Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 2
ISLENDINOUR Miðvikudagur 21. júní 1950 Úlgefandi: Útgáfufélag Uli ndings. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar ng afgreiðvla: Árdís Svanbergsdótlir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja BjSrns lónssonar h.j. Lýðveldis minnst Það eru liðin 6 ár síðan lýðveldi var stofnað á íslandi. Þjóðhátíðar- dagurinn okkar, 17. júní, er liðinn að þessu sinni með öllum þeim há- tíðahöldum og gleði, sem honum hafa fylgt, og sem þjóðin öll vonar, að honum eigi eftir að fylgja um ókomin ár og aldir. Jónas G. Rafnar, alþm. Síðari grein. Þó að íslenzka lýðveldið sé ekki gamalt að árum, þá hefir þó verið ritað í sögu þess alllangur og merki- legur kapiiuli. Þessi kapituli hefst á því, þegar þjóðin með sameiginlegu átaki bindur enda á aldagömul yfir- ráð og ítök Dana hér á landi og stíg- ur þannig lokasporið í jafngamalli frelsisbaráttu, því að enda þótt oft hafi dofnað yfir baráttuvilja lands- manna þá verður þó alla tíð vart andstöðu við hina erlendu drottnara, þó að ekki verði úr því skipulögð sam:ök fyrr en á 19. öld. 17. júní 1944 stóðu íslendingar einhuga, þeir lögðu þrætumál sín á hilluna og beindu sameiginlegu átaki að einu marki, að því marki að vinna þjóð sinni sigur, enda sigruðu þeir og glæsilega. Þeir stóðu sameinlega 1944, en féllu sundraðir 1262. Sá einhugur, sem ríkti um stofnun lýðveldisins, varpar slíkum ljóma á atburðina, sem þá gerðust, að þeir munu skína sem perlur í sögu þjóð- árinnar um ókomin ár, og verða ó- brotgjarnt tákn þess, sem hægt er að áorka, ef þjóðin einungis vill og er samtaka þegar til framkvæmda kemur. Á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá stofnun lýðveldisins, hefir orðið gagnger bylting á búskaparháttum landsmanna bæði til lands og sjávar. Stórvirk framleiðslutæki hafa verið flutt' til landsins og allskyns vinnu- vélar teknar í þjónustu manna í miklu ríkari mæli, en áður þekktist, svo að afköst þjóðarinnar hafa stór- aukizt. Þá hafa og kjör alls almenn- ings í landinu stórbatnað. Húsa- kostur landsmanna hefir aldrei ver- ið betri né bjartari en nú. Þá er og óhætt að fullyrða að æska landsins hefir aldrei áður haft betri skilyrði til menntunar og andlegs og líkam- legs þroska en nú. En þrátt fyrir allar þessar glæsi- legu framfarir, sem orðið hafa, þá eru þó sífellt uppi háværar raddir um það, að þjóðin síandi á barmi glötunarinnar, að æskumenn lands- Máleíni Akureyrar, oy íjárlagaafgreiðslan. í 16. tbl. „íslendings" í vetUr drap ég á nokkur atriði í sambandi við framlög ríkissjóðs til verklegra fram kvæmda hér í bænum. Nú er gengið hefir verið frá fjárlögum yfirstand- andi árs vildi ég víkja að afgreiðslu mála, sem varða bæjarfélagið. HÖFNIN. Til hafnarmannvirkja og lending- arbóta eru ællaðar á þessu ári í fjárl. 4,6 milj. kr., sem skiptast niður á 63 hafnir. í fyrra var þessi liður um 150 þús. kr. hærri. Um síðustu áramót áttu fimm hafnir, þar á meðal Akureyri, yfir Yz milj. kr. inni hjá rlkissjóði vegna hafnarframkvæmda. Um það náðist að lokum samkomulag, að hver þess- ara hafna fengju 280 þús. kr. Þetta framlag til stærri hafnanna hrekkur skammt til þess að greiða áhvílandi skuldir, en hefði það verið hækkað, varð að draga verulega úr nauðsyn- legustu nýbyggingum og endurbót- um við hinar sntærri hafnir víðsveg- ar um land, en það var ekki talið fært. ins séu ekki þeim vanda vaxnir, sem lýðveldið leggur þeim á herðar. Það er vissulega satt að ýmsir erfiðleikar steðja nú að þjóðinni, erfiðleikar, sem nauðsynlegt er að þjóðin geti yfirunnið hið bráðasta, ef vel á að vera. En ef menn minnast sögu þjóðarinnar þá reka þeir fljótt augun í það, að oftlega hafa að henni steðjað örðugleikar