Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 03.06.1953, Side 2

Íslendingur - 03.06.1953, Side 2
8 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 3. júní 1953 Eíst á baugi... Hvaðan hefir Olíufélagið j Slík íramkoma dæmir h.f. fengið fjármagn íil stofnframkvæmda? Blöð Framsóknarmanna, bæði Tíminn og Dagur, leggja á það mikla áherzlu, hvenær sem þessi blöð minnast á Olíufélagið h.f., að þetta sé eina al-innlenda olíu- jélagið. Það væri meira en lítil óskamm feilni að halda því fram, að rit- stjórar þessara blaða viti ekki með fullri vissu um að félaglð hafi ekkert erlent fjármagn í rekstri sínum né í stofnfram- kvæmdum. Þá halda sömu blöð því fram, að Olíufélagið hagnist ekkert íelj- andi á olíusölu sinni, því ef um einhvern ágóða sé að ræða, sé hann allur greiddur viðskipta- mönnum, s. b. upplýsingar Dags s. 1. laugardag. Allir vita, að Olíufélagið h.f. er ungt að árum, en hefir hins vegar verið mjög athafnasamt. Hundruðum benzíntanka hefir verið komið upp í bæjum, þorp- um og sveitum. í byrjun keypti Olíufélagið h.f, mikla olíuslöð í Hvalfirði, sem sjálfsagt 'hefir kost að nokkrar milljónir. Þá hafa verið byggðir fjölmargir stórir tankar víða á höfnum í sambandi við olíusölu í aðliggjandi héraði. Fyrstu árin mun félagið hafa lát- ið viðskiptamönnum í íé hundruð tanka í sambandi við húsakynd- ingar. Þá hafa sennilega verið keyptir allmargir tankbílar og að sjálfsögðu hefir orðið að byggja bílskúra og verkstæði. Einnig mun víða í bæjum og þorpum hafa verið komið upp myndarleg- um „benzínportum“. A. m. k. á OL'ufélagið h.f. mjög myndarlegt „port“ á Oddeyrartanga og senni- lega öllu veglegra en „Kvendúlfs- portið, sem Eimskip keypti“, ef blöðin eru eins sannorð og þau vilja vera láta. Þótt hlutafé Olíufélagsins væri nokkurt, er talið heldur ósenni- legt, að það nægi til allra fram- kvæmda. En þá kemur spurning- in. Hverjir hafa Iagt fé fram í stofnframkvæmdir eða hverjir hafa lánað í þessar framkvæmd- ir? Vænta má að ekki standi á því að Dagur segi lesendum frá þessum þætti Olíufél. h.f. Blaðamennska, sem segir sex. Framsóknarblöðin hamra nú mjög á því, hve SÍS hafi gert olíu- kaupendum mikmn greiða með Jdví að gefa þeim afslátt af þeirri olíu, sem flutt var inn með helm- ingi lægra farmgjaldi en áður hafði verið. Telja þau Jietta aðal- atriði olíumálsins. Vissulega er það þakkarvert, ef unnt er að fá lækkuð farmgjöld til landsins, en þetta er ekki aðalatriðið í olíu- mál.'nu, heldur hitt, að Fjárhags- ráði eru gefnar rangar upplýsing- ar um farmgjöldin og Landsbank- inn fenginn til að yfirfæra helm- ingi hærri upphæð en til þurfti. ■ig sjálf, skáldum okkar. Því miður gerast nú nokkur brögð að því, að ljóð eru ekki rétt með farin. Það cr skammt síðan eitt iímarit lands- ins, sem stýrt er af góðum og og hefði ekki verið lofuð í Fram-' gegnum Framsóknarmanni, birti sóknarblöðunum, ef einstakling-! nokkra Ijóðstafi eftir Þorslein ur úr pólitískum andstöðuflokki Erlingsson, er hljóðuðu þannig í hefði átt hlut að máli. Fer IjóSckunnóttu hrakandi. Framsóknarblöðin hafa stund- um verið að gera sig breið yfir því, að einhver ungur maður í ntinu: Sá, íem bræðist fjallið og einlægt