Íslendingur - 01.08.1951, Side 5
Miðvikudagur 1. ágúst 1951
ÍSLINDINGUR
5
Stefnur í iðnaðarmálum I.
Horíin sjónarmið
(Grein þessi er jyrsta grein í greinu■
jlokki ejtir Pétur Sœmundsen við-
skiptajrœðing, skrijstojustjóra hjá Fé-
lagi ísl. iðnrekenda, og jjalla þœr
um jramkomin sjónarmið í íslenzlcum
iðnaðarmálum síðustu 15 árin, eins og
þau haja birzt í opinberum álitsgerð-
um.)
Árið 1936 kom út á vegum
Skipulagsnefndar atvinnumála all-
mikið rit, er nefndist „Alit og til-
lögur skipulagsnefndar atvinnu-
mála 1“ (Rauðka). í riti þessu
gerir nefndin grein fyrir störfum
sínum fram til þess tíma, þeim
lagafrumvörpum, sem hún hafði
samið og náð höfðu fram að
ganga og þeim lillögunt, sem
nefndin gerði um aðgerðir al-
mannavaldsins í atvinnumálum
landsmanna. Ennfremur birti
nefndin álitsgerðir margra sér-
íræðinga, sem starfað höfðu á
vegum hennar að rannsóknum og
athugunum á ýmsum tæknilegum
og hagfræðilegum vandamálum
atvinnuveganna m. a. með það
fyrir augum að gera framleiðsl-
una fjölbreyttari og vandaðri á
öllum sviðurn og hagnýta auð-
lindir landsins á eins hagkvæman
hátt og unnt væri. Þá birti nefnd-
in einnig niðurstöður allvíðtækr-
ar rannsóknar á þjóðarbúskap
landsmanna. *
Hlutverk
Skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd atvinnumála
var skipuð í ágúst 1934 af þáver-
andi atvinnumálaráðherra. Tók
nefndin þegar til starfa og starf-
aði síðan óslitið um nokkurra ára
bil. Ekki er hægt að segja, að
verkefni nefndarinnar hafi verið
smátt skammtað. í erindisbréfi
nefndarinnar segir að hún hafi
verið skipuð til: „að hafa með
höndum rannsókn á fjármálum
rikis og þjóðar og á hvers konar
atvinnurekstri í landinu, fram-
kvæmdum og framleiðslu, svo og
á sölu og dreifingu afurða innan-
lands og utan og verzlun með að-
fluttar vörur...að koma fram
með, að rannsókn lokinni, rök-
studdar tillögur og sem nákvæm-
astar áætlanir um atvinnurekstur,
framkvæmdir og framleiðslu í
landinu, þar á meðal um stofnun
nýrra atvinnugreina, svo og um
það, hvernig komið verði föstu
skipulagi á allan þjóðarbúskap-
inn, jafnt opinberar íramkvæmd-
ir og fyrirtæki sem atvinnurekst-
ur einstaklinga þannig að þau
verði sem hagkvæmast rekin og
aukin með hag ahnennings fyrir
augurn (Planökonomi)....... í
öllum tillögum sínum hafi nefnd-
in það markmið að útrýma at-
vinnuleysinu .... “
Tillögur
Skipulagsnefndar.
T’að væri efni í langt mál að
skýra ýtarlega frá rannsóknum
nefndarinnar og tillögum, en
segja má að í gegnum niðurstöð-
ur rannsóknanna og tillögur
nefndarinnar gangi sem rauður
þráður: Aukinn iðnaður í land-
inu. Nefndin lagði að vísu einnig
til, að bætt aðstaða yrði sköpuð
á sviði frumframleiðslu í land-
búnaði og sjávarútvegi, en aðal-
áherzlan var lögð á iðnaðinn.
Áhrif nefndarinnar
á löggjöfina.
