Íslendingur


Íslendingur - 12.04.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 12.04.1950, Blaðsíða 4
Til fermingargjafa: Ritsafn Jóns Trausta l.-Vlll.bindi. Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. m§m Miðvikudagur 12. apríl 1950 HÚSEIGNIN Strandgata 13 er til sölu, ásamt lóð- um sem fylgja eign mihni, ef viðun- andi tilboð fæst. — Tallð við Kristján Þorvaldsson. I. O. 0. F. = 1314148% = D Rún:. 59504127 — 1 Kirkjan. Messað á sunnudagínn á Akur- eyri kl. 11. Ferming. F. R. og á Akureyri ki. 2. Ferming. F. R. r; - -~! r\ Æskulýðsfélag Ak- |-J \&/&£<*& ureyrarkirkju. flfi ^ deÍld' ÍUndUr ' kapellunni nk. sunnu. dagskvöld kl. 8.30. Lokafundur. Sl. páska- dagskvöld var sameiginlegur iundur deilda ÆFAK. Ólafur Daníelsson klæðskerameisl- ari talaði. Var ræða hans m. a. um lífið eftir dauðann og sagði hann þar frá ýms- um staðreyndum varðandi það líf. Jón Norðfjörð leikari las upp kvæði, m. a. kvæðið Kristur eftir Guðmund Guðmunds- son. Helgaði Jón Norðfjörð upplesturinn minningu móður sinnar, frú Álfheiðar Einarsdóttur. Félagar risu úr sætum og minntust hinnar látnu konu með virðingu og þökk. Arni Friðgeirsson ráðsmaður Menntaskólans sýndi kvikmyndina: Frið- arhöfðinginn. Var ráyndin sýnd í kapell- unni. Formenn deildanna önnuðust hin venjulegu fundaratriði. Stúkan Isafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg föstudaginn 14. þ. m. kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. lnntaka. Innsetning embættismanna. Skýrslur. Lesið blaðið. Nánar á götuaug- lýsingum. — Æ.t í Eldri-dansaMúbbur heldur' síðasta dans- leik sinn á þessu starfstímabili í Verka- lýðshúsinu miðvikudaginn 19. apríl (síð- asta vetrardag). Hefst kl. 9 e. h. Félagar minntir á að mæta stundvíslega. Dansað aðeins til kl. 1. Bazar og kaffisala verður i kristniboðs- húsinu Zíon föstudaginn 14. þ. m. Opið frá kl. 3—7. Komið og drekkið síðdegis- kaffið. Frá starfinu í kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f.h. sunnu- dagaskólinn; kl. 2 drengja fundur (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma, séra Jó- hann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvlkudag kl. 8.30 biblíulestur og bænasamkoma. Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengja fund- ur (yngri deild). Frá Kvenfélaginu Hlíf. Áheit á barna- heimilið frá ónefndri konu á Akureyri kr. 500.00. Gjöf frá H. J., Húsavík, kr. 100.00. Kærar þakkir. Stjórnin. Akureyringar! Munið eftir samkomu unga fólksins á laugardagskvöld kl. 8.30 á Sjónarhæð. Allir velkomnir! Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 e. h. og opinber samkoma kl. 5 á sunnud. Allir velkomnir! Húsmœðraskólafélag Akureyrar hefir ákveðið að hafa kaffikvóld í Húsmæðra- skólanum miðvikudaginn 21. apríl kl. 8.30 e. h. fyrir félagskonur og gesti. Konur til- kynni þátttöku sína sem allra fyrst til ein- hverrar eftirtalinna nefndarkvenna: Frú Málfríðar Friðriksdóttur Brekkugötu 4, Skídalandsmötinu SiglufírOi lokifl JL a Frábær frammistaða Magnúsar Brynjólfssonar. Nýlokið er Skíðalandsmótinu, er fram fór á Siglufirði nú um pásk- ana. Veður var óhagstætt og tafðist mótið um einn dag af þeim sökum. Það, sem helzt einkenndi mótið var hmn ágæti árangur og fjölhæfni ís- fhðinganna, göngusigur Þingeying- anna og yfirburðir Magnúsar Brynj- ólfssonar í Alpagreinunum. Helztu úrslit: 18 km. ganga: 1. Jón Kristjánsson Þing. 68.35 mín. 2. ívar Stefánsson Þing. 68.57 mín. 3. Mat.hías Kristj- ánsson Þing. 71.12 mín. 4. Jóhann Jónsson Str. 74.52 mín. 18 km. ganga, B-fl.: 1. Páll Guð- björnsson Sigluf. 77.12 mín. 15 km. ganga, 17—19 ára: 1. Eb- enezer Þórarinsson Isaf. 56.53 mín. Hér hlutu ísf. þrefaldan sigur. Svig kvenna: Ingibjörg Arnadótt- ir Rvík. Svig kvenna, B-fl.: Hrefna Jóns- dóttir Rvík. Svig karla: 1. Magnús Brynjólfs- son Ak. 93.8 sek. 2. Haukur Sigurðs- son Isaf. 99.7 sek. 3. Víðir Finnboga- son Rvík 107.4 sek. 4. Þórir Jónsson Rvík 108.8 sek. Svig karla, B-fl. 1. Ármann Þórð- arson Olafsf. 