Íslendingur


Íslendingur - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.03.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 1. marz 1950 Rekstur tunnu- verksmiðiunnar Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að hefja smíði á 10 þús. tunnum í næsta mánuði. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Framsökn berst gegu bjargráöum Nýlega er fram komið á Al- þingi frumvarp frá ríkisstjórn- inni um gengisskráningu o.fl., sem lengi hefir verið beðið eftir. Tillögur þessar eru byggðar á aliti tveggja hagfræðinga, og hafa verið til athugunar í Fram- sóknarflokknum, Alþýðuflokkn- um, hjá stjórn Alþýðusambands- ins og stjórn Starfsmannafélags ríkis og bæja. Um leið og þetta frumvarp var lagt fram á Alþingi — en það hefir inni að halda til- lögur til úrbóta á fjárhagsöröug- lfcikum atvinnuveganna og ríkis- sjóðs, — ieggja Framsóknar- menn fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina, sem væntanlega verður rædd í kvöld á Alþingi, og umræðunum útvarpað. Flokksblöðin hafa ekki farið nrörgum orðum rnn þessar tillög- ur, áður en þær voru lagðar fram á þingi, en þó hafa Framsóknar- blöðin látið í veðri vaka, að þær fælu ekki armað né meira í sér en úrslitakostir Framsóknarráð- herranná í ríkisstjórninni s.i. sumar, þegar þeir slitu stjórnar- samstarfi til að knýja fram kosn- ingar nokkrum mánuðum áður en þær skyldu fram fara að öðr- um kosti, með þeiin árangri, að mynda varð minnihlutastjórn stærsta þingflokksins. Allir, sem fylgst hafa með skrifum blaðanna vita, að aðal- tillögur Framsóknarráðh., sem þeir gerðu að fráfararatriði s.l. sumar voru tvær: Að gera skömmtunarseðla að innkaupa- heimild og þar með svartamark- aðsvöru, og að koma á stóríbúða- skatti. Hvoruga þessa aðaltillögu er að finna í tillögum ríkisstjórnar- innar, sem Framsóknarblöðin nefna »pennastrikið«, enda ólík- legt, ef svo hefði verið að Framsóknarmenn hefðu þurft, í stað þess að taka ábyrga afstöðu og standa að tillögunum sem talaðar voru út úr þeirra eigin hjarta, að bera fram van- traust á þá stjórn sem flutti þær. Framkoma Framsóknar í þessu máli hefir vakið almenna undrun. Sjálf þykist hún árum saman hafa verið að berjast fyrir svipuðum aðgerðum til bjargar atvinnuveg unum, sem orðið hafa fyrir Eins og mörgum bæjarbúum mun kunnugt festi ríkið kaup á tunnu- verksmiðju Akureyrarkaups’aðar í nóvember árið 1946. Er salan fór fram var út frá því gengið af hálfu bæjarstjórnarinnar, að verksmiðjan yrði rekin ár hvert, eins og verið hafði að jafnaði, enda veitti bæjar- félagið ríkinu ýms fríðindi í sam- bandi við rekstur verksmiðjunnar. Á síðastliðnu hausti voru allar tunnur seldar, sem smíðaðar höfðu verið í verksmiðjunni, og var því al- mennt gert ráð fyrir því, að vinna við veiksmiðjuna myndi ekki hefj- ast síðar en verið hafði að undan- förnu. Fyrir áramótin bólaði þó ekki á neinum undirbúningi hjá Síldar- útvegsnefnd, sem annast stjórn tunnuverksmiðjanna á Akureyri og Siglufirði. Flutti Steingrímur Aðal- steinsson, alþingismaður, þá í byrj- un janúarmánaðar þingsályktunartil- lögu þess efnis, að skorað var á rík- isstjórnina að gera þegar í stað ráð- stafanir til þess, að lunnusmíði gæti hafist á Akureyri. Skömmu áður en þingsályktunar- tillaga Steingríms kom fram, hafði ég rætt við Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra um, að verksmiðjan yrði rekin á þessum vetri, enda höfðu Björn Jónsson, form. Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar og Steinn Steinsen, bæj- arstjóri, minnst á málið við mig um áramótin. Töldu þeir rekstur verk- smiðjunnar sérstaklega aðkallandi i vetur, þar sem verulegt atvinnuleysi gerði vart við sig í bænum. Sjávar- útvegsmálaráðherra gaf þá þau svör, að hann þyrfti að ráðgast við Síld- arútvegsnefnd, þar sem hún hefði stjórn verksmiðjunnar með hönd- um. Þingsályktunartillögunni var vísað til Fjárveitinganefndar, sem þegar í ófyrirsjáanlegum skakkaföllum ár eftir ár, en þegar tillögurnar um viðhl.'tandi aðgerðir koma Ioks fram frá ríkisstjórninni, og Framsókn á kost á að gerast að- ili að þeim, 'svarar hún því með vantrausttillögu, til þess að reyna að knýja fram enn eina-r kosn- ingar á fám mánuðum. Slíku á- byrgðarleysi á alvörutímum taka ekki einu sinni kjósendur Fram- sóknar með þökkum, hvað þá aðr it. Það er því ekkert furðuefni, þótt Framsóknarí'élögunum v.'ðs- vegar um land berist svo að segja daglega úrsagnir mætra og hugs- andi manna, og sá flótti sé brost- inn í liðið, sem ekki verður stiiðv aður, meðan ábyrgðarleysið er sett í öndvegi í þeim herbúðum. stað leitaði álits Síldarútvegsnefnd- ar. í svari Síldarútvegsnefndar kom í ljós, að nefndin hafði ekki ráð- gert að reka verksmiðjuna á Akur- eyri í vetur. Voru rök nefndarinnar fyrir þessari afstöðu fyrst og fremst þau, að í vetur yrðu mun færri tunn- - ur smíðaðar en áður hafði verið. Ætlaði nefndin því eingöngu að reka verksmiðjuna á Siglufirði, þar sem framleiðslan væri þar ódýrari vegna betri vélakosts, enda geymslupláss þar fyrir tunnörnar, sem ekki væri unnt að úlvega á Akureyri. Tuttugasta þessa mánaðar átti ég aftur viðræður um málið við sjávar- útvegsmálaráðherra, ásamt Steini Steinsen, bæjarstjóra, og Jóni Sól- nes, bæjarfulltrúa. Nokkru síðar var okkur tilkynnt, að Síldarútvegsnefnd hefði ákveðið að láta smíða 10 þús- und tunnur á Akureyri í vetur, og væri efni í tunnurnar væntanlegt til bæjarins í næsta mánuði. Það er alls kostar ljóst, að of skammt er gengið með því að ákveða smíði á einum 10 þús. tunnum, þar sem afköst verksmiðjunnar verða hvergi nærri notuð, ef miða á við þann tunnufjölda. En vegna afstöðu Síldarútvegsnefndar verður þessari niðurstöðu þó sennilega ekki þokað í bili. TRYGGJA VERÐUR REKSTUR VERKSMIÐJUNNAR. í þeim umræðum, sem fram hafa farið, varðandi rekstur tunnuverk- smiðjunnar, hefir það greinilega komið í Ijós, að Síldarútvegsnefnd lítur svo á, að verksmiðjan á Siglu- firði hafi ýmsa yfirburði fram yfir muni það því fyrst og fremst bitna á Akureyrarverksmiðjunni. í bréfi sínu til Fjárveitinganefnd- ar, dags. 12. jan. s.l. tekur Síldar- útvegsnefnd fram m. a.: „Mjög lítið verður smíðað af tunnum í vetur og einungis á Siglu- firði, þar sem tunnur þaðan eru bet- ur smíðaðar og ódýrari og einnig, og jafnvel sérstaklega vegna þess, að þar hafa Tunnuverksmiðjur ríkisins nú aðstöðu, m. a. í sambandi við Síldarvérksmiðjur ríkisins, til þess að geyma í húsi allar tunnur, sem smíðaðar eru. Er þetta mjög þýð- ingarmikið atriði.“ Að tunnur frá Siglufjarðarverk- smiðjunni séu betur gerðar en þær, sem smíðaðar hafa verið á Akureyri, getur ekki falist í öðru en að van- rækt hafi verið að bæta og endur- nýja vélakost Akureyrarverksmiðj- unnar. Það hlýtur því að vera krafa Akureyrarbæjar, að báðum verk- Nú innan nokkurra daga mun hefjast mælsku- og stj órnmálanám- skeið hér í bæ á vegum „Varðar“, félags ungra Sjálfstæðismanna. Á- ætlað er að námskeið þetta standi yfir í um viku til tíu daga, og mun Gunnar Helgason, form. Heimdall- ar, verða leiðbeinandi. Tilhögunin mun annars verða sú, að seinni hluta dagsins verða flutt fræðsluerindi um sljórnmál, erlend og innlend, en á kvöldin verða mælskuæfingar. Ung- um Sjálfstæðismönnum hér í bæ eru námskeið sem þessi að góðu kunn, því að þau hafa nokkrum sinnum verið haldin óður á vegum félagsins, nú síðast fyrir