Íslendingur - 17.05.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. úrg.
Miðvikudagur 17. maí 1950
KB3CÆI
22. tbl.
Samkv. samþykkt í æðsta ráði Sameinuðu þjóðanva hefir verið kosin
nefnd til aðstoöar fulltrúa Libyu hjá S. Þ., Adrian Pelt, við að koma á
sjálfstjórn í hinni fyrrverandi ítölsku nýlendu. Á myndinni séet full-
trúinn á fundi í Tripolis, þar sent hann ræðir við ritara ráðsins, Thomas
Power, U. S. A.
Útgerðarfélag Akureyringa
hlýtur björgunarlaun.
Fyrir viku síðan var kveðinn upp
í Hæstarétti dómur í máli, er Utgerð-
arfélag Akureyringa h.f. hbfðaði
gegn vátryggingarfélagi út af björg-
unarlaunum. Það var snemma í
marz 1949, að norskt vöruflutninga-
skip, Herma frá Bergen, varð fyrir
vélarbilun út af Tjörnesi, er það var
á leið til Akureyrar frá Noregi. Tókst
ekki að gera við bilun vélarinnar, og
var þá Kaldbakur sendur skipinu til
hjálpar eftir beiðni afgreiðslumanns
þess. Kom hann með skipið til hafn-
ar hér á Akureyri eftir 17 klst. frá
því hann fór héðan.
Útgerðarfélagið gerði 428 þús. kr.
kröfu í björgunarlaun fyrir undir-
rétti, en rétturinn dæmdi því aðeins
45 þús. kr., þar sem hann leit svo á,
að aðeins hefði verið um -aðstoð að
ræða en ekki björgun. Utgerðarfé-
lagið áfrýjaði til Hæstaréttar, og
Sjálfsræðismenn gerist
áskrifendur oð
„Stetni"
Askrifendalisti er í
BÓKABÚÐ AXELS
komst hann að þeirri niðurs'.öðu, að
skipið Herma hefði verið í hættu
slatt vegna vélbilunar, þar sem það
lá „fyrjr opnu hafi, út af andnesi"
og á þeim árstíma, „er allra veðra
gat verið von". Taldi rétturinn því
björgunarlaun hæfilega ákveðin kr.
200 þúsund, er greiðlst með 6% árs-
vöxtum frá 19. marz til greiðslu-
dags.
Nýstárleg
skemmtun
Rithöfundakvöld til ágóða
fyrir sjúkrahúsið.
Á föstudagskvöldið efnir Kvenfé-
lagið „Sókn" til rithöfundakvölds að
Hótel Norðurlandi kl. 8.30, til ágóða
fyrir Nýja sjúkrahúsið. Lesa þar rit-
höfundar og skáld Akureyrar upp
úr verkum sínum, og hafa eftirlaldir
lofað þátttöku:
Björgvin Guðmundsson, Jóhann
Frímann, Heiðrekur Guðmundsson,
Guðmundur Frímann, Helgi Valtýs-
son, Friðgeir H. Berg, Konráð Vil-
hfálmsson, Hugrún (Filippía Kristj-
ánsdóttir) og Olafur Jónsson. — Á
milli upplestraratriða syngja Her-
mann Stefánsson og Kristinn Þor-
steinsson tvísöng og Hermann ein-
Bæjarstjorn Akureyrar mót
mælir hækkun sínitjjalda.
A fundi bæjarstjórnar 9. þ. m. var
eftirfarandi ályktun samþykkt með
samhljóða atkvæðum allra fulllrúa:
„Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir
harðlega hinni gífurlegu hækkun
Landsímans á uppsetningargjaldi
nýju simanna hér í bænum og telur
hana að öllu tilefnislausa, þar sem
nyorðin gengislækkun íslenzku krón-
unnar getur engin veruleg áhrif haft
á verð verk þessa hér. Skorar bæjar-
stjórnin á landsíniastjórnina og síma-
málaráðherra að láta eigi innheimta
hærra uppsetningargjald fyrir nýju
sánana en kr. 700.00 eins og áður
hefir verið ráðgert."
Af frásögn Tímans af hækkun
símgjaldanna, sem birt er sem frélta-
tilkynning frá póst- og símamála-
sljórninni, er fyllilega gefið í skyn,
að hér sé uin afleiðingar gengislækk-
unarinnar að ræða. Nú hafa póst-
burðargjöldin hækkað INNAN-
LANDS, en ekki til útlanda (nema
Norðurlanda), og virðist því geng-
islækkunin koma þar lítið við sögu,
eins og hún að sjálfsögðu hefir eng-
in áhrif á innlagnir síma, fram-
kvæmdar fyrir ári síðan, eins og átt
hefir sér stað hér á Akureyri, en
ætlast er nú til að greiddar séu með
400 króna álagi. Auk þessara hækk-
ana, sem áður hefir verið getið hér
í blaðinu, á að fækka fríum bæjar-
símtÖlum, þar sem stöðin er sjálf-
virk, úr 850 samtölum á ársfjórð-
ungi í 800, en þar er einnig um
hækkun á símakostnaði að ræða,
þótt hún sé dulbúin.
