Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 03.06.1953, Side 6

Íslendingur - 03.06.1953, Side 6
6 lSLENDINGUR Micívikudagur 3. júní 1953 r- I stuttn máli Klippt eða skorið. „TÍMINN“ er blaða frægastur fyrir það að geta jöfnum hönd- um fylgt að minnsta kosti tveimur stefnum í sama máli. Oftast hef- ir þó blaðið gætt þess, að á sömu blaðsíðunni væri túlkuð sama stefnan. í „Tímanum“ 21. maí er tvöfeldnin orðin blaðinu svo töm, að í sama dálki koma fram tvær skoðanir. Þar segir svo um Lýðveldisflokkinn: „Óánægja er mikil meðal hinna óbreyttu flokksmanna, sem gera sér alltaf betur og betur ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki „flokkur allra stétta", heldur hagsmunaklíka tiltölulega fárra broddborgara. Þess vegna hafa nú nokkrir hinna óánægðu stofnað nýjan flokk, Lýðveldisflokkinn 11 En nokkru neðar í sama dálki segir svo: „Hann (þ. e. Lýðveldis- flokkurinn) er í raun réttri ekki annað en ný hagsmunaklíka nokk- urra fjáraflamanna, líkt og Sj álfstæðisflokkurinn“. Og svo rekur veslings litli bróðir, „Dagur“, lestina, og virðist ritstjórinn ekki hafa lesið „Tíma“-pistilinn til enda, því að „Dagur“ segir: „Stofnun Lýðveldisflokksins og framboð hans eýna ótvírætt. að gegnir flokksmenn vilja ekki lengur leika með“. Það er ekki anialegt fyrir trúaðar Framsóknarsálir að fá Gvona leiðbeiningar til þess að mynda sér skoðun eftir. Framsókn og áburðarverksmiðjan. ÞÓTT Framsóknarmenn hafi varpað læriföður sínum Jónasi frá Hriflu fyrir borð, þá hafa þeir dyggilega tileinkað sér þá kenningu hans, að auðið sé að fá fólk til að trúa ósanriindum, ef þau séu að- eins sögð nógu oft. Þannig kyrja Framsóknarblöðin nú í kór þann söng, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið andvígur byggingu áburð- arverksmiðju, en ofurmennin í Framsókn hafi neytt Sjálfstæðis- menn til að styðja það mál eins og önnur framfaramál landbúnað- arins. Þegar á árinu 1943 var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bent á nauðsyn þess að koma scm fvrst upp áburðarveTksmiðju í landinu. Utanþingsstjórnin hóf aíhugun íi þessu máli, en það féll í hlut ný- sköpunarstjórnar Ólafs Thors að gera nauðsynlegar midirbúnings- rannsóknir. Hafa Framsóknarmenn reynt að halda því fram, að ný- sköpunarstjórnin hafi tafið mál ð, en sannleikurinn er sá, að ný- sköpunarstjórnin fékk málið hinum færustu sérfræðingum til at- hugunar og leiddi sú rannsókn í ljós, að fjarstætt hefði verið að flana að framkvæmdum á grundvelli þeirra athugana, sem gerðar höfðu verið af utanþingsstjórninni. Arið 1947 tóku Framsóknarmenn við embætti landbúnaðarráð- herra, en það er þó ekki fyrr en 5 árum síðar, sem hafizt er handa um byggingu verksmiðjunnar. Höfðu þá verið enn til kallaðir marg- ir sérfræðingar. Þrátt fyrir þessa töf hefir Sjálfstæðismönnum ekki komið til hugar að halda því fram, að Framsóknarráðherrarnir hafi verið þessu mikla hagsmunamáli bænda illviljaðir. Það vita allir, að áburðarverksmiðjan er langdýrasta verksmiðja, sem byggð hefir verið hér á landi og það veldur á miklu um þýðingu hennar fyrir landbúnaðinn, að fullkannað væri, hvemig hún gæti orðið hag- kvæmust. Þetta vita allir bændur, og því hafa þeir andstyggð á hin- um ósmekklega áróðri Framsóknarblaðanna. Vandræðafálm „Dags". SVO FÁTÆKUR er ritstjóri „Dags“ orðinn af nýtilegu efni í ritstjórnargreinar, að hann gerir það axarskapt