og þeir oft miklu stórkostlegri en nú, jafn- framt því sem landsmenn höfðu þá hverfandi lítil ytri skilyrði til þess að mæta slíkum hörmungum, en þrátt fyrir það hefir þjóðin staðið þær af sér. Nú, þegar enn einu sinni harðnar í ári fyrir okkur, þá skulum við ekki vanmeta sjálfa okkur, við skul- um ekki vantreysta okkur um of til þess að sigrast á örðugleikunum, slíkt er ekki sigurstranglegt í upp- hafi baráttunnar. Við skulum trúa á land vort og þjóð. Þjóðin verður vafalaust að leggja hart að sér í þeirri baráttu, sem framundan er, en ef hún er minnug þess, sem gerð- ist 1944, þegar hún sameinuð braut á bak aftur allar hindranir, sem á vegi hennar voru og leiddi hið dýr- asta mál hennar fram til sigurs, og ef þjóðin lætur sér þetta að kenningu verða nú, og hefur aftur á loft merki sameiningarinnar, en hverfur af vegi sundrungarinnar og sté'.tarígsins, þá mun henni auðnast að vinna bug á erfiðleikunum. Þjóðinni mun nú eins og endranær verða happadrýgst að berjast undir merkinu: stétt með stétt. Til hafnarsjóðs eru veittar 1% milj. kr. og má gera ráð fyrir því, að Akureyri fái nokkurt framlag þaðan eins og aðrar hafnir, sem mikið fé eiga inni hjá ríkissjóði. Á s. 1. ári fékk Akureyri á fjárl. 100 þús. kr. til hafnarinnar, en ekk- ert úr hafnarbótasjóði, þrátt fyrir miklar framkvæmdir. Eins og ég gat um í grein minni í marzmánuði átti ríkissjóður van- greitt til Akureyrarhafnar um síð- ustu áramót um 740 þús. kr. Svipað stendur á um fleiri hafnir, að þær eiga stórfé inni hjá ríkinu vegna lok. inna framkvæmda. Samkvæmt upp- lýsingum, sem vitamálastjórnin gaf fj árveitinganefnd í vetur námu þess- ar skuldir ríkissjóðs um s. 1. áramót rúmum 6 milj. kr. Eins og gefur að skilja hefir það komið sér mjög illa fyrir bæjar- og sveitarfélögin, hve Iengi þau hafa oft þurft að bíða eftir framlagi ríkisins- Hefir það seinkað framkvæmdum við hafnargerðir og orðið lil ýmiskonar óþæginda. Samkvæmt lögum um hafnargerð- ir og lendingarbætur frá 1946 þarf það ráðuneyti, sem hafnarmálin heyra undir, að samþykkja allar á- ætlanir um framkvæmdir í hafnar- málum, svo að þær verði aðnjótandi styrks úr ríkissjóði. Yfirstjórn þess- ara mála hefir það því nokkurn veg- inn í hendi sér, hvar byrjað er á nýjum mannvirkjum og hvar gerðar eru endurbætur. Það væri miklu betra fyrir bæjar- og sveitarfélogin, að vitamálastjórnin samþykkti ekki meiri framkvæmdir en unnt er að ráða við fjárhagslega á hverjum tíma. Væri þess gætt myndi skulda- söfnun ríkisins á þessu sviði hverfa. Þegar fé verður fyrir hendi eru eftirfarandi framkvæmdir fyrirhug- aðar í hafnarmálunum hér í bænum: Framlenging innri Torfunefsbryggju, efni í bryggjuna er þegar fyrir hendi. Unnið verður við dráttar- brautina og að aðgerð á ytri Torfu- nefsbryggju. Auk þessara fram- kvæmda liggja fyrir önnur aðkall- andi verk, sem ráðist verður í svo fljótt, sem fé fæst til þeirra. Þar er fyrst að telja nýtt bólverk, sem ráð- gert er að gera á Oddeyri. Efni í bólverk þetta hefir þegar verið keypt og er komið hingað, en uppsetning þess ásamt útgreftri o. fl. er áætlað að muni kosta rúmlega 1 milj. kr. BARNASKÓLINN Um síðustu áramót átti Akureyri um 330 þús. kr. inni hjá ríkissjóði vegna viðbyggingar barnaskólans. A s. 1. ári voru á fjárl. veittar 2 milj. kr. til barnaskólabygginga og kenn- arabústaða. Nú er sama upphæð veitt til þessara þarfa, en hún hrekk- ur hvergi nærri fyrir skuldum, þar sem ríkissjóður mun eiga vangreldd- ar um 5 milj. kr. til þeirra barna- skólabygginga, sem lokið er við eða nú eru í smíðum. Fræðslumálaráðu- neytið skiptir fjárveitingunni niður á milli barnaskólanna, og mun verða lögð áherzla á það, að Akureyri fái meira í ár en í fyrra, en þá varð bærinn að sætta sig við 72.500 kr. HEIMAVIST M. A. Hið nýja heimavistarhús mennta- skólans fékk sömu upphæð á fjárlög- um og í fyrra eða 400 þús. kr. — Stefán Reykjalín, byggingameistari, sem séð hefir um byggingu hússins, lelur að unnt verði fyrir þessa upp- hæð að ljúka við að steypa húsið upp, fullgera íbúð handa 28 nemend- um fyrir næsta skólaár og fullgera eldhús og matsal fyrir næstu áramót. Eftir atvikum má því vel una við fjárveitinguna, en fjárfestingarleyfi hafa enn ekki fenglst fyrir þessum framkvæmdum, þrátt fyrir marg- ýtrekaðar beiðnir. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Fjárveiting íil sjúkrahússins fékkst hækkuð um 50 þús. kr. og er nú 350 þús. kr. Þessi fjárveiting til sjúkra- hússins er þó alls kostar ófullnægj- andi, þar sem rikissjóður átti um síðustu áramót ógreiddar af lög- bundnu framlagi sínu um 630 þús. kr. Á það ber þó að líta, að mörg bæjar- og sveitarfélög fóru fram á að fá fjárveitingu til sjúkrahúss- bygginga, en ekki var talið fært að verða við neinni af þeim beiðnum. Segja má, að í sjúkrahúsmálum þjóðarinar ríki hið mesta ófremdar- ásland, meðan sjúklingar þurfa oft að bíða margar vikur eftir plássi. Þarf því mikið átak á næstu árum til þess að koma þeim í viðunandi horf. Er sjálfsagt, að láta aðrar bygg ingar sitja frekar á hakanum. Vonandi verður þess ekki langt að b'ða, að fjórðungssjúkrahúsið hér á Akureyri geti tekið til starfa. Sem dæmi um þörfina, má geta þess, að sjúkrasamlag Akureyrar greiddi á árinu 1948 fyrir 1320 legudaga í Reykjavík og 1876 legudaga á s. 1. ári. Fjármálaráðuneytið greiddi í vor 100 þús. kr. til fjórðungssjúkrahúss- ins, sem voru efcirstöðvar af fjár- veitingu á fjárlögum 1948. Vikublaðið „Dagur" getur þess í frétt 24. maí s. 1., að fyrrverandi fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefs- son, hafi þá á árinu notað heimild í fjárlögum til þess að skera fjárveit- inguna til sjúkrahússins niður um Vs. Þótt það skipti raunar ekki máli, vil ég leiðrétta þessa frásögn blaðs- Giérár þorp Ásarnir út meS sjó, uppurinn báru svörð. — Gaddhestar gnögðu tó, gnöltruðu um holt og börð. — Svo þeirra sögukorn seig fram um aldafjöld. Harka og hungurnorn háðu þar stríð -— um völd. Hartnœr í hálfa öld hefir þó mjög um breytzt. — Lýðir, með lítil gjöld, lítt máttu fara geyst. Tr.óðu fyrst troðninginn, torfhúsa völdu gerð, — bættu um brunngröft sinn. — Blásnauðir oft á ferð. Auknum með efnahag umbóta sóttist leið. — Bústaða batnar lag, brautin er viðast greið. Illmýri í sem lá, örtröð merkt kólgurún, , eða sem ei bar strá, — eru nú rœktuð tún. Þurrkunin þessa lands þerrði upp margan brunn. — Vatnsburður verkamanns við bœttist kjörin þunn. — Volk stundum veikti dug, vá jók og sykimögn. — — Drengi, með dáð í hug, dreymdi um félagslögn. Oft þeir ,sem opna leið, andspyrnu reyna él. — Loksins, þá gata er greið, gagnast hún öllum vel. — Fimm ára félagið firði oss þungum geig. — Hefir hvert heimilið háfjalla guðaveig. Asarnir út með sjó, eru þorps kjarna-grunn. — Björt hús með blómga tó, bera þeir dreift við unn. — — Handtökin happa drjúg, hróður hins snauða manns. Landnámið, byggð og bú, blessast með niðjum hans* Sigurður G. Sigurðsson. * Kvæði þetta var flutt í Glerárþorpi 1. apríl s. ]., í afmælisfagnaði Vatnsveitu- íélage Glerárþorps. ins. Mun þessi misskilningur blaðsins sennilega vera þannig til kominn, að greiðslum til ýmissa framkvæmda, ef til vill þar á meðal fjórðungs- sjúkrahússins, var frestað að nokkru leyti frá síðari hluta árs, en ekki varð úr niðurskurði, þrátt fyrir heimild fjárlaga. Enda kæmi ekki til mála, að fé þetta hefði verið greitt nú, ef um endanlegan niðurskurð hefði verið að ræða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.