Íslendingur - 23.12.1948, Blaðsíða 11
Að eta og drekka ei þú binzt
allt hið frekast, af þér vinnst
ölmusan ei allra minnst
af fer gózi þínu.
Guðleg engin frægð þér finnst,
sem fellur í pínu,
sem fellur í lieljar pínu.
Eitt er þitt þó vítið verst,
sem veldur þér nú banni mest:
Orðið guðs ei aðhyllist
og ert þess foraktari,
liafnar kirkju og hér með prest
og helgu altari,
og helgu guðs altari.“
Heilagur engill enn nam tjá: ■
„Er ég sendur guði frá
að segja þér vísa sannleiksspá.
synda fyrir þín lýti
bölvaða muntu framför fá
og fara í víti,
fara í heljarvíti..“
Sveif þá hryggð á sofandi þegn
sem hanrt væri lagður í gegn.
óttaðist hanri þá illu fregn
vfrið mjög úr máta.
Töpun leið þái niannlegt rnegn.
maðurinn gráta,
maðurinn fór að gráta.
Sorgum sleginn syndarinn
svo nam anza annað sinn.
inna tók við engilinn:
„Er mér sýndur voði?
Segðu mér nú sannleikinn
sendiboði,
sendi- helgur -boði.
Er þá bótin ekki nein
að ég megi þetta mein
nú umflýja á nokkra grein
né lijá guði finna?
Himnabúi ei hug minn leyn
huggun þinrui,
huggun orða þinna.“
Engill svarar: „Ein er bót
eilífu þínu banni mót:
hvorki að sparir hönd né fót
liér í lífi þessu
og hlýðir vel af hjartans rót
hverri messu,
liverri og einni messu.
Bráður sálar bani er,
ef blessun þessa mis við fer.
ef að svoddan skömm þig sker
þú skaparann biður eigi,
bölvunin liún býr með þér
á breiðum vegi,
á breiðum ertu vegi.“
Helgur engill honum frá
hvarf svo eftir vitrun þá.
Maðurinn líka blundi brá
bljúgur í hjarta sínu,
hugsar eftir harðri sgá
hræddur pínu,
hræddur kveið við pínu.
Talar hann nú við sjálfan sig:
„Sál mín, þú mátt 'vakta þig.
hótun guðs er hastarlig,
hvað kann þig nú stoða?
Sjá þykist ég sjálfan mig
sáran voða,
sáran kominn í voða.
Seint hefi ég að góðu gáð.
guði sé lof fyrir slíka náð,
ein sú nauðsyn er mjög bráð
að þér betur hegða.
Eg skal hafa engils ráð
og aldrei bregða
og aldrei af þeim bregða.“
Síðan breytti lmnn sínum hag
svo sem segir í mínum brag.
Herrans sérhvern helgan dag
hafði, og messu gildi,
mjúklimdaður með það slag
messu vildi,
messu hlýða vildi.
Er í sóma svo til sanns
svo stár hagur þessa manns,
féll þá böl til högum hans
á helgum degi einum.
Meinti að koma til messuranns
meður sveinum.
meður sínum sveinum.
A hann þungur svefn þá sé.
síðan loks þá vakimði
upp reis þá með andvarpi,
í áforminu sig hreysti.
Sínum blakk á bak liann sté
brátt og þeysti.
brátt til messu þeysti.
Hófamarnum hleypti á skeið
Imnn og ákaflega reið.
mœtti honum maður á leið
og messulokin sagði.
Þegar hann hafði fregn þá freg'ð.
fáleik lagði,
fáleik að honum lagði.
Eðalnmður með angri og þjóst
sér ákaflega barði á brjóst:
„Harla seint é.g heiman bjóst.
hvað skal mér að ráði?
Svo aumlega tíðin imdan dróst.
að ekki ég náði,
ekki ég messu náði.“
Blés við þungt og barmaði sér:
„Blíður drottinn hjálpi mér.
nú fór verr en vildi ég hér.
vei, mér aumum manni!“
Hinnþá spurði: „Hvað er þér?
Herm með sanni,
hermi hann það með sanni.“
„Avi,“ sagði Jmnn, „angur og ve.
ekki náði ég messunni,
hjartans af því harmkvæli
hefi ég í brjósti mínu.
Mildur guð hann miskunni
mér frá pínu,
mér forði frá pínu!“
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1948
9