89.0 sek. Brun karla: 1. Magnús Brynjólfs- son Ak. 47.0 sek. 2. Ásgrímur Stef- ánsson Sigl. 48.0 sek. 3. Sveinn Jak- obsson Sigl. 49.0 sek. 3. Víðir Finn- bogason Rvík 49.0 sek. 3. Þórir Jónsson Rvík 49.0 sek. 3. Guðmund- ur Árnason Sigl. 49.0 sek. Alpalvíkeppni: 1. Magnús Brynj- ólfsson Ak. 2. Víðir Finnbogason Rvík. 3. Þórir, Jónsson Rvík. 4x10 km. boðganga: 1. sveit ís- firðinga 2.34.21 m'm. Svigsveilarkeppni: 1. sveit Isfirð- 'nga 416.1 sek. Sænski svigmaðurinn Erik Söder- in keppti sem gestur í sviginu, en hann beið ósigur fyrir Magnúsi og Hauki og varð að láta sér lynda 3. sæti. Stökkkeppni fóí fram í gær. í A- flokki vann Jónas Ásgeirsson Sigluf., stökk 48 og 48 metra og varð þar með stókkmeistari Islands. og sigur- vegari í norrænni tv.keppni. I B-flokki og drengjaflokki áttu Siglfirðmgar einnig 1. mann. | frú Ástu Sigurjónsdóttur Hafnarslræti 45^ ; frú Dóróteu Kristjánsdóttur Ránargötu 1 j eða frú Soffíu Lilliendahl Aðalstræti 17. j — þess er vænzt, að félagskonur fjölmenni ! og mæti stundvíslega. ¦— F.h. allsherjar- j nefndar. Dagmar J. Sigurjónsdóttir. Ferðafélag Akureyrar hélt aðalfund ný- ! lega. Stjórn þess var öll endurkjörin, en hana skipa: Björn Þórðarson, formaður, Björn Bessason og Eyjólfur Árnason. — Framkvæmdastjóri félagsins er Þorsteinn Þorsteinsson. — I félaginu eru nú um 530 manns. Danska iðnsýningin. Blað^ð hefir verið beðið að minna iðnaðarmenn á, að þeir séu sérstaklega velkomnir á dönsku iðn- sýninguna í Khöfn, er stendur yfir 14.—30. þ. m. Skrifstofa hennar er í Dr. Tværgade 2 Khöfn, sími Byen 7291, þangað til hún opnar, en síðan í Forum, sími Luna 2020. Dýraverndunarfélag Akureyrar heldur aðalfund þriðjudaginn 18. apríl kl. 8.30 e. h. í kapellu Akureyrarkirkju. Venjuleg að- alfundarstörf. — Stjórnin. Hjónaband. Þann 5. apríl voru gefin saman í hjónaband ungfrú Olna Maria Hentzen og Jens Albert Splidt starfsmaður á Gefjun. Heimili ungu hjónanna er að Brekkugötu 43, Akureyri. Bæjakeppni í bridge. Hin árlega keppni milli Akureyringa og Siglfirðinga var háð hér 3.—5. apríl. Spilað var á þrem borð- um öll kvóldin. Leikar fóru þannig, að Akureyringar sigruðu með 6 vinningum gegn 3. Skal það tekið fram, að þetta er í fyrsta skipti, sem Akureyringar vinna þessa keppni, en jafntefli varð í henni síðast. Nokkrir góðir spilamenn Siglfirð- inga dvelja nú utan heimilis í atvinnu og var því lið þeirra veikara en ella. Þá komu og á annan páskadag 3 bridge- sveitir frá Dalvík og kepptu við Akureyr- inga. Fóru leikar þannig, að Akureyringar unnu á óllum borðum. Fermingarbörn. KI. 11: Agúst Guðmund- ur Berg, Agúst K. Sigurlaugsson, Eiríkur Ingvarsson, Guðmundur Oddsson, Gunnar Berg, Hallgrímur Tryggvason, Hannes G. Jónsson, Helgi Þ.Valdemarsson, Hilmar H. Gíslason, Hörður Steinþórss., Hörður Tuli- níus, Ingimar Eydal, Ingólfur Armannssori, Jón Bjarnason, Jón L. Guðmundss., Jón M. Guðmundcs., Knútur Karlsson, Kristinn Jó- hannsson, Kristinn H. Vigfússon, Kristján Björn Samúelsson, Kristján Grandt, Magn- ús L. Stefánsson, Magnús V. Tryggvason, Olafur Snorri Jóh. Hauksson, Stefán M. Jónsson, Sveinn Eiríksson.- I Agnes G. Haraldsdóttir, Anna M. Halls- dóttir, Birna Björnsdóttir, Edda S. Ind- riðadóttlr, Erna Alfreðsdóttir, Erna T. Karlsdóttir, Erla Böðvarsdóttir, Eygló S. Hallgrímsdóttir, Gerða A. Jónsdóttir, Guð- björg Bjarman, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Olafsdóttir, Gunnlaug B. Stein- grímsdóttir, Halla S., Guðmundsdóttir, Helga Maggý Magmkdóttir, Hildur Jóns- dóttir, Hólmfríður G. Jónsdóttir, Hrefna Jakobsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Inga E. SigurÖardóttir, Jóna H. Vestmann, Kol- Nr. 7/1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftir- farandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín ................ pr. líter kr. 1.35 2. Ljósaolía .............. pr. tonn kr. 1020.00 3. Hráolía ................ pr. tonn kr. 653.00 4. Hráolía................ pr. líter kr. 56^ eyrir Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank" í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíu- verðið við afhendlngu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutn- ingshöfn. Sé hráolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 3 aurum hærra hvert kíló af hráolíu og hver lítri af benzíni. I Hafnarf.rði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. í Borg- arnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkis- hólmi, ísafirði, Skagaslrönd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Norðfirði og Eskifirði má verðlð vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á Iandi frá einhverjum framan- greindia staða, má bæta einum eyri pr. lítra við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjald.ð, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengdar eða meira. A öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjó- leiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðlagsstjóri ákveður verðið á hverjum söluslað samkvæmt framansögðu. I Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera kr. 40.00 hærra pr. tonn eða 3% eyrir pr. líter, en annars staðar á landinu kr. 50.00 pr. tonn eða 4,]/2 eyrir pr. líter, ef olían er flutt inn be.nt frá útlöndum. í Hafnarfirði skal verðið á Ijósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70.00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. SöluskaLur á benzíni og Ijósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gild.r frá og með 1. apríl 1950. Reykjavík, 31. marz 1950. Verðlagsstjórinn. brún 'Magnúsdóttir, Kristín Guðlaugsdótt- ir, María Jónsdóttir, Marianna G. B. Bjarnadóttir, Sigurjóna Jakobsdóttir, Stef- anía Jóhannsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Valborg Svavarsdóttir, Valgerður Berg- þórsdóttir, Þóra Björk Sveinsdóttir, Þórdís Tryggvadóttir, Alda S. Guðmundsdóttir, Erla Jónasdóttir, Guðrún Ákadóttir. Kl. 2 e. h.: Ásgeir Karls:on, Eiður B. Sigurþórsson, Friðrik Jensen, Niels Jensen, Geir Garðarsson, Hallgrímur G. Gíslason, Jón Valdemar Hjaltalín, Jónas G. Sigurðs- son, Skjöldur Guðmundsson, Stefán Örn Kristjánsson, Sveinn Kristinsson. Anna Helgadóttir, Birna Magnúsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Halldóra Gunnars- dóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Ingibjörg Marinósdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Sól- veig Sigurðardóttir, Þyri Jónsdóttir. Norðangarð gerði hér um páskana og hlóð niður snjó á fjallvegum. Varð Holta- vörðuheiði ófær bifreiðum í fyrsta skipti á vetrinum. Auglýsið í Islendingi! SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN AAKUREYRI héldu fund í Samkomuhúsinu í gær- kvöldi. Jónas G. Rafnar alþm. flutti ýtarlega ræðu um stjórnmálavið- horfið og rakti gang stjórnarmynd- ana þeirra, sem fram hafa farið síð- an þing kom saman. Ennfremur skýrði hann í slórum dráttum geng- isskrán.ngarfrumvarpið og áhrif þess á hag ríkisins og einstakling- anna. Að ræðu hans lokinni var beint til hans nokkrum fyrirspurn- um, er hann svaraði jafnóðum. Þá ræddi Helgi Pálsson, varaformaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar um fé- lagsmál, og nokkrir aðrir tóku til máls. Fundarsalurinn var fullskipað- ur, þrátt fyrir allmikil veikindi í bænum. HREINGERNING óskast á lítilli skrifstofu. Afgr. vísar á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.