Nefndin hafði talsverð áhrif á
löggjöfina á þessuin árum og
meðal þeirra frumvarpa, sem
nefndin stóð að og að lögum
urðu, voru nokkur, er mikla þýð-
ingu höfðu fyrir iðnaðinn í land-
inu. Á þinginu 1935 voru sam-
þykkt tvö frumvörp, sem höfðu í
för með sér stórbætt tollakjör
iðnaðarins. Hafði nefndin, að til-
hlutan fjármálaráðherra, rann-
sakað tollakjör innlends iðnaðar,
og þeirra iðngreina, sem líklegt
væri að þrifist gætu hér á landi
og komst þá að raun um að í
sumum greinum iðnaðar var út-
lenda varan tollvernduð! Ur
slíku misrétti var mikið bætt og
tollakjörum iðnaðarins í heild
breytt allmikið til hins betra.
Sjónarmið nefndarinnar í þessu
máli var „að augljóst þætti, að
atvinnuaukning í landinu á næstu
árum hlyti ekki sízt að verða
reist á eflingu iðnaðar“ og í sam-
ræmi við það, gælti nefndin þess
sérstaklega við tollverndina, „að
vinnfii væri mjög verulegur hluti
af andvirði vörunnar", enda er
það að öðru óbreyttu helzta skil-
yrðið fyrir því, að iðnaður geti
þrifizt utan upprunalanda hrá-
efnanna. Um tilganginn með
frumvörpununt segir annars, að
leitazt sé við „að láta tollabreyt-
ingar stuðla að því að atvinna
aukist í landinu og að hér verði
unnið að þeim iðnaði, sem lands-
menn gela, aðstöðu sinnar vegna,
fengizt við.“ I lögum þessum
voru einnig allmerk ákvæði, sem
koma áttu í veg fyrir það, að
vörum væri „dumpað“ til lands-
ins í því skyni að kæfa íslenzkan
iðnað. Þá voru samþykkt lög um
rannsóknarstofnun í þarfir at-
vinnuveganna við Háskóla ís-
lands (Atvinnudeild Háskólans).
Var í fruinvarpinu gert ráð fyrir
því, að iðnaðardeildin yrði mið-
stöð stofnunarinnar, enda hefir
sú orðið raunin á, en í henni
starfa nú 9 af 19 sérfræðingum
atvinnudeildarinnar. Var eitt að-
alhlutverk deildarinnar sem
vænta má að athuga á hvern hátt
hagkvæmasl væri að hagnýta af-
urðir landsmanna til iðnaðar-
framleiðslu.
Aukinn iðnaður.
Eins og að framan er sagt átti
nefndin að gera tillögur um stofn-
un nýrra atvinnugreina. Á þessu
sviði innti nefndin af höndum
mikið og að ýmsu leyti merkilegt
braulryðjendastarf. Þegar niður-
stöður þeirrar rannsóknar, er
gerð var á þjóðarbúskap lands-
manna, lágu fyrir, varð nefnd-
inni betur Ijóst, sein raunar var
þó vitað, að fábreytnin í atvinnu-
lífinu var höfuð efnahagsvanda-
mál landsins. Segir svo um þetta
(bls. 22): „Atvinnuvegir vorir
hafa til þessa verið afar einhæf-
ir: Hér hefir til skannns tíma að-
eins verið um tvo atvinnuvegi að
ræða, landbúnað og fiskveiðar.
Þó hefir þetta breytzt allmikið
síðustu árin, þar sem iðnaður
hefir eflst nokkuð . . . . “ „Þróun-
in beinist sífelldlega í áttina til
margbreyttari iðnaðar í landinu,
og sem betur fer er ekki unnt að
segja að nálægt því sé komið, að
séð sé út fyrir takmörk þess, sem
iðnaðurinn hljóti að verða við
bundinn.“ Það lá þvi i hlutarins
eðli, að athuganir nefndarinnar á
því að koma á fót nýjum at-
vinnugreinum beindust einkum
að því að rannsaka möguleika á
aukinni iðnaðarframleiðslu í
landinu.
Úr innlendum hráefnum.
Fyrst og fremst athugaði
nefndin á hvern hátt unnt væri
að auka þann iðnað, sem vann úr
hráefnum, sem höfuðatvinnuveg-
ir landsmanna þá, landbúnaður
og sjávarútvegur, lögðu til, og á
I þann hátt auka verðmæti afurð-
anna til útflutnings og neyzlu
þeirra innanlands og koma í veg
fvrir að nokkuð færi til spillis.
