Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 4
Bækur Þorbergs Þórðarsonar: Fagurt mannlíf, Hjá vondu fólki — I sá- arháska — Á Snæfellsnesi — með eilífð arverum. — Fást í Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 •¦*• Akureyri. aasa&tœ&MmiKmœimiBmam lendmanr Miðvikudagur 29. marz 1950 KAUPUM GAMLAR BÆKU R Bókaverzl. EDDA h.f. Útvarpsskákinni milli Akureyringa og Reykvíkinga er nú lokið. Vann Skákfélag Akureyrar aðra skákina en gerði jafntefli á hinni. Hestamannafél. Léttir efndi til boðreiðai milli inn- og útbæinga sL sunnudag á ís- unum suður og fram af Gróðrarstöðinni. Kepptu tvær 10 hesta sveitir frá hvoru liði, og unnu útbæingat í báðum sveitum. Síðast reyndu átta hesta sveit frá hvorum aðila, og unnu þá innbæingar með sjónar- mun. Var þetta nýstárleg skemmtun og allmargt áhorfenda. Messað verður é Akureyri kl. 5 n. k. sunnudag (Pálmasunnudag). Ef viðgerð þeirri, sem fer fram á Akureyrarkirkju verður þá; lokið, verður messað í kirkj- unni, en annars fer guðsþjónustan fram í kapellunni. P. S. Kaldbakur fór út á veiðar í dag. ÁrshátíS prenlara, bókbindara, prent- myndagerðarmanna og blaðamanna var haldin að Hótel KEA sl. laugardagskvöld. Höfnin. Skipakomur: 13. marz Fjallfoss og Svalbakur, 15. Þyrill, 17. Esja, 18. Jör- undur og Hvassafell, 19. Kaldbakur, 21. Selfoss, 24. Esja, 28. Hekla. Þann 27. kom báturinn Haukur inn með bilað stýri, og var tekinn í Slippinn til viðgerðar. Uthlutun skömmtunarseðla íyrir næsta skömmtunartímabil fer fram á úthlutunar- skrifstofunni þessa daga. Athygli fólks skal vakin á því, að samkv. auglýsingu frá skö'mmtunarstjóra í jan. sl. falla vefnaðar- vörumiðar, skómiðar og ytrifataseðill frá fyrra ári úr gildi í lok mánaðarins. Áheit á Elliheimilið í Skjaldarvík kr. 500.00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. FÉLÁGSLÍF Kvöldskemmtun að Hótel KEA í kvöld (miðvikud.) kl. 8.30 e.h. Félagsvist (verðlaun veitt), gamanvísur og dans. Gömlu og nýju dansarnir. — Aðgöngumið- ar við innganginn. Takið með spil og blý- ant. Afhentar myndir frá álfadansinum. Ferðafélag Akureyrar heldur aðalfund að Gildaskála KEA n. k. sunnudag 2. apr. kl. 3.30 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. — Um kvöldið kl. 8.30 hefst kvöldvaka á sama stað. Til skemmtunar: Erindi, skuggamyndir, dans. Stúkan Brynja heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 3. apríl kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inntaka, upplestur, erindi. Nánar auglýst síðar. Kvennadeildarkonur Akureyri. Afmælis- fagnaður deildarinnar, sem féll niður vegna veikinda, verður að Hótel KEA n.k. föstudagskvöld kl. 8.30. Gjörið svo vel að vitja aðgöngumiða ekki seinna en annað kvöld (fimmtudagskvöld). Kvenfélagið Framtíðin heldur fund að Gildaskála KEA í kvöld (29. marz) kl. Hvernig íer meö rekstur Akureyrartogaranna? Eins og írá var skýrt í síðasta blaði, fór íram atkvæðagreiðsla í Sjómannafélagi Akureyrar fyrra sunnudag raeðal áhafna togaranna, Jörundar, Kaldbaks og Svalbaks um samningsuppkast, er togaraeigendur og samninganefnd sjómanna höfðu samið um kaup og kjör háseta, kynd- ara og matsveina á nefndum togur- um, og var samningsuppkástið fellt með 44 atkv. gegn 11. Þar sem úrslit þessarar atkvæða- greiðslu hafa mjög alvarlega þýð- ingu fyrir afkomu togaranna og Krossanesverksmiðj unnar, þykir rétt að skýra lauslega frá þessu máli: Fyrir skömmu síðan sneru Ut- gerðarfélag Akureyringa h.f. og Guðmundur Jörundsson sér til Sjó- mannafélags Akureyrar og fóru þess á leit, að nefnd frá félaginu kæmi til viðtals um samningsgrundvöll milli útgerðarinnar og áhafna togaranna um kaup og kjör við útgerð togar- anna til fiskimjölsvinnslu, er ráð- gerð hafði verið. Var ætlunin, að aflinn yrði lagður upp í Krossanes- verksmiðjunni til mjölvinnslu, þar eð hráefnaskortur hefir fram að þessu valdið því, að hún hefir verið rekin með tapi, en nægur markaður fyrir fiskimjöl nú um skeið í Hol- landi og Tékkó-Slóvakíu við hag- stæðu verði. Brezkur markaður fer nú versnandi, og þótt nokkrir togar- ar hafi tekið upp saltfiskverkun, þá er mikil óvissa ríkjandi um arðsemi hennar. Þá var það og