tveim árum, við á- gætan árangur. Leiðbeinendur voru þá þeir Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson fró Mel. Þess er að vænta að Jjáttlaka í námskeiði þessu verði góð, enda gefst ungum Sjálfstæðis- mönnum hér einstakt tækifæri til þess að fræðast um s'.efnu Sjálfstæð- isflokksins og baráttumál hans, auk æfinganna í mælskulist. Væntanlegir jjátttakendur er.u beðnir að gefa sig fram við einhvern úr stjórn „Varðar“. Menntaskólafeikurinn Framh. af 1. síðu verið ætlaðar nemendum skólaus, en svo var ekki að þessu sinni. Hljómsveit M. A. lék á undan leiknum, með fyrsta þætti og á milli þátla. Klarínettleikarinn mætti gjarnan fremur beina hljóðfæri sínu að áheyrendum en gólfinu, vilji hann ekki láta harmonikuna yfirgnæfa leik sinn alveg. E. smiðjunum verði gert jafn liátt und- ir höfði í framtíðinni, hvað vélakost varðar. Einnig að reist verði hið fyrsta á Akureyri viðunandi geymslu- hús fyrir fullsmíðaðar tunnur. í því sambandi má geta Jjess, að Síldar- útvegsneínd á nú 1 pöntun stálgrinda- hús, ætlað til tunnugeymslu. Er sjálf- sagt, að það verði reist á Akureyri, hefir nú aðstöðu m. a. í sambandi j við Síldarverksmiðjur ríkisins til þess að geyma í húsi allar tunnur, sem þar eru smíðaðar, sbr. áður nefnt bréf Síldarútvegsnefndar til Fjárveitinganefndar. Reynsla undanfðrandi ára hefir kennt okkur íslendingum, að óvið- unandi er með öllu að vera háðir öðrum Jjjóðum með síldartunnur. Enda þótt tunnur, smíðaðar hér á landi, hafi til Jiessa reynzt dýrari en erlendar, má hiklaust fullyrða, að smám saman takist að minnka bilið, þegar fullkomnar ,vélar hafa verið teknar í notkun. Tunnusmíði hér á landi mun fyrst hafa hafizt á Akureyri. Er því ekki neina eðlilegt, að hlúð verði að þeim atvinnurekstri, enda skilyrði prýði- leg vegna legu bæjarins. .lónas G. Rajnar. Skjaldborgor-bió S r s k a y i I 11 r o s i n (My Wield Irish Rose) Skemmtileg amerísk söng'- vamynd í eðlilegum litum Aðalhlutverk: Dennis Morgan Arlene Dalil Andrea King o. m. fl. (Þetta var jólamynd Aust- urbæjarbíós) - NYJA BIÓ - Miðvikudag kl. 9 Yíkingar f y r i r I a n d i (Pirntes of Monterey) Amerísk litkvikmynd frá Universal-International Aðalhlutverk: María Montez Rod Cameron Bönnuð innan 12 ára Nauðsynlegt að sína passa Ný Ijósbaðastofa ó vegum Akureyrardeildar Rauða-krossins. Fyrir helgina sýndi stjórn Akur- eyrardeildar Rauða-krossins frétta- mönnum nýja ljósbaðastofu, er deild in hefir nýlega opnað í Hafnarstræti 100 (III. hæð). Er tilgangur deild- arinnar sá, að sem flest börn innan skólaaldurs eigi kost á ljósböðum Jjann tíma ársins, sem þeirra er mest þörf vegna skorts á sólarljósi og útivist. Hefir stofa þessi 4 lampa til afnota. Formaður deildarinnar, Guðin. Karl Pélursson yfirlæknir, skýrði frá gangi Jressa máls og lýsti þörfinni fyrir slíkri stofnun í okkar sólarlida landi. Taldi hann, að bein- kramareinkenni væru miklu algeng- ari á börnum en menn gerðu sér al- mennt grein fyrir og ýms taugaveikl- unarmerki, sem hjá þeim yrði vart, einkum um og eftir dimmasta tíma ársins, ættu rót sína að rekja til Ijós- skorlsins. Gjöld fyrir ljósböð hjá Rauða-krossinum myndu verða hin sömu og tíðkast hafa hjá öðrum ljós- baðastofum, en þó myndi vangeta til greiðslu ekki verða látin slanda í vegi fyrir því, að hvert það barn, sem Ijósbaða þyrfti með, gæti notið þeirra. Með opnun þessarar ljósbaða- stofu hefir Rauða-Krossdeildin hér stigið þýðingarmikið spor í lieil- brigðismálum bæjarins, sem væntan lega verður með þökkum þegið. verksmiðjuna á Akureyri. Verði dregið úr tunnusmíði hér á landi þar sem verksmiðjan á Siglufirði

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.