Íslendingur


Íslendingur - 12.04.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.04.1950, Blaðsíða 1
MBBTJB XXXVI. arg. „Uppstigning" eftir Sigurð No.'dal verður sýnd hér innan skamms Miðvikudagur 12. apríl 1950 IjJMMB—M li I —i mm^~- .^æp^--^-4***^ 17. tbl. mteaa > Leikfélag Akureyrar mun nú upp úr sumarmálum hefja sýningar á sjónleiknum „Uppstigning" eftir Sig- urð Nordal, er það hefir æft af kappi undanfamar vikur undir s^jórn hins góðkunna leikstjóia, Ágústs Kvaran. Sjónleikur þessi var fyrst sýndur í Reykjavík fyrir nokkrum árum, en ekki var þá almennt vitað um höf- und hans, er nefndi sig H. H. Það var ekki fyrr en í lok sýninga, að hinn rétti höfundur, Sigurður Nor- dal prófessor, gaf sig fram. Skömmu síðar kom leikritið út frá bókafor- laginu Helgafell, og mun nú að meslu uppselt. Sjónleikurinn er í 4 þáttum, en 5 sýningum. Er hann allsérkennilegur í útfærslu, þar sem höfundurinn, leikstjórinn og kona meðal áheyr- enda iaka þátt í honum. Einn af þekktustu leikgagnrýnend- um vorum, Lárus Sigurbjörnsson, skrifaði um leikinn, er hann var sýndur í Reykjavík, og segir þar meðal annars: „Þrír fyrstu þættir leiksins eru það, sem Englendingar kalla „straight comedy of manners". Þar er brugðið upp snilldarlega vel gerðri skopmynd af fólki í litlu plássi — eða stóru plássi, ef út í það er far- ið, hóflegri og fágaðri. Með örugg- um og jöfnum átökum, hnittnum til- svörum og skemmtilegum áreks'.rum er teflt í upþnám hversdagslegum vandamálum. En þá fer höfundurinn NORÐURLANDS-BÍÓ TEKUR TIL STARFA Þriðja bíóið hér í bæ tók til starfa á annan í páskum. Heiar það Norð- urlandsbló s.f. og hefir sýningar sín- ar í samkomusalnum að Hótel Norð-. urlandi. Tekur sýningarsalurinn nær 300 manns í sæti. Á páskadagskvöld buðu eigendur Norðurlands-bíós mörgum bæjarbú- um að sjá fyrstu kvikmyndasýningu þess, og var salurinn fullskipaður. Myndin sem sýnd var, er þýzk stór- mynd, Robert Koch, og lýsir hún þætti úr ævistarfi þessa vísinda- manns, er fann berklasýkilinn fyrst- ur maíina og varð frægur fyrir. — Hlulverk Kochs leikur einn kunn- asti leikari Þýzkalands, Emil Jann- ings. allt í einu út af slegnum vegi. Mikill" hluti 4. þáltar er í rauninni „para- basis". Að grískum hætti snúa per- sónurnar tal'nu til áhorfenda, og þar fylgja með í kórnum bæði höfund- ur persónanna (Hæstvirlur) og for- maður Leikfélagsins í eigin per- sónu . ..." I leikskránni verður birtur kafli úr eftirmála höf., er fylgir leikritinu prentuðu, þar sem hann gerir grein fyrir því, hvernig þetta leikrit er til komið og gerir lesanda eða áhorf- anda auðveldara að skilja það. I leikrium eru 14 leikendur. Veiga- mestu og stærstu hlutverkin leika: Guðmundur Gunnarsson, Björg Baldvinsdó:tir, Matthildur Sveins- dóttir, Þórir Guðjónsson og Jónína Þorsteinsdóttir. Agúst Kvaran er leiðbeinandj og 'eikstjóri, og eru nú 9 ár liðin, síðan hann setti hér sjónleik á svið seinast. Er leikllstarunnendum í bænum það mikið gleðiefni, að hann skuli ekki með öllu hafa sezt í helgan stein, eins og sumir voru farnir að ugga um. STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR hafði nýverið aðalfund sinn. — í