vitað, að Tékkar leggja svo mikla áherzlu á að fá fiskimjöl, að unnt hefði verið að selja þeim nokkuð af hraðfryst- um fiski með, en þar væri um nýjan markað að ræða. Samningsuppkastið gerði ráð fyr- ir þessum kjörum háseta: Fastakaup sama og nú er, þ. e. kr. 1080 á mánuði. Auk þess kr. 2.50 af hverju tonni hráefnis til vinnslu og kr. 6.75 af hverju saltfiskjartonni vegnu upp úr skipi. Einnig 0.7% af innlögðu lýsi (miðað við 2 krónu verð) og yrðu þá mánaðartekjur há- setans við meðalveiði: Fast kaup kr. 1080.00 Af 800 tn. hráefni — 2000.00 Af 30 tn. saltfiskjar — 200.00 Af lýsi — 120.00 Alls kr. 3400.00 Auk þessa orlofsfé. Eru þessi kjör nokkru betri en verið hafa, því að mánaðartekjur háseta á togurum munu að meðaltali hafa verið um 3000 krónur. Bæjarbúar telja mál þetta miklu skipta, sem vonlegt er, og vænta þess, að það verði leyst sem fyrst. Samn- ingaumleitunum er haldið áfram, en ekki hægt að segja frekar frá þeim að svo stöddu. 8.30. Umræðuefni: Elliheimilið og bazar- inn. I. O. O. F. — 2 — 1313318y2 — D Rún 59503297:. = 5 Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands efnir til námskeiða í saumum og bókbandi eftir páskana, ef nægileg þátttaka fæst. — Um- sóknir sendist sem fyrst. Sími 488 og 364. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 og al- menn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Allir velkomnir! Ungt fólk býður ykkur að sækja sam- komu n.k. laugardagskvöld kl. 8.30 að Sjónarhæð. Verið velkomin. Hjálprœðisherinn, Strandg. 19. Föstud. 31. marz kl. 8.30 útisamkoma (ef veður leyfir). Sunnudag kl. 11 helgunarsamkoma; kl. 2 sunnudagaskóli; kl. 8.30 hjálpræðis- samkoma. Mánudag kl. 8.30 æskulýðssam- koma. Söngur og hljómleikar. Allir velk. IÐNREKENDUR Á ÁKUREYRI ÓÁNÆGÐIR MEÐ ÁFGREIÐSLU LEYFA Aðalfundur var haldinn í Iðnrek- endafélagi Akureyrar 12. þ. m. að Hótel KEA. Stjórnin var öll endur- kosin, en hana skipa: Vigfús Þ. Jóns- son, formaður, Egill Sigurðsson, rit- ari og Skarphéðinn Ásgeirsson, gjaldkeri. Til vara: Einar Sigurðs- son og Bernharð Laxdal. Á fundinum kom fram megn óánægja með afgreiðslu og úthlutun á gjaldeyris- og innflutningsleyfum til iðnfyrirtækja á félagssvæðinu, en hún hefir verið með einstöku sleif- arlagi undanfarið og bakað iðnrek- endum hér margs konar óþægindi og fjárhagslegt tjón. Frá Httsmæðraskúlanum. Nokkrar ungar stúlkur geta komizt á mat- reiðslunámskeið, sem er að byrja. Upplýsingar í síma 199. Forstöðukonan. KOLAELDÁVÉL TIL SÖLU. Hefi til sölu góða kolaeldavél. Talið við afgreiðslu blaðsins eða Jóhannes Björnsson, Hjalt- eyri. TIL SÖLU tveir fermingarkjólar. Til sýn- is fimmtudag og föstudag í Túngötu 6 (að austan). BARNAVAGN óskast keyptur. Upplýsingar í síma 648. GÓÐSTOFA með sérinngangi og innbyggð- um klæðaskáp til Ieigu í nýlegu húsi frá 14. maí n. k. — A.v.á. STULKA óskast í vist nú þegar vegna forfalla tnnarrar. Inga Sólnes. FERMINGARKJÓLL tíl sölu. Sími 274. JEPPABIFREIÐ óskast til kaups. Guðmundur Jónasson bílstjóri, Gránufélagsg. 15, sími 301. Hitageymar Yz ltr. nýkomnir. Verzl. Eyjafjörður h.f. f BÚÐ ÓSKAST 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast sem fyrst eða einhverntíma í vor eða sumar. ÞÓRODDUR JÓNASSON, læknir. STÚLKA ÓSKAST um tveggja mánaða tíma nú þegar. MARÍA RAGNARS Þingvallastræti 27. f AÐALSTRÆTI 34 eru reiðhjól til sölu sem ný á tækifærisverði. Einnig er gert við hjól. T I L S Ö L U karlmannaföt á meðalmann. — Einnig rykfrakki á unglings- pilt. Sigurður Guðmundsson, klæðskeri, Helgamagrastræti 26. Innilegustu þakkir jæri ég öllum þeim einstakl- ingum, stofnunum, félögum og stjórnum félaga og sambanda, sem á einn eða annan hátt vottuðu mér vináttu sína, virðingu og hlýjan hug á sex- tugsafmæli minu hinn 26. f. m. Guð blessi þá og störf þeirra. Magnús Pétursson. Vorhreingerningarnar byrjaðar. Flýtir og vand- virkni fylgjast að. Aðeins fullkomnasta þvottaefni. Pantanir mótteknar alla daga nema laugardaga og sunnudaga milli kl. 7 og 8 í síma 288. M$m&\ ðskast 1-2 herbergi og eldhús óskast frá 1. maí til 31. október. - Upplýsingar á Ferðaskrifstofunni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.