Íslendingur


Íslendingur - 23.04.1952, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.04.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. apríl 1952 ÍSLENDINGUR 5 fréttobréí úr Shogofirii Góa byrjaði með mildu veðri og hægu. Hélzt það næstum fyrstu vikuna. í 2. viku oft hríðarveður og frost frá 4—10°. 3. vikan hreinveður og oftast 2—3° frost. 4. vikan milt veður og oft sólskin. Um jafndægrin og Góuna út (24. marz) snjómugga oft og froatlít- ið. Einmánuður byrjaði með sól- björtu veðri og mildu. Kom það sér vel í „Sæluvikunni“. En 2. og 3. vika Einmánaðar, eða það sem af er apríl, hefir verið fremur milt veður að vísu, en oftast dimmviðri og kyrrt og fallið snjór nokkuð daglega. Nú er því talsvert af nýjum snjó og jöfnum. Sæluvika Skagfirðinga hófst hér með Einmánuði og endaði næsta sunnudag. Var margt til mannfagnaðar dag hvern. Leik- félag Sauðárkróks sýndi „Þrjá skálka“. Á móti þeim tefldu Templarar fram „Fölhium engl- um“ og mátti varla á milli sjá. En nemendur Gagnfræðaskólans hér viku sér fram hjá þessari við- ureign og fóru ævintýralega „Ferð til Árósa“ alla leið. Þá lét kvikmyndahúsið hér eigi heldur sinn hlut eftir liggja. Helgi Hjörvar hinn landskunni kom einnig til. Á vegum og valdi kven- félagsins hér las hann upp úr „Sögum“ sínum. Og í fyrirlestri snjölluin sýndi hann frani á ágæti nokkurra kvenna Sturlungaaldar. Var að öllu þessu skemmtan góð. Þá söng Kirkjukór Sauðárkróks- kirkju tvisvar í kirkjunni og skag- firzki karlakórinn „Heimir“ einu sinni. Hvorttveggja prýðilegt. — Málfundir fóru fram að vanda indi voru um landbúnað (nýbýli o.fl.), fornleifar og byggðasöfn, dýraverndunarlög og atvinnu- tvö kvöld vikunnar. Framsöguer- hætti o.fl. Framsögumenn voru: Egill Bjarnason, Kristján Karls- son, Ragnar Ásgeirsson og Ólaf- ur Sigurðsson Hellulandi. Voru umræður miklar og fjörugar bæði kvöldin. Dans var svo að sjálfsögðu stiginn og stiklaður (bæði gaml- ir og nýir dansar) um síðkvöld- in (eftir sjónleiki) og fram um óttu, stundum lengur, bæði í Templó og Bifröst. Þótti nú bera öllu minna en oft fyr á ölvun og meðfylgjandi fylgifiskum henn- ar, þótt húsfyllir væri á nætur fram. Enda voru þeir hér Lög- reglu-Bergur og -Bachmann, er ásamt heimalögreglu vöktu vök- ulum augum yfir siðferði manna, og eiga þakkir skilið fyrir. Að- komufólk áætlað eigi færra en heimafólk þessa daga og nætur. Sýslufundur hófst hér um bil á sama tíma og mannfagnaður þessi og stóð fyrri hluta dags í „Vikunni“, en síðan miklu leng- ur daglega og svo alla næstu viku fram til Dymbildaga. Tveir þekktir Sauðárkróksbúar eru nýlega dánir: Friðrik Han- sen kennari (d. 27. marz) rúm- lega sextugur. Hefir verið óslltið barnakennari hér í þrjátíu ár, lengst allra kennara þar að skóla- stjóranum einum undanteknum. Gísli Magnússon organleikari hér um bil áttræður. Verður beggja þessara mætu manna nánar getið síðar og á öðrum stöðum. Völsungur 25 ára HÚSAVÍK 15. apríl: Hinn 12. apríl sl. átti íþróttafélagið Völs- ungur, Húsavík, 25 ára starfsaf- mæli, og var þess minnst með hófi í samkomuhúsi bæjarins 2. páskadag. Þar fóru fram ræður, söngur, upplestur o.fl. í tilefni af afmælinu var Jónas G. Jónsson íþróttakennari kjörinn heiðursfé- lagi. Félaginu bárust kveðjur og blóm. Árið 1927, hinn 12. apríl, var félagið stofnað og hefir starfað óslitið síðan. Stofnendur voru 23 félagsmenn. Eru nú rúmlega 200. Fyrstu stjórn skipuðu: Jakob Hafstein formaður, Jóhann Haf- stein gjaldkeri, Ásbjörn Bene- diktsson ritari, Helgi Kristjáns- son og Benedikt Bjarklind. Þeir bræður Jakob og Jóhann Hafstein höfðu áður verið kjörn- ir heiðursfélagar og eru meðal þeirra, sem mest og bezt hafa stutt félagið fyrr og síðar. íþróttafélagið Völsungur hefir jafnan staðið fyrir fjölþættri íþróttastarfsemi hér í bæ, og hef- ir megin þorri húsvískrar æsku átt lengri eða skemmri viðdvöl í félaginu. Núverandi stjórn félagsins skipa: Þórhallur B. Snædal for- maður, Höskuldur Sigurgeirsson gjaldkeri, Aðalsteinn Karlsson ritari, Lúðvík Jónsson og Guð- mundur Hákonarson. —hallur. ___* Truman verlur ekhi t | ••• • i kiori AUGLÝSING im skoðuD biíreiða i iðg- sagnarumdæmi Eyjafjarðar Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram á Akureyri, sem hér segir: Mónudaginn 5. maí mæti A- 1 til A- 75 Þriðjudaginn 6. — — A- 76 — A- 150 Miðvikud. 