stjórn fyrir yfirstandandi ár voru kosnir: Formaður Bjarni Halldórsson, skrifstofustjóri, rilari Jón Norðfjörð aðalbókari, gjaldkeri Karl L. Bene- diktsson, bókari. Meðstjórnendur: Þorsteinn Þorsteinsson, bókari og Þorsteinn Stefánsson, bæjargjaldkeri. Varastjórn: Varaformaður Ólafur Magnússon, sundkennari, vararitari Halldór Friðjónsson, skrifstofustj óri, varagjaldkeri Anton, Kristjánsson, yfirverksijóri. Varameðstjórnendur: Ásgeir Markússon. bæjarverkfræðingur og Garðar Olafsson, efnisvörður. Eendurskoðendur félagsreikninga voru kosnir: 'Halldór Stefánsson, fyrrv. afhendingarma'ður og Magnús Ölafsson, sundkennari. Kosnir voru í launamálanefnd fé- lagsins,: Oddur Kristjánsson, bygg- ingame-'stari, Anton Kristjánsson, yfirverkstjóri og Ásgeir Markússon, bæj arverkf ræðingur. Tala félagsmanna er nú 52. Aðal- Færeyskar þjóðsögur. Jónas Rafnar læknir þýddi og bjó undir prentun. Utgefendur: Jónas og Halldór Rafnar. Akur- eyri 1950. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. I bók þessari eru 82 munnmæla- sögur og þjóðsögur, flestar frá forn- öld og miðöldum, teknar úr þrem færeyskum þjóðsagnasöfnum. Munn- mælasögurnar eru þar í miklum meirihluta, einkum framan af og fjöldi örnefnasagna. Mjög segja sagnir þessar frá illvirkjum, svo sem morðum, vígum, ránum og þjófnaði, svo að ætla mætti, að Færeyingar hefðu framan af öldum verið hinir mestu óeirðarmenn og illmenni, en tæplega má dæma þjóðina eftir Ormi á Skála eða öðrum slíkum, sem þaina er frá sagt. Þjóðsögurnar líkj- ast um margt íslenzkum þjóðsögum. Eru þar magnaðar galdrasögur, frá- sagnir af álfum og tröllum o. s. frv. Dvergarnir eru hagleiksmenn eins og íslenzku dvergarnir, og allir kannast við söngtöfra hafmærinnar, nykur- inn og sækýrnar, líkt og þeim er lýst í færeysku þjóðsögunum. Hins vegar er niðagrísinn færeyskt fyrir- brigði. Bók þessi er skemriitileg en um leið fróðleg um sögu og þjóðtrú Færeyinga. Uppdráttur af Færeyjum fylgir bókinni. Um Ijóðalýti III, e. Björn Bjarnason frá Grafar- holti. nefnist lítið kver, sem blaðinu hefir borizt. Hefir það að geyma nokkrar greinar um ýmis konar formgalla á ljóðum, er höf. nefnir einu nafni ljóðalýti, og hefir áður skrifað tvo bæklinga um. Fyrsta og stærsta rit- gerðin er um sálmabókina nýju, en í henni finnur höf. mikið af háttvill- um, háttvingli, áherzluvillum, mál- villum, ofstigum, ljóðstöfunarvillum, rímgöllum o. fl. Ijóðalýtum. Höf. var kominn fast að níræðu, er hann rit- aði greinar þessar. Rit send blaðinu. Ársrit Rœktunarfél. Norðurlands, 45.—46. árg., flytur frásögn af 45 störf félagsins á síðastliðnu ári voru að vinna að bættum launakjörum fé- lagsmanna og náðist nokkur árang- Samkomulagi náð milli togaraeigenda hér og sjómanna Fyrir skömmu var sagt frá því hér í blaðinu, að samkomulag um kaup og kjör háseta á Akureyrartogurun- um á væntanlegri sumarvertíð hefði strandað á því, að við atkvæða- greiðslu í Sjómannafélaginu hefði uppkast að kj arasamningi verið fellt. Viðræður togaraeigenda og nefnd- ar frá Sjómannafélagi Akureyrar voru þá teknar upp að nýju, og var nýtt uppkast lagt fram fyrir skömmu, og var það samþykkt við atkvæða- greiðslu í Sjómannafélaginu. Er kjarasamningurinn samkvæmt uppkastinu sem hér segir: Fast kaup á mánuði kr. 1080.00, 0.75% af öllum afla skipanna, og ára árangri gróðurtilrauna hjá Rækt- unarfélagi Norðurlands, eftir Ólaf Jónsson, fyrrv. tilraunastjóra, grein um akuryrkju á íslandi í fornöld e. Steindór Steindórsson, Skýrslu Bún- aðarsambands Eyjafjarðar 1948— 49, fundargerðir R. N. o. fl. Ritið er 196 bls. Frjáls verzlun, 1.