' Viðvikjandi landbúnaðarafurð-
um benti nefndin á aukinn ullar-
iðnað, svo vörur væru unnar úr
allri ullinni, að sútun skinna og
öðrum skinnaiðnaði væri komið
í betra horf, svo að framleiðend-
ur fengju hærra verð og betri
markað fyrir skinnavörur sínar,
þurrmjólkurvinnslu og annan
mjólkuriðnað í stærri stíl o. fl.
Viðvíkjandi sjávarafurðum: auk-
inn síldariðnað s.s. síldarbræðslu,
söltun, lýsisherzlu og lýsis-hreins-
un, fiskimjölsvinnslu, hraðfryst-
ingu fiskjar og niðursuðu alls
konar fiskafurða.
Úr aðfluttum hráefnum.
1 öðru lagi, hvaða möguleikar
væru hér til þess að auka og efla
þá framleiðslu úr erlendum hrá-
efnurn, sem skilyrði hefði til að
þrífast hér, fyrst og fremst til
innanlandsnotkunar, en einnig til
útflutnings. Lagði nefndin í það
mikið starf að afla sem fyllstra
upplýsinga um þetta mál og naut
þar aðstoðar fjölda sérfræðinga.
Háði það nefndinni mikið í starfi
hennar, að engar framleiðslu-
skýrslur voru til um iðnaðinn í
landinu (og við það situr enn),
en ])ó fengust verðmætar upplýs-
ingar um starfsmöguleika ýmissa
iðnaðargreina hér á landi. Á
þessu sviði lagði nefndin sérstaka
áherzlu á: viðgerðir skipa og
báta, smíði bátamótora. frani-
leiðslu alls konar rafmagnstækja,
miðstöðvarofna, katla og bað-
dunka, ýmiss konar aðra fram-
leiðslu á sviði inálmiðnaðar,
skipa- og bátasmíði, fatnaðar-
framleiðslu úr innlendum og inn-
fluttum hráefnum, kornmölun,
pappaframleiðslu úr úrgangi,
framleiðslu á alls konar umbúð-
um úr pappír og pappa, fiski-
línuframleiðslu úr hráhampi,
framleiðslu á umbúðastriga og
pokum, netjagerð, tóbaksvöru-
framleiðslu, sykurframleiðslu og
fleira, og fleira.
Nýting orku
og náttúruauðæfa.
Síðast en ekki sízt að koma á
fót iðnaði, sem byggðist á hag-
nýtingu ýmissa verðmætra efna,
sem eru í skauti íslenzkrar nátt-
úru og hinni ódýru orku, sem
fólgin er í ám og jarðhita á landi
hér. Á þessu sviði var bent á:
saltvinnslu í sambandi við hvera-
hita, sementsframleiðslu, áburð-
arframleiðslu, framleiðslu alls
konar vara úr leir, svo sem múr-
steina, vegg-, gólf- og þakflísar,
pípur ýmiskonar, postulín, fajans
o.fl., vikurplötuframl., móvinnslu,
leirbrennslu til málningarfram-
leiðslu, hrafntinnuvinnslu, hellu-
framleiðslu úr hraungrýti,
brennisteinsframleiðslu, aluminí-
umframleiðslu og fleira. En
markmikið var alltaf hið sama:
að auka framleiðsluafköst þjóð-
arinnar, útrýma atvinnuleysinu
og bæta gjaldeyrisaðstöðuna út
á við með því að auka verðmæti
útflutningsins og draga úr inn-
flulningi á fullunninni vöru,
sumpart með framleiðslu á sams
konar vörum en sumpart með því
að auka framleiðslu og neyzlu
þeirra vara úr íslenzkum hráefn-
um, er gætu komið í stað þess
innflutta.
Gjaldeyrishagnaður.
Skipulagsnefndin batt miklar
vonir við aukningu iðnaðarins.
