ingsmálanna. Björnsson. 1945 ÚtvarpsJjjónusta. 10. Operetturnar. 11. Leikhúsmál. 12. Samvinnan við Harald Björnsson. 13. Leikhlutverk Haralds Björhssonar. Allir þeir, ,er í ritið skrifa, leggja mikla áherzlu á það, hvað Haraldur h'afi, flestum leikendum fremur, lagt í sölurnar fyrir list sína. Enda fór hann í fyrstu frá vel launuðu starfi á Akureyri, þá er hann lagði leið sína til náms við leikskóla konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sigurður Grímsson segir meðal annars: „Er Haraldur kont heim, hófst hann þegar handa um leikstarf- semi og síðan hefir liann verið sí- starfandi að framgangi íslenzkrar leiklistar og unnið henni mikið og ómetanlegt gagn, bæði sem leikstjóri og leikari. Má vissulega þakka hon- uin öðrum fremur, að leikstarfsemi á landi hér er nú komin í Jjað liorf, að vér megum vel við una, ]>ó að cnn standi hér margt til bóta.“ Ritið er prýtt fjölda mynda af leikaranum í ýmsum hlutverkum, er liann hefir farið með á leiksviði. Ennfremur eru Jjar myndir af nem- endum í leikskóla kgl. leikhússins í Kaupmannahöfn, er Haraldur dvaldi þar. Mynd af leikhúsinu sjálfu og myndir af nokkrum leikhúsum hér- lendis. Ritið er hið prýðilegasla að öll- um frágangi og smekklegt. Ættu Jjeir, er leiklist unna, og aðrir þeir, er Harald Björnsson þekkja, að eign- ast Jjað. II. V.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.