Íslendingur


Íslendingur - 11.04.1951, Page 2

Íslendingur - 11.04.1951, Page 2
2 Útgcfandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. r.w <vir»ifcfwnfJCn'Jm r Astand og horfur ÞAR sem tveir menn hittast á íörn- um vegi þessa dagana, er umræðu- efnið jafnan eitt og hið sama. Kóreustyrjöldin og viðsjár með þjóð um hafa þokað í skuggann fyrir hin- um ískyggilegu horfum innanlands: Harðindunum um Norður- og Aust- urland. sem enginn minnist slíkra á þessari öld. Spádómarnir um batn- andi tíðarfar með sumartunglinu í lok síðustu viku, hafa brugðist. Veðrátta fór þá kólnandi, og engar rökstuddar likur eru enn fyrir bráð- um bata. Hitt er öllum orðið Ijóst, að vá er víða fyrir dyrum innan tveggja til þriggja vikna, ef ekki bregður til betra veðurlags. Svo má heita, að stöðug illviðri hafi herjað meginhluta Norðaustur- og Austurlands í þrjá ársfjórðunga samfleytt. Sumarmánuðina fádæma úrfelli, svo að heyskapur varð ó- venju rýr, og hin litlu liey sem náð- ust, stórskemmd eða lítt nýt. Qfan á allt þetta bættist, að vetur seítist snemma að með síórsnjó og áfreð- um, svo að sauðfé hefir orðið að gefa fulla gjöf mánuðum saman í útbeitarhéruðuin. Verst er ástandið talið um Miðausturland, og er sagt, að þar sé voði á ferðum, ef ekki bregður til þíðviðra um eða úr sum- armálum. Rikisstjórn íslands og ýms bænda- samtök sunnanlands og vestan brugð ust drengilega við á síðastliðnu hausti og gerðu ráðstafanir íil að- stoðar bændum á óþurrkasvæðunum. Voru gerð all-mikil innkaup á fóður- bæti til að gefa með hinum hröktu og skemmdu heyjum, en bændur, sem aflögufærir voru, gáfu hey og aðrir peninga. Tekið var þegar á haustnóttum að flytja hey á helztu hafnir á Norð-austur- og Áusturlandi og hefir því verið haldið áfram síð- an. En allmiklum vandkvæðum hefir verið bundið að koma heyfengnum upp í sveitirnar vegna snjóalaga. Þar hafa komið til skjalanna ílugvél- ar, járðýtur og snjóbílar, — tæki hins nýja tíma, sem óþekkt voru hér fyrir tæpum mannsaldri. Maður veigrar sér við að hugsa þá hugsun til enda, hvernig farið hefði, ef ís- lenzk stjórnarvöld hefðu ekki haft hugsun á að fiytja inn slík íæki, þeg- ar þjóðin hafði efni á því. En þótt harðindin séu flestum efst í huga um þessar mundir, þá veldur fleira áhyggjum. Reynt er að æsa stéttarfélög landsins upp til verkfalla nú með vordögunum. Eng- um veldur það furðu, þótt kommún- istar ieggi á það ærna áherzlu, — það er þeirra lífsviohald og næring. En hinn svokallaði Alþýðujlokkur, lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efn- um. Sá flokkur virtist einu sinni vera ábyrgur flokkur eins cg þeir flokkar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, sem taldir liafa verið hon- um skyldastir. En þeir menn, sem áður hafa fyllt flokkinn, og haldnir eru einhverri ábyrgðartilfinningu, hafa nú flestir yfirgefið hann. Þó er enn eftir talsverður hópur af bitlinga- mönnum, sem af einskærri gremju yfir hrörnandi fylgi þessarar flokks- nefnu þreyta kapphlaup við komm- únista um að ala á sundrung og upp- reisnaranda meðal íslenzkra þegna í von um eitt og eitt endurheimt at- kvæði. Það kann að vera, að hin á- byrgðarlausa afstaða þeirra til yfir- standandi og aðsteðjandi örðugleika vegna aflabrests um mörg ár og yfir- standandi harðinda,geti reitt til þeirra eina og eina sál og þeim takist í fé- lagi við kommúnisla að auka enn á erfiðleika almennings í þessu landi. Það leiðir tíminn í ljós. En það munu flestir sjá við rólega yfirveg- un, að með íilliti til þess árferðis, sem nú hefir ríkt á landi voru að undanförnu, þýðir ekki að láta sig dreyma um bætt lífskjör, fyrr en fram úr því rætisí. J. '■ a —«■» * Skíða biiig 1951 A o í sambandi við Skíðamót íslands 1951 var haldið skíðaþing á ísafirði lagana 25. eg 26. marz. Á þinginu 'oru rædd ýrnis mál, sem nú eru efst á baugi í skíðaíþróttinni, svo sem hjálfun og val keppenda á Vetrar- ólympíuieikana, Skíðamót íslands og íhhögun þess