aftur snýr veit aldrei meðan lijir hvað hinu megin býr. Oss finnst þetta benda til þess, að ljóðakunnáltu jDjóðarinnar fari hrakaridi og sé ekkert sérein- Reykjavík hefði ekki farið rétt kenni á unguin Sjálfstæðismönn- með nokkra lj óðslafi eins af um. Annalis Islandeuxn anno domini 1952 Maðr hét Örn ok hafði unnit sér it göfga heiti Orn Atóms. Hann var fæddr í byrjun XX aldar á Snælandi austanverðu, þar sem Naddoddr inn norræni sá fyrst lands. Er sveinninn var ór grasi vaxinn leitaði hann til mennta, ok at nokkrum árum liðnum varð hann lögvitringr inn mesti. Þá bar þat til, at út er gef- in tilskipan um kjör manna til allsherjarþings Snælands, ok Lóku þá margir at ókyrrask. Kaup- höndlun búenda efndi íil stefnu mikillar, þar sem ræða skyldi val þingherja. Þóttusk þeir vissir með tvá, ef vel tækist valit. Höndlun- arstjórar töldu bezt borgit málum búandmanna, at lögvitringr þeirra tæki annat sæti í hópi þeirra þing herja, er þeir myndu fram bjóða. Búendr töldu hinsvegar ráð betr ráðin, at einhver ór þeirra hópi skipaði sæti Jrat. En svá varð at vera, er stjórn höndlunar þeirra vildi. fór hann af knerrinum í miðjum fiiði, ok gekk forvaða fyrir múla nökkurn hömrum glrtan at ofan. Þat var heiðnaberg eitt, sem kallat er Ólajsjjarðarmúli. Meðan Örn blés ór nös undir berginu, kvam hánum til hugar at uppi í miðju bergi mætti gera sumarveg einn mikinn, svá at íyrirmenn ins fagra héraðs væru ekki til neyddir at gariga forvað- ann undir því ægibjargi. At náttmálum náði Örn til blótsins, móður nökkut en óskeindr. Gekk haun þegar á pall, ok var hánum vel fagnat. Kom liann máli sínu þann veg, at öllu því, sem ávant væri í firði þess- um, gæti hann beint á réttar brautir, þar eð hann væri einka- vinr síns húsbónda. Stóðu þá all- ir upp ok lofuðu hans dróttinholl- ustu rneð lófataki. Fór Örn síðan hérað ór héraði ok var allsstaðar vel fagnat. Tóku sumir hánum með kostum ok Liðu svá dagar fram. Þá er kyrijum en aðrir miður, en er þat, at fregnir berask um þorra- blót mikit í fjörðum úti. Telja þá fyrirmenn höndlunarinnar ein- sælt at senda lögvitring sinn til blóts þessa, at liann kynni at ná fulltingi veizlugesta til kjörs síns. Vóru þá hraðar hendur at búa hann út, með knerri þeim, er róit var rnilli víkna innfjarða, en þar sem þetta var at vetri, þótti eigi tryggt nema vel væri um búit. Færðu þeir Örn í slakk einn mik- inn ofanvert, þaktan sauðargær- um, sein uppbætr höfðu þó ekki verit greiddar af, en fóðrat innan með dýrum striga, þeim er Hessi- an nefnist. Á höfuð hánum drógu þeir hött einn mikinn. Var sá ór gleri, ok hafði verið pantaðr til jólagjafa fyrir búendr vestan ór Vínlandi enu góða, ok kostaði fjögur hundruð spesíur. Neðan- vert var hann girður silkibrókum ór „innlendu hráefni“ frá Glerár- eyrum, ok til fóta var hann búinn íslenzkum skóm. Þar sem Jieir váru slitnir nokkut neðan, settu þeir í mal hans bætr fyrir skóna, en er til þeirra Jiurfti at taka, reyndusk þær fiskuppbætr. Þrátt fyrir vafasaman útbúnað hélt Örn í fjörðu norðr, ok til at ná háltum at blótinu enu mikla hann dvaldi um hríð at heimilun- um ok át ábrystur og slátr „óx hann við kynningu“, en slíkir fyrirburðir váru eindæina á XX öld. At lokum fór hann heim með bátkænu einni ok lofaði at bæta hag e'gandans með öllum þeim ráðum, sem hann ok hans drótt- inn gælu fyrir fundit, enda hefði hann sjalfr í uppvexti róit til fiskjar og væri gagnkunnugr hög- um ok þörfum þeirra manna, er við útveg fásk. Svá kann ek þessa sögu ekki lengri. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru áminntir um að athuga sem allra fyrst, hvort þeir eru á kjörskrá. Einnig að veita kosninga- skrifstofunni upplýsingar um þá kjósendur, sem fjar- verandi verða á kjördegi. Málflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar Ilafnarstræti 101. Simi 1578. Viðtalstími 11—12 ÍJi.; 3—6 e.h. Konan í stjóru liliseiiliowerisi 13 ára hafði hún lesið biblíuna þrisvar. — 14 ára sat hún öíium stundum í þingsölunum og skrifaði pólitiskar tilvitnanir. — í dag stjórnar hún stærstu heilbrigðisstofnun veraldar. í barnaskólanum í Killen, scm er smáþo.-p í Texas, hafði kennarinn i 6. bckk sett upp auglýsingu fyrir nemend- ur sína um að verðlaun yrðu veitt í lok skólaársins fyrir beztu staf.etningu, en verðlaunin yrðu líti) og fögur biblía. Skólabjallan var varla þögnuð, i er lítil stúlka stóð upp frú skólaborði sínu, og gekk öruggum skrefum upp að kennaraboiðinu og sagði við kenn- arann með festulegri röddu, að hann gæti gjarnan árilað biblíuna strax. Á- ritunin átti að vera Oveta Culp. Ovela litla Culp með stuttu flétturnar ætlaði hvorki að vera ókurteis né montin, því að hún vissi, að hún var bezt í stafsetn- ingu og vildi aðeins leggja áherzlu á, að annað kæmi ekki til mála, en að hún hreppti biblíuna. I lok ikólaársins fékk hún biblíuna að yerðlaunum. Fy.ir nokkrum vikum var hengt upp nýtt dyraspjald á eina af mörgum skrif- stofuhurðum fimmtu liæðar hinnar geysistóru „Federal Security Building“ í Washington. Á dyraspjaidinu stóð skráð með nýjum skínandi gylltum stöfum: „Ráðherraskrifstofa". Fyrir innan þessar dyr var Oveta Culp, fyrsti heilbrigðis- og menntamálarúðherra Bandaríkjaþjóðar að takast ú hendur hina ábyrgðarmestu stöðu, er henni hafði hlotnazt til þessa. Uún var lítil og kvenleg bak við hið stóra maghony- skrifborð, en vinnubrögð hennar mót- uffust af festu og sjálfst.austi þá hún merkti „já“ og „nei“ á langan lista af viðtalsbeiðnum og símakvaðningum. Hún tók sér hvíldir af ög til og blés mæðinni en sneri sér siðan aftur að starfinu af miklu kappi og minnti mann óhjúkvæmilega á for.tjóra fyrir risafyrirtæki. Fyrir utan dyrnar breidd- ist sú f;étt út um ganga og göng hins mikla völundarhúss heilbrigðis- og menntamálaráðuneytisins, að Oveta Culp hefði tekið við yfirráðunum. Hið nýja starf Ovetu Culp er geysi umfangsmikið og kemst hún í beinna samband við fleiri Bandaríkjaþegna cn nokkur annar ráðherra. Hún er vernd’- ari þjáðra og þurfandi, munaðar- lausra og ellihrumra. Hún er stjórn- andi heimsins stær tu heilbrigðisstofn- ana og hefir eftirlit með hælum og sjúkrahúsum. Hún sér um úthlulun ílyrkja til ríkisskóla og gefur út bæk- ur með blindra letri. Þá er hún og yfirstjórnandi stærsta negraliáskóla Bandaríkjanna (Howard í Washing- ton), hún gefur og út metsölubók ríkis- stjórnarinnar („Leiðbeiningar í