Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 4
Skóiakrít
Umsiög.
Bókaverzl. EDDA h.f.
Í€Ht&ttgttf
ti
íslendingur er 6 síður í dag. í auka-
blaðinu er grein eftir Helga Pálason og
niðurlag af grein Karls Friðrlkssonar.
Kirkjan. Messað n.k. sunnudag kl. 2.
— F. R.
Q Rún:. 59501257 — 1.
I. 0. 0. F. ss 1311278% =
Æskulýðsfélag
Akureyrarkirkju
Á sunnudagskv
29. jan. n.k. kl.
8.30 er fundur 1. (elzlu) deildar, í kapell-
unni. Félagar! Munið að mæta með klúbb-
skrána útfyllta i samræmi við væntanlega
þátttöku ykkar. Þið, sem ekki hafið feng-
ið skrána, getið vitjað hennar til Jóns
Ragnars Steindórssonar formanns deildar-
innar.
Bekkjarstjórar munið að mœta f kapell-
urnii kl. 4 e.h. á sunnudaginn kemur.
Akureyringar! Hvaða vandamál væri við
að stríða, ef mennirnir lifðu eftir þessu
eina boðorði: „Elskaðu náungann eins og
sjálfan sig?" (Mannvinur.) Gleymið ekki
fuglunum í vetrarhðrkunum. (Dýravinur.)
Konur! Munið bazar og kaffisölu
Kvennadeildar Slysavarnarfél. að Hótel
Norðurlandi 5. febr. n.k. Bæjarbúar, styðj-
ið gott málefni.
Hjónaefni. Ungfrú Ásta Þengilsdóttir,
skrifstofumær, og Valdimar Jóhannsson,
húsgagnasmiður.
SjónarhœS. Sunnudagaskóli kl. 1 og al-
menn samkoma kl. 5 á sunnudögum.
Leikfélag Akureyrar sýnir „Pilt og
stúlku" næst miðvikudaginn 1. febrúar,
en síðasta sýning verður væntanlega sunnu-
daginn 5. s.m. Vegna kosninganna falla
sýningar niður um næstu helgi.
„Piltur og stúlka" hefir nú verið sýnt 12
sinnum, alltaf við góða aðsókn.
70 ára verður 28. þ. m. Vilhjálmur Júh'-
usson frá Barði.
Svigmót K. A. Innanfélagsmót í svigi
verður háð sunnudaginn 29. jan., ef veður
leyfir. Mótið hefst kl. 1.30 f Sprengibrekku
fyrir ofan Knararberg. Keppt verður í öll-
um aldursflokkum karla og kvenna, ef
nægileg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist
Sigurði Steindórssyni, Loftleiðum h.f., fyr-
ir föstudagskvöld. Félagar! fjó'hnennið á
fyrsta skíðamót vetrarins.
Stjórn skiSadeildar K.A.
Bamastúkan SakleysiS heldur fund í
Skjaldborg n.k. sunnudag kL 1 e.h. Fund-
arefm: Innsetning embættismanna. Upp-
lestur. Leiksýning. Kvikmynd. Mætið vel
og stundvíslega.
Helgi Skúlason, augnlæknir liggur i
sjúkrahúsinu og verður ekki til viðtals &
næstunni.
55 ára varð Davíð Stefánsson skáld 21.
þ. m.
Höfnin. Skipakomur síðustu viku: 18.
jan. Blakknes, 19. Rensvik (fisktökuskip),
20. Þyrill, Kaldbakur og Svalbakur, 23.
Esja.
SkemmtifélagiS ,JCvöldstjarnan" heldur
skemmtun að Hrafnagili í kvöld kL 9.
1 Fjölbreytt fkemmtiatriði, m.a. gamanleik-
urinn „Tveir heyrnarlausir". Dans á eftir.
Góð músík. Endurtekið á laugardags'-
kvöldið.
Nýir læknar. Læknarnir Bjarni Rafnar
og Þóroddur Jónasson opna um þeesar
mundir lækningastofur í bænum, Bjarni í
KEA-húsinu (áður lækningastofa Ólafs
Sigurðssonar), en Þóroddur við Ráðhús-
'org, þar sem áður var lækningaslofa Jóns
heitins Geirssonar.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. I heldur
fund í Skjaldborg miðvikudaginn 30. jan.
n.k. Dagskrá: Venjuleg fundaratörf og
inntaka nýrra félaga. Hagnefndaratriði:
Upplestur, kvikmynd og dans. — Æðsti-
templar.