—2. hefti 1950, flytur greinina: Einokanir 20. aldar- innar eftir Magnús Valdimarsson, Um Brydes-verzlun, e. Jón Pálsson, Reuters í London, e. Einar Ásmunds- son, grein um skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar, Verzl. Brynja 30 ára og 50 ára verzlunarafmæli Gísla J. Johnsen, afmælis- og æviminningar kaupsýslu- og skrifstofumanna, þýdd- ar greinar o.m.fl, auk fjölmargra ágætra mynda. Gerpir, 3. tbl. þ. á. flytur grein um Atomsprengjur og áróðurskenningar (Gunnl. Jónasson), Skipagöngur — skömmtunarmál (Páll Guðmunds- son), Um Eirík á Vífilsstöðum og slysið þar 1885 (Gísli Helgason), í Gerpisröstinni, Hernámsþættir (Hj. Vilhjálmsson), o. fl. Heimili og skóli, 1. hefci 9. árg., flytur greinar um uppeldismál e. Sím. Jóh. Agústsson og Hannes J. Magnússon, skólavígsluræðu e. Sig- urstein Magnússon, afmælisgreinar um Steinþór Jóhannsson og Magnús Pétursson o. fl. o. fl. miðast verðið við 30 aura pr. kg. af „guano"veiði upp úr skipi, 1.60 kr. af saltfiski, vegnum upp úr skipi og kr. 2.00 af hverju kg. lýsis, samkv. vigtarvottorði matsmanns. Auk þessa frítt fæði. Kaup og aflahlutur breyt- ist eftir gildandi vísilölu á hverjum tíma. Bæjarbúar hafa fylgst með þessu máli, þar sem það hefir ekki aðeins stórkostlega þýðingu fyrir afkomu togaranna og þeirra, er á þeim vinna, heldur og fyrir afkomu Krossanes- verksmiðjunnar, sem ætlað er að vinna mjöl úr verulegum hluta afl- Heilsuvernd, tímarit Náttúrulækn- ingafélags íslands, 4. h. 1949, er ný- komið út. Efni ritsins er þetta: Tveir starfsmenn kvaddir (Jónas Kristj- ánsson). Nokkur ávarpsorð (Hjört- ur Hansson). Vörn og orsök krabba- meins III: Krabbamein kemur aldrei í heilbrigt líffæri (Björn L. Jóns- son). Fóðrunartilraunir á dýrum sýna yfirburði safnhaugaáburðar fram yfir tilbúinn áburð. Húsmæðra- þáttur (frú Dagbjört Jónsdóttir). Merkilegar rannsóknir á orsök krabbameins — gervimatvælalitir geta orsakað krabbamein (Björn Kristjánsson). Hlutverk svitans. Danskt læknablað flytur frásögn af náttúrulækningum. Sjúkdómarækt í algleymingi. Ókunn efni í matvælum. Lög NLFÍ. Góður liðsmaður. Orð- rómi hnekkt o. fl. Hjörtur Hansson hefir nú látið af afgreiðslu ritsins, og er hún nú í skrifstofu félagsins, Laugavegi 22 (gengið inn frá Klapp- arstíg). ÁGÆT SALA SVALBAKS I gærmorgun seldi togarinn Sval- bakur afla sinn í Grimsby, 3308 kit fyrir 10388 sterlingspund, og er það mjög góð sala. Elzta kona Reykjavíkur, Margrét Einarsdóttir frá Laugalandi á Þela- mörk, lézt 22. f. m. nálega 101 árs að aldri. Hún hafði ferlivist fram undir tírætt. . Sigfús Blöndal bókavörður og orðabókarhöfundur er nýlega látinn í Danmörku. Hann var hátt á níræð- isaldri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.