Íslendingur - 03.06.1953, Síða 5
Miðvikudagur 3. júní 1953
ÍSLENDINCUR
i
Öjlogt atvinnulíf og
ssHulýðsíns, eru
Fulltrúaráð Sambands ungra Sjálfstæðismanna
kom saman til fundar í Reykjavík samtímis því,
sem landsfundur flokksins var þar haldinn. Fund-
inn sátu, auk stjórnar S.U.S. fulltrúar frá nær öll-
um félögum innan Sanmbandsins hvaðanæfa að
af landinu. Formaður samtakanna er Magnús Jóns-
son alþingismaður. Málefnayfirlýsing ungra Sjálf-
stæðismanna var gefin út að fundinum loknum og
fer höfuðhluti hennar hér á eftir. Er^þar mörkuð
frjálslynd og framsækin stefna til hagsbóta gjörv-
allri íslsnzkri æsku. Á fundinum ríkti mikill áhugi
á að vinna hvarvetna ötullega að sigri Sjálfstæðis-
flokksins og fylkja æskulýðnum undir merki Sjálf-
stæðisflokksins til einarðrar baráttu fyrir auknum
framförum og betra þjóðfélagi á grundvelli ain-
staklingsfrelsis og lýðræðis.
Kjarni Sjálfstæðisstefnunnar.
Sjálfstæðisstefnan á sterkari hljómgrunn hjá íslenzkum æskulýð
en nokkur önnur stjórnmálas'.efna. Astæðan er augljós. Sjálfstæðis-
stefnan byggist á trúnni á manngildi einstaklingsins og telur, að
hver maður eigi viss frumrétt'.ndi, sem aldrei megi svipta hann.
Sjálfstæðisstefnan boðar frið og samvinnu milli stét’.a og einstakl-
inga. Heilbrigt og gæfuríkt þjóðfélag, laust við sp'.llingu og sundur-
lyndi, verður ekki myndað nema af frjálsum einstaklingum, sem
sjálfir gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að forsenda frels'sins
hlýtur jafnan að vera sú í menningarþjóðfélagi, að það sé notað til
góðs.
Sérhver dugandi æskumaður trúir á mátt sinn og megin og vill
fá að njóta hæfileika sinna. Sjálfstæðisstefnan er því í beztu sam-
ræmi við eðli og Iífsviðhorf æskulýðsins. í Ijósi þessarar ctað-
reyndar telur fundurinn það mikilvægt hagsmunamál fyrir æsku-
lýð þjóðarinnar, að Sjálfstæðisflokkurinn nái sem mestum áhrifum
með þjóðinni.
Fundinum er það Ijóst, að það er ekki nóg að veita æskulýðnum
frelsi til andlegrar þroskunar og athafna heldur verður einnig af
þjóðfélagsins hálfu að gera margvíslegar ráðstafanir til þess að
gefa æskunni tækifæri til þess að njótat þessa frelsis. 011 þjóðmála-
starfsemi samtaka ungra Sjálfstæðismanna hefir beinzt að þessu
veTkefni. í framhaldi af þeirri starfsemi telur fulltrúaráð S.U.S., að
ungum Sjálfstæðismönnum beri nú, með hliðsjón af ríkjandi
ástandi í heiminum og hinu íslenzka þjóðfélagi, að leggja megin-
áherzlu á eftirfarandi atriði:
Frjáls þjóð í frjálsu landi.
1. Að öryggi þjóðarinnar sé tryggt sem bezt, bæði út á við og
inn á við. Jafnframt því að lýsa sök á hendur h’num alþjóð-
lega kommúnisma fyrir að hafa skapað hættuástand, sem gert
hefir óumflýjanlegt að fá erlendan her til varnar landinu, tel-
ur fimdurinn sjálfsagt, að hinn erlendi varnarher verði ekki
lengur í landinu en brýnasta nauðsyn krefur, enda er her-
verndarsamningurinn við það miðaður. Fundurinn bendir á,
að hið erlenda varnarlið er hingað komið eftir ósk íslend-
inga sjálfra og vítir ósæmilegar tilraun.'r kommúnista til þess
að egna til fjandskapar við varnarliðið. Fundurinn treystir
því, að æskufólkið í Iandinu gæti sóma síns og þjóðarinnar í
skiptum við varnarliðið, en telur um leið nauðsynlegt, að að-
búnaði varnarliðsins verði komið í það horf, að það geti sern
allra mest hafzt við innan bækistöðva sinna. Enda þótt ís-
Iendingar séu þess ekki megnugir að verja land sitt gegn árás,
bendir funduiinn á það, að sjálfstæð þjóð verður að geta
uppfyllt það frumskilyrði siðaðs þjóðfélags að halda uppi
flukin flndleg og líkdmleg þroskun
jÆir
1
Frá fulltrúaráðsjundi Sambands ungra Sjálfstœðismanna í Reykjavík i apríl síðaslliðnum.