GuSspekistúkan „Systkinabundifi" held-
ur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. janúar
n.k. kl. 8.30 s.d. Kaffidrykkja.
Bamastúkan ,*SamúS" nr. 102 heldur
fund í Skjaldborg sunnudaginn 29. jan.
n.k. kl. 10 f.h. Inntaka nýrra félaga. Upp-
Iestur. Sjónleikur. Kvikmynd.
Frá starfinu í kristniboðshúsinu Zíon
næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f.h. sunnu-
dagaskólinn; kl. 2 drengjafundur (eldri
deild); kL 8.30 almenn samkoma, séra
Jóhann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30
fundur fyrir telpur 7—13 ára. M^ðvikudag
kl. 8.30 biblíulestur og bænastund. Fimmtu
dag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur.
Laugardag kl. 5.30 drengjafundur (yngri
deild).
HLJÖÐ ÚR HORNI
Það hefir mátt lesa margt hóls-
orðið í Degi undanfarið um KEA og
starfsemi þess. Margt af þessu er ef-
laust rétt, og hefir félagið að sjálf-
sögðu marga kosti, en annað er,
hvort ekki mætti líka benda á það,
sem miður færi og að sjálfsögðu
ekki kemur fram í skrifum Dags.
Það hefir verið ofarlega á stefnu-
skrá félagsins að afnema alla láns-
verzlun, og er það útaf fyrir sig ekki
nema gott að sporna við að félags-
menn safni skuldum, sem þeir að
lokum ættu erfitt með að borga. Hitt
er þó vitað, að æði oft hefir marg-
ur maðurinn orðið að fá lánað eitt
eða annað til þess að komast yfir
bráðabirgðaörðugleika. Nú hefir
KEA tekið upp þann verzlunarmáta
við bændur, sem ekki eiga inni á
pappírnum við áramótin, en þurfa
að fá Iánaða úttekt til heimila sinna,
að láta þá taka víxla yfir einhvern
ákveðinn tíma og greiða útlánsvexti
af víxlum þessum. Til tryggingar
greiðslu víxilsins er svo bóndinn lát-
inn veðsetja kaupfélaginu væntan-
lega mjólkuruppbót sína og eru þá
hæg heimatökin, því að eins og kunn-
ugt er þeim, sem Ieggja mjólk sína
inn hjá KEA, fá þeir aðeins áætlun-
Miðvikudaginn 25. janúar 1950
arverð fyrir mjólkina í reikning s:nn
yfir árið. Eftirstöðvarnar, mjólkur-
uppbótina, fá þeir ekki fyrr en mán-
uðum eftir áramót hver. Nú er vitað,
að öll mjólk er seld jafnóðum og
mjólkurafurðir munu ekki liggja
lengi óseldar. Mjólkuruppbótin get-
ur numið frá 20 aurum og allt að 50
aurum á lítra, svo að hér er ekki um
neina smáupphæð að ræða, sem fé-
lagið heldur fyrir viðskiptamönnum
sínum vaxtalaust. Nú er mér spurn.
Þegar bóndi kemur og þarf að taka
víxil, eru reiknaðir vextir af víxlin-
um. Er hann þá ekki að greiða vexti
af sinni eigin inneign? Hefu'r nokk-
ur heyrt það, að banki taki vexti af
innstæðuupphæð, þegar' hún er
greidd eiganda? Því miður eru ekki.
allir bændur stórbændur, sem geta
látið innstæður sínar liggja ónotað-
ar hjá verzlunarfyrirtæki sínu. Hin-
ir munu vera nokkuð margir, sem
neyðast til að taka víxlana og greiða
vextina. Nei, Dagur sæll, það má
ekki hæla sér og sínum um of, því að
þá heyrist oft hljóð úr horni.
X.
x D-lisffi
AUGLÝSINGAMÁLIÐ
Nýlega var sýnt fram á það hér í
blaðinu, að KEA og SÍS héldu uppi
blöðum Framsóknarflokksins með
því að auglýsa í þeim en ekki öðrum
blöðum. Benti ísl. á, að einkaverzl-
anir rækju ekki slíka pólitíska síarf-
semi og auglýstu engu síður í Degi
en öðrum blöðum. Þetta er játað í
síðasta Degi, — að einkafyrirtæki
' í verzlun og iðnaði hefðu auglýst
I meira í Degi 14. des. sl. en KEA og
| SÍS. Játar hann því þar með, að
auglýsingastarfsemi KEA sé pólitísk
en ekki einkafyrirtækja.
