Íslendingur


Íslendingur - 18.10.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.10.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 18. október 1950 Ritstjöri Dags ver verfl- hækkunina á Hútel KEA Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. Prenlsmiðja Björns Jónssonar h.j. Varnarmíir um frið oi| írelsi Stofnun og markmið. Eins og mönnum mun almennt vera kunnugt þá eru nú liðin fimm ár síðan samtök Sameinuðu þjóð- anna voru stofnuð. — Hinn 24. okt. 1945 lýsti þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James Byr- nes, því hátíðlega yfir, að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna væri gengin í gildi, — að stórveldin fimm og til- skilinn meirihluti bandalagsríkj- anna hefðu staðfest stofnskrána. — Staðfest þá stofnskrá, sem boðaði uppfyllingu hinna björtustu vona- drauma þjakaðra þjóða. Þar var því lýst yfir, að komandi kynslóðum skyldi bjargað frá hörmungum styrjalda, treysta skyldi trúna á mannréttindi og mannhelgi, jafn- rélti, bræðralag og réttlæti skyldi ríkja í samskiptum þjóðanna. Þá skyldi og vinna í sátt og samlyndi að lausn fjárhags-. félags-, menn- ingar- og mannúðarmála. Og banda- lagið átti að vera hin mikla miðstöð til þess að samræma aðgerðir þjóð- anna í þessu háleita skyni. Á þennan hátt eru markmið Sam- einuðu þjóðanna í megin atriðum orðuð í fyrslu grein stofnskrárinn- ar. Öll hníga þessi atriði þó í raun og veru að einu og sama marki, að því að tryggja frið og öryggi í heimin- um. — Það er hið gullna markmið Sameinuðu þjóðanna. Eina sýnilega og skynsamlega vörnin gegn ógnum styrjalda og raunum þeim og hörm- ungum, sem þær leiða yfir saklausa borgara, var samvinna þjóðanna, samábyrgð þeirra allra á frelsi og fullveldi hverrar annarrar. Minningarnar um nýafstaðna styrjöld og óttinn við að slík ókjör og böl kynni að endurtaka sig, þjappaði þjóðunum saman undir merki friðarins. Þær voru mynnugar árásarstyrj- öld möndulveldanna, sem neytt höfðu Vesturveldin og síðar Rússa út í eina þá blóðugustu styrjöld, sem háð hefir verið. Þær rnundu nú eftir smáþjóðunum, sem ein af annarri hafði orðið ofríki einræðisríkjanna að bráð á árunum fyrir stríðið, ein- ungis vegna þess, að lýðræðiselsk- andi þjóðir höfðu ekki treyst sér til þess að setja hnefann í borðið, ekki treyst sér til þess að hindra ofríkið. Þeim var Ijóst 1945 að hlutleysis- slefnan og afsláttarpólitíkin hafði ekki afstýrt ófriði. — Hún hafði þvert á móti grafið undan Þjóða- : bandalaginu, svo að það varð ekki j | hlutverki sínu vaxið, og gefið ofrík- is- og útþenslustefnu einræðis- og fasistarikjanna bvr undir báða vængi. Nú varð því að breyta til og í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna skuldbinda þátltökuríkin sig þess vegna til virkra sameiginlegra ráð- stafana til þess að koma í veg fyrir og draga ur hæ'.tu á friðrofi, til þess að bæla niður árásaraðgerðir eða annars kor.ar friðrof og til þess að koma á sættum eða annarri friðsam- legri lausn milliríkjadeilumála. Prófsteinor. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú þegar aðems að fimm árum liðnum, gengið undir erfið prófmál, og til þessa hafa þau staðist þá raun, þó að ekki se skuggalaust með öllu. Það hefir verið unnið ómetanlega merkilegt og mikilvægt starf á veg- um S. Þ. að alls konar menningar-, mannúðar- og mannréttindamálum, og hefir bandalagið á þeim sviðum fyllilega gefið þá raun, sem vonir hinna bjartsýnustu manna gálu frekast staðið til í upphafi. Þá hefir og á þessum stutta tíma hið mikla mál þjóðanna — alheims- friður og öryggi — orðið erf.tt úr- lausnarefni fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, og þær þegar hlolið sína eld- skírn við lausn þeirra. Það heiir verið reynd friðsamleg iausn deilumála og friðrofa og þær hafa borið glftudrjúgan árangm', en hafa hms vegar kostað blóðfórn- ir mætra friðarvina. En það hefir einnig orðið að grípa lil róltækari ráðstafana. Það hefir orðið ill nauðsyn að grípa til virkra ráðstafana til þess að bæla niður árásaraðgerðir. í Kóreu skeðu þau uggvænlegu tíðindi að vel vopnaður her komrn- únistisku leppstjórnarinnar í N.