Íslendingur


Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 1
XXXyi. árg. Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 9. tbl. ORÐSENDING TIL AKUREYRARBÚA frá Kvenfélaginu »Framtíðin« Á aðalfundi Kvenfél. »Fram- tíðin« þ. 25. jan. s.l. var sam- þykkt, að félagið hætti allri fjár- söfnun til fjórðungssjúkrahúss- ins, frá 1. jan. þ. á. að telja. Álítur félagið að málum sjúkra hússins sé nú svo vel á veg kom- ið, að stuðnings þess þurfi ei lengur með, því ríki og bær muni hér eftir sjá því borgið. Upphæð sú, sem safnast hefir á vegum félagsins til fjórðungssjúkrahúss- eins nemur kr. 399,663„89 en þar að auki hefir félagið lagt fram kr. 5,594,15 til viðgerðar á gamla sjúkrahúsinu og til húsgagna- kaupa. Um leið og félagið hættir nú þessari fjáröflun, þakkar það öllum bæjarbúum fyrir þeirra mikla stuðning og skilning, sem þeir ávalt hafa sýnt félaginu í störfum þess, og þar sem nú hef- h verið ákveðið að félagið ein- beiti kröftum sínum að því, að koma hér upp elliheimili, vonar það, að bæjarbúar enn sem fyr, sýni félaginu sömu velvild. Málum elliheimilisins er nú það á veg komið, að bæjarstjórn hefir samþykkt að láta félaginu á té stóra og skemmtilega lóð austan Þórunnarstrætis, skammt sunnan við nýja sjúkrahúsið. Er á næstunni væntanlegur uppdráttur af byggingunni, gerð- ur af Bárði ísleifssyni húsagerð- armeistara, sem er Akureyring- um vel kunnur. Frumdráttur þessi er gerður í samráði við Gisla Sigurbjörnsson forstjóra elliheimilisins Grund í Reykjavík, og Odd Ólafsson, yfirlækni á Reykjalundi, sem báð ir hafa mikla þekkingu og reynslu í þessum málum. Elliheimilissjóður er nú kr. 5 70,000,00 auk eins þriðja parts í húseigninni Aðalstræti 12, sem Friðjón Jensson læknír á sínum tíma gaf elliheimilissjóðnum. Munum vér ávalt gefa bæjar- búum kost á að fylgjast með gangi þessa máls. Akureyri, 20. febrúar 1950 STJÓRNIN. Utvarpsskákin. Margir bœjarbúa hafa fylgst með útvarpsskákunum a'ð undan- förnu. Aðra skákina gáfu Reykvíkingar fyrir skömmu. Af Akureyringa hálfu telfdu þá skák Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. Hin er óútkljáð enn. Gjöreyfling votir ytir tiskistotDinnm. Niðurlag. Athygli skal vakin á, að þrosk- uð hrogn eru ekki verzlunarvara og þess vegna verðlaus. í einum lítra af hrognum eru h. u. b. Va miljón hrogna. Ef reiknað er með, að um 500 skip, sem á hrygn ingatímanum (marz — apríl) veiða við suðurströnd íslands og hvert þeirra um sig annist á þennan hátt frjóvgun 20 lítra af hrognum — sem er auðvelt verk fyrir einn sjómann á nokkrum klukkutímum — mundi það þýða frjóvgun ca 5000 milj. hrogna. Um 3 vikum, eftir að hin frjófg- uðu hrogn eru sett í sjóinn, eru úr þeim komin lifandi fi*kseiði. Mjög kunnur vísindamaður á sviði klakmálsins hefir haldið því fram, að einungis 5% af þorska- hrognum eyðilegðust við gervi- klak, en jafnframt við eðlilega hrygningu á miðunum, þar sem botnvörpuveiðar færu fram í stór um stíl, myndi varla meira en 5% hrognanna verða bjargað frá eyðileggingu. Þessi samanþurð- ur ætti að gefa vísbendingu í þá átt, að gerviklak, sem hér er vak ið máls á, yrði framkvæmt. Og að hafist verði handa um þessa hagfelldu framkvæmd árið 1950. Tillaga sú, sem hér hef ir verið lýst, um gerviklak til viðhalds fiskistofninum á grundvelli al- þjóðlegs samstarfs, mun hafa þá kosti, að útgjöld vegna