Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. júní 1950 ÍSLENDINGUR Jón NorðfjflrD: Sætin 1 sainkornuhúsi bæjarins. Ég held að undanf arin ár hafi ekk- ert af AkureyrarblÖðunum minnzt svo leiksýninga hér, að ekki hafi jafnframt fylgt klausa, sem fordæm- ir hin brakandi og ískrandi sæli í samkomuhúsinu. Nú nýverið vaða svo fram á ritvöllinn Ágúst Kvaran leikstjóri í íslendingi og Bragi Sig- urjónsson ritstjóri í Alþýðumannin- um og heimta ný sæti og það nú fyr- ir haustið. Bragi gengur það langt, að því er mér skilst, uð vilja kenna forráðamönnum bæjarins um áhuga- og framkværndaleysi í þessu.máli og þá jafnframt það, að sætin eru ekki komin fyrir lÖngu. Áhuga- og framkvæmdaleysið hef- ir þó ekki verið meira en það, að samkvæmt beiðni bæjarstjóra hafa Ásgeir Markússon bæj arverkf ræð- ingur og ég nú undanfarið sótt til forráðamanna gjaldeyris og inn- flutnings um leyfi til innflutnings á efni (timbri) í sætin, bæði skriflega og munnlega, þrisvar til fjórum sinn- um á ári nú á þriðja ár, en alltaf fengið ákveðna synjun. Meiningin hefir verið að sætin yrðu smíðuð hér á Akureyri og hafa jafnvel við- urkenndar trésmiðjur hér lofað að gera það. En það er ekki hægt að smíða úr engu efni hér frekar en annars staðar. Ég veit að bæjarbúum mundi vera mikil þökk í því, ef Kvar- an og Brági vildu nú útvega innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfin, svo að hægt væri að smíða loksins þessi marg- umræddu sæti. Meðan þau ekki fást þýðir ekkert að skrifa digurbarka- lega í blöðin og heimta ný sæti fyrir ákveðinn tíma. Það slær enginn s:g til riddara á því. Vitanlega þrái ég ekkert síður en aðrir að ný sæti komi í leikhúsið okkar. Fram mun nú hafa komið til- laga í bæjarfáði um að sett verði í húsið föst sæti á hallandi gólfi. Þá fyrst geti húsið kallast leikhús og þá fyrst sé vel búið að leikurum Akur- eyrarbæjar, sem oft hafa lagt á sig mikið effiði til að halda uppi leik- starfsemi hér við þröngan kost og stakk. Þó að ég, eins og allir aðrir, vilji óvægur fá'ný sæti í húsið og hafi gert það sem ég gat til að stuðla að því, þá get ég.ekki verið á sama máli um þetta airiði. Eg vil að sætin séu FÆRANLEGIR FJÖGRA SÆTA BEKKIR. Skal ég nú færa fram ástæður fyrir því og veit að fjöldi manns hér í hænum er á sama máli og ég. 1. Ef ný sæti koma í húsið, þægileg og viðfelldin, er ekki nokkur vafi á því, að enginn tekur eftir, hvort þau eru föst eða laus. Þó gólfið væri eins og það er nú, mætti láta sætin hækka eftir því sem aftar dregur. 2. Hallandi gólf með nýjum sætum er ekki nema hálft leikhús. Ef hugsa ætti um leiklistina sjálfa (leikarana) þyrfti að gera veru- legar og dýrar endurbætur á leiksviðinu sjálfu líka. Það er alltof lítið, svo lítið, að sé um sýningu að ræða, sem heimtaf mikinn tjaldaútbúnað, þá er leik- sviðsstjórinn stöðugt í vandræð- um með, hvar hann ge.i komið tjöldunum fyrir. Því væri hægt að bjarga með því að byggja út- úrbyggingu sunnan við húsið jafnstóra þeirri, sem er nú norð- an við það. Með því fengist meiri dýpt á leiksviðið, góðar tjalda- geymslur og rúmgóðir og vist- legir búningsklefar. Ég vil geta þess, að í núverandi búningsklef- um getur maður átt á hættu að fá yfir sig hellidembu af vatni gegnum þakið, ef úrkoma er. 3. Hallandi gólf mundi útiloka 611 önnur félög en Leikfélagið frá húsinu, svo sem Uknarfélög, íþróttafélög og fleiri með dans- skemmtanir, árshátíðir og fleiri tekjuöflunarleiðir til starfsemi þeirra. Englnu mun bera brigður á að öll þessi félög séu til menn- ingarauka fyrir bæinn og eigi rétt á að lifa rétt eins og Leikfé- lagið, enda býst ég ekki við að það sé áhugamál Leikfélagsins að útiloka þau frá húsinu. Utilok- un þeirra mundi þýða það, að þau yrðu að leita annað og þá helzt til Hótel Norðurland, því að Hótel KEA er að jafnaði ekki leigt til opinberra skemmtana. Þar sem sannað er að Hótel Norðurland mun hafa tekið ca. 1000 kr. í leigu fyrir kvöldið er auðvitað hve mikil fjáröflun það er fyrir félögin að leita þangað. Þá mundi útilokun þessara fé- laga einnig hafa í för með sér, að ráða yrði fastan