- Kóreu réðist fyrirvaralaust og til- efnislaust með styrjöld inn í S.- Kóreu. S.-Kórea er sjálfstætt lýð- veldi, sem myndaðist upp úr s.ðuslu styrjöld með tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og var undir verndarvæng þeirra. Það var ljóst af stofnskrá S. Þ., að verndarríki sem S.-Kórea átti skilyrðislausan rétt á vernd af hálfu S. Þ. gegn fólskulegri innrás. — Oft hafa verið skiptar skoðanir -milli austurs og vesturs innan S. Þ. Rúss- ar' og leppríki þeirra hafa æ ofan í æ hindrað með þvergirðingshætti sínum og beitingu neitunarvaldsins í Öryggisráðinu, að margt. nauð- synj amálið næði fram að ganga. Tiirasði við S. Þ. Þegar Kóreu-málin voru fyrst til uinræðu innan S. Þ. og þegar h.nar örlagaríku. röggsamlegu ákvarðanir,. sem allir treysta að eigi eftir að bægja hörmungum annarrar heims- styrjaldar frá dyrum í nánustu fram- tíð, voru leknar þar, þá þóttust Rúss- ar og leppar þeirra hafa fundið hið óbrigðula ráð til þess að gera allar ályktanir Öryggisráðsins ólögmætar — að mæta ekki á fundum þess. En ályktanir þær. sem gerðar voru í Kóreu-inálinu og hin rögg- samlega op giftudrjúga framkvæmd þeirra, voru það eina. sem samrýmst gat stofnskrá þeirri, sem flestar þjóðir heimsins höfðu af fúsum vilja játast undir. Og þau viðbrögð, sem S. Þ. sýndi á hættunnar stund, og sú festa, sem einkennt hefir allar aðgerðir gegn árásarmönnunum og friðrofunum, munu einmitt verða til þess að treysta á komandi árum vald S. Þ. og styrkja samtökin í barátt- unni gegn landræningjum og frið- spillum, og það hvort sem Rússar telja ályktanirnar og aðgerðirnar ólögmætar eða ekki. , — Þeir gleyma því þeir góðu menn, að með fjarveru sinni hindruðu þeir, að formlega lögmæt- ar ályktanir yrðu gerðar, en sem nauðsyn var þó að gerðar yrðu, ef fara ætti að lögum S. Þ. En það er ekki einasta að þessu eina leyti, sem Rússar hafa sýnt sam- tökum S. Þ. hin hættulegustu til- ræði. Þeir hafa leynt og Ijóst, með ráðum og dáð stutt ofbeldismenn N.- Kóreu gegn samtökum þeim, sem þeir voru þó með í að skapa og sem þeir eru í ennþá, jafnvel þó manni virðist stundum það einungis vera með hangandi hendi. Þéir lýsa yfir velþóknun sinni á innrás kommún- istahersins og óska þeim' fulls sigurs yfir hermönnum S. Þ., sem leggja sig í lifshættu og erfiði, ef vera mætti að með því móti yrði frelsi og full- veldi elns lítils lýðveldis við landa- mæri rússneska bjarnarins og leppa hans varðveitt og ægilegri alþjóða- slyrjöld afstýrt. Slíkur er hugur landvinninga- klíkunnar austur í Kreml til samtak- anna, sem þeir hjálpuðu til að skapa. Þeir játa íriðarguðnum trú sína að- eins með vörunum en sitja á svik- ráðum við heiminn. Óskir minjónanna. En þrátt fyrir furðulega afstöðu Rússa í þcssum málum og þau botn- lausu óheilindi, sem þeir hafa gert sig bera eð, þá standa þó vonir til að fullur sigur vinnist á friðrofun- um, og Sameinuðu þjóðunum megi auðnast að bæla niður þær árásar- aðgerðir, sem auðveldlega hefðu getað kveikt óslökkvandi ófriðarbál. Ef svo yrði þá myndu landræningj- ar og ofbeldismenn í framtíðinni hugsa sig um tvisvar áður en þeir legðu út í árásarstvrjöld. Það niyndi þrýsta öllum lýðræðis- og frelsis- i unnandi jijóðum enn belur saman í varnarmúr um ævarandi frið og ör- yggi og um frelsi og mannhelgi. Að slikt mætti verða, eru afmælisóskir milljónanna til samtaka Sameinuðu þjóðanna á finnn ára afmæli þeirra. LÉREFTSTUSKUR kaupum við liæsta vcrði. Prenfsmiðja . Björns Jónssonar h f Það virðist hafa komið heldur illa | við kaun nakinnar kaupfélagssálar ri stjóra Dags, að minnst var á það hér í blaðinu fvrir hálfum mánuði siðan, að allmiklar verðhækkanir hefðu orðið á veitingum á hóteli kaupfélagsms hér í bænum. Hann ritar langa og furðulega grein í blað sitt miðvikudaginn 11. okt., og á hún sennilega að vera svargrein íil kvöld- geslsins á KEA, sem ritaði umrædda grein hér í blað.