þeirra framkvæmda eru hverfandi, eða svo óveruleg, að ekki tekur því að ræða þá hlið málsins. Á þenn- an hátt verða stofnsettar nokkur hundruð klakstöðvar, án þess að stofnfé þurfi fram að leggja né heldur rekstursfé. Hér verða það sjómennirnir sjálfir, sem sá til að geta upp- skorid. í ávarpi til íslenzkra sjómanna um að mynda samtök til að fram kvæma tillöguna — sem auk þess getur vænzt stuðnings fær- eyskra sjómanna — bendir Matt hías Þórðarson á þau ummæli sögunnar, að á landnámstíma'num hafi ísland verið skógi vaxið »milli fjalls og fjöru« og »hver fjörður fullur af fiski«. Skógarn ii eru löngu horfnir, og fiskur- inn að nokkru leyti líka. Hand- færasjómenn hafa aldrei unnið tjón á stofninum. Það eru botn- nótaveiðarnar, sem truflað hafa vaxtarmöguleikana og minnkað stofninn. Með sterkum vilja og nánu samstarfi hefir hin síðustu ár tekizt að planta nýjan skóg, sem þrífst og dafnar vel. Skyldi þá ekki vera mögulegt, spyr fiski ræktarráðun., að koma til liðs við hinn deyjandi fiskistofn með góðum vilja og samstarfi. Því var haldið fram allt þang- að til um 1920, að ekki fyndist þorskur í Davíðssundi við Græn- land, þar sem síðustu áratugi er geisileg þorskgengd á hverju sumri. Þáð virðist ekki með öllu ó- sennilégt, að meira eða minna samband sé á milli þess gervi- klaks, sem framkvæmt hefir ver- ið undan ströndum Norður-Ame ríku um lengri tíma og hinnar ! grænlenzku fiskimergðar. Að sjálfsögðu þarf að vinna að fiska klaki og vernd fiskseiða árum saman, til þess að í ljós komi verulegur árangur, þar sem svo margir hlutir trufla eðlilegan á- vöxt starfseminnar. Það eru Ame ríkanar, sem á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, haía skilið hina hagnýtu þýðingu, sem þetta hefir fyrir viðhald sjávar- útvegsins og þróun, er þeir byrj- uðu þegar um 1870 á klaki þorsks og ýsu í nánd við Glou- cester, Mass, og Nýfundnaland. Þeir notuðu fyrst til þessa stöðv- ar í landi en síðar skip á höfum úti. Síðar var svo fiskirækt hafin í Noregi, Skotlandi og Englandi. Um hagkvæma þýðingu hinnar íramkomnu klaktillögu Matth.'- asar Þórðarsonar, gétur maður auðvitað engu spáð fyrirfram. Fyrst verður að reyna hana í framkvæmd. En hugmyndin er að mínu viti afburða snjöll. Upp ástungan á ekki aðeins erindi til fslands, því allir, sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgerð í Norðursjó — og ekki sízt Dan- mörk — ættu að fylkja sér um þá frumherjahugsjón, sem tryggt getur viðhald fiskistofnsins og unnið gegn áhrifum hinnar sjálf- eyðandi rányrkju. Þetta er mál, sem við kemur ekki útgerðarmönnum og sjó- niönnum einum. Málið snertir okkur öll. Alla þá, sem daglega þurfa á mat að halda. Fyrir skömmu síðan var hald- in ráðstefna í París með þátttöku fuiltrUa frá útgerðarsamtökum ýmissa landa, er hagsmuna eiga að gæta á Norðursjávarveiðum. b ormaður danska fiskimanna- sambandsins, Niels Bjerregaard, sagöi við heimkomu Sina, að fiskistofninn í Norðursjónum væri í alvarlegri hættu, og að þau gögn og skyrsiur er fynr lægju sýndu, að ofveiðin væri mikiu meiri en menn hefðu reiknað með. Það kom fram á ráðstefnunni að fiskistofninn i Norðursjónum mundi smám aaman ganga til þurðar, ef ekki yrði auðið að fmna áhrifamiklar gagnráöstaf- anir, — og hvers vegna nauðsyn- legt væri að koma á alþjóðamóti, sem stigið gæti sporið til stöðv- unar óiörunum. Þýzkaland