Alþýðumaðurinn í síðustu viku
reynir að gera mál þetta að pólitísku
áróðursmáli. Ræðst hann með ill-
söng. Þá kemur þar fram ung lista-
kona, Gígja Jóhannsdóltir, er leikur
einleik á fiðlu. Að lokum verður
dans stiginn. Hér er um fágæta
skemmtun að ræða, þar sem svo
margir rithöfundar koma fram í
einu. Ætti það að verða gleðiefni
jafnt þeirra, er skemmtunina sækja
og um leið rithöfundanna að geta
lagt sinn skerf fram til þessarar
nauðsynlegu byggingar, sem ungir
og gamlir Akureyringar hafa beðið
eftir árum saman. Ætti því að mega
gera ráð fyrir fullu húsi á fösíudags-
kvöldið.
yrðum á Björn Ólafsson ráðherra og
kennir honum um hækkunina, án
þess að kynna sér nokkuð málið.
Einnig lætur hann í veðri vaka, að
hækkunin sé Jónasi Rafnar alþm. að
kenna, og sé Akureyringum þetta
maklegt fyrir að kjósa hann á þing!
Islendingi er hins vegar kunnugt
um, að Jónas G. Rafnar hefir skrif-
að póst- og símamálastjórninni bréf,
þar sem hann rökstyður ályktun bæj-
nrstjómar Akureyrar og átt tal við
símamálaráðherra, sem hefir tekið
vel í að iaka málið til athugunar á
ný, en þar sem póst- og símamála-
stjóri er nú erlendis, mun það drag-
ast fram ef;ir vikunni.
Póstur og sími hafa áð undan-
förnu verið reknir með halla. AUar
líkur benda til, að hinar stórfelldu
hækkanir á simagjöldunum sé til-
raun til að láta þenna ríkisrekstur
bera sig, þótt hitt hafi verið gefið í
skyn, að gengislækkunin eigi þar sök
á. Ekki eru þó allar skattheimtur
ríkisvaldsins henni að kenna.
Bæjarstjörn
að sækja
samþykkir
um toaara.
Bæjarstjórn Akureyrar hélt
' aukafund í fyrradag. Fyrir fund-
I inum lá sameiginleg fundargerð
bæjarráðs og rafveitunefndar
varðandi fyrirhugaða Laxár-
virkjun og fjáröflun til hennar,
og önnur fundargerð bæjarráðs
frá 11. þ.m. Á fundi samþykkti
bæjarráð svohljóðandi tillögu,
með 3 atkv. g/egn 2:
Meiri hluti bæjarráðs leggur
til, að bæjarstjórn endurnýi um-
' sókn sína um kaup á einum
þeirra togara, sem ríkisstjórnin á
1 nú í smíðum i Englandi, og felur
¦ bæjarstjóra að undirrita kaup-
| samninginn, enda njóti bærinn
! ekki lakari kaupkjara en aðrir
i kauptendur. Útgerðarfélagi Akur
eyringa h.f. sé síðan boðið að
ganga inn í samninginn, en hafni
það því, þá verði einstaklingum
og (eða) félögum boðið að yfir-
taka samninginn. Takist þessi
leið ekki, ákveður bæjarstjórn
að afla fjár til að inna af hendi
nauðsynlega fyrirframgneiðslu
upp í skipið,, sem er 800 þúsund
krónur, á eftirfarandi hátt:
1. upphæð á fjárhagsáætltm
kr. 100 þús. 2. Af sjóðeftirstöðv-
urn 1949 kr. 200 þús. 3. Ákveðin
aukaniðurjöfnun kr. 500 þús.
Á bæjarstjórnarfundinum í gær
var tillaga bæjarráðs felld, en eftir-
farandi tillaga samþykkt með 7 atkv.
gegn 3:
Bæjarstjórn samþykkir að verja
allt að kr. 400 þús. kr., sem hlutafé
til kaupa á einum af hinum 10 tog-
urum, sem ríkisstjórnin býður nú.
Framlagið er bundið eftirfarandi
skilyrðum:
1. Aðrir aðilar í Akureyrarbæ
Ieggi fram á móti minnst jafnháa
upphæð sem hlutafé.
2. Akureyrarbær sé ekki ábyrgur
fyrir 75% láni því, er fylgir togar-
anum, en hins yegar heimilast Akur-
eyrarbæ að ganga í ábyrgð ásamt
væntanlegum kaupanda fyrir láni,
sem nemur 15% af kaupverði.
Bærinn afli fjárins á eftirfarandi
hátt:
1. 100 þús. kr., sem eru á yfir-
standandi fjárhagsáætlun.
2. Hækki væntanleg útsvör um 150
þús. kr.
3. Taki að láni 150 þús. kr. t. d.
úr lífeyrissjóði starfsmanna bæjar-
ins, sem endurgreiðist á árinu 1951
þannig:
a. 100 þús. kr. þær, sem eru á
fjárhagsáætlun til Krossanesverk-
smiðjunnar verði notaðar til
greiðslu tipp í lán þetta, ef verk-
smiðjan þarf ekki á þeim að halda.
b) Með útsvörum 1951 kr. 50 þús.
eða kr. 150 þús. eftir ástæðum.
Ef Útgerðarfélag Akureyringa get-
ur ekki uppfyllt fjárframlag sitt í
tæka tíð (þ.e. áður en fyrsta greiðsla
Framhald á 4. síðu.