T. d. um þetta má nefna ummæli
bls. Í58—159 í Ál. og till., þar
segir svo: „Um 11.5 milj. kr. af
innflutningi ársins 1934 eru vör-
ur, sem sannað er að framleiða
má í landinu með nútímatækni
og sæmilegum hagnaði fyrir al-
vinnurekendur. Um 8 milj. kr. af
innflutningi þessa árs má auk
þess telja víst að framleiða megi
í landinu með sama hætti. Gjald-
eyrishagnaður við að framleiða
þær innflutningsvörur. sem þegar
er innlend reynsla um framleiðslu
á, er ca. 6.8 milj. kr. á ári, þar af
launagreiðslur rúmlega 4 milj.
kr. Með því að flytja þessa fram-
leiðslu inn í landið, væri hægt í
árferði slíku sem 1934 að reka
þjóðarbúskapinn hallalaust gagn-
vart útlöndum án þess að minnka
neyzluna og skapa jafnframt
mikil skilyrði til aukinnar at-
vinnu......Hinn frumstæði bú-
skapur liðinnaaldahefirlokiðsínu
hlutverki og á ekki afturkvæmt.
Einnig hlýtur bráðlega að vera
lokið þeirri einhæfu þátttöku
þjóðarinnar í alþjóðlegum við-
skiptum og alþjóðlegum búskap,
sein lagt hefir verið kapp á um
nokkra hríð, þessari þátttöku,
sem hefir einkennt sig með fá-
þættri framleiðslu, en miklum
innflutningi neyzluvöru og mik-
illi verzlun. Jafnvel þó að mark-
aðir fyrir fábreytta og lítt unna
framleiðslu þjóðarinnar væru
takmarkalausir mur.di það aldrei
verða til langvarandi hamingju,
að leggja einhliða áherzlu á að
draga þorsk, veiða síld og ala upp
slálu: fé handa erlendum þjóðum.
Þegar markaðirnir eru takmark-
aðir og þverrandi, er slíkt full-
komið glapræði.
í stað þess hlýtur að koma og
á að koma sem fyrst fjölþættari
framleiðsla — bæði til neyzlu
innanlands í stað erlendrar
neyzluvöru og til þess að útflutn-
ingsvaran verði fjölbreyttari og
íneira unnin vara. Þetta er hag-
fræðileg nauðsyn, menningarleg
nauðsyn og þjóðfélagsleg nauð-
svn.“
Utreikningar nefndarinnar á
gialdeyrissparnaðinum við að
flvtja ákveðna framleiðslu inn í
landið. íá að vísu ekki staðizt,
því að þar er horft fram hjá at-
riðum, sem hafa (mikla) þýðingu
í þessu sambandi, en er að vísu
allerfitt að gera fullkomin skil
reikningslega. Þetta mun þó alls
ekki hagga niðurstöðum nefndar-
innar um gjaldeyrishagnað við
framleiðslu ákveðinna vara hér,
nema í fáum tilfellum og alls
ekki því sem var og er kjarni
málsins í þessu sambandi, þ. e.
að flulningur á framleiðslu á
ákveðinni vöru inn í landið getur
haft hagstæð áhrif á greiðslu-
jöfnuðinn, fyrir utan annan hag
beinan og óbeinan, sem af því
leiðir.
Lárassfofnun
ryrir iðnaoinn.
Þar sem nefndinni var ljóst,
að sú iðnaðarþróun, sem hún
laldi æskilega, mundi ekki verða
fyrir atbeina einkaframtaks ein-
I göngu. bæði vegna fjárinagns-
skorts og af fleiri ástæðum, gerði
hún lillögur um, á hvern hátt
æskilegast væri að almannavald-
ið hlypi þar undir bagga. Um
ýmsan iðnaðarrekstur taldi
nefndin æskilegast, að hann væri
algerlega á vegum ríkisins og um
annan. að ríkið legði fram nokk-
urt fjármagn sem hlutafé eða
annaðist útvegun og ábyrgð er-
lends fjármagns. En til eflingar
iþeim iðnaði, sem hún taldi eðli-
legt að komið væri á fót af ein-
staklingum, beitti nefndin sér fyr-
ir bættum tollakjörum, eins og
áður er sagt, skattfríðindum, en
inesta áherzlu lagði hún þó á, að
komið væri á fót öflugri óháðri
lánsstofnun til eflingar iðnaðin-
um í landinu — „stofnun, sem
fyrst og fremst liti á fyrirtækin
með þá spurningu fyrir augum,
hvort þau styrktu gjaldeyrisað-
stöðuna út á við eða torvelduðu
greiðslujöfnuðinn.“ Var þessi
skoðun nefndarinnar m. a. byggð