húsvörð við samkömubúsið með fullum laun- hugsun, þá yrði það þetta: Setjið ný sæti í húsið um leið og efni fæst til þess, en hafið það „laus sæti". Með því gerið þið yel við bæjarbúa, sem leikhúsið sækja, en útilokið engan frá þessu gamla góða húsi, sem bæj- arbúar hafa skemmt sér í fleiri tugi ára og þykir vænt um sem alhliða samkomuhús. Ég þykist hafa unnið að megni fyrir leiklist hér í bæ und- anfarin ár, svo að engum geti dottið í hug að þessi ráðlegging sé gefin til þess að spilla fyrir framgangi henn- ar í bænum. En hitt er annað mál að mig dreymir um að einhvern tíma, kannske verð ég þá dauður, rísi hér upp nýtt, veglegt, steinsteypt leikhús með öllum þægindum, bæði fyrir leikhúsgesti og leikara, veglegt musteri móður Thalíu í höfuðborg Norðurlands. Jón NorðfjÖrð. TILKYNNING Að gefnu tilefni er ég hættur að selja skófatnað fyrir Gunnar Stein- grímsson og er því ástæðulaust að spyrja eftir þeirri vöru í verzlun minni. Pr. Verzl. London Eyþór H. Tómasson. SUMARBÚSTAÐUR. Sumarbústaður við Vaglaskóg er til sölu nú þegar, ef samið er strax. Innanstokksmunir geta fylgt, ef ósk- að er. — AUar upplýsingar gefur undirritaður. Oddur Jónsson, Skósmiður, Brekkugötu 5. Jeppa-bitreið lengd og jfirbyggð til sölu. Grímur Valdimorsson Sími 1461. Geislagata 12. ATVINNA. Viljum ráða 14—15 ára ungl- ingspilt til aðstoðarstarfa í verzlun vorri nú þegar. — Uppl. gefanar í síma i. Þeim gífurlega kostnaði sem af þessum breytingum leiddi yrði að mæta með auknum álögum á bæjarbúa, en ég held frómt frá sagt, að þeim þyki þær orðnar ærnar fyrir. Og að fara að leggja í allan þennan kostnað í rúmlega 40 ára gömlu timburhúsi, sem er orðið svo gisið og af 6ér geng- ið að rykið þyrlast ofan úr rjáfr- inu, ef maður hreyfir sig á leik- sviðinu, og svo gisið, áð það heldur ekki hita þótt kappkynt sé, ef kalt er í veðri, það álít ég óðs manns æði. (Fagmenn hafa sagt mér að varla væri vogandi að leggja miðstöðvarhitun um samkomusalinn nema kynda nótt og dag allan veturinn, svo að ekki frysi í pípunum.) i • Nei, ef ég mætti ráðleggja forráða- mönnum bæjarins, eftir mikla um- Brynj. Sveinsson li.í. Skipagötu 1. LÍTILL KOLAOFN óskast keyptur. Stefán Stefánsson, járnsmiður, Glerárgötu 2. SKÓVIÐGERÐ Tek skótau til viðgerðar. Hallgrímur Jónsson Hafnarstrœti 66. —¦ Sími 1619. Aröur til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 10. júní 1950, var sam- þykkt að greiða 4% fjóra af h'undraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1949. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta félags- ins, er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1945—1949 að báðum árum meðtöldum, en eldri arð- miðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem afhentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðalskrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum viðtöku. H.f. Eimskipafélag íslands. Aðalfuhdur Aðalfundur Utvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í húsi bank- ans í Reykjavík föstudaginn 23. júní 1950, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Utvegsbankans síð- astliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1949. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjórnar fyrir reikn- ingsskil. 4. Kosning tveggja fulltrúa og jafn margra varamanna í fulltrúaráð. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Onnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 19. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Utibú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf. sem ósk- að er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 22. maí 1950. F.h. fulltrúaráðsins Sfefán Jóh. Stefánsson. Lqius Fjeldsfed. AUGLÝSING nr. 11, 1950 frá skömmtunarstjóra. Ákveðið hefir verið að reiturinn „Skammtur 9" (fjólublár) af núgildandi „öðrum skömmtunarseðli 1950". skuli gilda fyrjr einu kílógrammi af sykri til sultugerðar, á tímabilinu frá og með 15. júní til og með 30. september 1950. Reykjavík, 15. júní 1950. Skömmtunarstjóri. — Auglýsið í íslendingi —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.