ð. Hjá efni þeirrar greinar er þó sneitt að langmestu. en í slað þess talin upp allur sá sægur af marg- háttuðum áhugamálum, sem ritstjóri Dags kveðst eiga, og manni skilst helzt, að þar sé um hans einkaeign að ræða, svo mikið er stoltið og fyrirmennskan í þeirri upptalningu. En mesta áhugamálið nefnir liann þó ekki, og er það sennilega vegna þess, að þar er urn hans hjartans- mál að ræða: hið persónulega trúar- málefni h'ins — samvinnuhugsjón- ina og Kaupfélag Eyfirðinga. Það fer hins vegar ekki fram hjá nein- urn, er les varnargrein hans, að í hvers konar þjónkun við KEA er hann allur. Röksemdár Dags. Ilann reynir ekki á hinn minnsta bátt að bnekkja einu orði af því, sem segir í grein kvöldgestsins. Al- mennt íelur hann greinina „óverð- skuldaða og ósmekklega árás“, „heimskulega og illkvittnislega“, „illkvittnisleg rógskrif“, „frunta- lega, ósmekklega og þó auðvirðilega árás“, flestar tölur rangar og gripn- ár úr lausu lofti, og svona mælti lengi lelja. Sennilega ætlast rits jór- inn til þcss, að með slíkum fúkyrð- um hnekki hann sannleiksgildi orða þeirra, sem í umræddri grein- ísl. gelur. En hann fer villur vega. Slík fúkyrði sýna aðeins alveg uppgjöf og algert varnarleysi, enda við því að búasl, allar tölur um verðlag og aðrar upplýsingar komu beint af hótelinu sjálfu. Þegar ritstjóri Dags finnur að á engan hátt er hægt að mæla verð- hækkununum á Hótel KEA bót með rökum (það eru ekki rök, að hækk- unin sé einungis til þess að ná sam- ræmi við verðlag á veitingastöðum í Reykjavík!), þá grípur hann til gamals ráðs, sem margir liafa notað á undan honum, að ræða ékki mál- 'ifnið sjálft lieldur þá sem flytja það. Ilann virðist álíta að með því móti, að bregða „íslendingi“ og rits jórn þess blaðs um alls kyns vammir, þá verji hann hann og hreinsi Hótel KEA af réttmætri gagnrýni! En að rétt hafi verið skýrt frá hér í blaðinu um verðlagið á KEA sann- ast bezt með því, að nærri jafnskjótt var verðlag á kaffi og venjulegum kökuskammti lækkað aftur ofan í 8 kr. (var 7 kr. fyrir samræminguna), en livort sem það hefir verið gert vegna greinar kvöldgestsins eða vegna almennra umkvartana til for- ráðamanna hótelsins, skal lálið ósagt, enda skiptir það ekki máli. „FasfafssSi". Þá upplýsir Dags ritstjórinn, að ekkert fastafæði sé selt, en kostgöng- urum haf: verið gefinn kostur á því að fá þar mál.íðir á 10.00 krónur. Að notað sé orðið fastafæði í þessu lilfelli skiptir aðeins máli að einu leyti, fastafæði er háð hámarks- verði og eftirliti verðlagsyfirvalda, en veltingr.sala önnur ekki. Til þess að losna undan hámarksverðsákvæð- um var örlítið breytt um þarna á KEA (það var gert fyrir aðalsam- ræminguna), en auðvitað sér hver óvillaus maður, að mönnum er ekki gefinn kos.ur á því á KEA að eta þar 10 króna mállíðir, nema þeir geri það að staðaldri — séu þar í föstu fæði, þó að hámarksverðsins vegna verði að nefna það einhverju öðru nafni og hafa á því annað form. Auðvitað minnist hinn flekklausi Dags-rilsticri ekki á þella, en honum er það ekki láandi. hann hefir auð- vitað veriö svo upptekinn af áhuga- málum sínum austur í Kóreu og uppi á Vatnajökli að slíkir smámun- ir hafi kcmizt að í huga hans. — Onnur skvring verður heldur alls ekki fundfn á því, að liann skyldi nokkurn tíma minnast á fasta fæðið á KEA, þar sem svo augljóslega er verið að iara á bak við hámarks- verðs ákvæði. Þá getur ritstjórinn þess auðvitað ekki heldui, hvernig þessum 10 kr. máltíðum er háttað, og er það auð- vitað vegna annríkis hans við að vinna að áhugamálum sínum, en þó KEA sé hans fyrsta og stóra áhuga- mál, þá eru verðhækkanir þar aug- sýnilega útundan. Hvað fó þeir fyrir 10 krónurnar? Iiann getur þess t. d. ekki að í þessum 10 krónum er ekki innifalin nein mjólk. Þeir sem urðu þessara einskæru kostakjara aðnjótandi verða því að greiða aukalega 1.00 kr. fyrir bvert mjólkurglas, og það verður vart talið óhóf að drekka 2 mjólkurglös á dag. Þá er og talið að maður þurfi meira en fisk og kjöt auk súpu til þess að lifa á. Brauð- meti er ckkert innifalið í 10 krónun- um, en ]iar sem flestir menn hér- lendis munu vanir að borða brauð- mat annað hvort um hádegi eða að kvöldi, þá leggst þarna enn þá auka- kostnaður á, en liver brauðsneið, sem „fastafæðis“ kaupendur á KEA þurfa að kaupa kos'ar aðeins 3.00 krónur, og ekki er það mikið þó að þeir eti 2 brauðsneiðar á dag. Framh. á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.