7. — —- A- 151 — A- 225 Fimmtud. 8. — — A- 226 — A- 300 Föstudaginn 9. — — A- 301 — A- 375 Mónud. 12. — — A- 376 — A- 450 Þriðjud. 13. — — A- 451 — A- 525 Miðvikud. 14. — — A- 526 — A- 600 Fimmtud. 15. — — A- 601 — A- 675 Föstudaginn 16. — — A- 676 — A- 750 Mánud. 19. — — A- 751 — A- 825 Þriðjud. 20. — — A- 826 — A- 900 Miðvikud. 20. — — A- 901 — A- 975 Föstudaginn 23. — — A- 976 — A-1000 Ennfremur mæti þann dag allar bifreiðir, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiðaeigend- um að koma með bifreiðir sinar til Bifreiðaeftirlitsins, BarnaskóH Bnnðórkróks 70 nrn Skólinn var stofnaður á önd- verðu ári 1882. Settur í fyrsta sinn 3. janúar 1882, með 13 nem- endum. Er sennilega fyrsta opin- ber félagsleg stofnim Sauðár- króks, er þá var 10 ára, — lítið þorp. Þá var nýbyggt skólahús með 2 stofum og íbúð fyrir skóla- stjóra. Hvatamenn að stofmm þessari virðast hafa verið nokkr- ir bændur í Sauðárhreppi, eink- mrn þeir Stefán Stefánsson Heiði, er gaf 100 kr. til 6tofnunariunar — mikið fé þá —, Sveinn Sölva- son Skarði og Stefán Sveinsson s.st. Að skólanum hafa svo hvata- menn staðið I framkvæmd. .Sveinn Sölvason virðist hafa ver- ið fyrsti skólanefndarformaður. 'Tómas Þorsteinsson var þá prest- nr til Reynistaðarklausturspresta- kalls. Hefir hann vafalaust unnið með frá byrjun, og sonur hans Lárus varð fyrsti skólastjóri skól- ans. Fyrstu 10 árin eru þó ýmsir aðrir kennarar og stjórnarar (Guðmundur frá Mörk, Jónas Jónsson Múla, Konráð Arngríms- son o.fl. En hér um bil frá 1890 fram til 1908 eru þessir kennarar (1—2 í einu): Magnús Blöndal, Einar Stefánsson, Guðrún Þor- steinsdóttir, Jónas Sveinsson og sr. Árni Björnsson. Frá 1908 ’iefst kennsla í nýju skólahúsi og fer fram eftir nýjum fræðslulög- ím (frá 1907). Ungur maður afngamall skólanum (f. 15. ág. 1882), Jón Þ. Björnsson að nafni nýkominn frá útlendum kennara- skóla, tekur þá við skólastjórn ’nins nýja skóla, og hefir liaft það starf á hendi síðan í um 44 ár. Síðustu 4 árin í nýbyggðu stóru skólahúsi. Lengst hafa auk hans starfað við skólann: Friðrik Han- sen, sem nú er látinn (í sl. mán- uði), kennari um 30 ár, Þorvald- ir Guðmundsson (um 23 ár), Magnús Bjarnason 15 árin síð- istu, Guðjón Ingimundar6on (íþrótta- og handavinnukennari) 9—10 árin síðustu. Margir fleiri kennarar hafa starfað í skólanum á þessu tímabili og verður þeirra allra getið, er skólasagan verður skráð, sem nú er í undirbúningi. Flest hafa börn verið í skólanum um 150. •4 14— Harry S. Truman Bandaríkja- forseti, hefir lýst því yfir, að hann gefi ekki kost á sér sem for- setaefni við næstu kosningar, en annað kjörtímabll hans er nú inn- an skamms á enda. Hins vegar hefir hann látið þá skoðun í ljós, að Demókrataflokkurinn mundi sigra í næstu forsetakosningum,1 enda mundi hann leggja s'g all-j an fram til þess. í prófkosningum, er fram fóru snennna í marzmánuði í New Hampshire í Bandarikjunum, bar Ester Kefauer öídungadeildar- þingmaður sigur af Truman. En langmest fylgi þar hlaut Eisen- hower hershöfðingi og sigraði með yfirburðiim republikanann Taft öldungadelldarþingmann. Er jafnvel búizt við, að Eisenhower verði forsetaefni republikana, en þeir Iiöfðu áberandi meira fylgi í New Hampshire en demókratar. Eisenhower hefir sótt um lausn frá embætti og Truman tekið lausnarbeiðnina til greina. Legg- ur hann hershöfðingjaembætti sitt niður 1. júní í sumar. GOTT HERBERGi til leigu í miðbænum fyrir stúlku. Uppl. í síma 1012. Gránufélagsgötu 4. Þar sem skoðunin fer fram kl. 9—12 og 13—17 hvern dag. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja frain fullgild ökuskírteini. Ennfremur ber að sýna skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilteknum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi getur ekki af óviðráðanleg- um ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að tilkynna það Bifreiðaeftirlitinu. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávalt vera vel læsileg og vel fyrir komið. Er því hér með lagt fyrir þá bif- reiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra númera- spjöld á bifreiðum s'num að gera það tafarlaust. Þetta til- kynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu 21. apríl 1952.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.