barna- uppeldi“, sein gefin er út á átta tungum í 8.519.000 einlökum.) Eisenhover valdi Ovetu Culp í þetta starf si|mpart af því að hún var Texas- búi, en hann stóð í mikilli þakkarskuld við þá frá kosningunum og sumpart af því að Iiann hafði lofað fyrir kosning- arnar, að kvenfólk yrði sett í úbyrgð- arslöður, ef hann næði kosningu. En fyrst og fremst valdi hann Ovetu vegna þess, að luín hefir til að bera óvcnju skipulagshæfileika og stjórnvizku. Öld- ungadeild bandaríska þingsins sam- þykkti fljótt þessa skipan forsetans. Fo.ingi minnihlutans þar London Johnson, sem sjúlfur er Texasbúi, tók hana undir sinn verndarvæng og kynnti liana í þinginu. Þegar skipun hennar var borin upp til samþykkis í fjárveit- ingarnefnd öldungadeildarinnar var hún samþykkt eftir sjö mínútna fund. Lyndon Johnson lét síðar eftirfarandi orð falla: „Texasbúar eru ekki sam- mála um allt. En eitt er það, sem þeir eru á einu máli um, og það er Oveta. Hún er einmitt konan, sem allir vilja eiga fyrir dóttur eða systur, eiginkonu eða móður eða forstjóra fyrir fyrirtæki sínu. Líferni Ovetu inótast af hárfínni ná- kvæmni og reglu emi. Á heimili siiiu í Ilouston gefur hún þjónustufólki 6Ínu vikulegar skipanir um húshaldið. Á náttborðinu hennar liggur lítil minnis- bók, er hún krotar í af og til áður en hún leggst til svefns. Öllu er mjög hag- anlega fyrirkomið á skrifstofu hennar. Kálfskinnstöskuna með tvöfalda hand- fanginu skilur hún aldrei við sig, og notar hana jafnt imdir mikilvæg skjöl og annað verðmæti viðkomandi starfi sínu, rem cg peningaveski og litla bænabók. (Biblíuna hafði hún lesið þrisvar þegar hún var 13 ára.) Það fer aldrei mikið fyrir henni en samt er hún alitaf eitJivað að starfa. Öll framkoma hennar einkennist af ró og festu. Þegar henni mislíkar, hverfur brosið en við tekur kuldalegt augnatillit. IJún er aldrei úköf, en eyru liennar og augu nema hina minnstu smámuni. í síðast- liðnum mánuði, þegar hin gamla heil- brigðismálastofnun Bandaríkjanna var endurskírð heilbrigðis- og menntamála- ráðuneyti og Oveta sór embættiseið :Inn, fór hún rakleitt að næsta síma- tóli í Ifvíta húsinu og hringdi á skrif- stofu sina. Og hún lét í ljósi ánægju sína, er hún tók eftir að símastúlkan svaraði „Heilbrigðismálaráðuneytið“ í staðinn fyrir „Heilbrigðismálastofnun- iri‘. Oveta og eiginmaður hennar Willi- am Pettus Hobby (landsstjóri í Texas) eru tengd innilegum hjúskaparböndum er fjarlægð og ólík störf fá eigi rofið. A Etríðstímunum, er Oveta dvaldi í Washington, spjallaði hún við Willy í síma á liverju kvöldi. (Eitt sinn er símastúlka spurði hann, hvort land- símasamtal hans væri áriðandi, svar- aði WiIIy: „Auðvitað er það svo, ég þarf að tala við Ovetu, heldur hvað?“) I síðastliðnum mánuði, er Willy hélt upp a 75 ára afmæli sitt, yfirgaf Oveta ekki skr.fborð silt fyrr en rétt í tæka tíð til að ge'.a náð í flugvélina, er fór kl. 10 árdegis til IJouston. Hún kom til Hoirton kl. 2 e.h. dvaldi þar í dýrleg- um afmælisfögnuði til roiðnættis og lagði af stað til baka kl. 3 eftir mið- nætti og flaug til Washington og sat þar ráðuneytisfund kl. 9.30 samdæg- urs. (Framhald.)

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.