tók ekki þátt í Parísarráðstefnunni, en menn hafa sérstaklega veitt því athygli, að Þýzkaland undir- býr nú af kappi þátttöku í eyði- ingu fiskistofnsins á Dogger-mið uðum og við ísland, og að þess vegna er einnig nauðsynlegt að draga Þýzkaland inn í varnar- samstarfið. f þessu sambandi er rík ástæða til að taka upp, hvað okkar heims kunni sjólífsfræðingur, formaður Dansk biologisk Station, dr. phil. H. Blegvad, skrifar í marzmán- uði 1944: Það er annað að veiða með dragnót og geta aftur kastað fiskseiðunum og sináfiski út til friðunar en að draga hinar þungu »Otter«-vörpur tillitslaust tímunum saman eftir hafsbotnin- um, sem þyngdar eru að neðan með þungum járnkeðjum til að ná öllu með, og sem veldur því, að allur fiskur er dauður, þegar varpan er innbyrt. Ekki aðeins söluhæfi fiskurinn er marinn til dauðs, heldur er undirmálsfisk- urinn sem ætti að varpa út aftur — einnig dauður. Þetta er rán- yrkja og hefir vitanlega örlaga- ríkar afleiðingar, þar sem fiski- stofninn í Norðursjónum minnk- ar í slíkum mæli, að togararnir ættu að taka aftur upp veiðiað- íerðir frá því fyrir fyrri heims- styrjöld. Berum saman fyrr- nefnda aðferð við dragnót og botnsköfu danskra fiskimanna, sem dregnar eru varlega eftir hafsbotninum og skemma hvorki seiði né smáfisk, sem strax er varpað lifandi út aftur. Fyrri heimsstyrjöldin veitti Norður- Framh. á 2. síðu. VIÐSKIPTASAMNINGUR VIÐ SPÁN Litlu fyrir jól í vetur undirrituðu Pétur Benediktsson sendiherra og Alberto M. Artajo utanríkisráð- herra Spánar viðskiptasamning milli íslands og Spánar. Var samningur- inn undirritaður í Madrid og gildir frá undirskrift samningsins til n. k. áramóta. -Cert er ráð fyrir vöruskiptum fyr- ir a. m. k. 100 þús. sterlingspund. Kaupa Spánverjar 'af okkur hesta, þorskalýsi, saltfisk, aðrar fiskafurð- ir o. fl. en selja okkur vefnaðarvörur af öilu tagi, fiskinet og netagarn, skófatnað, leður, nýja og þurrkaða ávexti, vín, superfosfat, kali, salt, byggingarefni o. fl. JÓNAS HARALZ gengur úr Sósialislaflokknum. Jónas Haralz hagfræðingur hefir nýlega sagt af sér störfum í Banka- ráði Landsbankans, vegna þess, að hann hafi verið kosinn þangað af Sósialistaflokknum, en úr flokknum hafði hann sagt sig þann sama dag. Jónas Haralz hefir verið í fram- boði fyrir sósialista í SuSur-Þingeyj- arsýslu og vara bæjarfulltrúi þeirra í Reykjavík s. 1. kjörtímabil. 12 íkviknanir á 40 dögum. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjóra hefir slökkvilið- ið verið kallað 12 sinum út frá áramótum til' 10. þ. m., og eru það fleiri brunaköll en áður hafa komið fyrir hér í bæ á jafn skömmum tíma. Enginn stór- bruni hefir þó orðið. Síðast var brunaliðið kallað út um hádegisbil 9. febrúar. Hafði þá elds orðið vart í þakinu á hús- byggingu Pi'entverks Odds Björnssonar við Hafnarstræti. Var nokkur eldur kominn í reið- ing, sem stoppað er með undir þakið, en það er klætt asbestplöt um. Varð að rífa nokkuð af þak- plötunum upp til að komast fyrir eldinn. en það tók ekki lang an tíma. Skemmdist þakið all- mikið, en engar skemmdir urðu íiiðri á húsinu. Talið er, að neist- ar úr reykháfi hafi komizt undir þakbrúnina og í reiðinginn. Sjálfstœd'ismenn. og fconur. Munið að fjölsækja skemmtikvöld félaganna á sunnu- dagskvöldið . Sjá auglýeingu í blaðinu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.