lögum og rétti í landinu og verja landhelgina. Telur fundur-
inn því nauðsynlegt að auka svo lögreglulið landsins, að rétt-
arvarzlan verði til fullnustu tryggð.
2. Að atvinnuvegir þjóðarinnar verði efldir svo, að sérhver
æskumaður geti haft alvinnu við þjóðnýt störf, og cfnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar tryggt. Veiði í því sambandi not-
aðir möguleikar til þess að fá erlent fjármagn til uppbygg-
ingar arðbærra atvinnugreina, enda verði um leið tryggt,
aðj hagsmunir þjóðarinnar séu í engu skertir. Um leið leggur
fundurinn rika áherzlu á það, að vinnuaflinu sé fyrst og
fremst beint að framjeiðsluslörfum í land.nu.
3. Að hver æskumaður eigi kost þeirrar menntunar, cem hæfi-
leikar hans standa til. I því sambandi er höfuðnauðsyn að
tryggja það, að efnalitlir nemendur geti fengið atvinnu að
sumrinu.
Æskan fái lánsfé og húsnæði.
4. Að ungir og efnilegir menn, sem hefja vilja nytsaman cjálf-
stæðan atvinnurekstur, eigi kost á að fá nauðsynlegt lánsfé,
og skattalöggjöf verði við það miðuð, að sá atvinnurekstur
eigi starfsskilyrði.
5. Að gera ungu fólki kleift að eignast húsnæði. Lýsir fundur-
inn sérstakri ánægju yfir forustu Sjálfstæðlsflokksins um
margvíslegar umbætur í því efni, og telur sjálfsagt að halda
áfram eftir svipuðum leiðum.
6. Að veita ungu fólki, sem er að stofna heimili, sérslök skatt-
fríðindi.
7. Að efla hverja þá félagsstarfsemi, sem vinnur að andlegri og
líkamlegri þroskun æskulýðsins. Verði sem fyrst komið upp
nauðsynlegum félagsheimilum og tómstundaheimilum, og á-
herzla lögð á að beina hugum ungs fólks að hagnýlum störf-
um í þjóðfélaginu. í því sambandi er nauðsynlegt að leið-
beina um stöðuval.
8. Að auka í skólum landsins kennslu í þjóðfélagsfræðum,
glæða trú nemendanna á lýðræðislega stjórnarhætli, efla með
þeim kristilegt siðgæði og ást á þjóðlegum verðmætum, svo
sem tungu, fána og þjóðsöng. Bendir fundur.'nn um leið á
það, að eigi er auðið að fcla þetla mikilvæga hlutverk mönn-
Framhald i 7. siðr.
liskan og fram-
boðin
Eng'nn stjórnmálaflokkur í
landinu hefir jafn marga unga
menn í kjöri við kosningarnar í
sumar og Sjálfstæðisflokkurinn.
Fjöldi frambjóðenda hans hefir
verið starfandi eða er starfandi í
samlökum ungra Sjálfstæðis-
manna. Skulu hér talin nokkur
framboð ungra Sjálfstæðlsmanna:
Á Akureyri Jónas G. Rafnar,
í Eyjafjarðarsýslu Magnús
Jónssoin
í Suður-Þingeyjarsýslu Gunn-
ar Bjarnason,
í Norður-Þingeyjarsýslu Barði
Friðriksson,
í Vestur-Húnavatnssýslu Jón
ísberg,
í Norður-ísafjarðarsýslu Sig-
urður Bjarnason,
í Dalasýslu Friðjón Þórðarson,
Á Siglufirði Einar Ingimundmr-
son.
Stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins
eru áminntir um að athuga
sem allra fyrst, hvort þeir
eru á kjö: skrá.
Einnig að velta kosninga-
skrifstofunni upplýsingar
um þá kjósendur, sem fjar-
verandi verða á kjördegi.