og fleira. Stjórnin lagoi fram ársskýrslu yfir síðasíliðið starfsár. Einnig voru reikningar lagðir fram og samþykkt- ir. Ur stjórn átti að ganga Einar Krisijánsson, Akureyri, og var hann endurkjörinn formaður Skíðasam- bands íslands. Aðrir, sem úr stjórn- , inni áitu að ganga voru Gísli B. Kristjánsson :>g Óíafur B. Guð- mundsson, báöir úr Reykjavík. Ól- afur B. Guðmundsson baðst utidan endurkcsningu og var í hans stað ’.osinn Einar B. Pálsson, Reykjavík, Gísli B, Kristjánsson var endurkos- inn. Fyrir í stjórninni voru Gunnar Árnason og dr. Sveinn Þórðarson, háðir frá Akureyrn Á starfsárinu hefir SKÍ meðal annars stuðlað að komu tveggja áhugaþjálfara í skíðaíþrótt til lands- ins, J. Tenmans, Qsló, sem kennt hefir skíðagöngu víða um land í vet- ur mcð mjög góðum árangri, og H. Hanssons, Are, Svíþjóð, sem nýkom- inn er íil landsins og kennir svig og brun í Reykjavík. En vegna skammr- ar viðstöðu mun hann varla kenna annars staðar á landinu. Koma þjálfara þessara er liður í undirbún- »ng: uiídir Vetrar-Ólympíuleikana 1952, en þangað hefir Skíðasam- bandið hug á að 12—14 íslenzkir skíðamenn geti farið. ISLENDINGUR Kostnaðurinn við harðindin. — Sparið þjóðsönginn. — Tillögur til útvarpsins. EG hef stundum verið að leiða hugann að því, hvað harðindin i vetur muni búin að kosta þjóðina í krónutali. Ég býst ekki við, að neinn leggi í að reyna að sýna það í töl- um, enda myndi það ógerlegt. Við viíum það aðeins, að hinn aukni koslnaður-er mikill: Stóraukin fóð- urgjöf búpenings, stóraukinn kostn- aður við að koma afurðum á mark- að og nauðsynjum fólksins út um byggðirnar, óvenjulegt slit og ben- zíneyðsla farartækja á landi, gífur- legt vinnutap sjómanna, verka- manna og bílstjóra vegna ógæfta, illviðra og samgöngustöðvunar, stór- aukin kola- og olíueyðsla til upphit- unar heimilanna o.s.frv. Og er þó ótalið það gífurlega erfiði, sem ófærðin veldur hverjum þeim, sem komast þarf leiðar sinnar á landi, og þá sérstaklega þeim, er langt búa frá markaðsstað. Þá verður ekki fram hjá því geng- ið að nefna slitið á gölunum, þegar bílarnir hafa spólað sig niður úr klakanum en verða samt sem áður að aka með snjókeðjum. Aldrei hafa göturnar hér í bænum farið eins illa og nú, og getur hver séð sem vill, að eigi rnuni viðhaldskostnaður gatn- anna í bænum lækka af völdum þessa fimbulvetrar. ÉG er algjövlega sammála Blön- dal á Sauðárkróki og þeim öðrum, sem vilja spara þjóðsönginn í úl- varpinu. Um mörg ár hef ég flýtt mér að skrúfa fyrir hann, áður en j dagskrá lýkur, aðeins til að geta notið hans við hátíðleg tækifæri. Og mín lillaga til útvarpsins er þessi: Leikið þjóðsönginn aðeins í lok dag- skrár á hátíðum, en sálminn Faðir andanna á sunnudagskvöldum. Leik- ið svo ísland ögrum skorið, Ó, fög- ur er vor fósturjörð, Ég vil elska mitt land, Blessuð sértu sveitin mín, Hlíðin mín fríða og Ég elska yður, þér lslands fjöll hina daga vikunn- ar, eitt lag fyrir hvern vikudag, eða einhver önnur ættjarðar- eða hvatn- ingarlög eftir vali þar til kjörinnar nefndar. Ég er nokkurn veginn viss um, að hlustendur myndu kunna því betur. ÞÁ dettur inér í hug að minnast á það, að vel væri viðeigandi á und- an lestri jólakveðja í útvarpinu, sem skipt er eftir kaupstöðum og sýslum, væri leikið eitthvert lag eða sungið, er sérstaklega væri tileinkað við- komandi stað. Yrði þetta hvort tveggja í senn hátíðlegra, og minnti ! fólkið urn leið á, hvenær skipt væri i um héruð. Margar sýslur eiga sína I héraðssöngva, en þar sem þeir eru ; ekki til, væri tilvalið að leika lag eða syngja söng eftir íónskáld eða Ijóðskáld, sem fætt væri eða alið | hefði aldur sinn í viðkomandi hér- i aði. Til þess að skýra betur, hvað fyrir mér vakir, gæti tilhögunin ver- ið eitthvað á þessa leið: Fvrir Reykjavík væri leikið eða sungið „Lýsti sól“, fyrir Árnessýslu „Fanna skautar“ eða „Oxar við ána“, fyrir ' Snæfellsnessýslu „ísland ögrum i skorið“ eða „Þrútið var loft“, Dala- j sýslu „Þegar sumarsólin heið“, i Barðastrandarsýslu „Hlíðin mín ! fríða“, Skagafj arðarsýslu „Skín við sólu“, Eyjafjarðarsýslu „Eyjafjörð- I ur finnst oss er“ eða „Þar sem háir hólar“, Akureyri „Heil og blessuð Akureyri“, Þingeyjarsýslur „Bless- uð sértu sveitin mín“ og „Ég vil elska mitt land“, Múlasýslur „Ó, blessuð vertu sumarsól“ o. s. frv. Hef tillögúr fyrir flestar sýslur landsins, en rúmið leyfir ekki frek- ari upptalningu. Bezt væri, að hér- uðin sjálf veldu sér lagið og ljóðið, ef að slíku ráði yrði einhvern tíma horfið. Yfsnabðlknr Víst ég tel hann viðsjálsgrip, varast hann nótt sem daginn. Með „gæjabindi“ og „gangster“-svip gengur hann oft um bæinn. Peli. 55 Hér er sæti harmi smurt, höldar kæti tepptir. Rekkur mætur rýmdi burt, rúslin grætur eftir. E. A. 55 Þegar á skeið ég skelli ör skáldafáki léttum, ég held naumast nafni úr Vör næði betri sprettum. ? 55 í fyrsta skipti, er fullt var íungl, fékk ég að smakka á kossi. Það var kominn að ausían ungl- ingur á bleiku hrossi. Óviss höf. IEIÐANGUR LEGGUR Á VATNAJÖKUL Þessa dagana er 13 rnanna leið- angur aó tilhiutan Loftleiða h.f. að brjótast upp á Vatnajökul. Hefir flugfélagið fest kaup á bandarísku björgunarflugvélinni, sem varð að hafa vetursetu hjá Geysisflakinu, og á nú að freista að bjarga henni af jöklinum. Var leiðangurinn og far- angur hans fluttur í flugvélum Loft- leiða austur að Kirkjubæjarklaustri, en þaðan átti að leggja upp í jökul- förina í gær. Flugmenn, sem flogið hafa yfir jökulinn, hafa komið auga á skíðaflugvélina. svo að ekki hefir hana fennt i kaf í vetur, eins og ótt- ast var um. Leiðangur þessi er tal- inn vel undirbúinn og skipulagður. Miðvikudagur 11. apríl 1951 Frá ársþingi r Iþróttabandalags Akureyrar Ársþing íþróttabandalags Akur- eyrar hófst í íþróttahúsinu 28. febr. sl. — Formaður ÍBA, Ármann Dal- mannsson, flutti skýrslu stjórnarinn- ar og flultar voru skýrslur sérráða ÍBA. Þá voru lagðar fram nokkrar tillögur og ýmis mál reifuð, sem síð- an var vísað til nefnda, er starfa áttu milli þingdaga. Miðvikudaginn 14. marz sl. var svo framhaldsfundur haldinn á sama stað, og lauk þinginu um miðnætti með sameiginlegri kaffidrykkju full- trúanna að Hótel KEA. Meðal annars var samþykkt á þinginu fj árhagsáætlun og mótaskrá fyrir næsta starfsár, svo og eftirfar- andi tillögur: „Ársþing ÍBA 1951 skorar á bæj- arstjórn Akureyrar að hraða sem mest byggingu innisundlaugarinnar, svo að hægt verði að taka hana í notkun, er skólarnir byrja næsta haust. Jafnframt skorar þingið á bæjar- stjórnina að hlutast til um, að sund- laug bæjarins verði opin almenningi til afnota eftir hádegi á sunnudög- um yfir sumarmánuðina.“ „Ársþing ÍBA 1951 lýsir yfir stuðningi sínum við ályktun fram- kvæmdarst i órnar ÍSÍ frá 15. janúar sl. í áfengismálunum.“ „Ársþirig ÍBA 1951 beinir þeirri ósk til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, að næsta íþróttaþing ÍSÍ verði háð á Akureyri, sbr. tilmæli fram borin á síðasta þingi ÍSÍ.“ „Fundurinn beinir þeirri ósk til væntanlegrar stjórnar ÍBA, að hún athugi möguleika á því að koma á gagnkvæmum heimsóknum íþrótta- fólks frá Akureyri og vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndum, t. d. Álesund í Noregi." „Ársþing ÍBA 1951 skorar á ] stjórn sjúkrahússins á Akureyri og ! bæjarstjórn Akureyrar að gera það sem í þeirva valdi stendur til þess að Guðmundur Karl. Pétursson, yfir- læknir, hverfi ekki frá starfi sínu hér j á Akureyri.“ í ÍBA eru nú 5 félög með rúmlega 1600 meðlimum. — í stjórn eiti: Ármann Dalmannsson, formaður Jóhann Þorkelsson, varaform. Kári Sigurjónsson, ritari Ifalldór Helgason, gjaldkeri Axel Kvaran, spjaldskrárritari Þorvaldur Snæbjörnsson meðstj. STÍJLKA Ábyggilega stúlku vantar til heimilisstarfa ca. mánaðar- líma. — Uppl. í síma 1651. TIL SÖLU Þægileg íbúð í innbænum til sölu. A. v. á. Bifreiðast. Stefnir s.f. Símar 1218 og 1547. |

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.