Bœjarstjórnarkosning fyrir 27 árum.
Tveim árum síðar.
HINN 4. janúar 1923 var kosið í bæjar-
stjórn Akureyrar, 4 fulltrúar til 6 ára og
2 til 4 ára. Fimm listar komu fram til 6
ára kjörs: A-listi (Erlingur og Halldór
Friðjónssynir efstir), B-listi (Sveinn Síg-
urjónsson kaupm. og Benedikt Steingríms-
son 6kipstjóri), C-listi (Kristín Eggerts-
dóttir veitingakona og Anna Magnúsdóttir
kennslukona)^ D-listi (Steingrímur Jóns-
son bæjarfógeti og Óskar Sigurgeirsson
vélfræðingur) og E-listi (Þorsteinn M.
Jónsson og Guðmundur G. Bárðarson). Að
A-lista stóðu jafnaðarmenn, að B-lista
íhaldssamari verkamenn, að C-Iista nokkr-
ar konur, að D-Iista borgarar og E-lista
samvinnumenn.
Fór kosning þannig, að D-listinn hlaut
298 atkvaeði og tvo menn kjörna, A-listi
195 atkv. og 1 mann, B-listi 167 atkv. og 1
mann. C- og E- fengu 68 og 72 atkv. og
komu engum að.
Til 4 ára kosninganna komu fram A-
Iisti, er hlaut 215 atkv. og B-listi (borg-
aralieti), er hlaut 572 atkv., og hlutu 2
menn kosningu af honum, þeir: Jakob
Karlsson og Kristján Árnason. A-listinn
kom engum að. Fékk borgaraflokkurinn
þannig 4 menn kjörna af 6, sem kosið var
um.
TVEIM ÁRUM SÍÐAR voru kosnir 3
fulltrúar í bæjarstjórn, og komu fram 3
x D -1 i s f i n n
listar: A-listi (m:lliflokkamenn) fékk 233
atkv. og engan kjörinn, B-listi (jafnaðar-
menn og kommúnistar) 306 atkv. og einn
kjörinn og C-listi (íhald menn) 516 atkv.
og 2 kjörna. Kosningu hlutu: Ragnar 01-
afsson, Sig. Ein. Hlíðar og Halldór Frið-
jónsson.
LÉREFTSTUSKUR
kaupum við hæsta verði.
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h ^
HERBERGI
til leigu í miðbænum. Tilboð
sendist afgreiðslu íslendings
fyrir n. k. föstudagskvöld,
merkt: Stórt herbergi.
SHEFFERS
SJÁLFBLEKUNGUR
tapaðist s.l. mánudag á ytri
brekkunni, líklega í Oddeyr-
argötu eða Hamarstíg. Finn-
andi vinsamlegast beðinn að
skila honum í Verzl. ESJU,
gegn fundarlaunum.
Klúbburinn Allir eitt
heldur dansleik að Hótel Norðurlandi n.k. Iaugardag, 28. jan.
kl. 9 e.h. Skírteini afhent fimmtudag og föstudag kl. 8—10 á
sama stað. Eldri félagar beðnir að taka skírteini sín á fimmtu-
iag vegna mikillar eftirspurnar. Borð ekki tekin frá. Dökk
öt. Síðir kjólar. STJÓRNIN.
OOO^^t
t^*>QOOOO|OOO^fte<aca^ts«a^^Q<Kaa5^»y»^^íi^^ O »0000000
Lækningastofa
Opna lækningastofu 1. febrúar, þar sem áður var lækningastofa
Jóns Geirssonar, við Ráðhústorg.
Viðtalstími kl. 10—12 og 2—3. Laugardögum aðeins kl. 10—12.
Þóroddur Jónasson.
Almennan
kjósendafund
um bæjarmál halda stjórnmálaflokkarnir í Nýja
Bíó, föstudaginn 27. janúar næstkomandi .Fund-
urinn hefst kl. 8.30. Húsið opnað kl. 8.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki reynd-
ust tök á að útvarpa umræðunum, en gjallar-
horn verða notuð.
Flokksfélögin.