í siðasta blaði, að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að hafa ekki reist áburðar- verksmiðjuna á Gleráreyrum 1945. Við getum látið það liggja á milli hluta, þótt það sé örugglega sannað, að undirbúningur málsins var þá svo bágborinn, að bygg- ing verksmiðjunnar þá hefði getað orðið íslenzkum bændum myllu- steinn um háls. Við getum einnig skellt skollaeyrum við þeirri stað- reynd, að áburðarverksmiðjan þarf um 18.000 kw. raforku. En hinu er bezt að „Dagur“ spreyti sig á að svara, áður en hann aftur heimskar sig á að 6krifa um þetta mál: Hvers vegna létu land- búnaðarráðherrar Framsóknarjlokhsins, Bjarni Ásgeirsson og Her- mann Jónasson ekki reisa áburðarverksmiðjuna við Eyjafjörð? Voru þessir ágætu ráðherrar ef til vill í hópi „bandingj anna“, sem „Dagur“ talar um? Eða er kannske ritstjóri „Dags“ orðinn svo alger „bandingi11 Framsóknarhugsunarháttarins, að hann telji ekki lengur þörf á að hugsa áður en hann skrifar? v------*—y—r------> Fiður Hálfdúnn Yfirsængurdúnn Verzlnnin Eyjafjörður h.f. (Jtlent ullargarn fjöldi af mjög fallegum litum. Hespan kostar kr. 7.25. Sendum gegn póstkröju hvert á land sem er. Verzlunin Eyjaf jörður h.f. Seðlaveski fyrir íslenzka seðlastærð í miklu úrvali. Brynj. Sveinsson h.f. Sími 1580. Pósthólf 225. Uppboð verður haldið laugard. 6. þ. m. kl. 13,30 í gömlu slökkvislöðmni Kaupvangsstræti 1 hér í bæ. Selt verður innbú Sigfúsar Jónssonar, Brekkugötu 21, þar á meðal kommóða, fataskápur, saumavél, stofuborð og stólar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 1. júní 1953. Ortading Jrd OIMun íslands h.|. í ,,'Degi“ 23. maí 1953 segir í grein um olíumálin, orðrétt: „... . olíufélögin Shell og BP hér á landi, sögðu ekki upp samn- ingum um flutninga um sl. ára- mót, og gáfu þannig erlendum að- ilum tækifæri til þess að safna ofsaleguni gróða á olíuflutning- unum. — Bæði þessi fyrirtæki voru stofnuð fyrir erlent fé og eru að verulegu leyti erlend eign enn í dag.“ Oliuverzlun íslands h.f. vill benda blaðinu á, að engir olíu- flutningar áttu sér stað á vegum hennar frá áramótum til 1. apríl og stóð ekki til, þar sem félagið átti nægar birgðir af olíum frani í aprílmánuð, en eftir 1. apríl voru farmgjöld lækkuð. Hvernig áttu erlendir aðilar að græða ofsalega á flutningum sem alls ekki áttu sér stað? Olíuverzlun íslands h.f. var stofnuð af innlendum aðilum og er enn í dag alíslenzkt hlutajélag. Reykjavík, 27. maí 1953. Olíuverzlun Islands h.f. Hreinn Pálsson. iitabshur í miklu úrvali. Axel Kri§tjáusson h.f. Bóka- & ritfangaverzlun. TILKYNNING Vegna viðgerðar á geymsluklefa, þurfa þeir, sem eiga mat- væli geymd utan hólja að hafa tekið þau fyrir 1. júlí n. k., eða gera aðrar ráðstafanir. Nánari upplýsingar hjá frystihússtjóra. FRYSTIHÚS K. E. A. Yeiðimenn! Heddon-Pal, glerfíber kaststengurnar margeftirspurðu eru loksins komnar. Heddon stöng og Pfluegar kasthjól er bezta samstæðan ó markaðnum — Sendum gegn póstkröfu um land allt. — Brynjólfur Sveinsson h.f. Simi 1580 Pósthólf 225 oooooooooooooooooooooooooooooooooooooow eá&GZ&l*. Uz'-L!/ Mobiloil Bitreiðaeipndiir! Notið aðeins það bezta. Notið smurningsolíurnar frá Socony Vacvcum Oil Co Inc New York. Aðalumboð fyrir ísland: H. Benediktsson & Co. h.f., Rvík Umboð á Akureyri og við Eyjafjörð: Verzlunin Eyjafjörður h.f., Akureyri

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.